Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 31 Borgartúni 35 - Pósthólf 1450 - 121 Reykjavík - Sími 591 0100 - Fax 591 0101 - mottaka@si.is - www.si.is Minnum félagsmenn á Árshóf Samtaka iðnaðarins sem verður í Versölum að kvöldi Iðnþings. Miðapantanir hjá Þóru Ólafsdóttur í síma 591 0100, netfang thora@si.is. Stjórn Samtaka iðnaðarins boðar til Iðnþings 2003 föstudaginn 14. mars n.k. Þingið verður haldið í Versölum, samkomusal í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1. DAGSKRÁ Afhending fundargagna 10:10 10:00 Hefðbundin aðalfundarstörf 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Ársreikningar Samtaka iðnaðarins 3. Tillaga stjórnar að fjárhagsáætlun næsta árs 4. Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda 5. Kjör í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins 6. Kosning löggilts endurskoðanda 7. Kosning kjörstjóra og aðstoðarmanna hans 8. Önnur mál: - Almennar umræður um innri mál SI, störf og stefnu Ályktun Iðnþings Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins Ræða formanns, Vilmundar Jósefssonar Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur 12:00 Opin dagskrá Iðnþingi slitið Staldrað við árin 1993, 2003 og 2013 Útrásin, útflutningur og fjárfestingar erlendis Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco hf./Delta hf. Samsetning atvinnulífsins og líklegar breytingar næsta áratug Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands Staða Íslands í samfélagi þjóðanna. Hvar verðum við árið 2013? Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands Starfsskilyrðin. Hvernig fáum við erlend fyrirtæki til landsins og hvað er á því að græða? Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík 16:15 14:15 Umbreyting íslensks atvinnulífs leg er grein Sigrúnar Pálsdóttur „Bresk stjórnmál í ljósi íslenskrar menningar“, þar sem hún sýnir fram á, að einn helsti ráðgjafi W. E. Gladstone, forsætisráðherra Bretlands, benti húsbónda sínum á tengsl Íslands og Danmerkur eftir 1874 sem hugsanlega fyrirmynd fyrir Breta í samskiptum við Íra. „Á hverju liggja ekki vorar göf- ugu kellíngar. Halldór Laxness og Torfhildur Hólm“ nefnist grein eft- ir Helgu Kress. Þar ræðir hún tengsl verka þessara merku höf- unda, rekur rithöfundarferil Torf- hildar nokkuð og sýnir fram á, að við samningu Íslandsklukkunnar ÞETTA bindi Sögu, tímarits Sögufélagsins, er síðara hefti ársins en sú nýbreytni hefur nú verið upp tekin að gefa út tvö hefti á ári hverju, vor og haust. Jafnframt hefur útgáfu Nýrrar Sögu verið hætt. Með þessu fyrirkomulagi mun ætlunin vera sú, að auka fjölbreytni efnis í tímaritinu og verður ekki annað sagt en að þetta hefti lofi góðu hvað það snertir. Það flytur alls fimm greinar í „hefðbundnum“ stíl, þrjár styttri undir kaflafyr- irsögninni „viðhorf“, eina eftir- mælagrein, viðtal og fjölda rit- dóma, auk annars. Á árinu 2002 voru eitt hundrað ár liðin frá stofnun Sögufélagsins og var haldið upp á þau tímamót með verðugum hætti. Í afmælis- fagnaðinum flutti Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp og er það birt í upphafi þessa heftis. Annað íslenska söguþingið var haldið með pompi og pragt vorið 2002 og þótt rit þess hafi þegar verið gefið út, var þess að vænta að þingsins yrði að það nokkru getið í Sögu. Það er gert með einkar fróð- legu viðtali, sem Páll Björnsson, formaður Sagnfræðingafélags Ís- lands, átti við prófessor Jürgen Kocka, forseta Alþjóðasambands sagnfræðinga, sem var einn er- lendra gesta þingsins, og svo með skemmtilegri umfjöllun, eða upp- rifjun, Erlings Hanssonar og Mar- grétar Guðmundsdóttur um þingið. Hún er öll á léttari nótunum en skemmtilega fram sett og geymir margan fróðleiksmolann. Þessu næst taka greinarnar við og eru hver annarri fróðlegri. Hin fyrsta er samin af Þorsteini Helga- syni og nefnist „Sagan á skjánum. Sögulegar heimildamyndir fyrir sjónvarp“. Gerð ýmiss konar heim- ildamynd og -þátta um söguleg efni hefur aukist mjög á síðari árum og njóta þær vaxandi vinsælda sem sjónvarpsefni víða um lönd. Hér á landi hafa margar slíkar myndir verið sýndar, og hafa sumar vakið umtalsverða athygli. Þorsteinn fjallar um gerð slíkra mynda og þátta og þau vandamál sem henni fylgja og ræðir síðan stuttlega um helstu íslensku heimildamyndirnar og -þættina og segir frá eigin reynslu af slíkri iðju. Er grein hans öll hin fróðlegasta. Miklu styttri en engu síður fróð- hafi Halldór þegið sitthvað úr verki Torfhildar, Jón biskup Vídalín. Að öðrum greinum í þessu hefti Sögu ólöstuðum þótti mér þessi skemmtilegust aflestrar og hefði gjarnan viljað fræðast meira um Torfhildi. Hún var merkur rithöf- undur, og ekki einungis vegna þess að hún var kona. Samtímamenn hennar í hópi ritdómara komu fæstir auga á kosti hennar en kannski má hafa það að einhverju leyti til marks um ágæti bóka hennar, að sá ritdómarinn sem sanngjarnastur var í hennar garð var dr. Valtýr Guðmundsson, lærð- asti bókmenntafræðingur Íslend- inga á sinni tíð. Ég er hins vegar ekki að öllu leyti sammála Helgu um að nafn Torfhildar hafi gleymst (bls. 124). Hugsanlega hefur svo verið í Reykjavík og meðal bók- menntafólks, en í sveitum voru bækur hennar lesnar á meðan þær héngu saman. Eftir grein Helgu kemur fróðleg grein um Staði og staðamál eftir Magnús Stefánsson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði við Björg- vinjarháskóla, og síðan grein eftir Árna Heimi Ingólfsson um Þjóð- hvöt Jóns Leifs og alþingishátíðina 1930. Að þeirri grein er góður feng- ur, en fátt hefur verið ritað í Sögu um tónlistarsögu fram til þessa. Þrjár stuttar greinar eru í kafl- anum „Viðhorf“ og Jónas Krist- jánsson ritar eftirmæli eftir Her- mann Pálsson prófessor í Edínborg, sem lést sviplega á síð- asta ári. Loks eru ritdómar, en þar fjalla alls tíu höfundar um þrettán bækur. Eins og sjá má af þessum orðum, er þetta hefti Sögu fjölbreytt að efni. Ritgerðirnar eru allar ágæt- lega skrifaðar og skemmtilegar af- lestrar, en uppfylla þó þær fræði- legu kröfur, sem gera verður til rits af þessu tagi. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á ritstjórn- arstefnu tímaritsins, virðast þannig hafa tekist vel og lofa góðu um framhaldið. Fjölbreytt og fróðleg Saga Jón Þ. Þór BÆKUR Sagnfræði Sögufélag, Reykjavík 2 2002. 305 bls., myndir. Ritstjórar: Guðmundur J. Guðmundsson og Hrefna Róberts- dóttir. SAGA. TÍMARIT SÖGUFÉLAGS XL LÁGMYND af Bjarna Snæ- björnssyni lækni og konu hans, Helgu Jónasdóttur, var afhjúp- uð á Heilsugæslustöðinni Sól- vangi á dögunum. Bjarni var gerður að heiðursborgara Hafnarfjarðar 8. mars fyrir 35 árum. Hann gegndi læknis- störfum í Hafnarfirði samfleytt í hálfa öld við vinsældir og virð- ingu bæjarbúa. Hann átti sæti í bæjarstjórn 1923–26, 1931–38 og 1942–47 og var þingmaður Hafnarfjarðar 1931–34 og 1937–42. Listaverkið gerði Ríkarður Jónsson árið 1942 og var það gjöf Hafnfirðinga til þeirra hjóna á 25 ára starfsafmæli Bjarna. Nú hafa börn og tengdabörn Bjarna látið gera afsteypu af listaverkinu í brons og hafa fært Hafnarfjarðarbæ til eignar. Menningarmála- nefnd fékk það verkefni að finna verkinu stað og þótti það hvergi betur eiga heima en á Sólvangi. Lágmynd afhjúpuð af Bjarna Snæ- björnssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.