Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 41 Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur frá kirkjukór. Bílaþjónusta í símum 553 8500, 553 0448 og 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Krakka- klúbbar í safnaðarheimilinu: 9-10 ára börn kl. 16-17 og 11-12 ára kl. 17.30- 18.50. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Alfa-námskeið kl. 19.30-22. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Börn og bænir. Sr. Sigurður Pálsson, sóknarprest- ur. Opið hús eldri borgara í Hallgrímskirkju kl. 14. Dagskrá um Kína í umsjá Unnar Guð- jónsdóttur, myndasýning og dans. Hug- vekju flytur séra María Ágústsdóttir. Allir velkomnir. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orelleik og sálmasöng. Allir velkomn- ir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðar- heimilinu (kr. 300). Kl. 13-16 opið hús fyr- ir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17-18.10 Krúttakórinn, börn 4-7 ára. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir guðfræðinemi og Hannes Guðrúnarson tónlistarmaður og kennari leiða starfið ásamt sóknarpresti. TTT-fundur kl. 16.15 (5.-7. bekkur). Andri Bjarnason og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt Sigur- birni Þorkelssyni framkvæmdastjóra safn- aðarins og hópi ungra sjálfboðaliða. Ferm- ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hefur Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartans- dóttir tómstundaráðgjafi hjá Þróttheim- um. Adrenalínhópurinn kemur saman kl. 20 á Ömmukaffi, Austurstræti 20. Krakk- ar úr 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla vel- komin. Rútufar heim að fundi loknum.(Sjá síðu 650 í Textavarpinu). Neskirkja. Foreldramorgun kl. 10-12. Af- mælisfundur. Foreldramorgnar 14 ára. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíufræðsla kl. 17, rætt verður um Hirð- isbréfin. Umsjón sr. Frank M. Halldórs- son. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13-16 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM&K kl. 20-21.45. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is). Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. Námskeiðið Að búa einn kl. 20-22. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í Grafarvogskirkju kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar, börn 7-9 ára í Rimaskóla kl. 17.30-18.30. TTT (10-12 ára) í Rimaskóla kl. 18.30-19.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8.-9. bekk í Engjaskóla kl. 20-22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Opið hús kl. 12. Léttur hádegisverður og skemmtileg samverustund. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börn- um í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börn- um TTT á sama stað kl. 17.45-18.45. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám- skeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Upp- sölum 3. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðs- fundur fyrir unglinga 14-15 ára kl. 20. Biblíulestraröð Seljakirkju kl. 19.30 ann- an hvern miðvikudag. Næsti lestur er í dag, 26. febrúar. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomin með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hitt- ast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verð velkomin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkar í kirkj- unni. Undirbúningur æskulýðsdags. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkj- unni. Undirbúningur æskulýðsdags. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10-12. Umsjón hefur Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjalta- dóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafells- kirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. . Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Sigfús B. Ingva- son. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19.30-22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). For- eldramorgun í Safnaðarheimilinu í dag kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petr- ínu Sigurðardóttur. Baldur Rafn Sigurðs- son. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Í blíðu og stríðu. Albert Bergsteinsson talar og Kristín Bjarnadótt- ir með frásagnir af kristniboðinu. Allir vel- komnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgun kl. 10. Lovísa frá Abaco kynnir þjónustu fyrirtæk- isins. ÆFAK, yngri deild, kl. 20. Safnaðarstarf Í DAG, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:30, verður haldinn fræðslu- og umræðufundur í Safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, um atvinnumissi – áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Margir eiga vísan stuðning frá fjölskyldu, vinum, kirkjunni og fé- lagasamtökum, þegar þeir verða fyrir mótlæti sem atvinnumissi. Engu að síður getur verið gagnlegt að koma saman og leiða hugann að því hvaða áhrif mótlæti sem þetta hefur á hugarástand og líðan fólks, hvernig hægt er að glíma við erf- iðleikana og forðast lífskreppu. Þess vegna stendur kærleiksþjón- ustusvið Biskupsstofu fyrir fræðslu- og umræðufundi. Á fundinum mun Pétur Tyrfings- son sálfræðingur halda fyrirlestur með yfirskriftinni Ég þoli, ég get, ég skal … Í erindinu mun hann ræða líðan fólks þegar það verður fyrir mótlæti eins og atvinnumissi og hvernig hægt er að bregðast skynsamlega við. Í framhaldi af fyr- irlestrinum verður þátttakendum gefin kostur á umræðum. Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur. Helgistund í Grafarvogskirkju HELGISTUND í hádegi kl. 12:00. alla miðvikudaga. Altarisganga og fyrirbænir. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Prestar Grafarvogskirkju. Áhrif atvinnu- missis á líðan fólks Morgunblaðið/Jim Smart Dómkirkjan. BRÉF TIL BLAÐSINS ÞAÐ eru aldeilis loforðin eina ferðina enn, lækka skatta, millj- arðar í atvinnubótavinnu (eins og var fyrir nokkrum áratugum með atvinnubótavinnuna) og ekkert minnst á heilbrigði þjóðarinnar. Og enn þann dag í dag hefur lítið verið að marka blessaða ráða- mennina með loforðin, ekki eru nú barnakortin sem Framsókn lofaði sem mest fyrir síðustu kosningar (hlakkaði í gamla karlinum mér að fara að geta börn og gat börn en ekkert barnakort), þannig að ég barasta sagði unga fólkinu sem er að vinna með mér að endilega ekki byrja á því að eignast börn fyrr en Framsókn væri búin að efna lof- orðið með barnakortin. Sagði við unga fólkið að hlusta endilega eftir viðbrögðum, og ekki síst athuga hvort að það borgi sig að eiga barn, það er ekki allt gefið hvort sem er fyrir börnin og eða alla hina sem eru orðnir yfir 18 ára! Hvað með mömmu gömlu (ljótt að segja gömlu), hún verður áttræð í júlí, hún hefur varla efni á því að fara til læknis, vegna þess að hennar lífeyrir og bætur duga varla til að framfleyta henni. Hvað með allt það fólk sem er búið að safna í alla þessa sjóði í öll þessi ár? Þá er peningurinn ekki svo mikill eftir að búið er að taka skattinn af. Tvíborgaður og jafnvel þríborgaður skattur, er þetta rétt- látt!? Þetta er það sem fólk má bú- ast við miðað við skattalögin í dag. Ég sé ekki fram á það að hafa efni á að fara til læknis aftur (er búinn að fara einu sinni) því ekki er það ódýrt. Það er af sem áður var er gamli Alþýðuflokkurinn kom ásamt öðrum flokkum á Sjúkra- samlaginu, og reif það svo niður með þessum nýju Ameríkusjúkra- lögum, þannig að fólk þarf að borga. Við Íslendingar vorum stoltir á þeim tíma, og einhverjir tóku upp okkar kerfi og gagnast það vel ennþá annó 2003 úti í heimi! En í Bandaríkjunum eru til sjúkrahús sem taka við fólki sem ekki hefur sjúkratryggingu! Hérna er þetta orðið það sama, fólk hefur einfaldlega ekki efni á að leita sér læknisþjónustu, og eftir að fá- keppnin kom á lyfjamarkaðinn þá virðast einhverjir ráða ofsaháu lyfjaverði, ekki eru tollarnir og að- flutningsgjöldin svo mikil. Eru þetta kannski gjöldin frá ríkinu, og eru þetta einhver samráð með (Heilsustofnun) ráðuneytinu og tryggingunum, að fólk þurfi að tryggja sig fyrir öllum andsk... veikindum og þaðan af verra – ég bara spyr. Fólk ætti nú að fara að íhuga þessi mál, og sjá hvernig hefur verið farið með okkur Ís- lendinga. (Einn franskur vinur minn spurði hvað eruð þið að hugsa, þið eru öll rugluð, enginn þorir neinu, sjáðu hvað við gerðum úti í Evrópu!) Sagði sannleikann um okkur molbúana; við gætum því miður ekki staðið saman, það kjaftar hver tuska í sínu horni, og þegar þarf að greiða atkvæði þá er það bara út af skyldurækni við gamla Flokkinn. Og var honum brugðið við að Islandeeerne (mín túlkun á okkar landsnafni) hefðu ekki einu sinni rænu til að mót- mæla einu né neinu sem viðkemur samfélaginu, frá A til Ö. Þá er stjórnsýslan ekki undanskilin. Menn hafa, eins og hann sagði, verið reknir fyrir minna en Jonsen gerði. En Íslendingar – og þá segi ég þetta til tilvonandi foreldra og þeirra sem á eftir koma – ekki taka neitt sem gefið, þessi rík- isstjórn er búin að svíkja mörg gömlu kosningaloforðin, þannig að það er tími til kominn að Fólkið rísi upp og segi nei við Óstjórn og Kosningaloforðum. Látið verkin tala, sagði einhver fyrir mörgum árum, en þá er að athuga hvort verkin hafi verið unnin, ekki mikið nema á fárra manna hendur. Sam- anber þjóðareign okkar Íslend- inga, kvótinn. Hverjir fengu hann og hverjir högnuðust á kílóum og tonnum, og hverjir keyptu? Ekki ég, lítilmagninn og ekki heldur hinir sem vinna myrkranna á milli til að láta enda ná saman. Er þetta boðskapurinn ykkar, ráðamenn, að plata fólkið (þá ginnkeyptu) með sömu rullunni? Ég bara spyr. ÖRN INGÓLFSSON, Granaskjóli 34, 101 Reykjavík. Kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Frá Erni Ingólfssyni: EKKI hafa allir þeir sem andvígir eru stíflugerð við Kárahnjúka kos- ið að mæta á Austurvöll í hádeginu – en þökk hafið þið öll sem þar haf- ið mætt. Ég vona að svipuð stemmning og ríkti í Borgarleik- húsinu hafi blundað innra með ykk- ur í haust og í vetur. Þvílíkt hita- mál sem ekki var til umræðu fyrir síðustu kosningar á að keyra í gegn og hunsa óskir landsmanna um þjóðaratkvæði. Ég rakst á bæn í BÆNABÓK sem séra Karl Sigurbjörnsson tók saman 1992 og á hún vel við – fyrir alla aðila málsins og hljóðar þannig „Guð í önnum dagsins – Við þökk- um þér, Guð, fyrir dagleg störf. Lát okkur skilja að við vinnum ekki aðeins fyrir okkur sjálf, heldur all- an heiminn sem þú hefur skapað. Gef okkur gleði og kraft og færni í störfum okkar öllum. Hjálpa okkur þegar vinnan er okkur erfið og ein- hæf, og þegar atvinnuöryggi er ógnað. Lát deilur og andstæð sjón- armið fá lausn á þann hátt sem verður öllum fyrir bestu. Gef okkur hugrekki og fúsleik að standa gegn ranglæti. Ver nálægur okkur í því sem auðvelt er, og í erfiðleikum öll- um, nú og ávallt. Í Jesú nafni. Amen.“ Ég vil að lokum skora á Guðmund Pál Ólafsson að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. SVEINN JÓHANNSSON, stjórnarmaður í Sjálfboðaliða- samtökum um náttúruvernd. Varið land II. útgáfa Frá Sveini Jóhannssyni: alltaf á föstudögum Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda h in n e in i s an ni bó kamarkaður Kópavogi: Smáralind, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, sími 663 1224. aðeins nokkrir dagar eftir! Mundu! Lýkur 2. mars Opið 10 til 19 Líka um helgar KÁRSNESBRAUT Hörkugóð 96 fm neðri hæð í góðu húsi ásamt 30 fm bílskúr, búið er að endurnýja eignina á afar smekklegan máta, nýjar inn- réttingar, gólfefni, rafmagn, lagnir og fl. Verð aðeins 14,9 millj. Skúlagata 17, Rvk,  595 9000 Hlíðasmári 15, Kóp.,  595 9090 holl@holl.is • www.holl.is Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.