Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 25
ALBERT Einstein sagði einhvern
tíma að maður með eitt úr vissi ávallt
hvað klukkan væri. Maður með tvö úr
gæti hins vegar aldrei verið viss. Orð
Einsteins hafa komið upp í hugann
undanfarna mánuði þegar menn hafa
borið saman laganám í Háskóla Ís-
lands og Háskólanum í Reykjavík. Á
meðan einungis var boðið upp á laga-
nám í HÍ var takmörkuð opinber um-
ræða um innihald námsins en nú þeg-
ar námið er einnig í boði í HR hefur
umræðan aukist mjög. Fjölbreytnin
og samkeppnin hefur aukist og nem-
endur hafa nú í fyrsta sinn val um
hvar þeir vilja stunda námið. Jafnvel
þó að maður með tvö úr geti aldrei al-
veg verið viss um hvað klukkan er þá
er samanburður á öllum sviðum holl-
ur, ögrandi og einungis til þess fallinn
að skila betri árangri.
Að undanförnu hefur umræðan um
laganám á Íslandi aðallega snúist um
frumvarp til breytinga á lögum um
lögmenn, sem nýlega var lagt fram á
Alþingi. Spurningunni um það hvort
gildandi lög tryggi á fullnægjandi
hátt þær kröfur, sem rétt sé að gera
til lögfræðimenntunar, hefur verið
velt upp og fram hefur komið að
hvergi í lögum sé að finna skilgrein-
ingu á því hvernig haga skuli lög-
fræðimenntun. Telja ýmsir að rétt sé
að skilgreina innihald námsins áður
en háskólar geti sett á stofn laga-
deildir sem hafi heimild til að útskrifa
lögfræðinga. Bent hefur verið á mik-
ilvægi lögmanna og dómara fyrir rétt-
aröryggi almennings og má skilja um-
ræðuna svo að það kunni jafnvel að
vera varasamt fyrir íslenskt samfélag
ef hinum og þessum háskólum verður
heimilað að útskrifa lögfræðinga, sem
geti orðið lögmenn eða dómarar, án
þess að fyrst verði settar almennar
efnisreglur um inntak laganáms.
Þessu er ég ósammála því að gildandi
lögmanna- og háskólalög og þær
breytingatillögur sem gerðar eru í
fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga
á lögmannalögum tryggja að full-
nægjandi kröfur séu gerðar til
menntunar lögmanna.
Í fyrsta lagi er ljóst að samkvæmt
gildandi lögmannalögum þurfa ein-
staklingar sem hafa lokið lögfræði-
prófi að ,,standast prófraun“ sem
nánar er kveðið á um í lögunum. Því
dugar ekki að hafa lokið fullgildu lög-
fræðinámi. Ekki stendur til að breyta
þessu fyrirkomulagi í fyrirliggjandi
frumvarpi. Sérstök þriggja manna
prófnefnd, skipuð af dómsmálaráð-
herra, er starfandi en hlutverk henn-
ar er að ákveða hvers kyns prófraun
einstaklingar með lagapróf þurfi að
standast áður en þeir öðlast lög-
mannsréttindi. Prófraunin skal ná til
þeirra greina bóknáms og verk-
menntunar sem helst varða rækslu
lögmannsstarfa. Sett hefur verið
reglugerð þar sem nánar er kveðið á
um námsgreinar, námskeiðahald,
framkvæmd prófraunar og lágmarks-
árangur til að standast hana. Með
þessu fyrirkomulagi hefur löggjafinn
sett ákveðinn öryggisventil sem á að
tryggja að enginn einstaklingur geti
orðið lögmaður sem hefur ekki sann-
anlega hlotið til þess ákveðna lág-
marksþjálfun og menntun. Sambæri-
legur öryggisventill hefur verið
settur fyrir dómara en sérstakri dóm-
nefnd, sem skipuð er af dómsmála-
ráðherra, er ætlað að fjalla um hæfni
umsækjenda um embætti héraðs-
dómara. Á þetta fyrirkomulag að
stuðla að því að þeir einstaklingar
sem veljast til dómarastarfa séu til
þess hæfir. Þetta fyrirkomulag við
skipun dómara stuðlar að því að til
dómarastarfa veljist einungis hæfir
einstaklingar, burtséð frá því úr
hvaða skóla þeir luku lagaprófi.
Í öðru lagi tryggir frumvarpið til
breytinga á lögmannalögum, verði
það að lögum, að allir einstaklingar
sem fá heimild til að gangast undir
fyrrgreinda prófraun hafi fengið
menntun í svokölluðum ,,kjarnafög-
um“ lögfræðinnar. Í frumvarpinu
segir m.a. að einstaklingar þurfi að
hafa lokið ,,fullnaðarprófi“ í lögfræði
til þess að geta öðlast lögmannsrétt-
indi. Í athugasemdum með frumvarp-
inu kemur fram að með orðunum
,,fullnaðarnám“ í lögfræði sé meðal
annars litið til þess að lögmenn þurfi
að hafa öðlast þekkingu á helstu
grunngreinum lögfræðinnar, svo sem
réttarheimildafræði og lögskýring-
um, kröfurétti, skaðabótarétti, refsi-
rétti og réttarfari. Af þessum um-
mælum er ljóst að nú þegar hefur
verið tilgreint hvaða efniskjarna laga-
nám þarf að lágmarki að hafa til þess
að teljast vera ,,fullnaðarnám“ í skiln-
ingi umrædds ákvæðis. Hugsanlegt
er að einhver sé þeirrar skoðunar að
skilgreina þurfi þetta nánar og að
jafnvel sé nauðsynlegt að skilgreina
umfang og efni náms í fyrrgreindum
kjarnagreinum lögfræðinnar. Þannig
hefur verið bent á að í sumum skólum
sé sama námsefni kennt á skemmri
tíma og með færri kennslustundum
eða jafnvel að allt annað kennsluefni
sé notað. Það er hins vegar hvorki
æskilegt né raunhæft að setja fram
nákvæma útfærslu á því hvaða náms-
efni í einstökum kjarnagreinum er
kennt, hvernig það sé kennt eða á
hversu löngum tíma. Veita þarf laga-
deildum einstakra háskóla svigrúm til
þess að móta sitt námsefni og ákveða
hversu mörgum kennslustundum
skuli varið í einstakar námsgreinar og
hvernig kennslufyrirkomulag skuli
vera. Annað fyrirkomulag kynni að
leiða til stöðnunar og koma í veg fyrir
jákvæð áhrif þess að hafa fleiri en
einn háskóla sem býður upp á fullgilt
laganám. Þess má geta að víða er-
lendis er svokallað kjarnanám kennt
á mun skemmri tíma en hér á landi,
án þess að slíkt hafi verið talið skerða
réttaröryggi almennings á nokkurn
hátt eða draga úr samkeppnishæfni
námsins í alþjóðlegu samhengi.
Í þriðja lagi er mikilvægt að hafa í
huga að gildandi lög um háskóla hafa
að geyma reglur sem eiga að tryggja
að kennarar í íslenskum háskólum
séu starfi sínu vaxnir. Þannig eiga
þeir að hafa bæði menntun og reynslu
til þess að geta sjálfir tekið ákvarð-
anir um umfang, kennsluaðferðir og
megináherslur helstu námsgrein-
anna.
Í fjórða lagi er menntamálaráð-
herra skylt samkvæmt háskólalögum
að hafa eftirlit með gæðum mennt-
unar sem einstakir háskólar veita og
hafa almennar reglur verið settar um
eftirlit með gæðum kennslunnar,
hæfni kennara og hvernig ytra gæða-
eftirliti skuli háttað í einstökum há-
skólum.
Hér hef ég nefnt fjóra þætti sem
leiða til þess að innihald laganáms
fyrir lögmenn og dómara er nægilega
vel tryggt í núgildandi lögum og með
frumvarpi dómsmálaráðherra til
breytinga á lögmannalögum. Því eru
engin rök fyrir því að stöðva fram-
gang frumvarpsins. Það felur í reynd
fyrst og fremst í sér þá breytingu að
nemendur sem áhuga hafa á því að
stunda lögmannsstörf í framtíðinni
geti valið á milli skóla.
Fullnægjandi kröfur
til menntunar
Eftir Aðalstein
E. Jónasson
„Nemendur
með áhuga á
lögmanns-
störfum í
framtíðinni
geti valið á milli skóla.“
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og lektor við lagadeild Háskólans í
Reykjavík.
A Ð A L F U N D U R
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu
fimmtudaginn 13. mars 2003 og hefst kl. 14:00.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin
hlutabréf skv. 55. gr. laga um hlutafélög.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi,
skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi
síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Framboð til stjórnar skulu vera komin skriflega í hendur
stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra á fundarstað frá kl. 13:00 á fundardegi.
Reykjavík, 23. janúar 2003.
Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands
HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
ÁRIÐ 2002 var mikilvægt ár í bar-
áttu stúdenta fyrir bættum lánskjör-
um. Fulltrúi stúdenta í stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna kom úr
röðum Vöku í fyrsta skipti í áratug.
Vaka sagði í síðustu kosningum að
hún myndi fara að samningaborðinu
með öðrum hætti en áður hefði verið
gert. Árangurinn lét ekki á sér
standa. Tekjutenging við maka var
afnumin, sem var eitt stærsta skrefið
í baráttu fyrir jafnrétti til náms í
langan tíma. Jafnframt var grunn-
framfærsla námslána hækkuð um
8,6%, sem er meira en undanfarin ár.
Auk þessa voru skólagjaldalán
hækkuð og gerð óháð gengisbreyt-
ingum. Þessi árangur sýnir að Vaka
er traustsins verð til að sinna þeirri
mikilvægu baráttu sem snýr að
námslánum og fjárhag stúdenta.
Látum ekki staðar numið
En þrátt fyrir að árangurinn af
fyrsta ári Vöku í meirihluta hafi ver-
ið góður, má ekki láta staðar numið.
Skerðing námslána vegna tekna þarf
að minnka enda gefur auga leið að
það fólk sem þarf að vinna með námi
þarf mest á aukatekjum að halda. Því
er ósanngjarnt að refsa fólki með allt
of háu skerðingarhlutfalli fyrir slíka
sjálfsbjargarviðleitni. Frítekjumark
námslána er einnig í algjöru ósam-
ræmi við tekjur námsmanna. Frí-
tekjumarkið er aðeins 280.000 krón-
ur, en námsmaður sem vinnur yfir
sumarmánuðina, á lágmarkstekjum,
þénar um það bil 375.000 krónur.
Ekki má gleyma grunnframfærslu
námslána því þótt hún hafi hækkað
um 8,6% á síðasta ári, er hún ekki
enn í samræmi við raunframfærslu
námsmanna.
Lífeyrisréttindi
námsmanna
Öflugt málefnastarf hefur verið í
Vöku í vetur og komu þar fram ýms-
ar hugmyndir um hvernig bæta má
hag stúdenta. Ein þeirra snýr að líf-
eyrisréttindum stúdenta. Vaka vill
að réttur stúdenta gagnvart lífeyr-
issjóðum sé tryggður með því að þeir
fái ýmist þá fjármuni sem þeir borga
í sjóði yfir sumarið greidda út eða
geti safnað réttindum í sjóðunum yf-
ir veturinn á þeim forsendum að þeir
séu í háskólanámi. Vaka vill einnig að
þeir stúdentar sem eiga við veikinda
að stríða eigi kost á aukaláni til að
mæta auknum lyfja- og lækniskostn-
aði. Slíkur kostnaður getur orðið
stúdentum á námslánum ofviða.
Skýr stefna
Stefna Vöku í lánasjóðsmálum er
skýr. Vaka biður um áframhaldandi
umboð stúdenta til að halda áfram
því starfi sem farið hefur fram í lána-
sjóðsmálum og tryggja að hagsmun-
ir stúdenta nái fram að ganga. Setj-
um X við A á kjördag og kjósum
áframhaldandi árangur í hagsmuna-
baráttu stúdenta.
Höldum vöku
okkar í lána-
sjóðsmálunum
Eftir Sigrúnu Helgu
Jóhannsdóttur
og Ingunni
Guðbrandsdóttur
Sigrún Helga skipar 2. sæti á lista
Vöku til Stúdentaráðs og Ingunn
situr í Stúdentaráði fyrir Vöku.
IngunnSigrún Helga
„Skerðing námslána
vegna tekna þarf að
minnka.“
EINAR Stefánsson augnlæknir
skrifar grein í Mbl., þann 21. febrúar
sl., þar sem hann kallar eftir meira
viðskiptafrelsi með landbúnaðarvör-
ur og skilur ekki að íslensk stjórn-
völd skuli styðja ,,einangrunar-
stefnu“ í landbúnaði og halda þannig
uppi verði á matvörum.
Það hefur oft vakið furðu mína
hvað margir setja kíkinn fyrir blinda
augað þegar beðið er um meira frelsi
í öllum viðskiptum og alltaf á það að
koma blessuðum ,,neytandanum“ til
góða. Í þessu sama Morgunblaði er
önnur grein eftir augnlækni sem
varar við því að sjóntækjafræðingar
fái að mæla sjón þeirra sem þurfa að
fá sér gleraugu. Þarna kemur ber-
lega í ljós að augnlæknar vilja ekki
fyrir nokkurn mun þurfa að láta það
yfir sig ganga að keppa við innlenda
stétt manna, hvað þá ef þeir þyrftu
að keppa við erlenda kollega sína.
Hvernig væri t.d. að stjórnvöld
myndu hlutast til um að flytja inn
augnlækna og tannlækna frá lág-
launalöndunum? Það ætti að vera
auðvelt að gefa þeim starfsleyfi hér
og lækka þannig stórlega útgjöld
heimilanna og heilbrigðisþjónust-
unnar í landinu. Ef að menn hrópa á
viðskiptafrelsi á eitt yfir allar stéttir
að ganga.
Það eiga ekki bara að vera fram-
leiðslugreinarnar og ferðaþjónustan
sem keppa í óvarinni samkeppni við
allar þjóðir jarðarinnar.
Það er ótrúlegur tvískinnungur í
þessari umræðu og venjulega koma
skoðanir eins og hér um ræðir úr
röðum starfsstétta, sem telja sig
örugga um að halda sinni lögboðnu
vernd fyrir samkeppni umheimsins.
Viðskiptafrelsi
fyrir alla?
Eftir Þóri N.
Kjartansson
„Ótrúlegur
tvískinn-
ungur í
þessari
umræðu.“
Höfundur er framkvæmdastjóri,
Vík í Mýrdal.