Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 25
verið að kanna ástand vallarins á Sandskeiði. Að reynslufluginu loknu fluttum við til Kaldaðarnesflugvallar með allt sem til þurfti, svo sem bens- íntunnur, olíur, prímus, eldunar- búnað, haframjöl, brauð og kakó, sem var uppistaðan í fæðunni. Heldur óvenjulegur páskahátíðar- matur það. Einn bragginn stóð nálægt einni flugbrautinni á lágum hól og hafði því ekki flætt inn í hann í flóðunum miklu. Þessi braggi var valinn fyrir bækistöð okkar, en í honum var ar- inn, barborð, eldhúskrókur og skólatafla. Aðstaðan gat ekki verið betri fyrir kennslu og inniveru. Hófst nú flugkennslan á fullu og var kennt frá því snemma á morgn- ana til miðnættis. Það þurfti að nýta tímann vel, því nemendur voru margir. Þegar Kristinn Olsen varð að hætta kennslu vegna anna fyrir Loftleiðir tóku við Skúli Pet- ersen Axelsson og Georg Thor- berg, en þeir voru nýkomnir úr flugnámi frá Spartan flugskólanum í Bandaríkjunum. Þeir luku námi með kennaraprófi frá skólanum. Þeir reyndust frábærlega vel og voru mjög úthaldsgóðir. Í Kald- aðarnesi tóku nokkrir flugnemar sólópróf. Gífurlegur áhugi var á flugnáminu, svo geislaði af mönn- um, enda gaman að vera til, því draumurinn var orðinn að veru- leika. Þegar veður var rysjótt og ekki ráðlegt að fljúga voru „theorían“ og flugreglur teknar fyrir og sagð- ar flugsögur, sem menn höfðu lesið í bókum og flugtímaritum. Í hléum dreifðu félagar sér um flugbrautina til að fjarlægja timb- urdrasl, torf og grjót, sem Ölfusáin hafði borið inn á svæðið í flóðinu mikla. 58 ár frá stofnun flugskólans Það var sammerkt með stofnun á þessari flugstarfsemi í atvinnu- skyni, eins og með allri annarri flugstarfsemi frá upphafi á Íslandi að þetta var enginn dans á rósum, en með harðfylgi og bjartsýni hafa flugfélög og flugskólar verið starf- rækt á mörgum stöðum hér á landi. Tilefni þess að undirritaður skrifaði þessa grein er að 59 ár eru liðin síðan umræddur flugskóli var stofnaður 16. júlí 1944. Skal þá engan undra þótt menn gleymi sumu markverðu, þegar svona langt er um liðið. Í bókum, tímarit- um og blaðaviðtölum hafa menn farið rangt með ártöl. Slíkt er ámælisvert, vegna þess að slíkar villur hafa þann eiginleika að ganga aftur. Miklu máli skiptir að flugsagan sé rétt dagsett. Í bók Arngríms Sigurðssonar, „Það var flogið. Flugmálasaga í 75 ár“, segir frá stofnun skólans. Í bókinni er flugsaga Íslands rakin skilmerkilega. Bókin er enn fáan- leg í flestum bókabúðum. Við vélflugdeildina starfaði fjöldi kennara. Af þeim eru 13 látnir og finnst mér tilhlýðilegt að minnast þeirra núna með myndum sem fylgja þessari grein um kafla í vél- flugsögunni, sem hófst fyrir hundr- að árum. Hörður Sigurjónsson flugkennari. Björn Jónsson flugeðlisfræðingur. Halldór Beck flugkennari. Eiríkur Loftsson loftsiglingafræðingur. Hörður Jónsson flugkennari. E. Kristinn Ólsen flugkennari. Pétur Pétursson flugkennari. Ásgeir Pétursson flugkennari. Stefán Magnússon flugkennari. Skúli P. Axelsson flugkennari. Árni Friðjónsson flugkennari. Halldór Sigurjónsson vélfræðingur. Georg Thorberg flugkennari. Höfundur var einn stofnenda flugskól- ans og átti sæti í stjórn hans. Hann hef- ur starfað sem flugáhugamaður með einkaflugmannsréttindi í 60 ár. Jónas Jakobsson veðurfræðingur. Jón Guðmundsson flugkennari. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 25 Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Búnaðarbankinn Verðbréf | Hafnarstræti 5 | 155 Reykjavík Sími 525 6060 | Fax 525 6099 | verdbref@bi.is F í t o n / S Í A F I 0 0 6 3 7 2 Sérbankaþjónusta Búnaðarbankans er ætluð efnameiri einstaklingum sem sækjast eftir fjármálaþjónustu og skatta- ráðgjöf í hæsta gæðaflokki. Viðskiptavinir Sérbankaþjónustu fá meiri þjónustu og njóta betri kjara í banka- og verðbréfa- viðskiptum. Lögð er áhersla á persónulega og vandaða fjármálaráðgjöf, trúnað og traust. Undirbúðu næsta leik með Sérbankaþjónustu Búnaðarbankans. Sérbankaþjónusta – það besta sem við höfum að bjóða. Góður undirbúningur er mikilvægur áður en þú ákveður næsta leik. Með Sérbankaþjónustu Búnaðarbankans öðlast þú yfirsýn yfir fjármálin og nýtur reynslu og þekkingar sérfræðinga við eignastýringu sem sérsniðin er að þínum þörfum. Góð yfirsýn er nauðsynleg S É R B A N K A Þ J Ó N U S T A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.