Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg dóttir mín, móðir, systir og amma, ÁSTA EDITH PÁLSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Skarðshlíð 9d, Akureyri, lést föstudaginn 28. febrúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þórhildur Skarphéðinsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Freydís Ásta Friðriksdóttir, Jónína Pálsdóttir, Rósa Pálsdóttir og ömmubörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GÍSLI SIGURJÓN MAGNÚSSON prentari, Keilugranda 2, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 28. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Vigdís Stefánsdóttir, Matthildur Kristinsdóttir, Bjarni Ágústsson, Magnús Júlíus Kristinsson, Sigurlína G. Sigurðardóttir, Ingibjörg, Kristín og Ágúst Bjarnabörn, María Björg, Kristinn, Sigurður og Björn Magnúsarbörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÓLMSTEINN HALLGRÍMSSON málarameistari, lést á Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 7. mars. Svanfríður Guðmundsdóttir, Sigrún Hólmsteinsdóttir Appleby, Guðmundur B. Hólmsteinsson, María Kristín Thoroddsen, Hallgrímur Ó. Hólmsteinsson, Ásgerður Sveinsdóttir, Guðrún Hólmsteinsdóttir, Einar Erlingsson og barnabörn. Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma og systir, ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Fögrubrekku 5, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðviku- daginn 5. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 13. mars kl. 15.00. Stella Sigurðardóttir, Einar S. Axelsson, Kristjana H. Axelsdóttir, Ólafur Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Halldór Jónsson, Kristjana Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SARA STEFÁNSDÓTTIR, Miðstræti 26 (Landakoti), Vestmannaeyjum, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 5. mars. Jarðsett verður frá Landakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14. Stefán Óskar Jónasson, Sigurlaug Grétarsdóttir, Guðmundur Karl Jónasson, Anna María Jónasdóttir, Jóhann Valdimarsson, Ásta María Jónasdóttir, Hallgrímur Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alíza Haya LífKjartansson fæddist í Túnis hinn 12. júlí 1947. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi hinn 9. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Hanna og Shalom Ankri lög- reglumaður, en hann dó fyrir nokkrum ár- um. Hanna býr í Jerúsalem. Alíza var elst fjögurra systk- ina, næst í röðinni er systirin Rívka, svo Elí, og Núrít. Alíza giftist Grétari Kjartans- syni flutningabílstjóra árið 1969. Foreldrar hans: Kjartan Jónsson húsgagnabólstrari og bóndi í Bitru í Árnessýslu, nú látinn, og kona hans Sesselja Gísla- dóttir. Alíza og Grét- ar eignuðust tvö börn, en þau eru: 1) Íris Hanna, f. 1970, maki Shlomo Bigi- Levi. Börn þeirra eru: Daniel, f. 1994, Tehila Sesselja, f. 1997, og David, f. 2001. Þau eru búsett í Jerúsalem. 2) Mik- ael Tal, f. 1973, maki Þórunn Eva Boga- dóttir, f. 1979. Dæt- ur þeirra eru tvíburarnir Emil- íanna Rut og Aþena Þóra, f. 2002. Þau búa í Reykjavík. Útför Alízu var gerð í Jerúsal- em 12. febrúar. Er Alíza var tveggja ára (1949) flúði fjölskyldan ásamt nánustu ætt- ingjum til hins nýstofnaða Ísr- aelsríkis, en sumir fóru til Frakk- lands. Í Túnis hafði faðir hennar verið söðlasmiður með eigið verk- stæði. Neyddust þau til að skilja all- ar eigur sínar eftir. Um þær mundir var gyðingum meinaður aðgangur að Grátmúrnum, og var Alízu sér- staklega minnisstætt, þegar faðir hennar eitt sinn læddist með hana barnunga eftir „þröngum og krók- óttum“ götum á stað, þaðan sem rétt sást til múrsins. Við hjónin fórum til Ísraels ásamt börnum okkar tveimur um jólaleyt- ið 1963. Bjuggum við í Jerúsalem í hátt á þriðja ár. Þar kynntist ég Alízu en hún vann í kjörbúð hverf- isins. Hún bjargaði mér, þar sem ég stóð ráðvillt í búðinni, þar eð allar áletranir á vörunum voru á hebr- esku og enginn skildi mig, þar til Alíza gaf sig fram, en hún talaði ensku (auk frönsku). Upp frá þessu urðum við nánar vinkonur alla tíð. Hún bjó í nágrenninu með foreldr- um og systkinum. Kynnti hún okk- ur fyrir þeim og var okkur ákaflega vel tekið. Var okkur öllum boðið heim til þeirra í sabbatmáltíð þar sem við kynntumst m.a. helgisiðum gyðinga. Áttum við margar góðar stundir saman. Má nefna ferð til Lod þar sem Alíza kynnti okkur fyrir frændfólki sínu í móðurætt, en þar bjuggu m.a. amma hennar og móðurbræður, sem öll tóku mjög hlýlega á móti okkur. Svo voru það ferðalögin, t.d. til Eilat við Rauða- hafið með Alízu og strandferðirnar með systkinunum, oftast til Mið- jarðarhafsbæjanna Askelon eða Natanya. Alíza kenndi mér hebr- esku af dæmalausri þolinmæði og áður en ég vissi af vorum við farnar að spjalla saman á hebresku. Nú tók herskyldan við. Hún notfærði sér möguleikana í hernum til náms sem boðið var upp á samhliða þjálfuninni. Hún valdi að verða fóstra og var staðsett á landa- mærasamyrkjubúi í Ísrael og vann á barnaheimilinu og þjálfaði m.a. börnin oft í viku í að hlaupa skipu- lega og fumlaust í einfaldri röð í loftvarnabyrgið. Þá voru gasgrímur ekki ennþá á dagskrá. Ennfremur tók hún þátt í sexdagastríðinu á herskyldutímanum. Hún kom í heimsókn til Íslands að lokinni herþjónustu. Fékk vinnu sem fóstra á Silungapolli og var ótrúlega fljót að læra málið. Börnin voru góðir kennarar. Hún kynntist Grétari og örlög hennar voru ráðin. Síðan vann hún um skeið á barna- og unglingageðdeildinni við Dal- braut í Reykjavík. Fjölskyldan fluttist tvívegis til Ísraels, fyrst á árunum 1974 og 1975 og aftur 1977 til 1980, bjuggu þau í bæði skiptin í Jerúsalem, en fluttu þá til Íslands aftur, og Alíza hóf störf á leikskóla í Kópavogi. Alíza hafði einstaklega gaman af börnum, hafði alveg sérstakan skilning og hæfileika til að umgang- ast þau. Þetta fundu þau og löð- uðust að henni. Alíza fylgdist náið með börnum systkina sinna og barnabörnum og eins börnum og barnabörnum systkina Grétars, og okkar. Svo ekki sé talað um þeirra eigin barnabörn. Hún var iðin við að kaupa ýmislegt smálegt og geymdi í skáp þar til tækifærin buðust til gjafa. Hún vissi upp á hár hvað börnunum þótti skemmtilegt á hverju aldursskeiði og á hverjum tíma. Síðast deildi hún út gjöfum er hún lá banaleguna á gjörgæslu- deildinni m.a. til barnanna í Ísrael. Alíza heimsótti Ísrael eins oft og kostur var og fylgdist með öllu sem þar gerðist. Horfði á erlendar stöðvar og hlustaði á stuttbylgju- útvarp, m.a. á ísraelska útvarpið, og síðar í gegnum Netið. Varð hún enn tengdari uppruna sínum eftir sem árin liðu og rangfærslur jukust í ís- lenskum fréttaflutningi af atburðum í Ísrael, og gyðingahatur jókst í heiminum. Barðist hún jafnan fyrir réttmætum fréttaflutningi af mál- efnum er vörðuðu Ísrael og gyð- inga. Dóttir hennar hafði þær frétt- ir að færa, er hún kom frá Ísrael til að vera við sjúkrabeð móður sinnar, að innflytjendastraumurinn til Ísr- aels hefði aukist aftur vegna vax- andi gyðingahaturs í Evrópu. Alíza hafði mikla þörf fyrir að mennta sig frekar svo hún dreif sig í Námsflokka Reykjavíkur og tók samræmdu prófin. Stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð, m.a. í íslensku, stærð- fræði, dönsku og listasögu. Hún hafði óslökkvandi áhuga á gróðri og allri ræktun og las geysimikið um það efni. Var það með ólíkindum hvernig henni tókst að koma hinum aumasta græðlingi til. Alíza og Grétar ræktuðu upp og gróðursettu ógrynni trjáplantna í áranna rás í sumarbústaðalandi fjölskyldu Grét- ALÍZA KJARTANSSON ✝ Ásta Edith Páls-dóttir fæddist á Akureyri 4. janúar 1946. Hún lést 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þórhildur Skarphéðinsdóttir, f. á Húsavík 10. des- ember 1921, og Páll Emilsson Línberg, f. í Reykjavík 1. apríl 1920, d. á Akureyri 13. október 1990. Systur hennar eru Jónína, f. á Akur- eyri 7. júní 1943, bú- sett í Reykjavík, og Rósa, f. á Akureyri 12. desember 1945, bú- sett á Akureyri. Ásta á tvær dætur, þær eru: 1) Þórhildur, f. 8. janúar 1972, dóttir hennar er Ragney Lind Siggeirsdóttir, f. 24. mars 1996. Þórhildur býr og starfar á Ak- ureyri. Faðir hennar er Guð- mundur Ingi Svav- arsson, þau Ásta slitu samvistir. 2) Freydís Ásta, f. 10. apríl 1980, í sambúð með Magnúsi Orra Einarssyni, þau eiga óskírða dóttur, f. 7. febrúar 2003. Þau búa í Reykja- vík. Faðir Freydís- ar og eiginmaður Ástu er Friðrik Árnason, búsettur á Akureyri, þau skildu. Ásta ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sínum og bjó hún og starfaði allan sinn aldur á Akureyri fyrir utan eitt ár sem hún var í námi í Þýska- landi. Ásta var lærður hár- greiðslumeistari og rak sína eig- in stofu á Akureyri. Útför Ástu var gerð í kyrrþey frá Höfðakapellu 7. mars. Kæra mamma mín. Ég sit hér og horfi á myndir af þér á yngri árum og mér detta kvikmyndastjörnur í hug, svo ótrú- lega falleg varst þú og alltaf með fullkomið hár og innilegt bros. Fegurð þín fylgdi þér alltaf, elsku mamma. Alveg sama hvort maður horfði á þig sem móður, sem setti börn sín framar öllu, dóttur sem hugsaði alltaf um móður sína sem góða vinkonu og fjársjóð eða konu með þann ótrúlega hæfileika að gera aðrar konur yndisfríðar með rúllum, skærum og greiðu að vopni. Mörg hver konan leitaði til þín í tugi ára og gátu ekki hugsað sér að leyfa neinum öðrum að greiða sér, þú varst sú eina sem „gerðir það rétt“. Slík var hollustan við viðskiptavinina að þú fylgdir þeim einnig til grafar. Ég hef horft á þig alla mína ævi gefa af þér til allra sem kringum þig voru, leggja öllum lið á allan mögulegan hátt. Þú hafðir í þér svo ótrúlega mik- inn hagleik og var tertugerð, hár- greiðsla, fatasaumur og heklun dúka bara hluti af því sem þér var til lista lagt og virtist ekkert hafa fyrir því frá unga aldri. Elsku mamma, við elduðum grátt silfur saman. Ég hafði erft skap þitt og kunni ekkert með það að fara. Við rifumst oft innilega, en alla mína ævi hef ég aldrei verið neitt annað en stolt af mömmu minni. Ég vildi, þegar ég yrði eldri, svo innilega gera þig stolta af mér en mér fannst ég aldrei gera nóg, tærnar á mér komust aldrei þangað sem hælar þínir rötuðu svo auð- veldlega. Ég elskaði þig svo innilega mik- ið, elsku mamma, ég vona það heit- ast af öllu að þrátt fyrir allt hafi ég gert þér það nógu ljóst gegnum tíð- ina. Núna síðustu árin höfðum við átt yndislega daga. Ég var ófrísk og leitaði statt og stöðugt til móður minnar eftir góðum ráðum og hjálp enda vissi ég að svörin hefðir þú á reiðum höndum. Við vorum orðnar mjög nánar og vinskapur okkar mjög góður og það sem þú hefur gefið mér gegnum árin er fjársjóð- ur minn og ég geymi hann ávallt í hjarta mínu. Það eru skuggahliðar í öllum æv- intýrum, í þínu ævintýri var skuggahliðin aldrei sigruð og hafði hún yfirhöndina að lokum. Þú áttir svo mikið betra skilið, elsku mamma, og ég vona að þú upp- skerir það núna. Ég þakka þér innilega, elsku móðir mín, fyrir ást þína og visku, hjartagæsku og göfuglyndi sem þú sýndir mér og kenndir. Þú verður ávallt í hjarta mínu og munt aldrei gleymast, dóttir mín mun ávallt heyra sögur af ömmu sinni sem hvílir örugg í faðmi guðs á himnum. Þín elskandi dóttir, Freydís. ÁSTA EDITH PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.