Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ um Skrúð og landnám á Austfjörð- um. Þar er fylgt hinum sérstæðu kenningum Einars Pálssonar. Og þannig rekur hver ágætisritgerðin aðra. Ævinlega þykir mér fengur að fá Múlaþing í hendur. Skagfirðingabók, sem nú kemur út í 28. sinn, hef ég ávallt litið á sem systurrit Múlaþings, hvort sem það er nú réttmætt eða ekki. Bæði ritin hófu göngu sína árið 1966. Skagfirðingabók hefur alla tíð talist rit Sögufélags Skagfirð- inga, þó að fyrstu sex árgangarnir væru í eigu þriggja Sögufélags- manna. Ritin eru lík að því leyti, að bæði flytja sögulegt efni. Mismun- urinn er einkum sá, að Skagfirð- ingabók hefst alltaf á langri ritgerð um ævi einhvers látins Skagfirð- ings. Að þessu sinni ritar Árni Gunnarsson frá Reykjum æviminn- ingu Sigurðar Sigfússonar húsa- smíðameistara á Sauðárkróki. Sig- urður var einstakur athafnamaður og eldhugi og olli miklum breyt- ingum á atvinnulífi og húsakosti Skagfirðinga. Þetta er vel skrifuð ritgerð og í góðu jafnvægi. Hún tekur yfir um þriðjung heftisins. Þá koma fjórar ritgerðir til viðbótar og eitt niðjatal. Allt er þetta hið fróðlegasta og áhugaverðasta efni, eins og raunar er jafnan um Skag- firðingabók. Þá er komið að Árbók Barða- strandarsýslu. Enda þótt þessi ár- bók sé aðeins sú þrettánda í röðinni er Árbók Barðastrandarsýslu lang- elsta ritið af þessum þremur. Það hóf göngu sína árið 1948 og hefur alltaf verið gefið út af sýslunni þar til nú, að Sögufélag Barðastrand- arsýslu og Vestfirska forlagið hafa tekið við því. Þessi árgangur nær yfir árin HÉR verður fjallað um þrjú hér- aðsrit, sem út komu á árinu 2002. Einungis verður mögulegt að ræða afar stuttlega um hvert rit fyrir sig. Ritið Múlaþing kemur nú út í 29. sinn og fylgir því stutt fylgirit (41 bls.) skrifað af Gunnlaugi Ingólfs- syni. Sú ritgerð segir sögu kláf- ferja eða kláfdráttar. Ástæðan til að sú ritgerð fylgir Múlaþingi er að elsta heimild, frá því á 16. öld, er um kláf á Jökulsá á Dal (eða á Brú) og þar hefur kláfdráttur löngum verið tíðastur. Ritgerð þessi er hinn fróðlegasti lestur og gott framlag til umfjöllunar horfinna samgönguhátta. Múlaþing var upphaflega gefið út af Sögufélagi Austfirðinga (fyrstu níu árin), en síðan af sýslunefnd og héraðsnefnd. Alla tíð hefur þetta rit flutt að mestu sögulegt efni og svo er einnig nú. Þar er prýðis- grein um Hellisfjörð og Viðfjörð og önnur um búskap í Fljótsdal á 19. öld. Merkileg fannst mér ritgerðin 1980–1990. Tólfti árgangurinn tók yfir árin 1975–1979. Langt er síðan sá árgangur kom út. Ritstjóri hans var Hannibal Valdimarsson, en Hannibal lést árið 1991. Nú er að vona að fjörkippur komi í Árbókina með nýjum útgefendum og vel líst mér á, að áhuga- og dugnaðarmað- urinn Hallgrímur í Vestfirska skuli vera kominn með í leikinn. Þetta rit er sérstætt að því leyti, að það fjallar að miklum hluta um einn hrepp, Rauðasandshrepp. Ari Ívarsson frá Melanesi á Rauða- sandi á hér fjórar greinar, um sam- göngur, um Bæjarós, um Lestrar- félag Rauðsendinga og um fræði- manninn Pétur Jónsson frá Stökkum. Þá er fimmta Rauða- sandsgreinin eftir Magdalenu Thoroddsen. Óþarft er að lýsa því fyrir þeim, sem þekkja ritröðina Frá Bjargtöngum að Djúpi, hversu vandaður höfundur og fróður um heimasveit sína Ari Ívarsson er. Hér bregst hann engum vonum. Margar aðrar stuttar ritgerðir eru í þessari bók, svo og gamall kveð- skapur. Rúmlega 100 síðustu blað- síðurnar fara undir annála og skýrslur um mannslát. Er að von- um að til þess þurfi allnokkurt rúm þar sem um heilan áratug ræðir. Þessi árbók er einkar læsileg og flytur mikinn fróðleik. Hún lofar því vissulega góðu. Vel kann ég því, að svo mikið skuli fjallað um einn hrepp. Að loknum lestri telur mað- ur sig orðinn sæmilega kunnugan. Gaman væri ef mögulegt reyndist að halda þeim hætti áfram, en það ræðst auðvitað af því að til séu menn, sem búa yfir þeim fróðleik og ritfærni, sem til þarf. Austfirðingar, Barð- strendingar, Skagfirðingar BÆKUR Héraðsrit Ritstj.: Finnur N. Karlsson, Skarphéðinn G. Þórisson. Útg. Héraðsnefnd Múla- sýslna, Egilsstöðum, 2002, 159 bls. MÚLAÞING 29, 2002 Ritnefnd: Jóhann Ásmundsson, Ari Ív- arsson, Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir. Útg.: Sögufélag Barðastrandarsýslu – Vestfirska forlagið, 2002, 243 bls. ÁRBÓK BARÐASTRANDARSÝSLU 1980– 1990, XIII. ÁRG. Sigurjón Björnsson Ritstjórn: Gísli Magnússon, Hjalti Páls- son, Sigurjón Páll Ísaksson, Sölvi Sveins- son, Reykjavík 2002, 224 bls. SKAGFIRÐINGABÓK. RIT SÖGUFÉLAGS SKAGFIRÐINGA, 28, 2002 REVÍAN X fjallar um þekkt fólk, pólitík og skondna atburði í bæjarfélaginu en einnig er skír- skotað til landsmálanna. Deilt er á framapot og misvitrar ákvarð- anir bæjarstjórnar og ekkert ver- ið að skafa utan af hlutunum þeg- ar höggvið er til hægri og vinstri, án allrar ábyrgðar með mikilli gleði og kátínu, en mest er deilt á þá hugmynd að rífa bæjarleik- húsið og byggja kirkju í staðinn. Birgir Sigurðsson, sem hefur hópinn með sér í smíði revíunnar, hefur nokkra reynslu á þessu sviði. Mestan partinn rennur sýn- ingin hiklaust áfram með snurfus- uðum skiptingum og á fagmann- leg lýsing, sviðsmynd og umgjörð öll þar stóran þátt. Skiptingar milli atriða hvíla þó mest á tveim- ur framliðnum kerlingum sem spjalla um nútímann með fumi og fáti og bjargföstum skoðunum á öllum málum. Kerlingarnar eru leiknar af stórleikkonunum Maríu Guðmundsdóttur og Herdísi Þor- geirsdóttur sem hafa lengi verið meðal fastra stoða leikfélagsins. Þær voru alveg óborganlegar í samleik sínum og hafði ég á til- finningunni að spuni væri jafn- stór þáttur í hlutverkum þeirra og skrifaður texti. Eins og hjá þeim framliðnu lét texti annarra persóna vel í munni, samræður voru eðlilega skrifaðar og yfirleitt þrælfyndnar. Það þarf alls ekki að þekkja mikið til bæjarmála í Mosfellsbæ til að hafa gaman af. Söngtextarnir sem sungnir voru við þekkt lög voru eðlilegir og liprir og sniðugt að varpa þeim á tjald jafnóðum. Aðrar persónur voru yfirleitt skýrar og skemmtilegar og gerðu flestir hinna leikaranna þeim mjög góð skil. Í lokaatriðinu var hinsvegar heilmikill vandræða- gangur á ferðinni; atriðið var allt of langt og fór of víða um salinn. Þarna er eingöngu því að kenna að leikstjórinn stýrir eigin verki og hefði hann átt að fá annan til að sjá um þann þátt þar sem bet- ur sjá augu en auga. Forsetinn kemur í heimsókn Þetta leikverk er samvinnu- verkefni Brynhildar Olgeirsdótt- ur sem er virk í félaginu, Bjarna Ingvarssonar leikstjóra og leik- hópsins. Eins og segir í leikskrá gerist leikritið í litlu kauptúni úti á landi þegar hópur fólks kemur saman til að undirbúa dagskrá í tilefni af komu forsetans. Efni leiksins býður upp á margskonar tök og velja þau að halda sýningunni uppi með því að syngja saman þekkt lög. Þess á milli skipuleggja þorpsbúar heim- sóknina og sýnist sitt hverjum um áherslur, enda ekki von á öðru þegar jafnfjölskrúðugar per- sónur koma saman og raun ber vitni. Söngurinn gefur þessu verki líf og er sönggleðin mikil hjá leikhópnum. Hópurinn mynd- ar kór sem gæti gert út á tón- leika, svo góður er hann. Auk þess búa þau að feikna góðum harmoníkuleikara, Þorvaldi Jóns- syni, sem heitir í sýningunni Gústi nikkari. Leikgleðin var ekki síðri í hópnum en sönggleðin og mátti varla á milli sjá hvorir skemmtu sér betur, leikarar eða áhorfendur. Sumir áttu þó betri leik en aðrir. Fjöldinn allur af persónum er í verkinu, sautján alls. Margar þeirra eru óþarfar og virðast ein- göngu hafa verið settar inn til að sem flestir fengju hlutverk. Hefði hæglega mátt fækka þeim þó að þeir leikarar syngju með í kórn- um. Einnig hefði mátt stytta sýn- inguna að ósekju með því að snurfusa samræður og einræður sem fólu of oft í sér óþarfa end- urtekningar. Hins vegar var leik- ið óþarflega langt atriði úr Gullna hliðinu eftir hlé og hefði verið meira í takt við verkið að láta það atriði ganga á afturfótunum hjá viðkomandi persónum. Hápunkt- ur verksins týndist líka að nokkru og virtist sem textanum væri ekki treyst nógu vel til að dokað væri við. Að öðru leyti var gaman að sjá hve stór hópur eldri borgara stundar leiklist af svo miklu kappi og að sjá leikgleðina skína af hverjum manni. Heimasmíðuð revía og forsetaheimsókn LEIKLIST Leikfélag Mosfellsbæjar Höfundur og leikstjóri: Birgir Sigurðs- sonBúningar og leikmynd: Helga Rún Pálsdóttir. Ljósahönnun og -stjórn: Al- freð Sturla Böðvarsson. Bæjarleik- húsið í Mosfellsbæ 22.2. 2003. REVÍAN X VINSTRI EÐA HÆGRI Leikfélagið Snúður og snælda Höfundar: Brynhildur Olgeirsdóttir, Bjarni Ingvarsson og leikhópurinn. Leikstjórn, leikmynd og lýsing: Bjarni Ingvarsson. Búninga- og leik- tjaldasaumur: Sigurbjörg Sveinsdóttir. Ásgarður, Glæsibæ, 22.2. 2003. FORSETINN KEMUR Í HEIMSÓKN Hrund Ólafsdóttir HRINGAVITLEYSUSAGA (villutrúarrit) er ný bók eftir El- ísabetu Jökulsdóttur. Bókin hefur að geyma sögu úr samtímanum að sögn höfundar, sögu um stærstu framkvæmd Íslandssög- unnar, sem er bygging Kára- hnjúkavirkjunar. „Í Hringavitleysusögu leitast ég við að skýra þessa sögu með aðferðum þjóðsögunnar og tákn- sögunnar og bregða þannig nýju ljósi á hana,“ segir Elísabet. Skessan Háspennumöst og tólfmannastjórnin „Lesendur þekkja sumar per- sónurnar eins og Íslensku sveita- stelpuna, Nornina, Prinsessuna og forneskjuna, en sjálfsagt ekki skessuna Háspennumöst, Disnei- barnið og tólfmannastjórnina sem er að opna súkkulaðisjoppu til að bjarga þjóðarverðmætum.“ Elísabet hefur á undanförnum mánuðum tekið virkan þátt í mót- mælum gegn framkvæmdum við Kárahnjúka og segir hún undirtitil sögunnar vísa til reynslu sinnar af því. „Ég kalla þetta „villutrúarrit“ þar sem ég hef aldrei kynnst ann- arri eins hræðslu fólks við að tjá skoðanir sínar eins og í þessu máli, þar sem stjórnvöld beita skoðana- kúgun og ofbeldi og hafa að engu stofnanir lýðveldisins, og má benda á að umrætt mál var ekki á kosn- ingaborðinu fyrir fjórum árum.“ Rétttrúnaður og villutrú „Þá er mótmælendum sagt að hafa sig hæga og engin tilraun gerð til að hlusta á þá.“ „Það má ganga svo langt að full- yrða að þeir sem aðhyllast skoðanir stjórnvalda séu rétttrúaðir eins og í gömlum kommúnískum ríkjum, eða tíðkaðist á dögum kaþólsku kirkj- unnar þegar ekki var hlustað á rök vísindamanna. Líkja má Kára- hnjúkastíflunni við bálköstinn undir Galíleó og Dimmugljúfrum við stytturnar sem talibanar sprengdu í Afganistan. Þess vegna er líka markmiðið að gefa út bók þótt ekki séu jólin,“ segir Elísabet. Hringavitleysusaga er 34 bls. og útgefandi er bókaútgáfan Viti menn. Ljósi þjóðsögunn- ar varpað á Kára- hnjúkavirkjun Morgunblaðið/Einar Falur „Stjórnvöld beita skoðanakúgun og of- beldi,“ segir Elísabet Jökulsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.