Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Átta af þekktustu leikkonum Frakka koma saman í myndinni Átta konur, sem hefur notið ómældra vinsælda og sópað til sín viðurkenningum. Veröld bloggsins Í bloggheimum ríkir hið talaða orð. Er bloggið uppspretta nýrra hugmynda eða vettvangur bulls og vitleysu? Okkara kokkur Guðmundur Guðmundsson er sjónvarpskokkur Færeyinga og bók hans um matseld hefur náð metsölu í Færeyjum. Átta konur á sunnudaginn INNRÁS Í ÍRAK Harðar árásir voru gerðar á Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær- kvöldi. Beindust þær að sögn hern- aðarfræðinga að lykilbyggingum í stjórnkerfi Saddams Hussein og stigu eldtungur í loft upp. Reyna bandamenn að sögn hermála- sérfræðinga að skapa ólgu og jafnvel knýja fram uppgjöf Íraka. Kaupþing kaupir í VÍS Kaupþing banki keypti í gær tæp- an 20% eignarhlut Kers hf. í Vá- tryggingafélagi Íslands. Kaupverðið var 2,8 milljarðar króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, segir þessi kaup ekki lið í væntanlegri sameiningu Kaupþings, VÍS og Búnaðarbankans eins og leitt var getum að í morgunkorni Íslands- banka í gær. Mótmælt um allan heim Hundruð þúsunda manna tóku í gær þátt í mótmælafundum út um allan heim gegn stríðsrekstri í Írak. Víða voru pústrar við lögreglu er mótmælendur söfnuðust saman. Eftir fyrstu flugskeytin í Bagdad hófst mótmælabylgja í Ástralíu og Asíu, sem síðan gekk yfir heiminn eftir tímabeltum. Láka bjargað af strandstað Lukku-Láka SH 501, sem er átján tonna stálbátur, var bjargað af strandstað við Keflavík á síðustu stundu um sjöleytið í gærkvöldi. Báturinn varð vélarvana við innsigl- inguna í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík. Sunna Líf KE 7 var skammt frá, kom fljótt á staðinn og náði Lukku-Láka í tog. Fór því mun betur en á horfðist í fyrstu. EFTA-ríkin ræða við ESB EFTA-ríkin þrjú, sem aðild eiga að EES, hafa boðist til að auka fram- lag sitt í jöfnunarsjóði Evrópusam- bandsins í kjölfar stækkunar ESB. Rætt er um verulega aukningu á greiðslu ríkjanna en ekki hafa verið nefndar ákveðnar tölur. Þetta er tal- ið skref í rétta átt af hálfu samninga- manna ESB en ekki nóg. Ódýrari olía í Færeyjum Landhelgisgæslan sparaði 1,6 milljónir króna þegar varðskipið Ægir tók olíu í Færeyjum. Lítrinn af skipaolíu þar reyndist 12 krónum ódýrari en hér á landi. F Ö S T U D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 0 3 B L A Ð B „ÉG HEITI Auðbjörn, er tvítugur töffari,“ söng Bítlavinafélagið í vin- sælu dægurlagi um miðbik níunda áratugarins og náði þar að kalla fram ljóslifandi mynd af æsku þess tíma. Á sama tíma og Auðbjörn fór í ljós þrisvar í viku og mætti með mynd af bílnum í Hollywood um helgar þá gengu ungar konur í hvítum hælaskóm og jafnvel með hvítar hand- töskur í stíl. Töluvert vatn er runnið til sjávar frá því lagið var samið og langt síð- an skemmtistaðurinn Hollywood lagði upp laupana og of mikil ljósabekkjanotkun fékk á sig slæman stimpil. Hvítar töskur hafa líka verið í eins konar útlegð frá því þetta var, brenndar yfirborðsmennsk- unni sem einkennir margt af tísku níunda áratugarins. Töskurnar virð- ast hins vegar nú ætla að fá uppsreisn æru og verða áberandi hluti sumartískunnar. Þannig spókuðu margir ritstjórar helstu tískutíma- rita heims sig um með hvíta tösku á handleggnum á tískuvikunni í Míl- anó fyrir skemmstu og fljótleg könnun á helstu tískuverslunum höf- uðborgarsvæðisins staðfestir að hvítt verður litur sumarsins. Á níunda áratugnum voru hvítu töskurnar gjarnan gerðar úr ódýr- um plastefnum sem fóru fjarri því að ná að blekkja augað hvað efnaval varðaði. Sumarið 2003 er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Hvíti liturinn nær nú að vera litur munaðar og fágunar ekki síður en uppreisnar og framandleika. Töskuúrvalið sem í boði er er enda einstaklega fjölbreytt og virðast tösk- urnar mega vera jafnt stórar og rúmgóðar hliðartöskur, sem bakpokar og smærri handtöskur. Hvíta taskan nær einnig að teygja sig yfir í flesta tísku- strauma sumarsins og falla hvítar leðurtöskur með silfruðum málmhringj- um til að mynda vel að pönklínunni en töskur með útsaumuðum dre- kamunstri minna á austurlensku áhrifin, skeljar og blómamyndir á aðra framandlega staði og leður og strigi á sjötta áratuginn. Umtalsverð breidd virðist sömuleiðis ríkja í efnavali. Plastefnin eru að vísu enn til staðar, en hafa tekið miklum framförum frá því á níunda áratugnum, en auk þeirra má einnig finna töskur úr snjó- hvítu, sem og fílabeinshvítu leðri, og hvítum striga sem hentar sumri og sól vel. Efnið virðist skipta minnstu máli þetta sumarið svo fram- arlega sem liturinn er hvítur. Slípað pönk og stilltur her Rúmgóðar, ljósar strigatöskur henta vel hversdags. Taskan með brúna leðurhandfanginu er frá Boss, en sú blómum skreytta frá 38 þrep. Stærri leðurtaskan, sem er frá Sautján, sver sig í ætt við pönklínuna en sú minni, frá Debenhams, er meira í anda sjötta áratugarins. Hvítt U N D I R kvennadót Morgunblaðið/Jim Smart  Hvítur bakpoki frá Mango hentar sól og sumri.  Skeljar og útsaum- ur gefa töskunni framandi yfirbragð, frá Sautján. 4  FÁMENNT OG GÓÐMENNT/2  FRÍMERKI TIL FYRIRMYNDAR/2  TÍSKA VOR/SUMAR 2003  HEITAR OG KALDAR DEILUR/6  ÞEGAR ÓSÆTTI STIGMAGNAST/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 43/45 Viðskipti 14/17 Staksteinar 54 Erlent 18/25 Bréf 48/49 Höfuðborgin 26 Brids 51 Akureyri 27/28 Dagbók 50/51 Suðurnes 28 Íþróttir 52/55 Landið 29 Leikhús 56 Listir 30/31 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Bíó 58/62 Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 62 Minningar 36/42 Veður 63 * * * LÉTT var yfir presti og sókn- arbörnum hans sem mættu til æf- inga fyrir komandi fermingu. Sr. Vigfús Þór Árnason sló í lófa barnanna, líkt og venja er þegar íþróttafólk gengur til kappleikja, er hann gekk inn ganginn í Graf- arvogskirkju. Stærsti fermingarhópurinn fyrr og síðar fermist í Grafarvogskirkju á næstu vikum en þá munu um 300 börn staðfesta trú sína. Morgunblaðið/Sverrir Létt yfir presti og fermingarbörnum MEIRIHLUTI Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Vestmannaeyja klofnaði í gær- kvöldi í afstöðu til tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um þriggja manna nefnd til að fara yfir nýlega skýrslu starfshóps hans um samgöngur til Eyja. Víkingur Smárason, formaður framsóknarfélagsins í Vestmanna- eyjum, segir meirihlutasamstarfið halda áfram þangað til annað verði ákveðið. Að öllum líkindum haldi framsóknarmenn fund í dag og ræði stöðuna. Engin yfirlýsing verði gefin út fyrr en eftir þær um- ræður og samráð við sjálfstæðis- menn. Guðjón Hjörleifsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði ágreining kominn upp í meirihlutasamstarf- inu. Ekki hafi verið unnið sam- kvæmt samkomulagi en boltinn sé hjá Framsóknarflokknum. Þangað til séu sjálfstæðismenn í biðstöðu. Andrés Sigmundsson, eini fulltrúi Framsóknarflokksins í bæj- arstjórn og samstarfsmaður sjálf- stæðismanna í meirihlutanum, lagðist upphaflega gegn skýrslunni. Í bæjarráði á mánudag fékk hann fulltrúa minnihlutans í lið með sér og var samþykkt tillaga sem lýsti miklum vonbrigðum með tillögu starfshóps samgönguráðherra um samgöngur milli lands og Eyja. „Tillögur hópsins gera ekki ráð fyr- ir því að ráðist verði í neinar úrbæt- ur í samgöngumálum nú þegar eins og krafa Vestmannaeyinga er um. Tillögur hópsins eru því algerlega óásættanlegar,“ sagði í tillögunni í bæjarráði á mánudaginn. Á bæjarstjórnarfundi í gær var lagt fram bréf frá Sturlu Böðvars- syni og lagt til að skipuð yrði nefnd sem í yrðu bæjarstjóri Vestmanna- eyja, fulltrúi frá samgönguráðu- neytinu og fjármálaráðuneytinu. Átti nefndin að fara betur yfir þess- ar tillögur starfshópsins. Þessu var vísað frá með stuðningi Andrésar og fulltrúa V-listans. Þar með klofnaði meirihlutinn í afstöðunni. Þá var fyrrnefnd tillaga Andrés- ar frá bæjarráði samþykkt af meiri- hluta hans og fulltrúa Vestmanna- eyjalistans í bæjarstjórn. „Þetta er prófraun á samstarfið,“ sagði Vík- ingur Smárason. Sjálfstæðismenn og Framsókn í Vestmannaeyjum Meirihlutinn klofnaði í atkvæðagreiðslu EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Noregur og Liechtenstein, hafa boðist til að auka framlag sitt í þróunarsjóði Evr- ópusambandsins í kjölfar stækkunar ESB. Líkur á að samningar takist fyrir 15. apríl eru taldar meiri en áð- ur en of snemmt er að fullyrða að það muni takast. Norska blaðið Aftenposten full- yrðir að bæði samningamenn Nor- egs og Evrópusambandsins hafi greint frá því að rætt sé um „veru- lega“ aukningu á greiðslu ríkjanna. „Það er kominn gangur í viðræðurn- ar og við lítum jákvætt á hreyfingar af hálfu EFTA-landanna að því er varðar fjárupphæðir. Þetta er skref í rétta átt en þó ekki nóg,“ sagði Percy Westerlund að loknum þriðja samn- ingafundinum í Brüssel. Þá segir Aftenposten að Wester- lund hafi klárlega gefið í skyn að ef EFTA-ríkin séu tilbúin til þess að greiða nægilega mikið í sjóðina sé framkvæmdastjórn ESB reiðubúin til að draga til baka umdeildar kröf- ur um fjárfestingar í sjávarútvegi Noregs og Íslands. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins hafa sjávarút- vegsmálin alls ekki verið rædd á þessum forsendum. Íslendingar og Norðmenn vita þó af hugsanlegum kröfum ESB í þessum efnum en hafa alls ekki ljáð máls á þeim. Hvorki samningamenn Noregs né Íslands hafa nefnt ákveðnar tölur um aukin framlög EFTA-ríkjanna en Aftenposten gerir því skóna að verið sé að tala um allt að þre- til fimmföldun þeirra en aðrir hafa nefnt minni aukningu greiðslna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er tvö- til þreföldun fram- laga líklega nær lagi en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum en allt bendir þó til þess að samninganefndir séu farnar að komast á það sem kalla mætti raunverulegan samnings- grundvöll. Þokast í sam- komulagsátt EFTA-ríkin sögð vera reiðubúin að greiða meira í þróunarsjóði ESB EKKERT útlit er fyrir að samning- ar takist í næstu fundalotu um land- búnaðarmál á vegum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) sem haldin verður í Genf í næstu viku. Formaður samninganefndar WTO mun að mestu hafa haldið sig við fyrri nálgun í nýrri miðlunartillögu en sú tillaga hefur þó ekki verið gerð opinber. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segist vænta þess að samnings- aðilar muni halda sínu striki. „Það má vera að fullu ljóst að niðurstaða mun ekki fást um aðferðafræðina/ reiknireglurnar í þessum mánuði og að þessi tímafrestur, þ.e. 31. mars, muni falla niður án þess að mark- verður áfangi náist. Það stefnir því í að málið fari til úrlausnar á ráð- herrafund WTO í Cancun í Mexíkó í september í haust. Með hvaða hætti, í hvaða formi og undir hvaða pressu er eitthvað sem samningsaðilar þurfa nú að fara að huga að,“ segir Guðmundur. Næst ekki að semja fyrir 31. mars WTO og landbúnaðarmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.