Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ EIR einstaklingar sem hafa bæði íslenskan og sænskan ríkisborg- ararétt munu fá sér- staka undanþágu frá sænskum nafnalögum samkvæmt nýrri reglugerð sem Berit Andnor, samstarfsráðherra Sví- þjóðar, og Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Íslands, ræddu í gær. Mikill hljómgrunnur er meðal ráðamanna á Norðurlönd- um um að ryðja úr vegi þeim landamærahindrunum sem enn ríkja milli Norðurlandaþjóðanna þrátt fyrir þá fjölmörgu sam- starfssamninga sem í gildi eru. Sænsk nafnalög stríða til að mynda gegn íslenskri nafnahefð. Hefur þetta meðal annars leitt til þess að erfiðleikar hafa komið upp við að fá rétta skráningu íslenskra nafna í Svíþjóð fyrir þau börn sem hafa bæði sænskan og íslenskan ríkisborgararétt. Svíar telja að með reglugerð um undanþágu Ís- lendinga frá sænskum nafnalög- um sé þar með fundin frambúð- arlausn á vandanum. „Við komumst að samkomulagi í dag og erum mjög ánægðar. Þetta er skref í áttina til þess að ryðja úr vegi þeim landamæra- hindrunum sem standa milli Norðurlandaþjóðanna. Við erum að undirbúa tillögu fyrir vorið sem gerir þeim sem hafa tvöfalt ríkisfang kleift að halda íslensk- um nöfnum sínum. Það stendur þeim til boða án nokkurs kostn- aðar og verður afgreitt fljótt og örugglega. Við höfum vitað af þessu vandamáli í nokkur ár en enginn hefur beitt sér fyrir lag- færingum. Því ákváðum við Siv að taka þetta mál föstum tökum nú og höfum komist að samkomu- lagi,“ sagði Berit. Hún sagði þetta aðeins fyrsta skrefið í að ryðja landamærahindrunum úr vegi. „Við höfum einnig hug á að til dæmis hjálpa námsmönnum til að fá námið sitt viðurkennt innan Norðurlanda.“ Margt auðleysanlegt en annað flóknara Siv tók í sama streng og sagði Íslendinga og Svía samhuga um að ryðja hindrunum úr vegi þegar fólk flyst á milli Norðurlanda- þjóða. „Í Svíþjóð gilda lög um að börn skuli fá eftirnafn móður eða föður í stað skírnarnafns föður eða móður. Þetta hafa íslenskir for- eldrar ekki viljað sætta sig við. Nýja reglugerðin þýðir að fólk í þessari stöðu getur sótt um und- anþágu og þá fá börnin að halda sínu nafni. Þetta er mjög góð lausn að mínu mati. Ef það hefði átt að breyta lögum í Svíþjóð hefði það tekið gífurlegan tíma og því er ég mjög ánægð með að breyta þessu með reglugerð. Mér skilst að þetta verði komið í lag í vor,“ sagði Siv. Svíar fara nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en Ísland tekur við formennsku um áramótin og hefur Siv fullan hug á að halda því starfi sem Svíar hafa byggt upp áfram. „Samstarfsráð- herrann er mjög áhugasöm um þetta samstarf og vill leysa þau mál sem koma upp á milli landa. Margt er hægt að leysa með sæmilega auðveldum hætti en annað er miklu flóknara,“ sagði Siv og benti þar á skattam Svíar leggja nú mikla á að sýnilegur árangur nái áttunni gegn landamæra um og hafa ráðið Poul fyrrverandi forsætis Dana, til þess að fylgja Meðal málefna sem Po fyrir er að auðvelda b færslur milli landa, ger um eftirlaun og námslán ari, létta á kröfum um ásamt því að samræma k milli Norðurlandaþjóðann hvern hátt. Samstarfsráðherrar komast að samkomulag Ryðja landam hindrunum ú Samstarfsráðherrarnir Siv Friðleifsdóttir og Berit Andnor glugg Nafnalög í Svíþjóð gera ráð fyrir að börn fái annaðhvort föðurnafn móður eða föður. Börn sem hafa bæði íslensk- an og sænskan ríkis- borgararétt geta nú haldið nöfnum sínum með nýrri reglugerð. Hefur því fengist lausn á nafnavanda margra Íslendinga í Svíþjóð. BERIT, sem einnig er félagsmálaráðherra, hefur mikinn áhuga á Barnahúsi og falaðist eftir að fá að skoða það hér á landi. „Mér finnst þetta mjög áhugavert. Íslendingar hafa fundið upp aðferð til að rannsaka ofbeldi á börnum sem er mjög sér- stakt og einsdæmi í Evrópu.“ Hún hitti Braga Guðbrandsson, forstjóra Barna- verndarstofu, á ráðstefnu í Gautaborg fyrir um tveimur og skoð grunn o saka of barnsin megni a mjög hr í Svíþjó Sænski ráðherrann hrei Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sýnir Berit BOÐAÐ TIL KVIKMYNDAMESSU Stundvísi er lykillinn að musteri ag-ans,“ segir Kiddi beikon spekings-lega við son sinn Nóa þegar hann er orðinn of seinn í skólann. „Musteri agans,“ svarar Nói. „Það hljómar ekki beint kósí.“ „Æ, þú veist alveg hvað ég er að meina,“ svarar Kiddi. Þannig ganga samskipti feðganna fyrir sig í Nóa albínóa, sem nýverið var valin besta norræna kvikmyndin á hátíðinni í Gautaborg og vann einnig til verðlauna í Frakklandi og Rotterdam. Auðvitað er það ánægjulegt þegar ís- lenskar kvikmyndir fá alþjóðlega viður- kenningu. En það er sérstakt fagnaðar- efni að ný kynslóð íslenskra kvikmynda- leikstjóra virðist hafa stigið fram á sjónarsviðið sem gefur góð fyrirheit með fyrstu myndum sínum. Dagur Kári, sem lærði í Danska kvik- myndaskólanum, sýnir í mynd sinni Nóa albinóa að hann hefur nú þegar mótaðan leikstjórnarstíl og skapar í senn ljóðræna, átakanlega og kímna frásögn af tilvistar- kreppu ungs manns í þorpi úti á landi. Í lofsamlegri umsögn gagnrýnanda Morg- unblaðsins segir m.a.: „Fagmennska Dags Kára og félaga, ekki síst leikhópsins í heild, er það sem skiptir sköpum. Allt alvörufólk sem vinn- ur hvert atriði, stórt og smátt, af fáséðri vandvirkni. Handritið og leikstjórnin óað- finnanleg, Degi Kára tekst ætlunarverkið fullkomlega, að skapa lágstemmda, ein- angraða veröld með ljóslifandi mannlífs- flóru í óljósri fortíð. Tónlistin hans hljóm- ar undir magnaðri og áhrifaríkri kvik- myndatöku og Dagur Kári á heiðurinn að saumlausri klippingu ásamt Valdísi Ósk- arsdóttur.“ Róbert Douglas er annar ungur leik- stjóri sem vakið hefur eftirtekt, en myndir hans Íslenski draumurinn og Maður eins og ég hafa fengið góðar viðtökur hér heima jafnt hjá áhorfendum sem gagnrýn- endum. Kvikmyndir Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík og Hafið, hafa fallið í góðan jarðveg og Sólveig Anspach vann til verð- launa í Cannes og fernra Sesar-verðlauna fyrir fyrstu mynd sína, Hertu upp hugann eða „Haut les coeurs!“. Þá er fjöldinn allur af ungum og frambærilegum leikstjórum með verkefni í bígerð, ýmist stuttmyndir eða myndir í fullri lengd. Gróskan í íslenskri kvikmyndagerð er ekki sjálfsprottin. Það er aðeins ein leið til að hasla sér völl sem kvikmyndagerðar- maður og hún er að búa til kvikmyndir. Því varðar miklu það aukna fjármagn sem lagt hefur verið í kvikmyndagerð hérlendis, en framlag ríkisins hefur margfaldast á und- anförnum árum. Það hefur einnig borið góðan ávöxt að setja fjármagn í hand- ritaþróun, ekki aðeins vegna þess að upp úr þeim jarðvegi spretti kvikmyndir heldur er það dýrmæt reynsla fyrir þá handritshöf- unda sem taka þátt í þróunarvinnunni. Kvikmyndamiðstöð Íslands tók við af Kvikmyndasjóði Íslands í ársbyrjun og í kjölfarið stendur til að endurskilgreina aðkomu og framlag ríkisins til íslenskrar kvikmyndagerðar. Mikilvægt er að eyða óvissu um nýtt úthlutunarkerfi hið fyrsta og að áfram verði horft til framtíðar, þar sem ný kynslóð er að hasla sér völl á flest- um sviðum. Þegar Dagur Kári tók á móti kvik- myndaverðlaunum sænsku kirkjunnar m.a. fyrir að þora að takast á við erfiða og alvarlega hluti, þá kvað hann það undar- lega tilfinningu að fá verðlaun frá kirkj- unni og sagði: „Ég lofa að sækja messu ... kannski bara á morgun.“ Boðað hefur verið til kvikmyndamessu og vonandi verður aðsóknin og umgjörðin þann- ig að hún verði gott veganesti fyrir ungt og metnaðarfullt fólk í kvikmyndagerð. KYNFERÐISOFBELDI OG STARF STÍGAMÓTA Stígamót kynnti ársskýrslu sína fyrirsíðustu helgi og vakti hún athygli og ugg í brjóstum margra. Í skýrslunni kemur fram að komum til samtakanna fjölgaði fjórða árið í röð, alls leituðu 440 manns til samtakanna vegna nauðgana og kynferðisofbeldis í fyrra. Langflestir skjólstæðinga Stígamóta eru konur og langflestir gerendur kynferðisofbeldis eru karlar. Í skýrslu Stígamóta kemur fram að gerendur eru fleiri en þolendur. Þetta or- sakast af því að sumir þolenda verða fyrir fleiri en einni nauðgun, og einnig af því að í sjö tilfellum áttu hópnauðganir sér stað. Hópnauðganir er ný tegund ofbeldis sem lítið hefur orðið vart við hérlendis til þessa. Þær konur sem oftast verða fyrir slíkum nauðgunum eru á unglingsaldri, eða undir tvítugu. Þetta er afar hryggi- leg staðreynd. Reyndar bendir Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, á að börn og unglingar hafi ólíka mynd af kynlífi í dag en var fyrir tuttugu árum og þess vegna verði for- varnir til að mynda að beinast að litlum strákum og ungum mönnum. Barátta Stígamóta og sú aðstoð sem samtökin hafa veitt fórnarlömbum kyn- ferðisofbeldis undanfarin ár er afar mik- ilvæg. Fyrir aðeins örfáum árum þorðu þeir sem urðu fyrir slíkum glæpum ekki að leita sér hjálpar. Starf Stígamóta hef- ur meðal annars orðið til þess að opna umræðu um þessi mál og í ljós kemur að konum sem leita sér hjálpar vegna brota af þessu tagi fjölgar ár frá ári. Í ljósi þessa hafa samtökin ákveðið að breyta áherslum í forvarnar- og kynning- armálum. Eftir að hafa einbeitt sér að því að vara mögulega þolendur við ofbeldi er stefnt að því að beina kastljósinu að þeim sem fremja ofbeldið. Líklega er það rök- rétt skref í ljósi þess að gerendum fjölgar og að brotin verða stöðugt grófari. Það er mikilvægt að umræða um þessi alvarlegu mál nái eyrum réttra einstak- linga. Þeir sem eru líklegir til þess að fremja slíka glæpi verða að skilja að hér er um grafalvarlegt refsivert athæfi að ræða sem ekki er liðið í þessu samfélagi. Ummæli Rúnu Jónsdóttur um að ungt fólk hafi aðra mynd af kynlífi í dag en fyr- ir tuttugu árum sýna að nauðsynlegt er jafnhliða að efla umræðu um samskipti kynjanna og kynlíf meðal ungs fólks. Börn og unglingar þurfa að fá skilaboð um rétt og rangt í þessum efnum, eðlilegt og óeðlilegt. Þau þurfa að læra að um- gangast hvert annað af virðingu. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að samfélagið sýni glæpum af þessu tagi ekkert umburðarlyndi. Það er vissulega áhyggjuefni að 90% af þeim nauðgunum sem tilkynntar voru til Stígamóta hafi ekki verið kærðar til lögreglu. Til að upp- ræta glæpi af þessu tagi þarf í fyrsta lagi heilbrigðan grunn að byggja á og í öðru lagi að taka á málum sem upp koma af festu. Það má spyrja sig hvort brota- mönnum á þessu sviði hafi verið sýnt of mikið umburðarlyndi? Það þarf að taka fast á þessum málum til þess að koma í veg fyrir að fleiri bætist í hóp gerenda kynferðisofbeldis í okkar litla samfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.