Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 39
FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 39
Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949
Næs
Ný sending af
glæsilegum nýjum vörum
Opnunartími
miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22
föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14
Borgin í bítið Þróunar- og fjöl-
skyldusvið Reykjavíkurborgar í
samvinnu við Stofnun stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála boðar til fund-
ar, Borgin í bítið, miðvikudaginn 26.
febrúar kl. 8.15-10 á Grand Hóteli.
Fjallað verður um hvernig borgaryf-
irvöld geti tryggt lífsgæði, velferð og
jafnframt frelsi íbúa? Erindi halda:
Þórólfur Árnason borgarstjóri og
Sigríður Þorgeirsdóttir dósent við
Háskóla Íslands. Fundarstjóri er
Ólafur Ingi Ólafsson formaður Sam-
bands íslenskra auglýsingastofa. Að
loknum framsöguávörpum verða al-
mennar umræður. Fundurinn er öll-
um opinn.
Stuðningshópur um krabbamein í
eggjastokkum heldur rabbfund í
húsi Krabbameinsfélagsins að Skóg-
arhlíð 8 í Reykjavík, í dag, miðviku-
daginn 26. febrúar, kl. 17. Margrét
Hákonardóttir geðhjúkrunarfræð-
ingur við þróunarskrifstofu hjúkr-
unarforstjóra Landspítala – há-
skólasjúkrahúss verður gestur
fundarins og ætlar að bjóða hópnum
upp á slökun.
Í DAG
Kynning á framhaldsnámi við HÍ
verður á morgun fimmtudaginn 27.
febrúar kl. 16-18 í Hátíðasal, að-
albyggingu. Kynntir verða þeir
möguleikar sem bjóðast til meist-
ara- og doktorsnáms við Háskóla Ís-
lands, einnig verður kynnt viðbót-
arnám til starfsréttinda. Kennarar
og nemendur úr öllum 11 deildum
skólans verða á staðnum, auk ým-
issa þjónustuaðila. Um 120 leiðir
eru í boði í framhaldsnámi við há-
skólann. Allir velkomnir.
Rabbfundur hjá Rannsóknastofu
í kvennafræðum verður á morgun,
fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 12-13
í stofu 101 í Lögbergi. Svanborg
Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur
rabbar um tæknifrjóvganir: „Hvern
er verið að lækna? Konur og tækni-
frjóvgun.“ Svanborg fjallar um
hvort þetta endurspegli þá hug-
mynd að konur séu „aðalgerendur“ í
barneignum, hvort þetta lýsi valda-
stöðu kvenna í frjósemisrann-
sóknum o.fl.
Andstæðingar Kárahnjúkavirkj-
unar munu safnast saman við
Hlemm og ganga þaðan niður
Laugaveg að Alþingishúsinu á
morgun, fimmtudaginn 27. febrúar,
kl. 17.
Borgararéttindi í Bandaríkjunum
Í tengslum við kennslu á námskeið-
inu stjórnskipunarrétti og ágripi
þjóðaréttar við lagadeild Háskóla
Íslands heldur Andrew E. Lelling,
sérfræðingur um borgaraleg rétt-
indi í dómsmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna, opinn fyrirlestur fimmtu-
daginn 27. febrúar kl. 14, í stofu
L-103 í Lögbergi, húsi lagadeildar
Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber
heitið „Civil Liberties Concerns in
the US in the Aftermath of 11 Sept-
ember“. Lelling mun fjalla um áhrif
hryðjuverkaárásanna 11. september
2001 á vernd borgararéttinda í land-
inu, einkum gagnvart útlendingum
frá Arabaríkjum og aðgerðir stjórn-
valda á þessu sviði. Allir velkomnir.
Kynningarfundur um MBA-nám
Háskólans í Reykjavík verður á
morgun, fimmtudaginn 27. febrúar
kl. 17.15 á 3. hæð Háskólans í
Reykjavík. MBA nám er stjórn-
unar- og viðskiptanám á meist-
arastigi ætlað einstaklingum með
háskólapróf. Á kynningarfundinum
verður námstilhögun og uppbygging
námsins kynnt. Jafnframt munu út-
skrifaðir og núverandi MBA nem-
endur ræða reynslu sína af náminu
og svara spurningum.
Á MORGUN
Brúðarhelgi Garðheima verður
haldin laugardaginn 1. og sunnu-
daginn 2. mars kl. 13-18. Kynning
verður á flestu sem tengist brúð-
kaupsundirbúningi; brúðarkjólum
og fatnaði, brúðarvöndum, skarti,
myndatöku, veisluföngum, hús-
gögnum, borðbúnaði og bílaskreyt-
ingum, veislusölum og veislutjöld-
um o.fl. Hátíðartískusýning undir
stjórn Unnar Arngrímsdóttur verð-
ur kl. 14.30 og 16.30 báða dagana.
Fyrirtækin sem taka þátt í brúð-
arhelginni eru auk Garðheima,
Brúðarkjólaleiga Dóru, Brúð-
arkjólaleiga Katrínar, Prinsessan,
verslun Mjódd, Ljósmyndastofan
Skugginn, Kristall og postulín,
Gunni Magg-úr og skartgripir,
Lystadúnn Marco, Línan hús-
gagnaverslun, Tjaldaleigan
skemmtilegt, Veislan, Seltjarn-
arnesi, Ingvar Helgason, Innes, Öl-
gerðin, Klakastyttur, Brúðkaup.is
og Brúðkaupsvefur.com. Garð-
heimar eru opnir frá kl. 9-21 alla
daga.
Ástríðukvöld á Hótel Glymi verð-
ur haldið föstudaginn 7. og laug-
ardaginn 8. mars. Sælkerakokk-
urinn og píanóleikarinn Alberto
Portugheis verður gestakokkur í
Hótel Glymi á Ástríðudögum, en
hann er annar eigandi veitingastað-
arins „Rhapsody“ í London. Port-
ugheis hefur verið gestakokkur á
hótelum og veitingahúsum í Sviss, á
Spáni, í Frakklandi, Grikklandi og
víðar. Einnig er hann með mat-
reiðsluþætti fyrir BBC og LBC og
veitingahúsaráðgjafi hjá síð-
arnefndu stöðinni, að því er kemur
fram í fréttatilkynningu.
Á NÆSTUNNI
VEGNA frétta af vélsleðaslysi í Blá-
fjöllum í blaðinu fyrir helgina vill
Sigurður Sigurðsson, faðir annars
þeirra er lenti í slysinu, koma á fram-
færi athugasemd.
Segir hann að þau tvö sem lentu í
slysinu telji sig hafa verið á svæði
milli Hákolla og Kerlingarhnúka
sem séu austan við fólkvanginn eins
og fram hafi komið í frétt af slysinu
21. febrúar. „Eins og kom fram í
frétt Mbl. þá voru þau á heimleið en
bifreiðin sem flutti sleðann var
geymd skammt sunnan eða austan
við skíðaskálann á skíðasvæðinu og
var ferðinni heitið þangað,“ segir
hann í athugasemd sinni.
Ekki sé rétt sem lesa megi úr við-
tali við Grétar Hall Þórisson, for-
stöðumann skíðasvæðisins í Bláfjöll-
um, 22. febrúar, að þau hafi brotið
bann við vélsleðaakstri í fólkvangin-
um í Bláfjöllum.
Athugasemd
vegna frétta um
vélsleðaslys
ÞEIM sem fá skyndileg einkenni frá
baki eða hálsi verður boðið upp á
nýja þjónustu sem nefnist Bakvakt-
in, frá og með 24. febrúar. Þar er
veitt fyrsta hjálp og ráðleggingar
samdægurs alla daga vikunnar hjá
sérfræðingi í bak- og hálsvandamál-
um. Markmið þjónustunnar er að
stytta þann tíma sem fólk er með
einkenni frá baki og hálsi og minnka
hættuna á að það missi úr vinnu
vegna slíkra einkenna.
Tekið er við pöntunum í síma alla
daga vikunnar kl. 8–22. Virka daga
er boðið upp á þessa þjónustu á
kvöldin kl. 18–21 og um helgar kl.
12–16.
Eyþór Kristjánsson verður á Bak-
vaktinni þetta árið en hann er fag-
stjóri Hreyfigreiningar, sem er til
húsa að Höfðabakka 9, 110 Reykja-
vík þar sem þessi sérfræðiþjónusta
er veitt. Eyþór er sérfræðingur í
stoðkerfisfræðum og lektor við HÍ
en hann er að ljúka doktorsnámi frá
Læknadeild HÍ. Gjald fyrir komu er
samkvæmt taxta Tryggingastofnun-
ar, segir í fréttatilkynningu.
Þjónusta Bakvaktarinnar
alla daga vikunnar
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá stjórn Geðhjálpar:
„Stjórn Geðhjálpar lýsir fullum
stuðningi við kröfur Barnageð-
læknafélags Íslands og yfirlæknis
barna- og unglingageðdeildar LSH
um tafarlausar úrbætur á því
ófremdarástandi sem lengi hefur
ríkt í málefnum geðsjúkra barna.
Það er ótækt að ekki skuli haft sam-
ráð við þessa aðila um skipan nefnd-
ar sem koma á með tillögur til lausn-
ar.
Stjórn Geðhjálpar vill ennfremur
benda á slæma stöðu geðheilbrigð-
isþjónustunnar almennt, þar sem
fjárskortur hamlar á ýmsum sviðum
nauðsynlegri þjónustu við geðsjúka.
Niðurskurður í málaflokknum und-
anfarin ár hefur bitnað á börnum og
fullorðnum á sama tíma og viður-
kennt er að geðheilsuvandamál fær-
ist almennt í vöxt.
Ríkisstjórnin hefur nýlega ákveð-
ið að veita í skyndi um sex milljarða
króna til vegagerðar og smíði menn-
ingarhúsa á landsbyggðinni. Af
þessu tilefni leyfir stjórn Geðhjálpar
sér að efast um að forgangsröðunin
sé rétt þegar málefni geðsjúkra
barna og fullorðinna eru í þeim
ógöngum sem raun ber vitni. Upp-
bygging heilbrigðisþjónustu er líka
atvinnuskapandi. Geðhjálp skorar á
stjórnvöld að taka málaflokkinn til
gagngerrar endurskoðunar þegar
brugðist hefur verið við bráðavanda
barna- og unglingageðdeildar og þá
með þátttöku hagsmunaaðila, not-
enda geðheilbrigðisþjónustunnar.“
Geðhjálp vill
tafarlausar úrbætur
HANS Petersen afhenti á dögunum
Regnbogabörnum styrk að upphæð
um 570.000 kr. Styrkur þessi er til-
kominn af sölu jólakorta fyrir ljós-
myndir.
Regnbogabörn eru fjöldasamtök
stofnuð af Stefáni Karli Stefánssyni
leikara og er þeim m.a. ætlað berj-
ast gegn einelti á börnum og ung-
lingum.
Regnbogabörn fá styrk
frá Hans Petersen
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
F.v. Freyja Friðbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Regnbogabarna, Stefán
Karl Stefánsson, stofnandi samtakanna, Elín Agnarsdóttir frá Hans Pet-
ersen og Jón Páll Hallgrímsson meðferðarfulltrúi.
Stofnfundur Ungliðahreyfingar
Vinstri grænna í Skagafirði verður
á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar
kl. 20, í kosningamiðstöð VG að Að-
algötu 20, Sauðárkróki. Kosið verð-
ur í stjórn Ungliðahreyfingarinnar
og lög samþykkt fyrir hreyfinguna.
Árni Steinar Jóhannsson, alþing-
ismaður Vinstri grænna, og Katrín
Jakobsdóttir, formaður Ungra
Vinstri grænna, ávarpa stofnfund-
inn.
STJÓRNMÁL
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–
24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
Fyrsta alþjóðlega kvenna-
skákmótið í Grindavík
Fyrsta alþjóðlega kvennaskák-
mótið á Íslandi verður haldið af Tafl-
félagi Garðabæjar og Skákfélagi
Grindavíkur 5. til 9. mars nk., eins og
greint er frá í frétt í blaðinu í dag. Al-
þjóðlegt kvennaskákmót Hróksins í
vor verður því ekki hið fyrsta hér á
landi, eins og ranglega var greint frá
í leiðara í blaðinu 19. febrúar sl.
Einum degi of snemma
Í Morgunblaðinu í gær var aðsend
grein, sem bar fyrirsögnina „Setjum
kraft í hagsmunabaráttu stúdenta“.
Greinin hófst á orðunum: „Í dag og á
morgun er kosið til Stúdentaráðs og
Háskólafundar í Háskóla Íslands“.
Þessi grein birtist einum degi of
snemma, sem þýðir að þetta gerist í
dag og á morgun.
LEIÐRÉTT
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og
Kaupþing banki hf. hafa skrifað und-
ir samstarfssamning. Samningurinn
markar tímamót fyrir Hrókinn, sem
teflir nú undir merkjum Kaupþings
banka á Íslandsmóti skákfélaga.
Þetta kemur fram í frétt frá Kaup-
þingi.
„Samningurinn við Kaupþing
banka gerir Hróknum kleift að halda
áfram að auðga íslenskt skáklíf með
því að fá öfluga erlenda skákmenn til
landsins,“ segir í fréttinni. „Fram-
undan eru mörg stórverkefni og
stuðningur Kaupþings hf. er Hrókn-
um mjög mikilvægur í áframhald-
andi sókn. Af hálfu Kaupþings banka
er litið á stuðninginn við Hrókinn
sem framlag til skákíþróttarinnar
sem nú er í mikilli sókn og sérstak-
lega sem hvatningu til skákstarfs
meðal barna og unglinga.“
Hrókurinn teflir undir
merkjum Kaupþings
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður
sölu- og markaðssviðs Kaupþings banka, og Ivan Sokolov stórmeistari við
undirritun samstarfssamningsins.