Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 61
sem sent hefur frá sér 38 útgáfur frá því sveitin var stofnuð fyrir sjö árum, sumar margra diska sett, og einnig átt lög á þrettán safn- skífum. Acid Mothers Temple and the Melting Paraiso Underground Freak Out Þótt hljómsveitin sé jafnan köll- uð Acid Mothers Temple heitir hún fullu nafni Acid Mothers Temple and the Melting Paraiso U.F.O., en U.F.O. er skammstöfun á Underground Freak Out. Leið- togi hennar er gítarleikarinn Mokoto Kawabata, en hann stofn- aði sveitina 1996. Í viðtali fyrir skemmstu sagðist Kawabata sækja áhrif í ýmsar átt- ir, ekki síst í það að hann sé frá Osaka og því laus við tilgerðina sem einkenni íbúa Tókýó. Mestu átti þó eftir að ráða um tónlist- arþroska hans að hann sá þátt um indverska tónlist í sjónvarpinu þegar hann var tíu ára og heill- aðist af hljómnum í tamboura, seiðandi samfelldum suðhljómi. „Þegar ég var barn að aldri var ég með stöðugan hljóm í eyrunum og hélt að fljúgandi furðuhlutir væru að reyna að ná sambandi við mig og ég var sífellt að skima upp í himininn til að reyna að sjá hvað- an hljóðin kæmu. Þegar ég svo heyrði í tamboura áttaði ég mig á því að ég var einmitt að heyra þannig hljóð.“ Eins og Kawabata rekur söguna komst hann stuttu síðar í tæri við Stockhausen og hugmyndir hans um musique concrète sem enn áttu eftir að breyta viðhorfi hans til tónlistar. Aftur á móti kunni hann lítið að meta hefðbundna poppmúsík. Eftir þessi kynni af indverskri tónlist annars vegar og tilrauna- kenndri klassík Stockhausens hins vegar fór Kawabata að leita að tónlist sem sameinaði þetta tvennt, en gekk illa að finna nokk- uð slíkt svo hann ákvað að spila þannig músík bara sjálfur. 1978 stofnaði hann svo fyrstu hljóm- sveitina, Ankoku Kakumei Kyod- otai, sem snara má sem myrka byltingarsamfélagið. Fjörutíu snældur Alltaf stóð til að bræða saman rafeindahljóð og hefðbundin en gekk illa þar sem ekki var gott að komast yfir hljóðgervil í Osaka á þeim tíma og ekki varð til að auð- velda starf sveitarinnar að enginn kunni á hljóðfæri. Næstu ár fóru í tilraunir og hljóðfærasmíði, en að sögn Kawabatas tók það hann fjögur ár að átta sig á því að stilla átti gítara. Þegar þar var komið sögu skiptu allar stillingar þó litlu máli, enda var gítarinn bara stillt- ur þar til hann gaf frá sér hljóð af þeirri gerð sem verið var að leita að þá stundina. Lagasmíðar voru engar að því er Kawabata hefur sagt, mestmegnis leikið af fingrum fram, og ekki leið á löngu að sveit- in fór að taka spunann upp og gefa út á snældum, en alls komu út fjörutíu snældur með Ankoku Kakumei Kyodotai. Eins og getið er hefur Acid Mothers Temple and the Melting Paraiso U.F.O. starfað í rúm sex ár, en upphaflega stóð ekki til að gera nema eina plötu. Kawabata var á sínum tíma með í smíðum sólóskífu og tók upptökur af spunaverkum sem hann hafði leik- ið inn á band með Acid Mothers Temple og skeytti þeim upptökum svo saman við eigin verk. Með því tókst honum loks að endurskapa það sem glumið hafði í höfði hans áratugum saman, en að því er hann segir sjálfur þótti honum engar líkur á að það myndi takast að endurskapa stemmninguna á tónleikum, enda stóð það ekki til. Plötunni var aftur á móti vel tek- ið, svo vel reyndar að sveitinni, sem var eiginlega ekki til, var boðið að spila á tónleikum utan Japans. Þá kallaði Kawabata mannskapinn saman og komst að því sér til gleði að hægt væri að ná sama algleymi í súru rokki. Fimmtán plötur 2002 Eftir Kawabata liggja hundruð platna, snælda og diska, þar sem hann hefur um vélað ýmist einn eða með öðrum. Afköstin eru lítt minni með Acid Mothers Temple og þannig komu út með sveitinni fimmtán plötur á síðasta ári, þar af þrjár sem aðeins eru gefnar út brenndar, þ.e. á CDR, og því í mjög takmörkuðu upplagi. Margar þeirra eru endurútgáfur. Af þeim sem unnt hefur verið að komast yfir með góðu móti, aðallega í gegnum vefsíður ytra eða í 12 tón- um á Skólavörðustíg, er ástæða til að geta um þrjár: Univers Zen ou de Zéro à Zéro, Electric Heavy- land og In C. Síðastnefna platan er útgáfa Kawabata og félaga á sígildu verki Terrys Rileys, In C, sem byggist á naumhyggjulegri klifun, en í flutningi Acid Mothers temple er verkið allt annað en naumhyggju- legt; byrjar rólyndis- og fallega en síðan byrjar hamagangurinn. Á diskinum eru einnig tilbrigði við verk Rileys, frumsamin af sveit- inni, In E og In D, sem er naum- hyggja á nýju plani. Á Electric Heavyland er aftur á móti gengið eins langt og hægt er í hávaða, hreinrækuð sýruþvegin rokksköddun. Ágætt dæmi um það er nafnið á upphafslagi plötunnar, Atomic Rotary Grinding God/ Quicksilver Machine Head. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 61 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Ísl. tal. Sýnd kl. 2.Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRIKRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sumir tala um það, aðrir fara alla leið KVIKMYNDIR.IS HJ MBL ÁLFABAKKI . / KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. Ísl. tal. KRINGLAN ÁLFABAKKI kl. 2 og 4. kl. 2 og 4. kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI / AKUREYRI/ KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. KRINGLAN kl. 3,50, 5.50, 8 og 10.10. / kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 8 og 10. kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. Þetta var hinn fullkomni glæpur þar til hún neit- aði að vera hið fullkomna fórnar- lamb. Háspennumynd ársins með hin- um frábæra Kevin Bacon (“River Wild”, “Stir of Echoes”) og Charlize Ther- on (“Devil’s Advocate”). 4 ÓSKARSVERÐLAUNA TILNEFNINGAR Óskarsverð- launaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfund- um og leikstjóra „Being John Malkovich“. Hlaut 2 Golden Globe verð- laun, bresku BAFTA kvikmynda- verðlaunin og Silfur- björninn á kvikmynda- hátíðinni í Berlin. ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8, OG 10.10. B. I. 16. Frumsýning Frumsýning Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.