Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 33 auk þess að ala á fordómum í garð fatlaðra með þeirri forsjárhyggju og þeim aðskilnaði sem slík stefna hafði óhjákvæmilega í för með sér. Sambýli sem síðar komu til sögunnar, þar sem hver einstaklingur hefur sitt eigið svefnherbergi en deilir annarri aðstöðu með öðrum, voru því enn eitt sporið í framfaraátt, en þau hafa leitt til mun meiri lífsgæða fyrir marga auk þess að þroska sjálfsbjargarviðleitni og sjálfstæði við- komandi einstaklinga með markvissari hætti en áður var unnt. Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, var sagt frá fyrirkomulagi sem nú er að ryðja sér til rúms í auknum mæli í ljósi hugmynda um að fatlaðir eigi „rétt á einkalífi á eigin heimili eins og aðrir“, eins og það var orðað í fyrirsögninni. Í greininni var rætt við Kristínu Sigursveinsdóttur, deild- arstjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar, um drög að búsetuáætlun fyrir fatlaða í bænum til ársins 2013. Starfshópur sem fjallaði um málið komst að þeirri niðurstöðu að „stefnt skuli að því að loka vistheimilum og leggja niður sambýli í núverandi mynd en byggja þess í stað íbúða- kjarna með sameiginlegri aðstöðu eða þjónustu en þess háttar búseta hentar fólki með flestar tegundir fötlunar og er þá sameiginlega rýmið misstórt,“ segir m.a. í greininni. Starfshópurinn álítur ennfremur að ekki hafi tekist nægilega vel að afmá stofnanabraginn af hefðbundnum sam- býlum, heldur hætti þeim til að verða litlar stofnanir. Kristín heldur því fram að það sé orðin al- menn stefna, t.d. á Norðurlöndum og yfirlýst stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar, að reyna að hafa búsetu í þessu nýja formi því framtíðarbúseta í einu herbergi hæfi hvorki fötl- uðum né ófötluðum. Hún telur ekki aukna hættu á því að einstaklingar einangrist í sambýlum af þessari nýju tegund, því markmiðið sé að „fólk hafi meira rými ef það þarf og vill, en sameig- inlega rýmið sé líka til staðar“. Í samræmi við það telur hún mikilvægt að leggja meiri áherslu á heimaþjónustu og minnka eftir fremsta megni þann stofnanabrag sem fylgir sambýlum og bendir í því sambandi á að einstaklingurinn eigi að fá þá þjónustu sem miðuð er við hann sjálfan en ekki stóran hóp. Í samræmi við þá hugmynd hefur Kópavogs- bær til að mynda gengið skrefinu lengra í því að auka sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þar hefur í rúmt ár verið til staðar húsnæði fyrir fatlaða í íbúðum þar sem sameiginlegt rými er ekki til staðar, utan aðstöðu fyrir starfsmenn í tveimur stöðugildum sem sinna viðvikum og aðstoð við einstaklingana eftir þeirra eigin óskum. Ljóst er að hætta getur verið á því að þeir sem eru fatl- aðir og geta ekki tekið þátt í samfélaginu með venjubundnum hætti einangrist í slíkum íbúð- um, en það er m.a. hlutverk starfsmannanna að koma í veg fyrir það með sinni þjónustu. Töluverðar vonir eru bundnar við þetta fyrir- komulag sem óneitanlega gæti hentað mörgum, enda er það vitaskuld mikilvæg viðbót við aðrar leiðir sem í boði eru. Ekki má gleyma því að fatl- aðir eru hreint ekki einsleitur hópur og því afar mikilvægt að þeir eigi val um mismunandi þjón- ustu og boðið sé upp á ýmis búsetuform er þjón- að geta þörfum þeirra sem ólíkra einstaklinga. Einungis á þann máta er hægt að tryggja að hæfni hvers og eins til að lifa samkvæmt sínum eigin forsendum og á sem sjálfstæðastan máta sé virkjuð til fullnustu. Aðgengi að mannlífinu Sá hópur fatlaðra sem ekki þarf á þjónustu á borð við þessa að halda er að sjálfsögðu einnig stór. Margir fatlaðir búa á eigin heimilum rétt eins og aðrir, en þótt þeir séu sjálfbjarga um flest er ekki síður mikilvægt að huga að þörf- um þeirra með það að markmiði að þeir njóti sama réttar til þátttöku í samfélaginu og aðrir. Langt er liðið síðan farið var að berjast fyrir betra aðgengi að byggingum og þjónustu svo hreyfihamlaðir gætu komist leiðar sinnar. Nú er sem betur fer svo komið að krafa fatlaðra um gott aðgengi á opinberum vettvangi er álitin sjálfsögð þó því miður sé stundum misbrestur á að svo sé. Þær kröfur sem hafðar voru í frammi fyrr í þessari viku um að íslenskt táknmál væri við- urkennt formlega í lögum og réttur heyrnar- lausra til túlkaþjónustu tryggður, er af áþekkum toga. Þær snúast fyrst og fremst um aðgengi, þó í yfirfærðri merkingu sé, og eru heyrnarlausum ekki síður mikilvægar en hjólastólabrautir og lyftur eru hreyfihömluðum. Fyrr í vetur var töluverð umræða um textun skjáefnis fyrir þennan sama hóp, enda sorglegt til þess að vita að erlent efni í sjónvarpi skuli vera aðgengilegra heyrnarlausum heldur en íslenskt efni, svo dæmi sé tekið. Í upplýsingasamfélagi samtímans er engin leið að réttlæta það að ákveðinn þjóð- félagshópur þurfi að eiga samskipti sín við um- heiminn að miklu leyti undir ættingjum eða vin- um. Þau rök að það varði mannréttindi þeirra að geta talað máli sínu á eigin spýtur fyrir milli- göngu táknmálstúlks í sem flestum tilvikum hljóta því að vega þungt. Það er til fyrirmyndar á flokksþingi Frjálslynda flokksins, sem sett var í gær, föstudag, að táknmálstúlkar eru þar til staðar til þess að gera heyrnarlausum kleift að fylgjast með umræðum. Ríkisstjórnin samþykkti í gær, föstudag, að leggja til við Alþingi að framlög til túlkaþjónustu fyrir heyrnaskerta verði aukin um fjórar millj- ónir og er það skref í rétta átt, þótt sjálfsagt þurfi mun meira til. Fötluð börn Þjónusta við fötluð börn hefur verið auk- in mikið á síðustu ár- um og ljóst er að þróunin hér á landi hefur verið sú að velferð þeirra sé best borgið með sem mestu samneyti við önnur börn. Víst er að öll börn mótast mikið af því uppeldi sem þau fá frá unga aldri í skólakerfinu og fordómar gagnvart fötluðum einstaklingum munu án efa dvína nú þegar flestir þeirra fara í gegnum hið almenna skólakerfi samstiga öðrum jafnöldrum sínum. Full ástæða er þó til að ítreka þá staðreynd að fötluð börn þurfa í flestum tilfellum mikinn stuðning og þjónustu og því er afar mikilvægt að fjárframlög til skólanna taki mið af þessum breyttu aðstæðum. Sú langa bið sem verið hefur eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, BUGL, kemur sér t.d. afar illa fyrir fjölda barna, þar sem greiningin er forsenda þess að fjárframlag sé tryggt til að sinna þeirri aðstoð sem þau þurfa svo námið komi þeim að fullu gagni. Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi að undanförnu er þó verið að vinna að endurskipulagningu BUGL til að tryggja börnum og unglingum betri þjónustu, enda um mjög mikilvægan þátt heil- brigðiskerfisins að ræða. Oft hefur verið vísað til regnbogans þegar rætt er um jafnrétti, og gildir þá einu hvort vís- að er til kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, ald- urs, þjóðernis eða – eins og hér er gert – fötl- unar. Á heimasíðu árs fatlaðra í Evrópu (www.eypd2003.org) er það einnig raunin, enda hugsunin á bak við átakið hin sama og ætíð áður þegar hagsmuni minnihlutahópa ber á góma; að leiða athyglina að einstaklingnum innan hópsins, sértækum eiginleikum hans og þörfum. Sam- félag samtímans má ekki einungis vera „sam- félag hinna sterku“ eins og það er orðað á upp- lýsingavef Evrópusambandsins, enda styrkur mjög afstætt hugtak með tilliti til samfélags- legra gæða. Framfarir síðustu áratuga á ýmsum sviðum, svo sem varðandi endurhæfingu, tækni og lyf, hafa gert fötluðum kleift að taka þátt í samfélaginu af meiri þrótti en nokkru sinni áður. Forsendurnar fyrir því að fatlaðir geti aðlagast venjulegu lífi á sem eðlilegastan hátt eru því vissulega til staðar í langflestum tilfellum, að því tilskildu að þeir fái til þess nauðsynlegan stuðn- ing og aðstoð. Viðmið samtímans á þessu sviði hljóta þar af leiðandi að vera á jafnréttisgrund- velli, þar sem fötluðum eru tryggðir góðir val- kostir í stað forsjárhyggju og eins mikið sjálf- stæði og mögulegt er í stað þess að eiga allt sitt undir öðrum. Morgunblaðið/RAX Olíutankar Atlantsolíu í Hafnarfjarðarhöfn. Ljóst er að án upp- lýstrar og hispurs- lausrar umræðu munu fatlaðir halda áfram að standa frammi fyrir for- dómum þar sem þeir eru t.d. dregnir í dilka undir for- merkjum fötlunar sinnar í stað þess að fá að njóta sín á eig- in forsendum – sem ólíkir einstaklingar fyrst og fremst – rétt eins og annað fólk. Laugardagur 8. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.