Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Það er ákaflega erfitt að taka að sér hlutverk húsmóður- innar á meðan fyrrverandi húsmóðirin er heima.“ Björn „ÉG LÍT í raun á fæðingarorlofið sem aukin réttindi fyrir mig. Þetta voru sjálfsögð réttindi konunnar en þegar maður kynnist því hvað þetta er gaman þá sé ég að þetta hafa verið forréttindi konunnar,“ segir Björn Jóhannsson, sjálfstætt starfandi landslagsarkitekt, sem verið hefur í fjögurra mánaða fæðingarorlofi. Sonurinn Bald- ur Máni er níu mánaða. Guðrún Fríður Heið- arsdóttir, eiginkona Björns, er fjármálastjóri hjá Mönnum og músum. „Baldur byrjar hjá dag- mömmu núna í byrjun mars þannig að sælan er senn á enda,“ segir Björn sem hefur mikinn áhuga á að vera lengur í orlofinu: „Ef ég hefði efni á því þá væri ég til í að vera heimavinnandi áfram. Auðvitað eru dagar þar sem þarf að þvo sjö þvottavélar og huga að öðrum hlutum svolítið erfiðir en annars er þetta ekkert mál.“ Aukin virðing fyrir heimilisstörfum Björn og Fríður eiga fyrir soninn Gunnar Má sem er fimm ára. Þegar hann var á fyrsta ári fékk Björn tveggja vikna orlof. „Ég var heima í tvær vikur. Þá var konan líka heima og þetta var hálfgert frí fyrir mig. Í raun þarf konan að vera útivinnandi til þess að þetta sé raunverulegt fæðingarorlof fyrir mig og ég taki ábyrgðina á börnunum og heimilinu. Ég held að þegar báðir eru heima, þá hleypi konan manninum ekki að í sum verkefni. Núna er ég hins vegar að gera hluti sem var ekki sjálfsagt að ég gerði áður. Það er ákaflega erfitt að taka að sér hlutverk húsmóðurinnar á meðan fyrrverandi húsmóðirin er heima,“ segir Björn. Björn segist telja að fæðingarorlof feðra hafi jákvæð áhrif í átt til aukins jafnréttis. „Ég hafði talið okkur hjónin standa jafnfætis en við erum bara ekki eins. Þó ég sé að taka að mér hlutverk konunnar er ég ekki eins og hún. Það gefur mér þó vissan skilning á hennar störfum og að því leyti myndi ég segja að þessi löngu fæðing- arorlof ættu að auka virðingu karla fyrir heim- ilisstörfum og barnauppeldi. Ég fæ oftast mjög jákvæð viðbrögð en verð einna helst var við að eldri menn geri grín að því að maður sé heimavinnandi. En því fylgir líka oftast tónn sem segir: Ég vildi að ég hefði getað gert þetta þegar ég var að eignast mín börn,“ segir Björn að lokum og drífur sig í að sinna Baldri Mána sem er nývaknaður af værum blundi. Sælan senn á enda Morgunblaðið/Kristinn Björn Jóhannsson og Baldur Máni heima í stofu. „Ef ég hefði efni á því þá væri ég til í að vera lengur heima.“ TRYGGINGASTOFNUN ríkisins gerir ráð fyrir að greiða um 5 milljarða króna í fæðingarorlof til nýbakaðra foreldra á þessu ári, þar af tvo milljarða til feðra. Þess- ar tölur eru byggðar á mannfjölda- spá og tölum um fjölda feðra sem nýtt hafa sér fæðingarorlof árin 2001 og 2002. Þessar tölur eru mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir í fylgiskjali með frumvarpi til laga um fæðingarorlofslögin frá árinu 2000. Þar voru áætluð heildar- útgjöld frumvarpsins vegna fólks á vinnumarkaði 3 milljarðar króna fyrir árið 2003, eða tveimur millj- örðum undir því sem nú er gert ráð fyrir. Í áætluninni frá árinu 2000 var miðað við að réttur til fæðingarorlofs væri fullnýttur en að móðirin tæki valkvæðu mán- uðina. Í áætluninni segir einnig: „Nokkurn fyrirvara verður að hafa á þessari áætlun þar sem óvíst er í hve miklum mæli feður nýta sér rétt sinn og viðbótarkostnað vegna afleysinga eða annarra úr- ræða til að leysa verkefni í fjar- veru þeirra frá vinnu. Einnig er óvissa um tekjudreifingu foreldra þar sem gögn til útreiknings eru framreiknuð frá árinu 1996 til árs- ins 2000.“ Mun minni munur er á áætlun og útkomu fyrir árin 2001 og 2002. Í fylgiskjali með frumvarpinu var gert ráð fyrir 2 milljörðum króna í útgjöld vegna fæðing- arorlofs árið 2001, en heildar- útgjöld reyndust vera 2,7 millj- arðar króna, þar af til feðra 689 milljónir. Alls fengu um sjö þúsund manns greiðslur. Árið 2002 var gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna í útgjöld en heild- argreiðslur til einstaklinga reynd- ust nema 4,3 milljörðum króna, þar af til feðra 1,3 milljarðar. Alls fengu um tíu þúsund manns greiðslur. Kostnaður vegna fæðingar- orlofsgreiðslna til fólks á vinnu- markaði er fjármagnaður með tryggingagjaldi sem fólk á vinnu- markaði greiðir mánaðarlega. Greiðslur til þeirra sem eru utan vinnumarkaðar greiðast hins vegar beint úr ríkissjóði, en slíkar greiðslur kallast fæðingarstyrkur. Kostnaður við fæðingar- orlofskerfið                                                    !" #$  !!     % &'  (        % (        (  $ $          # "    # " $  #! $* $ # *+     , - ,      '    $ , '%'#' -.                   „ÉG GAT ekki beðið eftir að byrja að vinna þeg- ar ég byrjaði í orlofinu en núna er ég farinn að venjast þessu og finnst ágætt að vera heima,“ segir Tjörvi Einarsson lögreglumaður sem hafði nýlokið námi við Lögregluskólann áður en orlofið tók við um áramót. „Ég ætlaði að gera heilan helling í orlofinu en ég er búinn að vera á fullu í einhverju allt öðru. Skipta á, gefa að borða og allt hitt. Nú er ég svo vanur þessu að ég get al- veg hugsað mér að vera einn til tvo mánuði í við- bót,“ segir Tjörvi sem lætur vel af föðurhlutverk- inu. Að vera einn heima með lítið barn hefur orðið til þess að skilningur Tjörva á hlutverki hinna heimavinnandi hefur aukist: „Það felst miklu meiri vinna í því að vera heimavinnandi en ég gerði mér grein fyrir. Það er tvennt ólíkt að vera heima með barnið og heimilið og að taka tólf tíma vakt. Það fyrrnefnda er mun meira lýjandi því maður er alltaf að. Í vinnunni fær maður hins vegar félagsskap og afþreyingu frá umhverfinu sem maður fær ekki heima. Síðustu mánuðir hafa kennt mér ýmislegt. Ég hef til dæmis meiri skilning á konum og vinnunni sem snýr að heim- ilinu eftir þetta. Það er ágætt að læra þetta og það eru minni líkur á árekstrum á milli okkar hjónanna því ég þekki þetta betur núna,“ segir Tjörvi. En nú eru þeir tveir mánuðir sem Tjörvi og dóttir hans, Una Rán, eyddu saman heima senn á enda. Reyndar byrjaði Tjörvi að vinna um síð- ustu mánaðamót og Una Rán byrjaði hjá dag- mömmu, enda að verða eins árs í lok mánaðarins. Móðir Unu, Þóra Björg Hallgrímsdóttir, fór hins vegar aftur út á vinnumarkaðinn þegar Una var tíu mánaða en var fegin að barnið þurfti ekki að fara strax til dagmömmu. Í huga Tjörva var mik- ilvægt að eyða tíma með barninu á meðan það er ennþá ungt. „Það er mikilvægt að mynda tengsl við barnið strax á fyrsta árinu. Við Una erum mestu mátar og skemmtum okkur vel saman. Við höfum okkar rútínu á hlutunum en ég er enginn tvífari mömmunnar í umgengni,“ segir Tjörvi sem segist eingöngu hafa fengið jákvæð viðbrögð við þessari ákvörðun sinni og hann viti um marga lögreglumenn sem eru að taka sér orlof. Enginn tvífari mömmunnar Morgunblaðið/Árni Torfason Tjörvi með Unu Rán í fanginu. Þau eru mestu mát- ar og hann segist alveg geta hugsað sér að vera í orlofi í einn til tvo mánuði í viðbót. „Ég ætlaði að gera heilan hell- ing í orlofinu en ég er búinn að vera á fullu í einhverju allt öðru. Skipta á, gefa að borða og allt hitt.“ Tjörvi tæki til að hafa áhrif á þróun mála hvað varðar jafna stöðu kynjanna,“ segir Ingólfur. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð- gjafi Reykjavíkurborgar, var verk- efnisstjóri tilraunaverkefnis Reykja- víkurborgar á árunum 1996–1998 þar sem feðrum var gefinn kostur á þriggja mánaða fæðingarorlofi. Hún er sammála Ingólfi og telur lögbind- ingu fæðingarorlofs feðra afar mik- ilvæga fyrir jafnrétti kynjanna. Fyrir sex árum, þegar verkefninu var hleypt af stokkunum, taldi Reykjavík- urborg mikilvægt að sýna frumkvæði með verkefni sem þessu og sýna þar með fram á að krafa feðra um að sinna ungum börnum sínum væri eðlileg. Hildur segir að reynslan sýni að fæðingarorlof færi feðrum nýjan reynsluheim sem breyti samskiptum foreldranna á heimilinu og samskipt- um þeirra við börnin. Þetta kemur heim og saman við reynslu þeirra feðra sem rætt er við hér á síðunum. Þeir segjast skilja betur hlutverk móðurinnar og skyldurnar sem felast í að sinna heimilinu. „Það er hins veg- ar margt sem enn er ofurviðkvæmt og óvinsælt að spyrja um í sambandi við það hvernig fæðingarorlofið nýtist feðrum,“ segir Hildur. „Það sem ég á við er hvort feðurnir séu að eyða tíma í orlofinu í að sinna barninu sínu eða hvort orlofið fari í að flísaleggja baðið, taka til í bílskúrnum og gera við jepp- ann, svo ég gerist svolítið gróf. Og það má spyrja hvað það „að sinna barni“ þýðir í huga fólks. Kannski þýðir það ekki það sama í huga karla og kvenna. Í rannsókn okkar kemur skýrt fram að körlum finnst gaman að vera með börnunum sínum en þeir taki ekki endilega ábyrgð á því sem þarf að gera í kringum það, eins og að þvo föt- in af barninu og þrífa heimilið. Karlar vilja gjarnan slíta þetta tvennt í sund- ur á meðan rannsóknir sýna að konur telja þetta órjúfanlegan hluta umönn- unar barnsins. Rannsóknin sýnir að karlar fara ekki að taka heildar- ábyrgð á barninu og því sem því fylgir fyrr en þeir eru einir með því og móð- irin er farin út að vinna,“ segir Hildur. Þetta kemur einnig skýrt fram í við- tölum Morgunblaðsins við feður í fæðingarolofi hér á síðunum. Þeir segja að eftir að móðirin fór út að vinna hafi þeir tekið fulla stjórn á heimilinu. Samkeppni í starfi Sumir feður sem Morgunblaðið ræddi við höfðu orð á því að í þeirra starfsumhverfi virtist ríkja lítill skiln- ingur á því að þeir tækju sér orlof vegna fæðingar barns. Ingólfur V. Gíslason segist telja að þetta tengist samkeppni á vinnustað. „Það hefur komið í ljós að því meiri samkeppni sem er á vinnustaðnum þeim mun ólíklegra er að foreldrar taki sér fæð- ingarorlof. Við höfum dæmi um þetta t.d. frá Ríkisútvarpinu í Danmörku. Í tæknideild danska útvarpsins voru menn óhræddir við að taka fæðing- arorlof og sneru aftur til sinna starfa að því loknu. Þessu var hins vegar þveröfugt farið á fréttadeildinni, þar sem mikil samkeppni ríkti. Þar hikaði fólk við að fara í fæðingarorlof af ótta við að missa af fréttinni sem myndi skjóta því upp á stjörnuhimininn.“ Í bókinni „Gegnum súrt og sætt – Um íslenska karlmenn í fæðingaror- lofi“ sem byggð er á fyrrnefndu til- raunaverkefni Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar, er fjallað um hvatningu og hindranir á vinnustað. Þar kemur fram að á langflestum vinnustöðum hafi feðurnir fengið mjög jákvæð viðbrögð við því að fara í fæðingarorlof. Hins vegar hafi á stundum komið í ljós óbein andstaða sem fólst í því að yfirmenn voru ósátt- ir við að missa ákveðna starfsmenn í orlof. Þar er einnig fjallað um viðhorf feðranna sjálfra til orlofsins og tengsl þeirra við vinnuna. Í ljós kemur að vinnusjálfið er afar sterkt í huga karla, vinnan togar mikið í marga þeirra í orlofinu og sumir eru ekki til- búnir að vera lengur en einn til tvo mánuði í orlofi. Ástæðan er að þeir eru ekki fyllilega tilbúnir að losa um tengslin við vinnuna. Hafa ber í huga að þegar þessi rannsókn var gerð höfðu feður ekki sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og feður í fæðingaror- lofi höfðu fáar eða engar fyrirmyndir. Nú má hins vegar segja að landslagið sé gjörbreytt. Fyrirmyndirnar eru á hverju strái. rsj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.