Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ landi, kristilegir demókratar annan daginn og miðjuflokkar þriðja daginn. Síðan koma Frakkar með allan sinn klofning í stjórnmálum og Ítalir með sitt lag. Hvernig í ósköpunum geta menn búist við því að þessi ríki nái samhljómi í afstöðu sinni til annarra ríkja, þótt þau leggi kapp á að halda friði á meginlandi Evrópu, sem er af hinu góða, – að þessar þjóðir vinni saman.“ Smáríkið Ísland myndi týnast Horfur í efnhagsmálum hafa líka áhrif á afstöðu Guðmundar til Evr- ópusambandsins. „Ég á góðan vin sem var áhrifamaður í Kristilega demókrataflokknum til fjölda ára. Hann var vinveittur Íslandi, sem kom m.a. fram þegar samið var við Þjóð- verja um útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Einu sinni heyrðist honum á mér að ég væri hlynntur því að Ísland gengi í Evrópusambandið, sem var reyndar misskilningur. Þá sagði hann við mig: „Ertu að tala um að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið? Láttu þér ekki detta það í hug. Smáríki eins og Ísland myndi týnast. Þú veist að ég vil margt fyrir Íslendinga gera. En ég skal vera heiðarlegur við þig. Hvort heldurðu að skipti mig meira máli, sem frambjóðanda í 300 þúsund manna kjördæmi, og ýmsa aðra þing- menn sem eru vinveittir Íslendingum, síðasta atkvæðið sem tryggir sæti í þýska þinginu, eða hagsmunir 300 þúsund manna jaðarríkis Evrópu á norðurhveli jarðar?“ Þetta er augljóst mál. Og þýðir ekkert að tala um hugsjón í því sam- bandi; að um leið og röddin okkar heyrist á skrifstofunum í Brussel verði allt fínt. Ég hef setið marga fundi erlendis í sambandi við stjórn- mál, verkalýðsmál og guð veit hvað. Flestir fundarmanna eru afskaplega elskulegir. Ef Íslendingar eru heppn- ir kynnast þeir mönnum, sem hafa veruleg völd í sínum samfélögum og geta komið mörgu til leiðar. Þá er ég að tala um þýðingu þess að íslenskir stjórnmálamenn séu í beinum tengslum við valdamikla stjórnmála- menn, hvort sem það er í Evrópu, Bandaríkjunum eða annars staðar. En með aðild að ESB yrði lokað fyrir þennan aðgang og hann færður niður um þrjú eða fjögur þrep í valda- stiganum í Brussel. Það er hið mesta óráð. Ég efast ekki um að þeir Íslend- ingar sem túlka sjónarmið okkar í Brussel geri sitt besta, en þeir eru ekki í hinu efsta þrepi, þar sem raun- verulegar ákvarðanir eru teknar. Það skiptir máli. Ég hef enga trú á því að við komumst nokkurn tíma á það stig, enda sér maður hvernig smáþjóðirnar kvarta nú þegar í ESB.“ Breytt staða í Evrópu Sá möguleiki er ekki fyrir hendi að Íslendingar fengju að ráða fiskimið- unum við Ísland ef gengið yrði í ESB, að mati Guðmundar. Hann nefnir 200 mílna deiluna við Breta til marks um það. „Það var ekki af neinni góðsemi sem þessar þjóðir sömdu við okkur um 200 mílurnar. Enda höguðum við því þannig að við færðum landhelgina út einhliða og því fólst ákveðin vald- beiting í útfærslunni. Ástæðan fyrir því að við vorum svo djarfir var sú að við gerðum okkur grein fyrir nauðsyn þess að minnka ásókn erlendra skipa inn á íslensk fiskimið og einnig þurftum við að koma böndum á okkar eigin veiðar ef við ætluðum ekki að útrýma fiski- stofnunum. Þannig að þetta var lífs- nauðsyn fyrir þjóðina. Þetta setti bandalagsþjóðir okkar í mikinn vanda. Í Bretlandi var ljóst að tugir þúsunda myndu fyrirsjáanlega missa vinnuna. Í raun var verið að leggja niður úthafstogaraveiðar Breta. Þjóðverjar voru hins vegar með lélegan togaraflota og hagsmun- ir þeirra því ekki eins ríkir. Á þessum árum voru þeir að byggja sig upp sem þjóð og fannst þess vegna kappsmál að ná samkomulagi við Íslendinga. Bretar reyndu að koma í veg fyrir að þeir semdu á undan, en Þjóðverjar höfnuðu þeirri ósk sem gerð var á bak við tjöldin. Staða okkar í NATO á þessum tíma og afstaða Þjóðverja gerði það að verkum að við náðum fram þessu mikla hagsmunamáli. Sú staða er ekki uppi í dag að Ís- land eða eitthvert annað ríki geti sagt einhliða við Evrópusambandið: Nú ætlum við að gera þetta svona. Svig- rúmið sem Bretar og Þjóðverjar höfðu til sjálfstæðra ákvarðana er horfið. Nú er það Evrópa í heild sem ákveður í þeim málum er varða mestu. Og menn gleyma því oft að það er grundvallaratriði í Rómarsáttmálan- um að öll aðildarríki hafi jafnan rétt til nýtingar á náttúruauðlindum. Það þýðir að aðgangur að öllum fiskimið- um, sem Evrópusambandsríkin eiga aðild að, skal vera samnýttur á grund- velli ákveðinnar skiptingar og sam- komulags milli þjóðanna um hvernig eigi að heimila veiðar við strendur ríkja Evrópusambandsins, sem þýðir að við erum farin að semja um að aðr- ar þjóðir fái að veiða hér á okkar fiski- miðum. Harðlínumaðurinn Geir Það er hrein og klár útópía að halda að Íslendingar þurfi ekki að opna sína fiskveiðilögsögu gerist þeir aðilar að ESB. Til að undirstrika hvað harkan er mikil skulum við ekki gleyma því að Bretar ætluðu með ofbeldi og hernaði að brjóta niður mótstöðu okk- ar. Það tókst ekki fyrir vaska fram- göngu landhelgisgæslu okkar og varðskipa. Einn af þekktustu ritstjórum Breta í fiskveiðimálum á þeim tíma skrifaði m.a. þannig um Geir Hallgrímsson, þennan framúrskarandi kurteisa og elskulega mann, að þegar Ólafur Jó- hannesson hafi látið af völdum 1974, þá hafi tekið við „harðlínumaðurinn“ Geir Hallgrímsson og fært út fisk- veiðilögsöguna í 200 mílur. Geir var rétti maðurinn til starfans, því fáir stjórmálamenn nutu sama velvilja og tiltrúar meðal vestrænna ríkja. Allt frá því hann var í háskóla- pólitíkinni og forystumaður ungra sjálfstæðismanna hafði hann verið einn ötulasti stuðningsmaður aðildar Íslands að NATO og barist hart á fundum og víðar við kommúnista um það atriði. Hann var ofsóttur per- sónulega af Þjóðviljanum og harðlínu- mönnum kommúnista og naut því aldrei sannmælis. Þegar hann hafði forystu um útfærsluna í 200 mílur fór ekkert á milli mála að öfgafullir kommúnistar eða vinstrimenn gerðu sér vonir um að annað tveggja myndi gerast, að þvílíkur fleygur yrði rekinn í samstarf Íslands við NATO-ríkin að Ísland myndi hrekjast út eða þetta færi út um þúfur. Þeim varð ekki að ósk sinni, fyrst og fremst vegna þess að Geir var forsætisráðherra. Svo get ég vitnað um það að Einar Ágústsson var framúrskarandi góður og hæfur samningamaður í þessari deilu. Ég þarf ekkert að ræða um aðra stjórnmálamenn, eins og Matthías Bjarnason, sem þá var sjáv- arútvegsráðherra. Hann var kunnur fyrir annað en að gefa eftir. Og einnig Gunnar Thoroddsen, sem kom inn í samningaviðræðurnar vegna veik- inda Matthíasar þegar gengið var frá samningunum við Þjóðverja.“ Frelsisþrá Bandaríkjamanna Þau skilyrði sem þá sköpuðust eru ekki fyrir hendi í dag, að sögn Guð- mundar. „Evrópuríkin eru ennþá harðari í afstöðu sinni til smáríkja en áður. Nýjasta dæmið er krafan um 38-föld framlög Íslendinga fyrir EES-samninginn. Ég var ekkert hissa. Þetta eru þjóðir sem hafa verið harðleiknar á liðnum áratugum og öldum. Spánverjar voru t.d. alræmdir fyrir harðneskju við smáþjóðir og þjóðflokka, sem þeir réðu yfir áður fyrr. Bandaríkjamenn hafa auðvitað sína kosti og galla, en þeirra lífsviðhorf er allt annað. Undir niðri þrá þeir mest að búa við frelsi, lítil ríkisafskipti og fá tækifæri til að bjarga sér sjálfir. Þess vegna eru þeir hrifnir af Íslendingum, því við höfum náð að standa á eigin fótum. Þannig skilgreina þeir góða bandamenn, ekki endilega að þeir þóknist þeim.“ Þá má ekki gleyma öðrum auðlind- um á Íslandi en fiskimiðunum. „Ég held Íslendingar hafi ekki metið þá náttúrulegu auðlind nægilega mikils, sem felst í nýtingu vatns- og gufu- orku. Það eru miklu meiri verðmæti í þessum orkulindum en menn virðast viðurkenna eða gera sér grein fyrir. Að hleypa erlendum aðilum inn í þennan grunnþátt í lífsafkomu þjóð- arinnar og deila með erlendum aðil- um tekjum og eignum á þessu sviði jafngildir því að semja niður lífskjör alls almennings á Íslandi. Það eitt að verja 100% eignastöðu Íslendinga á þessu sviði nægir mér til að vilja ekki að Ísland gangi í ESB. Því þarna eru geysilega miklir ónýttir möguleikar.“ Viðskipti við Bandaríkin Íslendingar sækja kraft sinn, þekk- ingu og menningu, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hefur tekist vel á liðnum áratugum að sækja fram á þeim vettvangi. „Við sækjum mennt- un og menningu til Evrópuríkja og Evrópusambandið getur ekki lokað fyrir það, ekki frekar en það getur úti- lokað aðra útlendinga frá því að mennta sig þar,“ segir Guðmundur. „Svo höfum við sótt mikla þekkingu í verklegum framkvæmdum til Bandaríkjanna. Viðskiptamynstur okkar byggist mikið á bandarískum hugmyndum nákvæmlega eins og hjá Evrópuþjóðunum sjálfum. Nútíma- verslun og -viðskiptahættir í Evrópu eftir stríð þróuðust mikið á grunni sérfræðiaðstoðar Bandaríkjamanna. Þannig að Ísland hefur notið nálægð- arinnar bæði við Evrópu og Norður- Ameríku. Ég tel að við eigum að reyna að nýta þá möguleika sem best í framtíð- inni og sé ekki neinar hindranir í þeim vegi. Hér áður áttu Bretar mikinn þátt í að byggja upp íslenska togara- útgerð, en undanfarin ár hafa stærstu framkvæmdir í atvinnumálum Íslend- inga komið frá Bandaríkjunum, þeir reka t.d. álverin á Reykjanesskaga og Grundartanga og ætla að byggja verksmiðjuna á Reyðarfirði. Þessar álverksmiðjur hafa verið forsendur stórvirkjana á Íslandi. Hér áður fyrr töluðu menn um flugið og ég geri það enn. Án góðra samninga við Bandaríkjamenn hefðu Loftleiðir aldrei orðið til og Flugleiðir hefðu ekki þann styrk sem fyrirtækið hefur í dag. Það virðist þola sam- keppni við stærri flugfélög stærri þjóða. Og við hefðum aldrei getað klárað okkar þorskastríð, ekki einu sinni um tólf mílurnar, ef við hefðum ekki haft markaðsmöguleika fyrir sjávarútveginn í Bandaríkjunum á þeim tíma. Við nýttum okkur líka Rússlandsmarkað og þessir markaðir réðu úrslitum um það að við höfðum bolmagn, efnahagslega og atvinnu- lega, til að standa í þessu stríði um fiskveiðilögsöguna.“ Flóðbylgja vinnuafls Að lokum nefnir Guðmundur stöðu launafólks á Íslandi. „Það er eins og menn hafi ekki viljað ræða það að með stækkun Evrópusambandsins til austurs er von á flóðbylgju af fólki frá Austur-Evrópu. Það er talað um að fimm milljónir bíði eftir að flytja til hákjarasvæðisins í Vestur-Evrópu og aðrar fimm til tíu milljónir séu að hug- leiða það. Nú er ESB að gera ráðstafanir sem kveða á um ákveðinn aðlögunartíma áður en kemst á frjálst flæði vinnuafls í Evrópu. En niðurstaðan á aðlögun- artímanum verður nákvæmlega sú sama og hjá Bretum varðandi aðlög- unartíma þeirra vegna yfirráða yfir fiskimiðunum í kringum Bretlands- eyjar. Hann líður. Hann var sextán ár hjá Bretum og rann út um síðustu áramót. Nú verða Bretar að undir- gangast sameiginlega stefnu ESB í sjávarútvegsmálum. Í Þýskalandi eru rúmlega 4 millj- ónir atvinnulausar. Það er viðvarandi atvinnuleysi í Bretlandi og Frakk- landi. Ekki batnar staða þessa fólks við flóðbylgju fólks með láglaunakröf- ur að austan. Mér þætti fróðlegt að heyra skýringar, t.d. sérfræðinga ASÍ sem sumir eru hlynntir því að ganga í ESB, á því hvernig við mynd- um mæta slíkri flóðbylgju hér á Ís- landi ef við værum í ESB.“ – En erum við ekki að fá þessa flóð- bylgju yfir okkur sem aðilar að EES? „Það er að vísu rétt hjá þér, að hluta til. Við höfum þó möguleika á að takmarka það frelsi. Viljum við leggja áherslu á að mennta fólk hér á landi til að fara til útlanda? Og eru þá at- vinnumöguleikar fyrir hendi erlendis til að standa undir væntingunum? Ég þekki ekki þá hlið nægilega vel en ein- hvern veginn hef ég ástæðu til að ætla að atvinnumöguleikarnir séu tak- markaðri núna en áður. Það þýðir að ef Ísland takmarkar ekki þennan opna aðgang, með svipuðum hætti og Bretar, þá munum við lenda hér á svokölluðu lágkjarasvæði.“ Viðræður leiða til samninga – Kemur til greina að sækja um og sjá hvað okkur býðst í samningavið- ræðum? „Ég var í rúmlega tuttugu ár for- maður í stéttarfélagi. Það er grund- vallarregla að ef ég bið einhvern eða óska eftir að hefja viðræður um samn- ing um eitthvert efni, þá hlýt ég í upp- hafi að gera ráð fyrir því að ég ætli að mæta viðkomandi í samningaferlinu með einhverja ákveðna niðurstöðu í huga. Maður biður ekki um viðræður með því hugarfari að ef manni líki ekki allt, þá sé bara hlaupið frá öllu saman. Í því að hefja samningavið- ræður felst óbein skuldbinding um að ljúka ferlinu með samningi. Þess vegna er rangt að halda því fram að það skipti engu máli að hefja viðræð- ur því menn geti bara gengið út ef þeim sýnist. Það geta menn ekki.“ Ljósmynd/Morgunblaðið Íslenskir varðskipsmenn börðust ekki til einskis við bresk herskip í landhelgisstríðinu 1975—76 um 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna. Einhliða aðgangur Íslendinga að auðugum fiskimiðum við strendur Íslands er undirstaða mikillar velmegunar á síðustu áratugum, að dómi Guðmundar. ’ Það er hrein og klár útópía að halda að Ís-lendingar þurfi ekki að opna sína fiskveiði- lögsögu gerist þeir aðilar að ESB. Til að und- irstrika hvað harkan er mikil skulum við ekki gleyma því að Bretar ætluðu með hern- aði að brjóta niður mótstöðu okkar. ‘ pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.