Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín Þórðar-dóttir fæddist á Brávöllum á Stokks- eyri 28. nóvember 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. febrúar síð- astliðinn. Kristín var dóttir hjónanna Málfríðar Halldórs- dóttur, f. 8.8. 1889, d. 7.11. 1933, og Þórðar Jónssonar bókhaldara frá Stokkseyri, f. 16.4. 1886, d. 28.9. 1959. Systkini Kristínar eru Sigurður, f. 1912, d. 1978; Ragnar, f. 1915, d. 1972; Guðrún, f. 1922, og Helga, f. 1926. Kristín og Hildur; b) Björn, f. 1961, kvæntur Skúlínu H. Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru: Hjörtur Björn, Jóhann Skúli og María Rós; c) Kristín, f. 1962, sambýlismaður Guðmundur Benediktsson, dætur þeirra eru Anna Björk og Oddný; d) Þórður, f. 1976;2) Margrét skrifstofumað- ur, f. 29.1. 1947, var gift Eiríki Karlssyni. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg, f. 1972, dóttir hennar er Þórhildur Marteinsdóttir; b) Karl, f. 1975, í sambúð með Stein- unni Bjarnarson. Kristín ólst upp á Stokkseyri til 11 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Ung að árum hóf hún störf í bóka- búð Guðmundar Gamalíelssonar og vann þar um áratugsskeið. Síðustu æviár sín dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför Kristínar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristín giftist 15. júlí 1939 Birni Magn- ússyni vélfræðingi, f. 5. des. 1913, d. 21. sept. 1985. Björn var sonur hjónanna Magnúsar Björnsson- ar fuglafræðings, d. 1947, og Vilborgar Þorkelsdóttur, d. 1930. Dætur Kristín- ar og Björns eru: 1) Málfríður Kristín læknaritari, f. 20.12. 1939, gift Guðmundi A. Þórðarsyni vél- fræðingi, f. 29.6. 1934. Börn þeirra eru: a) Guðrún Helga, f. 1959, gift Jóni Gunn- laugssyni, dætur þeirra eru Fríða Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Kristínar Þórðar- dóttur, í nokkrum orðum, en um þessar mundir eru u.þ.b. 45 ár síðan ég kom fyrst á heimili hennar og Björns í Barmahlíðinni, þar sem þau bjuggu þá, og var ég einmitt þá að gera hosur mínar grænar fyrir eldri heimasætunni, henni Fríðu, sem varð konan mín. Að sjálfsögðu var ég hálfkvíðinn er ég kom fyrst á heimili þeirra, en sá kvíði hvarf brátt og var ég strax tekinn sem einn af fjölskyld- unni og hefur aldrei síðan borið skugga á, enda voru bæði tvö ein- staklega ljúfar og viðmótsþýðar per- sónur. Kristín var þá eins og alla tíð, fyrst og fremst húsmóðir. Á yngri árum hafði Kristín unnið um árabil í bóka- búð Guðmundar Gamalíelssonar, sem þá var ein virtasta bókabúð bæj- arins og heyrði ég hana oft minnast þeirra tíma með mikilli virðingu. Í slíku umhverfi sé ég tengdamóður mína eins og drottningu í ríki sínu innan um allt þetta bókaflóð. Þekk- ing hennar á bókmenntum þeirra tíma var ótrúleg. Sérgrein hennar var þó fyrst og fremst ljóðabækur þeirra tíma, sem hún meðhöndlaði og dáði mest. Kunni hún og þuldi ljóð helstu ljóðskálda þeirra tíma, svo sem Davíðs og Einars Ben. Þau Björn og Kristín áttu mjög gott bókasafn og sér í lagi ljóðasafn. Allmargar bækur voru innbundnar af þeim sjálfum og stunduðu þau þetta tómstundagaman á seinni ár- um. Eitt sinn barst það í tal milli okkar Kristínar að afi minn, sem hét Jón Ólafsson, hefði drukknað á flóabátn- um Geraldínu hér í Faxaflóa árið 1908. Sagðist ég hvergi hafa séð neitt um þetta slys á prenti. Næst þegar ég hitti Kristínu kom hún með tvær bækur sem sögðu frá þessu slysi. Þetta sýnir m.a. hve þekking hennar á þessu sem öðru var geysilega víð- tæk. Enda sagði hún oft og einatt að bækur væru til að lesa en ekki bara horfa á þær í hillum. Bæði voru þau hjón einstaklega barngóð og barnabörnin hændust að þeim, hvort heldur að afi og amma komu í heimsókn upp á Skaga, eða börnin voru í nokkra daga dvöl í Álf- heimum. Það var alltaf tilhlökkunar- efni hjá börnunum á þessum árum. Kristín var framan af ævi sinni mjög heilsuhraust og vel á sig komin. Hún var glæsileg kona með brún augu og einkar fallegt kastaníubrúnt þykkt hár, sem hún hélt að mestu til hins síðasta. Heimili hennar og Björns var hlý- legt og notalegt og var samband þeirra einstaklega gott og elskulegt. Björn, tengdafaðir minn, var gull af manni, en eftir að hann veiktist og féll frá, eftir löng og erfið veikindi, var eins og strengur brysti hjá Krist- ínu og heilsu hennar, bæði andlega og líkamlega, hrakaði skjótt. Síðustu níu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir, og viljum við aðstandendur Kristínar flytja sérstakar þakkir til starfsfólks fyrir þá frábæru hjúkrun og aðhlynningu sem hún fékk á þessum árum og var starfsfólkinu til sóma. Að lokum vil ég þakka tengdamóð- ur minni samfylgdina. Hvíl þú, í guðsfriði. Guðmundur A. Þórðarson. Í dag er kvödd mágkona mín Kristín Þórðardóttir. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir eftir margra ára erfið veikindi. Kristín fæddist á Brávöllum á Stokkseyri árið 1913. Þar ólst hún upp í foreldrahúsum og gekk í barnaskóla uns fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1924. Þar hélt hún áfram skólagöngu sinni en þó kom fljótlega að því að hún þyrfti að fara að vinna. Í kreppunni miklu og þeirri fátækt sem var hlutskipti margra á þessum árum hafði fólk ekki sömu tækifæri til menntunar og nú þykja sjálfsögð. Kristín byrjaði því ung að vinna í bókabúð Guðmundar Gamalíelsson- ar og þar starfaði hún í um tíu ár. Í bókabúðinni undi hún hag sínum vel. Bókhneigð var henni í blóð borin enda hafði faðir hennar, Þórður Jónsson, rekið bókabúð á Stokks- eyri. Starfi sínu í bókabúðinni sinnti Kristín af alúð og áhuga. Og starfið átti eftir að móta hana svo um mun- aði. Þarna lifði hún og hrærðist inn- an um bækur og bókamenn. Margir þekktir bókamenn og rithöfundar lögðu leið sína í bókabúðina. Má þar nefna Tómas Guðmundsson og Jón Sveinsson (Nonna). Einnig mun Vil- hjálmur Stefánsson landkönnuður hafa komið við í búðinni. Nærri má geta hvaða áhrif þessar aðstæður hafa haft á Kristínu. Hún drakk af viskubrunninum. Bókmenntaáhugi hinnar ungu konu óx og dafnaði og starfið varð henni dýrmæt reynsla sem hún fékk notið lengi á eftir. Þótt formleg skólaganga væri stutt menntaði Kristín sig með því að lesa ógrynni bóka af ýmsu tagi. Hún var stálminnug og mundi vel það sem hún las. Hún kunni vel að meta ljóð- list og kunni mörg ljóð. Þegar Krist- ín var orðin fullorðin var hún mjög víðlesin og fróð kona. Hún fylgdist líka vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á þeim. Snemma varð ljóst að Kristín hafði góða söngrödd enda gott söng- fólk í hennar ætt. Hún var hvött til að fara í söngnám en því miður leyfði efnahagur fjölskyldunnar það ekki. Þannig kom fátæktin sem fyrr var nefnd í veg fyrir að þessir hæfileikar Kristínar yrðu ræktaðir. Kristín giftist árið 1939 Birni Magnússyni. Hjónaband þeirra var farsælt og gott enda voru þau einkar samhent og öðrum hjálpsöm. Þeirrar hjálpsemi varð ég fyrst aðnjótandi árið 1952 þegar ég kom frá Ísafirði til Reykjavíkur í atvinnuleit. Mág- kona mín og svili veittu mér húsa- skjól og greiddu götu mína á allan hátt. Ég hef alltaf verið þeim þakk- látur fyrir. Þau vildu hins vegar sem minnst um eigin hjálpsemi tala. Þau létu verkin tala. Eftir að ég og Guðrún eiginkona mín fluttum til Reykjavíkur áttum við mikil og góð samskipti við Krist- ínu og Bjössa. Þau voru góð heim að sækja, hún hafsjór af fróðleik og hann ávallt með spaugsyrði og bros á vör. Kristín og Bjössi eignuðust tvær dætur, Málfríði Kristínu og Mar- gréti. Báðar eru þær vel gerðar dugnaðarkonur og bera uppeldi for- eldra sinna fagurt vitni. Ekkert þótti Kristínu og Bjössa betra en að vera með dætrum sínum og fjölskyldum þeirra. Það voru þeirra dýrmætustu stundir og víst hafa þær líka verið dýrmætar barnabörnum þeirra sem fengu að kynnast ástríki þeirra Kristínar og Bjössa. Síðustu þrjátíu ár ævi Kristínar voru henni og aðstandendum hennar erfið. Þegar þau Bjössi voru um sex- tugt veiktist hann alvarlega og lést 1985. Veikindi hans reyndu mjög á Kristínu enda hjúkraði hún honum eftir fremsta megni. Skömmu fyrir dauða hans veiktist hún sjálf af heila- rýrnunarsjúkdómi sem að lokum dró hana til dauða. Kristín mágkona mín er komin yf- ir móðuna miklu. Við hjónin höfum margs að minnast um samskipti okk- ar við Kristínu og fjölskyldu hennar. Allt eru það góðar og ljúfar minn- ingar. Við sendum Málfríði og Margréti, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðmundur L.Þ. Guðmundsson. KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGÞÓRS BJÖRGVINS SIGURÐSSONAR vélstjóra, Skarðshlíð 13b, Akureyri. Hallveig Magnúsdóttir, Fróði Jónsson, Ástfríður Njálsdóttir, Magnús S. Sigþórsson, Rut Guðbrandsdóttir, Hafþór B. Sigþórsson, Gréta Adolfsdóttir, Jónína B. Sigþórsdóttir, Sigurður J. Sigþórsson, Olga B. Sigþórsdóttir, barnabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR ÞORVALDSDÓTTUR fyrrverandi kaupmanns, Hæðargarði 29, Reykjavík. Haukur Benediktsson, Erna Hauksdóttir, Júlíus Hafstein, Þorvaldur Hauksson, Kolbrún Jónsdóttir, Benedikt Hauksson, Guðlaug Sveinsdóttir, Haukur Þór Hauksson, Ásta Möller, Hörður Hauksson, Jóna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, VIGFÚSAR K. GUNNARSSONAR löggilts endurskoðanda, Sóltúni 5, Reykjavík. Anna L. Gunnarsdóttir, Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Arnór Þórir Sigfússon, Agnar Óskarsson, Margrét Ásgeirsdóttir. Við þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu sem heiðruðu minningu okkar ástkæra SIGURÐAR SIGURÐSSONAR forstjóra Loftorku, Reykjavík, Vonarholti, Kjalarnesi, og sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför hans. Samhugur ykkar og góðvild hefur verið okkur og allri fjölskyldunni mikils virði. Sæunn Andrésdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Ólafur Jónsson, Sigurveig Sigurðardóttir, Björn Þráinn Þórðarson, Ari Sigurðsson, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Freyr Sigurðsson, Mercedes Berger, Andrés Sigurðsson, Hjördís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÁKADÓTTUR, Hofteigi 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heima- hlynningar Karitasar og deildar 11E á Land- spítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun og vinarhug. Jóhann Lárus Jónasson, Áki Jóhannsson, Guðlaug Sturludóttir, Jóhann Lárus Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Dís Sigurgeirsdóttir, Ólöf Áslaug Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA INGVARS JÓNSSONAR, Miðvangi 75, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við félögum Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík og starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi. Margrét Fjeldsted, Daníel Gíslason, Steinunn Jónasdóttir, Snorri Gíslason, Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir, Jónas Orri Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.