Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 34

Morgunblaðið - 26.02.2003, Page 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján G.Magnússon fædd- ist að Króki í Ketil- dalahreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu 22. nóvember 1922. Hann andaðist á heimili sínu laugar- daginn 15. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Kristjáns- sonar bónda í Langa- botni í Geirþjófsfirði, f. 1888, d. 1966, og konu hans Hildar Bjarnadóttur, f. 1892, d. 1939. Hann var sjöundi í röð 11 systk- ina. Systkini hans eru: Auður, f. 1916, d. 1998, Guðrún, f. 1917, Björn Magnús, f. 1918, d. 1998, Sverrir, f. 1920, d. 1989, Hlín, f. 1921, Jónína Hrefna, f. 1921, Valdimar, f. 1925, d. 1972, Gísli Angantýr, f. 1927, Kristín Sigríð- ur, f. 1929, og Vésteinn Gunnar, f. 1931. Kristján kvæntist 5.desember 1953 Guðrúnu Árnadóttur frá Akri á Eyrarbakka, f. 1920, d. 1979, hann kynntist henni við sjó- mennsku á Eyrarbakka. Kristján og Guðrún fluttust til Reykjavíkur 1954, Þau eignuðust tvo syni: a) Magnús, f. 1955, eig- inkona Hrafnhildur Hlíðberg, f. 1960, börn þeirra eru Gyða Guðrún, f. 1982, Ellen Mjöll, f. 1986, og Bjarki Fannar, f. 1989, og b) Árna, f. 1962. Fyr- ir átti Guðrún dótt- ur, Kristínu Þórðar- dóttur, f. 1943, sem Kristján gekk í föð- urstað, eiginmaður hennar er Sævar Örn Kristjánsson, f. 1948, synir þeirra eru Kristján Örn, f. 1974, og Viðar Örn, f. 1977. Barnabarnabörnin eru þrjú. Eftir nám hjá Ósvaldi Knudsen, starfaði Kristján lengst af sem sjálfstætt starfandi málarameist- ari. Hann var virkur félagi í hin- um ýmsu félögum, málarafélag- inu, þar sem hann sat meðal annars í stjórn, Kvæðamanna- félaginu Iðunn, Örnefnastofnun, Sögufélaginu og Skógræktar- félagi Íslands, síðast stofnaði hann ásamt fleirum félag aðstand- enda samkynhneigðra. Útför Kristjáns verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í dag kveð ég tengdaföður minn Kristján G. Magnússon frá Langa- botni í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Það eru liðin 32 ár frá því að ég tengdist Kristjáni fyrst, eftir að ég hóf sambúð með stjúpdóttur hans Kristínu Þórð- ardóttur, svo að okkar kynni eru orð- in löng og hafa ávallt verið mér til mikillar ánægju. Strax við fyrstu kynni sá ég að þar fór maður sem hafði margt til brunns að bera og var að mörgu leyti mjög sérstakur. Fljót- lega eftir að ég tengdist inn í fjöl- skylduna fann ég að þar var á ferðinni fólk sem gerði mann að betri mann- eskju með nærveru sinni, Guðrún með sitt ljúfa skap og skemmtilega húmor, blessuð sé minning hennar, og Kristján frekar alvörugefinn og hugsandi, stundum dálítið utan við sig, líkt og hann væri í öðrum heimi. Eftir að ég og Kristín eiginkona mín hófum búskap og eignuðumst okkar drengi komu mannkostir og hugulsemi Kristjáns afar sterkt í ljós, einkum þegar konan mín þarfnaðist aðstoðar við viðhald eða önnur viðvik, svo sem að líta eftir strákunum. Þar sem að ég stundaði sjómennsku á okkar fyrstu búskaparárum þegar strákarnir voru litlir, var ég oft lang- an tíma að heiman, og var þá sam- gangur Kristínar og foreldra hennar mikill, nánast daglegur og kom það þá glöggt í ljós hvað Kristján átti eftir að reynast okkur vel og var hann strákunum okkar sérstaklega mikill afi. Þegar eldri strákurinn okkar fæddist kom í ljós fæðingargalli sem varð þess valdandi að hann var óvær og grét mikið vegna vanlíðanar fyrstu 2 árin, og var þá of gott að eiga afa og ömmu sem gátu komið til að létta undir eftir erfiðar vökunætur og var þá Kristján óþreytandi við að ganga með nafna sinn um gólf með sínu ró- lega og þægilega viðmóti. Þessi ár urðu til þess að Kristján tengdist þessu barnabarni sínu mjög nánum böndum sem hafa varað fram á þenn- an dag. Kristján var óvenju hjálpfús maður og átti mikið betur með að gefa en að þiggja og eru þeir ófáir innan fjöl- skyldunnar sem að eiga honum að þakka mörg handtökin við að koma sér upp heimili eða aðstoð með máln- ingu og ýmis viðvik, því Kristján var mikill hagleiksmaður á marga hluti. Kristján var mjög bókhneigður maður og notaði hverja stund sem gafst til þess að lesa bækur um hin ýmsu mál og átti hann mjög stórt og vandað bókasafn. Efst í huga var hon- um að lesa um og ræða gamlar sagnir af fólki og þjóðháttum á árum áður og var hann óþrjótandi fræðslubrunnur fyrir okkur yngra fólkið um lífið og tilveruna á fyrri hluta síðustu aldar. Trúmál voru honum mikilvæg og átti ég margar stundir með Kristjáni þar sem við ræddum trúmál, og það get ég sagt að mín viðhorf til trúmála eru mikið mótuð af þeim samræðum, því fáir menn áttu eins gott með að rökræða hlutina til að komast að nið- urstöðu eins og hann. Kristján var ekki alltaf sáttur við viðhorf kirkjunn- ar til ýmissa mála og lá ekki á því að honum mislíkaði mjög viðhorf hennar til samkynhneigðra, en fyrir þau sam- tök barðist Kristján mikið, og hélt nokkra fyrirlestra um þeirra mál gangvart kirkjunni. Þessi viðhorf kirkjunnar urðu til þess að hann sagði sig úr hinni íslensku þjóðkirkju, þó það breytti ekki hans trú á æðri mátt sem hann hafði alla tíð þar til yfir lauk. Tengdapabbi var mjög listhneigð- ur maður og hafði gaman af söng og þá aðallega af sígildum kórsöng og kirkjutónlist og sótti tónleika, ef hann gat því við komið, hann átti einnig auðvelt með að setja saman ljóð eins og eftirfarandi erindi úr 10 ljóða bálk til móðir hans ber vitni um. Rödd sem á undirrót innra óskir sem kalla á svör er löngun að minnast þín, mamma, þó málfarið stirðni á vör, ylsins frá ástríki þínu, ævilöng minninga sýn. Með þér í ljúfsárum ljóma leikvangur bernskunnar skín. Í kyrrðinni er líður á kvöldið hverfur það allt sem brást. Mér finnst eins og fram undan bíði þín fórnandi móðurást. Nú veit ég þú breiðir bráðum á barnið þitt hvíta lín, þá heldur þinn hjásetudrengur heimleiðis aftur til þín. Kristján var ágætur málari og eru margar myndir til eftir hann sem ætt- ingjar og vinir eiga og bera vitni um listhneigð hans, enda dreymdi hann um að verða listmálari þegar hann var ungur. Eftir að tengdamóðir mín lést langt fyrir aldur fram var Kristján nær daglegur gestur á okkar heimili og tengdist okkur og strákunum okk- ar mjög náið, og eftir að við fluttum norður í Mývatnssveit kom hann oft í heimsókn, strákunum og okkur til mikillar ánægju og dvaldi þá oft í langan tíma í senn. Tengsl Kristjáns við æskuslóðirnar í Geirþjófsfirði voru mjög sterk svo við í fjölskyldunni fórum oft í Arn- arfjörð með honum og dvöldum þá í Langabotni og nutum þess að vera með honum þar og hlusta á hann segja okkur frá æskuárunum og lífinu í Geirþjófsfirði. Gísla saga Súrssonar var honum mjög hugleikin enda Geir- þjófsfjörður eitt aðalsögusvið þeirra sögu, enda bera systkini Kristjáns mörg hver nöfn sögupersóna þeirrar sögu. Að lokum vil ég segja þetta að í dag er borinn til grafar einn af þessum sönnu íslensku alþýðumönnum sem að unni landi sínu þjóð og tungu meira en nokkru öðru. Það eru svona menn sem að tengja okkur arfleifð- inni, tungunni og sögunni, það eru svona menn sem vekja áhuga okkar á því sem að við erum og gerðu okkur að þeirri þjóð sem við erum í dag. Sævar Örn Kristjánsson. Í dag kveðjum við hann afa okkar, Kristján G. Magnússon sem lést á heimili sínu 15. febrúar síðastliðinn. Afi var stór hluti af lífi okkar og mun- um við aðeins eftir einum til tvennum jólum á tuttugu ára tímabili sem hann var ekki með okkur. Verður því stórt skarð við jólaborðið framvegis. Á hverjum laugardegi í mörg ár kom afi í heimsókn um hádegisbilið og hafði meðferðis stóran poka úr Kolaport- inu fullan af nammi eða rjómaís úr Skalla. Þessir laugardagar voru í miklu uppáhaldi á okkar yngri árum. Afi hafði mjög gaman af því að kynna okkur fyrir gömlum tíma og eyddi hann mörgum stundum í það m.a. með því að fara með okkur í Ár- bæjarsafnið og á Þjóðminjasafnið. Sögurnar hans kveiktu áhuga á göml- um tíma og hefur allavega eitt okkar hugleitt að læra meira á þessu sviði. Afi var endalaus hafsjór af upplýs- ingum og það var ekki til sú spurning sem hann hafði ekki svar við. Enda átti hann ógrynni af bókum og hafði yndi af að lesa. Æskustöðvar afa voru honum mjög hugleiknar og ferðuð- umst við tvisvar þangað í fylgd hans. Fengum við að heyra margar sögur um lífið í Langabotni og ýmsar þjóð- sögur tengdar firðinum. Sá lærdómur situr eftir og getum við borið hann áfram til okkar barna. Afi var listamaður í eðli sínu og lærður málarameistari. Hann vann við sitt fag alla ævi og í frístundum málaði hann ýmist málverk eða kistla og sitja eftir hann ógrynni af verkum sem munu ylja fjölskyldu, vinum og velgjörðarmönnum um hjartarætur um ókomin ár. Hvíldu í friði, elsku afi. Við vonum að endurfundirnir hafi verið góðir hinum megin. Sjáumst seinna. Gyða, Ellen og Bjarki. Kristján Guðbjartur Magnússon andaðist á heimili sínu að kvöldi 15. febrúar. Langri og farsælli ævi er lokið. Hann var fæddur 22. nóvember 1922 að Langabotni í Geirþjófsfirði og varð því áttræður á síðasta ári. Að alast upp í stórum systkinahópi í stór- brotnu og fögru umhverfi á sögu- frægum stað hlýtur að hafa áhrif á uppvöxt fólks. Og hvergi hef ég séð fegra síðsumarskvöld en á siglingu á Arnarfirði, þá skildi ég til hlítar hug- takið ,,sólarglóð“. Þessi stóri og sam- henti systkinahópur komst fljótt að því að menn þurftu að taka til hönd- unum til að bjarga sér. Þótt þessi jörð muni vel sett til afnota bæði til lands og sjávar ílentust systkinin ekki í Langabotni. Flest þeirra eru búsett í Reykjavík og þegar þau hittust var umræðuefnið oftast æskuárin fyrir vestan, og þeim umræðum voru aldr- ei gerð full skil. Fyrir Kristjáni var aðeins einn staður sem hét „heima“ og það var í Langabotni og ritað með stórum staf. Hann var bókelskur og listhneigður, átti dágott valið bóka- safn og málaði bæði með vatnslitum og olíu í tómstundum sínum, auk þess sem allar viðgerðir á stórum og smáum hlutum léku í höndum hans. Kristján var bóngóður og hafði ánægju af að gera öðrum greiða. Fyr- ir nokkrum árum skrifaði hann rit- gerð að beiðni Þjóðminjasafnsins sem lýsir búskaparháttum og lífi fólks sem bjó í sveitum á þeim tíma. Og má Þjóðminjasafn Íslands vel við una að hafa fengið í hendur svo nákvæma og góða lýsingu á kjörum sveitafólks upp úr 1920. Fjölskyldan var Kristjáni hugstæð og ekkert var of gott ættingjum hans til handa, enda hafa afkomendur hans og tengdabörn launað honum um- hyggjuna nú þegar veikindin ágerð- ust og þrekið þvarr. Öllum honum skyldum og tengdum votta ég samúð mína og þakka þá kurteisi og hlýju sem hans fólk hefur sýnt mér. Slíkt er ekki sjálfgefið. Kristín Guðnadóttir. Mig langar að minnast Stjána, eins og við kölluðum hann alltaf, móður- bróður míns í örfáum orðum. Hann fæddist einu og hálfu ári á eftir móður minni Hrefnu og tvíburasystur henn- ar. Þau voru nánir vinir alla ævi og var einstök upplifun að fá að sitja hjá þeim þegar þau hittust og hlusta á þau rifja upp gamla daga. Stjáni var mömmu mikil stoð og stytta, ekki síst þegar pabbi veiktist og þurfti að vera á sjúkrahúsi lang- dvölum þá keyrði hann hana ótaldar ferðirnar í spítalaheimsóknir og eins fóru þau í margar ferðir saman út á land, t.d. austur í sveitir í heimsóknir til okkar systkinanna í sumarbústað- ina og var þá tilheyrandi partur af ferðalaginu að koma við í Eden í Hveragerði á heimleiðinni og fá sér kaffi og og eitthvað gott með. Eftir lát pabba var Stjáni alltaf til taks að skutla eða bara að koma í heimsókn og spjalla meðan hann sjálfur hafði heilsu til. Hann lærði málaraiðn í Iðnskólan- um á Eyrarbakka og starfaði alla tíð við iðn sína, hann var líka listfengur og málaði fallegar myndir sem prýða veggi í mörgum stofunum. Einnig var hann vel hagmæltur, orti mörg falleg ljóð og kastaði gjarnan fram vísum við ýmis tækifæri. – Ekki var síðra að hlusta á hann segja frá ferðum sínum til útlanda. Hann ferðaðist til Barce- lona fyrir tveimur árum og dvaldi þar í nokkrar vikur hjá syni sínum. Sú ferð var honum ógleymanleg. Vona ég að ég eigi eftir að fara til Barcelona einhverntíma og mun ég þá heim- sækja þá staði sem hann lýsti svo ljós- lifandi fyrir mér. Fyrir fáum árum veiktist Stjáni af illkynja sjúkdómi. Hann barðist hetjulega við þennan illvíga vágest og vann marga orrustuna, en þurfti að lokum að játa sig sigraðan. Hann hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn en við geymum í minningunni myndina af þeim góða og vandaða manni sem hann var. Ég votta aðstandendum Stjána mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Ingigerður Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við hjónin vin okkar og móðurbróður minn, Kristján G. Magnússon málarameistara. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir hversu ávallt hann var reiðubúinn til þess að rétta okkur hjálparhönd hvort heldur var í orði eða verki. Þar gilti einu hvort um var að ræða heimili okkar í Hlaðbænum, Rauðagerðinu eða nú síðast í Langagerðinu. Við minnumst einnig ótal margra gleðistunda svo sem ferðalaga, afmæla, söngs og dans. Stjáni var víðlesinn og oft hrók- ur alls fagnaðar. Við njótum þeirra forréttinda að eiga fallega málaðar myndir eftir Stjána frá æskustöðvum og ekki síst af veiðislóðum. Hann átti einnig gott með að koma fyrir sig orði hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli og eigum við margar skemmtilegar vísur í minningunni. Ástvinum hans öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Aðalheiður og Hilmar. KRISTJÁN G. MAGNÚSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURLAUG ANNA HALLMANNSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti líkarfélög njóta þess. Sigurður Gíslason, Hallmann Sigurður Sigurðarson, Aðalheiður Helga Júlíusdóttir, Margrét Ragnheiður Sigurðardóttir, Þorsteinn Valgeir Konráðsson, Ráðhildur Ágústa Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra Kristín Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, KRISTJÁN G. MAGNÚSSON frá Langa-botni, síðast til heimilis á Hrísateigi 10, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu laugardaginn 15. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 15.00. Magnús Kristjánsson, Hrafnhildur Hlíðberg, Kristín Þórðardóttir, Sævar Örn Kristjánsson, Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÚLFAR NÍELS STEHN ATLASON, Strandaseli 1, Reykjavík, andaðist laugardaginn 22. febrúar á Landspítalanum Fossvogi. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 11.00. Maríanne Sif Úlfarsdóttir, Leó Jóhannsson, Garðar Örn Úlfarsson, Lena Helgadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.