Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar DAGSKRÁ landsþings Frjálslynda flokksins, sem fram fer á Hótel Sögu, var þéttskipuð í gær. Málefnahópar voru að störfum fyrir hádegi þar sem rædd voru sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, velferðar- og heilbrigðismál og farið yfir stjórnmálaályktun flokksins. Að loknum hádegisverði var kynning á framboðlistum á dagskrá og kosning í stjórn flokksins. „Ég sé ekki annað en að kosningin verði ákaflega rússnesk,“ sagði Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, í samtali við Morgunblað- ið í gærmorgun. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður, var í kjöri til formanns og Magnús Þór Hafsteinsson, efsti maður á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi, í kjöri til varafor- manns. Síðdegis átti að kynna niðurstöð- ur málefnahópa og afgreiða stjórn- málaályktun. Að sögn Margrétar voru um 60–100 manns að störfum á þinginu í gær. Í dag mun Frjáls- lyndi flokkurinn bjóða upp á stjórn- málaskóla fyrir frambjóðendur milli klukkan 10–14. Landsþing Frjálslynda flokksins á Hótel Sögu Málefnahópar að störf- um og ný stjórn kosin Morgunblaðið/Jim Smart Sjávarútvegsmálin voru fyrirferðarmikil á landsþingi Frjálslynda flokks- ins í gærmorgun í umræðum málefnahópa þingsins. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fjóra Pólverja til fang- elsisrefsingar fyrir innbrot og þjófn- að hérlendis. Einn ákærðu hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi, tveir sex mánuði og einn fimm mánuði. Frá refsivist hinna þriggja síðast- greindu dregst gæsluvarðhald, sem hver um sig hefur sætt vegna máls- ins. Þeir voru m.a. dæmdir fyrir inn- brot í þjónustumiðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi í byrjun desember sl. Mennirnir voru ákærðir fyrir nytjastuld, fyrir að hafa tekið tvær bifreiðir í heimildarleysi og að hafa brotist inn í Böðvarsholti í Staðar- sveit í Snæfellsbæ og tilraun til inn- brots í þjónustumiðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi 1. desember sl. Þegar ákærðu voru að brjótast inn í Vegamót varð fólk vart við þá og lögðu þeir á flótta og komust burt á sendiferðabíl. Lögreglan í Stykkishólmi elti mennina, sem héldu í átt til Borgarness, en lög- reglan þar kom á móti og mætti um- ræddum bíl við Hítará. Er lögreglan stöðvaði bílinn var ekki nema einn maður í honum. Hliðardyr hans voru hins vegar opnar og því hóf lögreglan leit í nágrenninu þar sem hún fann fljótlega tvo menn í skurði þar nálægt. Fjórði maðurinn fannst nokkru síðar í skurði nokkru fjær og var hann bæði slasaður og gegn- blautur. Dæmdir í fangelsi fyr- ir innbrot og þjófnað hérlendis TVEIR slösuðust töluvert í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Hafnar- fjarðarvegi norðan Engidals rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Ökumaður annarrar bifreiðarinn- ar, á leið norður, missti vald á bifreið- inni, ók niður vegrið og hafnaði á bif- reið sem kom á móti. Þrátt fyrir töluverða áverka voru hinir slösuðu þó ekki lífshættulega slasaðir að sögn læknis á slysadeild Landspítalans. Tveir til viðbótar voru ennfremur fluttir á slysadeild með minni meiðsl. Beita þurfti klippum slökkviliðs til að ná einum hinna slösuðu út úr bíl- flakinu og er bifreiðin ónýt og hin mikið skemmd. Loka þurfti veginum á meðan björgunarlið vann á vettvangi. Fjórir slasaðir eftir árekstur á Hafnar- fjarðarvegi FRAMKVÆMDIR við Búðarháls- virkjun milli Hrauneyjafossstöðvar og Sultartangalóns eru í biðstöðu enda ekki gert ráð fyrir orku frá virkjuninni vegna stækkunar Norð- uráls. Ákvörðunar um frekari fram- kvæmdir við Búðarhálsvirkjun er því vart að vænta fyrr en í fyrsta lagi ár- ið 2006. Öll leyfi fyrir virkjuninni liggja hins vegar fyrir svo og umhverfis- mat og hófust undirbúningsfram- kvæmdir við Búðarhálsvirkjun í fyrra, s.s við vegagerð, brúargerð og grunn að stöðvarhúsi og lauk þeim um sumarið. Framkvæmdir hafa hins vegar verið í biðstöðu frá þeim tíma og engin ákvörðun verið tekin um framhaldið. Norðlingaölduveita dregur úr orkuframleiðsu í Búðarhálsi Að sögn Þorsteins Hilmarssonar hjá Landsvirkjun mun breytt Norð- lingaölduveita í kjölfar úrskrðar setts umhverfisráðherra draga úr orkugetu Búðarhálsvirkjunar en tal- að hefur verið um að hún verði um 100 megawött. „Það gæti verið að menn ákveði að endurhanna virkjunina að einhverju leyti fyrir minna afl því með Norð- lingaölduveitu mun minna vatn skila sér þaðan í Þórisvatn og þar með í Búðarhálsvirkjun þar sem hún nýtir vatn úr Tungnaá en ekki Þjórsá.“ Þorsteinn segir að erfitt sé að segja til hvenær af frekari fram- kvæmdum við virkjunina geti orðið. „Hvað varðar orku vegna stækkunar Norðuráls er talað um orku með til- komu Norðlingaölduveitu og svo jarðhitavirkjanir. Í því sambandi hafa menn talað um að hægt væri að ljúka framkvæmdum í tengslum við stækkun Norðuráls í lok árs 2005 eða byrjun árs 2006. Þannig að menn sjá varla fram á að geta haldið áfram með framkvæmdir við Búðarháls fyrr en eftir þann tíma og að því gefnu að menn hafi þá kaupendur að orkunni.“ Þorsteinn segir áform um Urriða- foss- og Núpsvirkjanir í neðri hluta Þjórsár mun skemmra á veg komin en Búðarhálsvirkjun. Þessar virkj- anir séu í mati á umhverfsáhrifum og ekki séu komin leyfi fyrir þeim né heldur fullnaðarhönnun á virkjanirn- ar. Framkvæmdir við Búðar- hálsvirkjun í bið næstu árin ♦ ♦ ♦ DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var sammála flokkssystkinum sín- um á fjölmennum fundi í Valhöll í gær, að koma þyrfti árangri í skattalækkunum núverandi rík- isstjórnar betur til skila til almenn- ings til að útrýma ranghugmyndum um að skattar á landsmenn hafi verið hækkaðir. Sagði Davíð að þótt skattatekjur hafi aukist þýddi það alls ekki að skattar hafi hækkað, ef skattbyrði yrði of mikil myndi það verða til þess að fólk héldi að sér höndum. Hins vegar nefndi hann að skattar hefðu hækkað í borginni og að skuldir hefðu margfaldast undir stjórn R-listans. Sagði hann því ekki nema von að fyrrverandi borg- arstjóri hefði „hlaupið eins og fæt- ur toguðu. Við erum skuldug upp fyrir haus og skipulagsmálin í ólestri“. Sagði hann þetta vera að gerast meðan ríkisstjórnin væri að borga niður sínar skuldir. Hann sagðist líta á landið sem eina heild og því væri firra að halda því fram að þeir fjármunir sem settir voru í fram- kvæmdir á landsbyggðinni skiluðu sér ekki til borgarinnar. Davíð sagði sjálfstæðismenn trúa á öflugt, heilbrigt og frjálst við- skiptalíf en sagði jafnframt að frelsi eins mætti ekki verða ógnun við aðra. Sagði hann að aldrei mætti fara svo að staða hins sterka yrði notuð til að „trampa á öðrum“. Sagði hann ýmsa hafa talað um afskipti stjórnmálamanna af at- vinnulífinu. „En þeir sem hafa að- hafst hafa staðið fyrir sínu. Þeir sem hafa komið bönkunum undan áhrifavaldi stjórnmálamanna, þeir eru ekki í umræðupólitík heldur framkvæmdapólitík. Það er hún sem skiptir máli.“ Á fundinum var spurt um fátækt og sagði Davíð að hún væri mæld á annan hátt en gert var fyrir fáein- um árum. Nú væru kröfurnar meiri og það væri skiljanlegt. Sagði hann þennan vanda ekki verða leystan með ölmusugjöfum. „Við leysum hann með því að auka almenna vel- sæld, hafa þokkaleg laun og tryggja hátt atvinnustig.“ Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll „Frelsi eins má ekki vera ógnun við aðra“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.