Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR vita að Blix ogvopnaleitarmenn getaaldrei gert neitt semdugar fyrir kúrekann íHvíta húsinu og svo er alveg nákvæmlega sama hvaða til- slakanir Saddam Hussein gerir, Bush heldur áfram þessu staðlaða og öfgafulla klisjutali og hótar öllu illu en hikar svo og veit ekki hvort hann getur þrátt fyrir allt fengið sig til að ganga í berhögg við vilja alls þorra manna hvar í heiminum sem er,“ segja menn hér. Menn eru ekki beinlínis ótta- slegnir vegna stríðsins sem slíks því Egyptaland er býsna fjarri því svæði sem væntanlega verður aðal- átakasvæðið, en menn óttast rót og sviptingar og finna vitanlega fyrst og fremst til með saklausum írösk- um borgunum. Gagnslaus fundur í Sjarm el Sjeikh Það kom fáum á óvart að fundur þjóðhöfðingja Arababandalagsins, sem var haldinn um síðustu helgi í sólarbænum Sjarm el Sjekh á Sínaí, var árangurslaus með öllu og þótt gefin væri út sameiginleg yfirlýsing við fundarlok um að allir væru á móti stríði og þeir vildu gefa vopna- leitarmönnum meiri tíma var hálf- gerður þreytubragur yfir textanum. Það var Mubarak Egyptalands- forseti sem krafðist þess að fund- urinn yrði haldinn hér og honum flýtt en hann átti að vera í Barein um miðjan mánuðinn. Mubarak hef- ur verið að keppast við að vekja at- hygli á sér sem friðarbera í þessu máli en ekki verið alveg nógu sann- færandi að margra mati. Menn voru ekki á einu máli um gagnsemi fundarins og þar sem ágreiningurinn milli leiðtoganna virtist fara vaxandi var ákveðið að utanríkisráðherrarnir kæmu degi fyrr og reyndu að undirbúa fundinn svo hann skilaði einhverjum smáár- angri. Svo komu aðalhöfðingjarnir fljúg- andi í sínum einkaþotum og settust á rökstólana í lúxushótelinu Moev- enpick og þar var þröng á þingi og fyrir fundinn gáfu allir sem ég náði í bjartsýnisyfirlýsingar. „Samningur við djöfulinn“ Þegar fundurinn hófst tóku menn svo til við að flytja ræður og eins og araba er háttur eru þeir jafnan lengi að koma sér að efninu og eru með alls kyns málskrúð svo það liggur við að maður sé sofnaður þegar þeir snúa sér loksins að því sem er efni fundarins. Og þegar Gaddafi Lýbíuleiðtogi tók til máls var að minnsta kosti engin hætta á að ég sofnaði. Honum lá hátt rómur og fór fljótlega að baða út öllum öngum og var ekki lengi að koma því frá sér sem hon- um lá á hjarta – að Sádi-Arabar hefðu verið fljótir og fúsir að gera samning við djöfulinn sjálfan til að verja konungsríkið eftir að Írakar réðust inn í Kúveit. Og Abdulla, krónprins Sádi-Arab- íu, stökk á fætur og hrópaði að Gaddafi væri lygalaupur og hverjir hefðu komið honum til valda … og þín bíður ekkert annað en gröfin, hvæsti hann og krafðist þess að Gaddafi bæði sig og alla Sáda afsök- unar og Gaddafi baðaði enn meira út höndunum og harðneitaði því og þá rigsaði krónprinsinn út og nú var öllum fréttamönnum vísað út í hendingskasti og slökkt á öllum sjónvarpsvélum. Það tók menn um hálftíma að lægja geðshræringu Gaddafis og Abdulla krónprins og virðist þó ekki hafa tekist nema að nokkru leyti. Gaddafi er ekki runnin reiðin og tveimur dögum eftir að hann kom heim kallaði hann sendiherra Líbýu í Sádi-Arabíu heim „til skrafs og ráðagerða“ eins og það heitir á diplómatamálinu. En það átti ekki af mönnum af ganga á þessum fundi því næst kom Zayed, yfirfursti í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, með þá til- lögu að hvetja Saddam Hussein til að fara frá og fara úr landi ef það mætti koma í veg fyrir stríð. Þetta olli miklu fjaðrafoki. Ekki svo að skilja að menn hafi ekki talað um það sín í milli því fáir munu gráta þótt Saddam fari frá, en flestum fannst óviðurkvæmilegt að bera þetta fram sem opinbera tillögu. „Hvað skyldu Bandaríkjamenn hafa borgað þeim mikið fyrir þessa tillögu?“ tautaði jórdanskur frétta- maður sem sat í grennd við mig. Tillagan hvarf svo og var ekki á slíkt minnst í mjög máttlausri loka- yfirlýsingu. Allir voru svekktir, það hafði ekkert gerst og ekki tekist að sýna fram á að arabaþjóðir hefðu nokkuð um það að segja hvort yrði stríð eða ekki stríð. Hermenn í sjö löndum í grenndinni Almennt stendur það arabaheim- inum fyrir þrifum hversu skiptur og klofinn hann er í afstöðu sinni til að- gerða Bandaríkjamanna og Breta. Flest arabaríkin vilja hafa gott sam- band við þetta eina stórveldi í heim- inum og mörg þeirra eiga verulega mikilla hagsmuna að gæta. Og síðast en ekki síst; hvað sem yfirlýsingum líður eru bandarískir og breskir með ýmiss konar aðstöðu í mörgum þessara landa og því verður tvískinnungurinn alger þeg- ar þeir lýsa svo í einu orðinu yfir andstöðu og í hinu orðinu opna þeir lönd sín fyrir hermönnum þessara tveggja landa. Middle East Times, sem er egypskt vikurit, birti fyrir nokkru tölur um hver staðan væri. Þær fara hér á eftir en hafa þó sjálfsagt hækkað, því miklir flutningar hafa verið síðustu dagana. Kúveit – 140–200 þúsund bandarískir og breskir hermenn hafa verið við þjálfun og heræfingar við landa- mæri Kúveits og Íraks eins og al- kunna er. Sádi-Arabía – Um 4.500 bandarískir orrustuflugmenn hafa aðsetur á Sultan-herflugvellinum í eyði- mörkinni fyrir sunnan Ríad. Þarna eru einnig Awacs-vélar og alls konar njósnaflugvélar. Katar – Um 5.500 hermenn eru á Al Udeid-herstöðinni skammt fyrir utan höfuðborgina Doha. Tommy Franks hershöfðingi, sem er yf- irmaður alls heraflans, notar Kat- ar sem sína aðalbækistöð. Barein – Ríflega 5 þúsund sjóliðar bandarískir og þarna er stjórn- stöð allra bandarísku her- og flugvélamóðurskipanna sem eru ásvæðinu, allt frá Rauðahafinu og til Flóans. Sameinuðu arabísku furstadæmin – Um 2.000 bandarískir og breskir flug- menn, meðal annars þeir sem fljúga eftirlitsflug yfir Írak dag hvern. Jórdanía – Jórdanar segja að þaðan verði ekki leyft að ráðast inn í Írak en engu að síður er þar bandarískur mannafli sem mun stjórna Patriot-eldflaugum sem eiga að verja Jórdaníu fyrir árás frá Írak. Óstaðfestar fréttir segja að mönnum í bandarískum og breskum einkennisbúningum hafi fjölgað umtalsvert í Jórdaníu síð- ustu tvær vikur. Óman – Um 2.700 bandarískir her- menn eru þar. Ómanskir flugvell- ir og hafnir hafa einkum verið notuð vegna flutninga til og frá Afganistan. Neyðarlögin framlengd um þrjú ár Það hefur vakið mikla gremju meðal almennings ekki síður en framkoma Bandaríkjamanna og Breta að neyðarlögin svokölluðu hafa verið framlengd í þrjú ár en til stóð að þau yrðu numin úr gildi í maímánuði næstkomandi. Þessi lög voru sett eftir morðið á Anwar Sad- at 1980 og hafa síðan verið fram- lengd reglulega. Alltaf eru færð sömu rök fyrir framlengingu neyðarlaganna; til að hafa hemil á eiturlyfjasölum og glæpamönnum … Neyðarlögin veita egypsku leyni- lögreglunni mjög víðtækt vald til að takmarka frelsi almennings, veita heimild til að menn séu handteknir og fangelsaðir án þess að skýringu þurfi að gefa og margt fleira. Meðal annars er kveðið á um takmörkun á mótmælum. Þess vegna hafa sára- lítil mótmæli verið í Egyptalandi gegn hugsanlegu stríði við Írak því menn hafa hikað við að taka þátt í fundum og vita að þeirra getur beð- ið frelsissvipting. Helgina í febrúar sem mótmæli voru um allan heim höfðu verið boð- uð þrenn mótmæli í Kaíró en þau runnu upp undir það út í sandinn vegna þess að lögreglan og her- menn stöðvuðu þá sem voru á leið til samkomanna og báðu þá um skýringu og voru síðan sumir handteknir en mörg- um leist ekki á blikuna og sneru frá. Hins vegar var allt í einu leyfður mótmælafund- ur á íþróttavelli í Kaíró helgina sem Mubarak var að halda fundinn sinn í Sjarm el Sjek. Notuðu þús- undir tækifærið og sóttu fundinn sem varð nokkuð hávaða- samur og einhverjir voru handteknir. Íraskur maður hér búsettur sagði mér á dögunum að fyrst eftir að hann kom til Egyptalands hefði hann verið mjög hrifinn af því hvað allt virtist opið og frjálst miðað við það sem hann væri vanur. „En svo fór ég að sjá í gegnum þetta,“ sagði hann. „Stjórnvöld leyfa fólki nokk- urt svigrúm en svo fer maður að skynja að það er takmarkað og maður er í stórhættu ef maður held- ur sig ekki innan markanna.“ Ritskoðun og pund á floti Ritskoðun er afgerandi en mér finnst þó furðu hvassar greinar birt- ast hér í blöðum sem hefðu áreið- anlega verið skornar niður við trog fyrir nokkrum árum. Þó er þegjandi samkomulag að skrifa ekki um ákveðin efni og þá að minnsta kosti afar varlega. Meðal þess eru: – fréttir um mannréttindabrot – gagnrýni á forsetann og fjöl- skyldu hans – gagnrýni á herinn – ekki má skrifa um að illa sé far- ið með Egypta í vinalöndum Egypta, einkum Sádi-Arabíu – ekki má rökræða nútímalega og nýstárlega túlkun á íslam – ekki má segja frá því ef koptar (kristnir Egyptar) verða fyrir mis- munun af hálfu stjórnvalda Egyptum finnst ritskoðunin hvimleið en það sem þeir hafa mest- ar áhyggjur af þessa dagana er þó að gjaldmiðillinn, egypska pundið, var settur á flot fyrir fáeinum mán- uðum og Gamal Mubarak, forseta- sonur og aðalfrumkvöðull þess, sagði að þetta mundi breyta stöð- unni og styrkja pundið og efla fjár- festingar og allt þetta efnahagslega sem lofað er þegar slíkar ráðstaf- anir eru gerðar. En fjárhagsstaða alls þorra manna hér í landi er bara einfaldlega ekki þannig að þeir hafi efni á að bíða í marga mánuði eftir breytingum til bóta. Og pundið hefur tekið dýfu niður um 20 prósent og ekkert sem bend- ir til að það hressist í bráð. „Það er ljótt að segja það en ég hef nú meiri áhyggjur af því hvort ég á fyrir mat handa börnunum mínum í næstu viku en hvort það verður stríð í Írak,“ sagði ung kona með þrjú börn sem ég hitti á markaðnum um daginn. Væntanlega taka fleiri und- ir orð hennar. Hvað varð um draugaskipin? Fyrir tíu dögum eða svo bárust þær kynlegu fréttir að þrjú skip sem væru skráð í Egyptalandi sigldu um úthöfin og innanborðs hefðu þau írösk gereyðingarvopn. Þetta var borið undir fulltrúa ut- anríkisráðuneytisins hér og hann sló úr og í og sagði loks að líklega væri eitthvað til í þessu. Á hinn bóginn væri ekki ástæða til að hafa hátt um þetta til að gera ekki egypskan almenning skelkaðan. Einhverjir fóru þó að athuga mál- ið og þá kom í ljós að þetta var sam- kvæmt bandarískum og breskum leyniþjónustuheimildum og virtist byggjast á grunsemdum einum en engar staðfestingar fengust á mál- inu. Egypskir embættismenn, sem voru fáorðir um þetta, sögðu að þessar fréttir væru til þess fallnar og kannski beinlínis ætlaðar til að draga úr tilraunum Mubaraks for- seta og stjórnar hans til að koma í veg fyrir stríð í Írak því það kæmi ekki til nokkurra mála að Egyptar hjálpuðu Írökum að fela sín gereyð- ingarvopn með því að setja þau í egypsk skip og láta þau sigla þar um höfin blá og breið. Síðan hefur ekkert heyrst um þetta mál og umræddar leyniþjón- ustuheimildir ýjuðu að því að þarna hefði verið einhver misskilningur á ferðinni og ekki væri kunnugt um þessi draugaskip. Er andúð á útlendingum? Það er afskaplega misjafnt hverju menn svara því núna. Egyptar eru þekktir fyrir vinsamlegt viðmót og hér hefur ekki komið til neinna verulegra leiðinda vegna þjóðernis. Þó mun bandarískri stúlku hafa verið vísað út úr leigubíl þegar bíl- stjórinn heyrði að hún var amerísk. „Ég sagði við skyldum ræða þetta,“ var haft eftir stúlkunni, „ég spurði bílstjórann hvort hann væri alltaf sáttur við gerðir ríkisstjórnar sinn- ar … Og það skildi hann og við ræddum saman í mesta bróðerni.“ Nokkrir erlendir diplómatar hafa sagt að þeir hafi ekki fyrr fundið eins mikla andúð á Bandaríkja- mönnum sér í lagi og Bretum að nokkru leyti og nú. Nokkrir erlend- ir kaupsýslumenn hafa tekið undir það og einhverjir erlendir fjöl- skyldumenn hafa farið úr landinu. En í öllum meginatriðum held ég að mér sé óhætt að segja að hér er öll- um óhætt að vera. Kannski betra að eitt- hvað gerðist Reuters Hópur egypskra kvenna í Kaíró tekur þátt í mótmælum gegn stríðsáformum Bandaríkjamanna í Írak í vikunni. En talið er að neyðarlög, sem í gildi eru í landinu og veita egypsku leynilögreglunni mjög víðtækt vald, hafi gert marga hikandi við að taka þátt í slíkum mótmælum af ótta við frelsissviptingu án frekari skýringa. Muammar Gaddafi, leiðtogi Lýbíu. Abdulla, krónprins Sádi-Arabíu. Eitthvað í þessa átt hugsa margir hér í Egyptalandi og eru farnir að segja það upphátt og illu væri kannski bara best aflokið skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir frá Egyptalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.