Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 39 Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949 Næs Ný sending af glæsilegum nýjum vörum Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Borgin í bítið Þróunar- og fjöl- skyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála boðar til fund- ar, Borgin í bítið, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 8.15-10 á Grand Hóteli. Fjallað verður um hvernig borgaryf- irvöld geti tryggt lífsgæði, velferð og jafnframt frelsi íbúa? Erindi halda: Þórólfur Árnason borgarstjóri og Sigríður Þorgeirsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Ólafur Ingi Ólafsson formaður Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Að loknum framsöguávörpum verða al- mennar umræður. Fundurinn er öll- um opinn. Stuðningshópur um krabbamein í eggjastokkum heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík, í dag, miðviku- daginn 26. febrúar, kl. 17. Margrét Hákonardóttir geðhjúkrunarfræð- ingur við þróunarskrifstofu hjúkr- unarforstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss verður gestur fundarins og ætlar að bjóða hópnum upp á slökun. Í DAG Kynning á framhaldsnámi við HÍ verður á morgun fimmtudaginn 27. febrúar kl. 16-18 í Hátíðasal, að- albyggingu. Kynntir verða þeir möguleikar sem bjóðast til meist- ara- og doktorsnáms við Háskóla Ís- lands, einnig verður kynnt viðbót- arnám til starfsréttinda. Kennarar og nemendur úr öllum 11 deildum skólans verða á staðnum, auk ým- issa þjónustuaðila. Um 120 leiðir eru í boði í framhaldsnámi við há- skólann. Allir velkomnir. Rabbfundur hjá Rannsóknastofu í kvennafræðum verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 12-13 í stofu 101 í Lögbergi. Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur rabbar um tæknifrjóvganir: „Hvern er verið að lækna? Konur og tækni- frjóvgun.“ Svanborg fjallar um hvort þetta endurspegli þá hug- mynd að konur séu „aðalgerendur“ í barneignum, hvort þetta lýsi valda- stöðu kvenna í frjósemisrann- sóknum o.fl. Andstæðingar Kárahnjúkavirkj- unar munu safnast saman við Hlemm og ganga þaðan niður Laugaveg að Alþingishúsinu á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 17. Borgararéttindi í Bandaríkjunum Í tengslum við kennslu á námskeið- inu stjórnskipunarrétti og ágripi þjóðaréttar við lagadeild Háskóla Íslands heldur Andrew E. Lelling, sérfræðingur um borgaraleg rétt- indi í dómsmálaráðuneyti Banda- ríkjanna, opinn fyrirlestur fimmtu- daginn 27. febrúar kl. 14, í stofu L-103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið „Civil Liberties Concerns in the US in the Aftermath of 11 Sept- ember“. Lelling mun fjalla um áhrif hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 á vernd borgararéttinda í land- inu, einkum gagnvart útlendingum frá Arabaríkjum og aðgerðir stjórn- valda á þessu sviði. Allir velkomnir. Kynningarfundur um MBA-nám Háskólans í Reykjavík verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17.15 á 3. hæð Háskólans í Reykjavík. MBA nám er stjórn- unar- og viðskiptanám á meist- arastigi ætlað einstaklingum með háskólapróf. Á kynningarfundinum verður námstilhögun og uppbygging námsins kynnt. Jafnframt munu út- skrifaðir og núverandi MBA nem- endur ræða reynslu sína af náminu og svara spurningum. Á MORGUN Brúðarhelgi Garðheima verður haldin laugardaginn 1. og sunnu- daginn 2. mars kl. 13-18. Kynning verður á flestu sem tengist brúð- kaupsundirbúningi; brúðarkjólum og fatnaði, brúðarvöndum, skarti, myndatöku, veisluföngum, hús- gögnum, borðbúnaði og bílaskreyt- ingum, veislusölum og veislutjöld- um o.fl. Hátíðartískusýning undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur verð- ur kl. 14.30 og 16.30 báða dagana. Fyrirtækin sem taka þátt í brúð- arhelginni eru auk Garðheima, Brúðarkjólaleiga Dóru, Brúð- arkjólaleiga Katrínar, Prinsessan, verslun Mjódd, Ljósmyndastofan Skugginn, Kristall og postulín, Gunni Magg-úr og skartgripir, Lystadúnn Marco, Línan hús- gagnaverslun, Tjaldaleigan skemmtilegt, Veislan, Seltjarn- arnesi, Ingvar Helgason, Innes, Öl- gerðin, Klakastyttur, Brúðkaup.is og Brúðkaupsvefur.com. Garð- heimar eru opnir frá kl. 9-21 alla daga. Ástríðukvöld á Hótel Glymi verð- ur haldið föstudaginn 7. og laug- ardaginn 8. mars. Sælkerakokk- urinn og píanóleikarinn Alberto Portugheis verður gestakokkur í Hótel Glymi á Ástríðudögum, en hann er annar eigandi veitingastað- arins „Rhapsody“ í London. Port- ugheis hefur verið gestakokkur á hótelum og veitingahúsum í Sviss, á Spáni, í Frakklandi, Grikklandi og víðar. Einnig er hann með mat- reiðsluþætti fyrir BBC og LBC og veitingahúsaráðgjafi hjá síð- arnefndu stöðinni, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI VEGNA frétta af vélsleðaslysi í Blá- fjöllum í blaðinu fyrir helgina vill Sigurður Sigurðsson, faðir annars þeirra er lenti í slysinu, koma á fram- færi athugasemd. Segir hann að þau tvö sem lentu í slysinu telji sig hafa verið á svæði milli Hákolla og Kerlingarhnúka sem séu austan við fólkvanginn eins og fram hafi komið í frétt af slysinu 21. febrúar. „Eins og kom fram í frétt Mbl. þá voru þau á heimleið en bifreiðin sem flutti sleðann var geymd skammt sunnan eða austan við skíðaskálann á skíðasvæðinu og var ferðinni heitið þangað,“ segir hann í athugasemd sinni. Ekki sé rétt sem lesa megi úr við- tali við Grétar Hall Þórisson, for- stöðumann skíðasvæðisins í Bláfjöll- um, 22. febrúar, að þau hafi brotið bann við vélsleðaakstri í fólkvangin- um í Bláfjöllum. Athugasemd vegna frétta um vélsleðaslys ÞEIM sem fá skyndileg einkenni frá baki eða hálsi verður boðið upp á nýja þjónustu sem nefnist Bakvakt- in, frá og með 24. febrúar. Þar er veitt fyrsta hjálp og ráðleggingar samdægurs alla daga vikunnar hjá sérfræðingi í bak- og hálsvandamál- um. Markmið þjónustunnar er að stytta þann tíma sem fólk er með einkenni frá baki og hálsi og minnka hættuna á að það missi úr vinnu vegna slíkra einkenna. Tekið er við pöntunum í síma alla daga vikunnar kl. 8–22. Virka daga er boðið upp á þessa þjónustu á kvöldin kl. 18–21 og um helgar kl. 12–16. Eyþór Kristjánsson verður á Bak- vaktinni þetta árið en hann er fag- stjóri Hreyfigreiningar, sem er til húsa að Höfðabakka 9, 110 Reykja- vík þar sem þessi sérfræðiþjónusta er veitt. Eyþór er sérfræðingur í stoðkerfisfræðum og lektor við HÍ en hann er að ljúka doktorsnámi frá Læknadeild HÍ. Gjald fyrir komu er samkvæmt taxta Tryggingastofnun- ar, segir í fréttatilkynningu. Þjónusta Bakvaktarinnar alla daga vikunnar EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá stjórn Geðhjálpar: „Stjórn Geðhjálpar lýsir fullum stuðningi við kröfur Barnageð- læknafélags Íslands og yfirlæknis barna- og unglingageðdeildar LSH um tafarlausar úrbætur á því ófremdarástandi sem lengi hefur ríkt í málefnum geðsjúkra barna. Það er ótækt að ekki skuli haft sam- ráð við þessa aðila um skipan nefnd- ar sem koma á með tillögur til lausn- ar. Stjórn Geðhjálpar vill ennfremur benda á slæma stöðu geðheilbrigð- isþjónustunnar almennt, þar sem fjárskortur hamlar á ýmsum sviðum nauðsynlegri þjónustu við geðsjúka. Niðurskurður í málaflokknum und- anfarin ár hefur bitnað á börnum og fullorðnum á sama tíma og viður- kennt er að geðheilsuvandamál fær- ist almennt í vöxt. Ríkisstjórnin hefur nýlega ákveð- ið að veita í skyndi um sex milljarða króna til vegagerðar og smíði menn- ingarhúsa á landsbyggðinni. Af þessu tilefni leyfir stjórn Geðhjálpar sér að efast um að forgangsröðunin sé rétt þegar málefni geðsjúkra barna og fullorðinna eru í þeim ógöngum sem raun ber vitni. Upp- bygging heilbrigðisþjónustu er líka atvinnuskapandi. Geðhjálp skorar á stjórnvöld að taka málaflokkinn til gagngerrar endurskoðunar þegar brugðist hefur verið við bráðavanda barna- og unglingageðdeildar og þá með þátttöku hagsmunaaðila, not- enda geðheilbrigðisþjónustunnar.“ Geðhjálp vill tafarlausar úrbætur HANS Petersen afhenti á dögunum Regnbogabörnum styrk að upphæð um 570.000 kr. Styrkur þessi er til- kominn af sölu jólakorta fyrir ljós- myndir. Regnbogabörn eru fjöldasamtök stofnuð af Stefáni Karli Stefánssyni leikara og er þeim m.a. ætlað berj- ast gegn einelti á börnum og ung- lingum. Regnbogabörn fá styrk frá Hans Petersen Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir F.v. Freyja Friðbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Regnbogabarna, Stefán Karl Stefánsson, stofnandi samtakanna, Elín Agnarsdóttir frá Hans Pet- ersen og Jón Páll Hallgrímsson meðferðarfulltrúi. Stofnfundur Ungliðahreyfingar Vinstri grænna í Skagafirði verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20, í kosningamiðstöð VG að Að- algötu 20, Sauðárkróki. Kosið verð- ur í stjórn Ungliðahreyfingarinnar og lög samþykkt fyrir hreyfinguna. Árni Steinar Jóhannsson, alþing- ismaður Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Ungra Vinstri grænna, ávarpa stofnfund- inn. STJÓRNMÁL LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Fyrsta alþjóðlega kvenna- skákmótið í Grindavík Fyrsta alþjóðlega kvennaskák- mótið á Íslandi verður haldið af Tafl- félagi Garðabæjar og Skákfélagi Grindavíkur 5. til 9. mars nk., eins og greint er frá í frétt í blaðinu í dag. Al- þjóðlegt kvennaskákmót Hróksins í vor verður því ekki hið fyrsta hér á landi, eins og ranglega var greint frá í leiðara í blaðinu 19. febrúar sl. Einum degi of snemma Í Morgunblaðinu í gær var aðsend grein, sem bar fyrirsögnina „Setjum kraft í hagsmunabaráttu stúdenta“. Greinin hófst á orðunum: „Í dag og á morgun er kosið til Stúdentaráðs og Háskólafundar í Háskóla Íslands“. Þessi grein birtist einum degi of snemma, sem þýðir að þetta gerist í dag og á morgun. LEIÐRÉTT SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og Kaupþing banki hf. hafa skrifað und- ir samstarfssamning. Samningurinn markar tímamót fyrir Hrókinn, sem teflir nú undir merkjum Kaupþings banka á Íslandsmóti skákfélaga. Þetta kemur fram í frétt frá Kaup- þingi. „Samningurinn við Kaupþing banka gerir Hróknum kleift að halda áfram að auðga íslenskt skáklíf með því að fá öfluga erlenda skákmenn til landsins,“ segir í fréttinni. „Fram- undan eru mörg stórverkefni og stuðningur Kaupþings hf. er Hrókn- um mjög mikilvægur í áframhald- andi sókn. Af hálfu Kaupþings banka er litið á stuðninginn við Hrókinn sem framlag til skákíþróttarinnar sem nú er í mikilli sókn og sérstak- lega sem hvatningu til skákstarfs meðal barna og unglinga.“ Hrókurinn teflir undir merkjum Kaupþings Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Kaupþings banka, og Ivan Sokolov stórmeistari við undirritun samstarfssamningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.