Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 27
FIMMTUDAGINN 27. febrúar
verður kynning á framhaldsnámi við
Háskóla Íslands og sunnudaginn 9.
mars verður síðan önnur kynning á
sama stað á öllu háskólanámi sem
býðst í landinu. Allir landsmenn eru
velkomnir á þessar tvær kynningar
sem einkum eru ætlaðar stúdents-
efnum á framhaldsskólastigi og öðr-
um sem stefna á framhaldsnám.
Hérna á eftir verður kynnt sú fræði-
grein sem ég stend fyrir, félagsfræð-
in, en hún er í boði á bæði BA- og
MA-stigi við Háskóla Íslands.
Í hverju felst mikilvægi fé-
lagsfræðinnar? Hvað fara fé-
lagsfræðingar að gera þegar námi
þeirra lýkur? Er nokkur þörf á
þessu námi?
Mikilvægi félagsfræðinnar
Markmiðið með kennslu í fé-
lagsfræði er ekki bara að efla þekk-
ingu og skilning nemenda á grein-
inni sjálfri heldur er einnig
mikilvægt að kunnátta í henni nýtist
á margvíslegan hátt í daglegu lífi,
hvort heldur í starfi eða leik. Við-
fangsefni félagsfræðinnar endur-
spegla mörg brýn verkefni nútíma-
samfélags og spanna í raun mjög
fjölbreytt svið. Sem dæmi má nefna
málefni afbrota, fjölmiðla, ung-
menna og atvinnu- og velferðarmál
af ýmsu tagi. Félagsfræðin veitir
nemendum þjálfun og færni í öflun
og meðferð margvíslegra upplýsinga
sem eru kostir sem mikil þörf er á í
upplýsinga- og þjónustusamfélagi
nútímans. Hagnýting gagna er
ómissandi þáttur í samfélaginu og
félagsfræðin veitir nemendum færni
í myndrænni framsetningu og þjálf-
un í að túlka þau. Að auki felur
áhersla félagsfræðinnar á sjálfstæð
vinnubrögð, frumkvæði nemenda,
auk tjáningarhæfileika og sam-
skiptahæfni, í sér mikilvæga og eft-
irsótta eiginleika á síbreytilegum
vinnumarkaði.
Hvað gera félagsfræðingar?
Áhersla hefur lengi verið lögð á að
skoða mikilvægi menntunar í ljósi
þess hvort hún tryggi góða atvinnu
og afkomu. Þetta kemur ekki á óvart
og oft er spurt hvað félagsfræðingar
fari að gera að loknu námi. Til að
ganga úr skugga um þetta var unnin
BA-ritgerð í félagsfræði undir minni
handleiðslu þar sem kannað var
hvað nemendur sem lokið höfðu fé-
lagsfræðinámi frá Háskóla Íslands
hefðu tekið sér fyrir hendur að loknu
námi.
Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir gerði
rannsóknina og kom í ljós að vel á
fjórða hundrað nemenda hafði lokið
námi í félagsfræði frá því að nám í
greininni hófst við HÍ snemma á átt-
unda áratug síðustu aldar. Ýmislegt
fróðlegt kom fram en um 90 prósent
útskrifaðra tóku þátt í athuguninni.
Um 64 prósent þeirra höfðu stundað
frekara háskólanám, svipað hlutfall
karla og kvenna. Af þeim hafði helm-
ingur karlanna lokið meistaragráðu
en sambærilegt hlutfall meðal
kvenna var um 20 prósent. Tuttugu
höfðu lokið doktorsgráðu, sautján
karlar og þrjár konur. Meðal
kvennanna var eins árs viðbótarnám
í félagsráðgjöf algengast.
Afgerandi meirihluti þeirra sem
voru í launavinnu starfaði við ýmsar
þjónustugreinar, einkum fræðslu,
opinbera stjórnsýslu, félagsþjón-
ustu, tómstunda-, menningar- og
íþróttastarfsemi. Aðrar áberandi
þjónustugreinar voru verslunar-
störf, fjármála- og tryggingastarf-
semi, rannsóknir og ráðgjöf og önn-
ur ótalin viðskipti og þjónusta.
Rúmur helmingur svarenda til-
heyrði stétt sérfræðinga, um fjórð-
ungur stétt æðstu embættismanna
og stjórnenda og um 15 prósent
starfandi svarenda tilheyrðu stétt
tækna og sérmenntaðs starfsfólks.
Atvinnuþátttaka var mjög almenn
og enginn svarenda sagðist atvinnu-
laus. Stundum er því fleygt að fé-
lagsfræðin nýtist mest hjá hinu op-
inbera en ekki á einkamarkaði. Það
sem kom í ljós var að rúmlega 60
prósent störfuðu hjá ríki og sveit-
arfélögum en tæp 40 prósent á al-
mennum vinnumarkaði.
Niðurlag
Í heildina sýnir rannsóknin á af-
drifum útskrifaðra nemenda í fé-
lagsfræði að verkefni þeirra að námi
loknu eru bæði fjölbreytt og spenn-
andi. Námið hefur sýnt sig að vera
hagnýtt og þörfin fyrir sérmenntað
starfsfólk með félagsfræðimenntun
óneitanlega fyrir hendi enda teljast
um 70 prósent allra starfa á vinnu-
markaðnum á Íslandi til þjónustu.
Við sem komum nálægt félagsfræð-
inni getum því óhikað litið björtum
augum á framtíð greinarinnar í ís-
lensku samfélagi.
Félagsfræði:
Spennandi háskólanám
Eftir Helga
Gunnlaugsson
„Í heildina
sýnir rann-
sóknin á
afdrifum
útskrifaðra
nemenda í félagsfræði
að verkefni þeirra að
námi loknu eru bæði
fjölbreytt og
spennandi.“
Höfundur er formaður námsnefndar
í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
www.nowfoods.com
í nýju umhverfi
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
FL
U
2
00
30
02
/2
00
3
Fundarfriður
og allt er til reiðu á fundarstað!
Þjónusta við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu.
Hafðu strax samband við Hópadeild í síma 570 3038/3035
tölvupóstur: hopadeild@flugfelag.is
f l júgðu frekar!
símtal
FLOGIÐ OG FUNDAÐ
Flugfélag Íslands og samstarfshótel úti á landi bjóða í einum pakka
alla aðstöðu til fundarhalda. Fljúgið að morgni og aftur heim sam-
dægurs um kvöldið eða gistið eina nótt eða fleiri.
Náið betri árangri á fundi
Eflið starfsandann og treystið liðsheildina í samstilltum hóp
með góðri dvöl á fyrsta flokks gististöðum úti á landi.
VIÐ SJÁUM
UM ALLAN
UNDIRBÚNING
Hópadeild Flugfélags Íslands
pantar flugfar, akstur til og frá
flugvelli á áfangastað, fundar -
aðstöðu og veitingar og sér til þess í
samvinnu við samstarfshótel að allur
búnaður verði til reiðu á fundarstað.
Pöntum gistingu og skipuleggjum
skoðunar ferðir eða aðrar útivistarferðir í
nágrenni fundarstaðanna.
• fundaraðstaða fyrir allt að 80 manns
• fundaraðstaða fyrir allt að 110 manns
• fundaraðstaða fyrir • fundaraðstaða fyrir
allt að 230 manns allt að 60 manns