Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 43
DAGBÓK
Sumarsendingin
frá Rowan og Jaeger
er komin
Nýtt garn,
nýir litir
Laugavegi 59, 2. hæð, sími 551 8258.
7 ný prjónablöð. Vertu áskrifandi
og fáðu afslátt af garni. Hringdu núna!
MEÐ MORGUNKAFFINU
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Afmælisbarn dagsins er at-
hugult og veltir hlutunum
fyrir sér áður en það lætur
til skarar skríða. Það hjálpar
því að ná takmarki sínu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú getur lært mikið á því að
skiptast á skoðunum við vini
þína. Það mun verða tekið
eftir afstöðu þinni og verður
þér til hróss, þegar allt fellur
í ljúfa löð á ný.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert vonsvikin/nn vegna
þess að fólk stendur ekki
undir væntingum þínum. Það
er ástæðulaust að kaupa allt
sem hugurinn girnist, betra
er að vanda valið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn hentar vel til að
taka á leyndarmálum eða
feimnismálum. Að ætla sér að
gleypa heiminn er vísasta
leiðin til þess að ekkert tak-
ist.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú stendur andspænis upp-
gjöri við gamlan vin. Farðu
þér hægt í umgengni við hitt
kynið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur í hyggju að taka þér
tak í mataræði, en farðu ró-
lega af stað. Þú ert mörgum
góðum gáfum gæddur og átt
að nota þær.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Haltu þig fjarri skarkalanum
meðan mesta ásóknin í nær-
veru þína gengur yfir. Þá
léttir lipurðin oft samskiptin.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ef þú heldur rétt á spilunum
mun þér ganga allt í haginn
jafnt á vinnustað sem heima
fyrir. Gættu þess að þú fáir
þá viðurkenningu sem þú átt
skilið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur lagt hart að þér.
Treystu á sjálfan þig því aðr-
ir munu ekki leysa þessi mál
fyrir þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vertu viðbúin/nn því að þurfa
að verja málstað þinn fyrir
háttsettum aðilum. Gerðu
það sem til þarf að koma þér í
samt lag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú er tíminn til þess hafa
samband við vini og vanda-
menn, einkum þá, sem þú
hefur ekki séð lengi. Skoð-
anaskipti eru eðlileg ef allrar
kurteisi er gætt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gefðu félaga þínum þann
tíma sem hann þarf til að
hugsa málin og vertu bara ró-
leg/ur því þið getið tekið upp
þráðinn áður en þú veist af.
Taktu þér tak.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú þarftu að komast að nið-
urstöðu í máli, sem þú hefur
lengi velt fyrir þér. En ekki
síður þarf að þjálfa hugann
og næra andann.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
TÍMINN
Þá eg vil feginn þú fljúgir sem valur,
sem fjöllin og jöklarnir stendurðu þá,
hvíldarlaust næðir þinn helkuldinn svalur,
svo hjartað í brjóstinu finnst eigi slá,
þú leyfir mér aðeins að líta til baka
á lífið, er eg hef mátt eyða í sekt,
að knýja þig fram eða í taumana taka,
og tefja þig, það er jafn-ómögulegt.
En þegar svo dregur frá sólunni um síðir
og sólgeislinn boðar mér himneskan frið,
og þá eg vil helzt, að þú bíðir og bíðir
og bið þig með tárum að standa nú við.
Þá held eg Andskotinn færi þér fjaðrir,
svo fljúgir þú skjótt með þá unaðarstund.
Já, þú er mér bölvaður allt eins og aðrir,
ónotagepill og kaldur í lund.
Páll Ólafsson
LJÓÐABROT
Hxc6+! Hxc6?! Það var
betra að reyna halda jafn-
tefli með peði minna og
hafa biskupaparið eftir 19.
…Bxc6 20. Bxc4+
Kf5 21. Bd3+ Ke6
22. He1+ Kd7 23.
Bf5+ Kd8. Í fram-
haldinu fær hvítur
tvö létta menn fyrir
menn og dugði það
til sigurs. 20. Rd4+
Kd7 21. Rf5 Hb1
22. Rxe7 Hxc1 23.
Rxd5 Hxd1+ 24.
Bxd1 Hd6 25. Re3
Hd3 26. Ba4+ Kd6
27. Rxc4+ Kc5 28.
Re3 Hxc3 29. Kf1
g6 30. Ke2 Kd4 31.
Rc2+ Ke4 32. Bb3
f5 33. h4 f4 34. Re1 Kf5
35. Rf3 Hc7 36. Kd3 h6 37.
Kd4 g5 38. Bc4 Hd7+ 39.
Bd5 Hc7 40. hxg5 hxg5 41.
Be4+ Kf6 42. Re5 Hc1 43.
Rd3 Hc2 44. a4 Ha2 45.
Bc6 Hc2 46. Kd5 g4 47.
Rxf4 Hxf2 48. g3 Kf5 49.
Bd7+ Kg5 50. Re6+ Kh5
51. Rc5 Hf3 52. Re4 Hd3+
53. Ke5 Ha3 54. Be8+ og
svartur gafst upp. 8. um-
ferð Stórmóts Hróksins
hefst í dag kl. 17 að Kjar-
valsstöðum.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5
d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6.
Bd3 Rc6 7. 0–0 Be7 8. c4
Rb4 9. Be2 Be6 10. Da4+
Dd7 11. Dxd7+ Kxd7 12.
Rc3 Rxc3 13. bxc3 Rc6 14.
Hb1 dxc4 15. d5 Bxd5 16.
Hd1 Ke6 17. Hxb7 Hab8
18. Hxc7 Hhc8
Staðan kom upp í Stór-
móti Hróksins sem fram
fer að Kjarvalsstöðum
þessa dagana. Alexei Shir-
ov (2.723) hafði hvítt gegn
Etienne Bacrot (2.671). 19.
Þessar duglegu stúlkur, Herdís Harðardóttir og Inger Ósk
Sandholt, söfnuðu 6.116 kr. til styrktar Rauða krossi Ís-
lands.
Subaru-sveitin vann alla
erlendu keppinauta sína á
Flugleiðamótinu, þar á
meðal sænska landsliðið
24-6. Leikurinn bauð upp
á miklar sviptingar, til
dæmis voru tvær alslemm-
ur í kortunum. Hér er
önnur, sem reyndar féll:
Suður gefur; NS í
hættu.
Norður
♠ ÁG92
♥ ÁKG2
♦ G976
♣K
Vestur Austur
♠ 10 ♠ 4
♥ 103 ♥ 9654
♦ 10854 ♦ KD3
♣G96432 ♣§ D10875
Suður
♠ KD87653
♥ D87
♦ Á2
♣Á
Á öðru borðinu sátu Sví-
arnir ungu Nyström og
Bertheau í NS. Þeir gátu
rannsakað spilið óáreittir
og enduðu í sjö gröndum,
sem er vissulega góður ár-
angur. Jón Baldursson og
Þorlákur Jónsson fengu
hins vegar lítinn frið á
hinu borðinu. Þar var villi-
kötturinn Peter Fredin í
austur og hann sleppir
sjaldan tækifæri til að
hræra í sagnpottinum:
Vestur Norður Austur Suður
Lindkvist Jón Fredin Þorlákur
– – – 1 spaði
Pass 2 grönd 3 lauf 4 grönd
6 lauf Dobl Pass 6 tíglar
Pass 6 hjörtu Pass 7 spaðar
Pass Pass Pass
Magnus Lindkvist er
raunar furðu rólegur að
hindra ekki yfir einum
spaða Þorláks með þrem-
ur laufum, en hann er
kannski orðinn vanur því
að makker hans sjái um þá
hlið mála. Svar Jóns á
tveimur gröndum sýndi
slemmuáhuga í spaða og
þá stakk Fredin sér inn á
þremur laufum á fimmlit-
inn. Þorlákur ákvað að
spyrja strax um lykilspil
og nú vaknaði Lindkvist til
lífsins með stökki í sex
lauf. Dobl Jóns sýndi jafna
tölu lykilspila (tvo ása í
þessu tilfelli) og Þorlákur
hélt alslemmuleitinni lif-
andi með sex tíglum. Jón
sýndi hjartastyrkinn með
sex hjörtum og Þorlákur
lét vaða í sjö.
Vel að verki staðið, en
engin sveifla.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
Það hafa allar ránstilraunir misheppnast eftir að ungfrú
Jóhanna fór að vinna hérna.
Ég viðurkenni að þú hefur
gefið mér bestu ár lífs þíns.
En voru það ekki árin 1959
og 1960!
HLUTAVELTA
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Lokaumferð aðalsveitakeppninn-
ar var spiluð þann 20. febrúar sl. Úr-
slit urðu þessi:
Anton og félagar – Sigfinnur og fél. 10-20
Brynjólfur og fél. – Kristján og fél. 14-16
Garðar og fél. – Höskuldur og félagar 14-16
Ólafur og félagar – Þórður og félagar 18-12
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
Ólafur og félagar 146
Höskuldur og félagar 119
Brynjólfur og félagar 110
Þórður og félagar 105
Kristján og félagar 103
Garðar og félagar 86
Sigfinnur og félagar 84
Anton og félagar 79
Í sveit Ólafs og félaga spiluðu
Ólafur Steinason, Guðjón Einarsson,
Guðmundur Sæmundsson og Hörð-
ur Thorarensen. Í sveit Höskuldar
og félaga spiluðu Höskuldur Gunn-
arsson, Jón Smári Pétursson, Magn-
ús Guðmundsson, Gísli Hauksson,
Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar
Jónmundsson. Í sveit Brynjólfs og
félaga spiluðu Brynjólfur Gestsson,
Guðmundur Theodórsson, Örn Guð-
jónsson, Sturla Þórðarson, Stefán
Short og Halldór Höskuldsson.
Í samanburði á árangri einstakra
para varð staða efstu para þessi
(svigatalan er fjöldi spilaðra hálf-
leikja hjá parinu):
Ólafur Steinas. - Guðjón Einarss. 18,56 (14)
Gísli Haukss. - Magnús Guðm. 17,30 (14)
Brynjólfur Gestss. - Guðm. Theod. 16,49 (14)
Garðar Garðarss. - Auðunn Herm..15,82 (10)
Guðmundur Sæm. - Hörður Thor. 15,51 (14)
Næsta mót er 4 kvölda aðaltví-
menningur félagsins, sem nefnist
Sigfúsarmótið, og hefst það fimmtu-
daginn 27. febrúar.
Félag eldri
borgara í Kópavogi
Það mættu 26 pör til keppni
þriðjudaginn 18. febrúar sl. Loka-
staða efstu para í N/S varð þessi:
Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 360
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 344
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 344
Hæsta skor í A/V:
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 376
Guðm. Þórðars. - Magnús Þorsteinss. 351
Aðalbj. Benediktss. - Jóh. Guðmanns. 345
Á föstudag mættu 20 pör og þá
urðu úrslitin þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 245
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 241
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 240
Hæsta skorin í A/V:
Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 278
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 262
Bent Jónsson - Garðar Sigurðsson 234
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
216 á föstudag.
Bridsfélag
Kópavogs
Sl. fimmtudag hófst tveggja
kvölda Board a Match sveitakeppni
og er staða efstu sveita þannig:
Júlíus Snorrason 40
Ragnar Jónsson 38
Erla Sigurjónsdóttir 28
Þorsteinn Berg 28
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Spilaður var tvímenningur á 6
borðum hjá eldri borgurum í Hafn-
arfirði föstudaginn 21. feb. 2003. Úr-
slit urðu þessi.
Árni Guðmundsson – Sævar Magnúss. 132
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 129
Magnús Halldórss. – Sigurlín Ágústsd. 128
Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 109
Bridsfélag SÁÁ
Sunnudagskvöldið 23. febrúar sl.
var spilaður tíu para Howell-tví-
menningur og urðu þessi pör hlut-
skörpust (meðalskor 108):
Harpa Fold Ingólfsd.– Þórður Sigurðss. 130
Sigurður Þorgeirss. – Einar L. Péturss. 128
Baldur Bjartmarss. – Gunnar Andréss. 126
Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 120
Næsta spilakvöld félagsins er
sunndaginn 2. mars. Spilastaður er
Lionssalurinn að Sóltúni 20. Um-
sjónarmaður er Matthías Þorvalds-
son (sími 860-1003) og veitir hann að-
stoð við myndun para, sé þess óskað.
Bridsfélag Akraness
Að loknum 12 umferðum í Akra-
nesmótinu í sveitakeppni er sveit
Hársnyrtingar Vildísar efst með 222
stig, þar á eftir kemur sveit Öldung-
anna með 221 stig þá Sveit Árna
Bragasonar með 218 stig, í 4 sæti er
Sveit Tryggva Bjarnasonar með 201
stig.
Borgnesingar ljúka sinni sveita-
keppni nk. miðvikudag en þar líkt og
á Akranesi eru spilaðar 2 umferðir á
kvöldi. Á toppnum trónir sveit Rún-
ars Ragnarssonar með 226 stig, á
hæla hennar kemur sveit Jóns H.
Einarssonar með 214 stig, þar á eftir
koma sveit Elínar Þórisdóttur með
186 stig og sveit Flemming Jessen
með 183 stig.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Nýr listi
www.freemans.is fyrirtaeki.is