Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 33 grar lausnar. Sjaldan hefur friðarhreyf- löndum eins og Frakklandi og Þýska- engið jafneinbeitt gegn stríðsmangi ríkjamanna. Friðarhreyfingum og and- við stríðsundirbúning hefur einnig vaxið um hrygg í Bretlandi og í Bandaríkj- daríski dálkahöfundurinn Patrick E. sem skrifar í New York Times, fjallaði 7. febrúar um hið nýja vald götunnar: „Í u tvö stórveldi á jörðinni, þ.e. Bandarík- lmenningsálitið í heiminum.“ Aðeins þessara stórvelda getur og vill hefja Það hafa Bandaríkin nú gert. Þetta stríð Bandaríkjamanna er enginn í að- stöðu til að stöðva og ekki einu sinni hafa minnstu áhrif á. Tilraunir Bandaríkjamanna til þess að taka sér sjálfdæmi og einræðisvald með þessu stríði mæta hins vegar öflugri andstöðu meðal almennings um víða veröld. Hnattræn friðarhreyfing er il og öflugri en nokkuð annað sambæri- ögunni. ðurlöndin eru öll smáríki. Við eigum ginlegra hagsmuna að gæta í sterkri al- amvinnu sem kemur í veg fyrir löglausa itingu og tryggir alþjóðlegar rétt- ur. Norðurlöndin eiga einnig sameig- sögu um virka þátttöku á sviði mann- ála, neyðaraðstoðar og friðsamlegrar araðstoðar. Við Norðurlandabúar verð- vera búnir undir skjóta og árangursríka aðstoð til fórnarlamba stríðsins. Við að binda okkur við að slík aðstoð sé óháð öllum olíu- og hernaðarhagsmunum. Vafalaust geta Bandaríkin tiltölulega auðveld- lega lagt Írak undir sig með hervaldi. Banda- ríkin geta hins vegar ekki með herstyrk og hernámi komið á lýðræði í Írak. Það verður aðeins gert með friðsamlegum aðferðum. Einnig á meðan stríðið stendur yfir þurfum við á Norðurlöndum að leggja hinni hnatt- rænu friðarsamstöðu lið. Við verðum hvern einasta dag að hjálpast að við að afla upplýs- inga um það sem fram fer í raun. Hið frið- samlega mótvægi verður að efla almennings- álitið sem eitt getur haldið aftur af því að Bandaríkin taki fleiri skref í áttina að alræði í heiminum. Hin nýja hnattræna friðarhreyfing er enn þá mikilvægari í dag en hún var í gær. ndalag Höfundar eru formenn vinstri flokkanna á Norðurlöndum, VG á Íslandi, SV í Noregi, V í Svíþjóð og SF í Danmörku. Reuters Mótmælandi hrópar slagorð gegn stríðinu á Concorde-torgi í gær. FRÉTTIR undanfarna daga sýna að ekki þarf lengur að deila um að skattbyrði á fólk með lágar og með- altekjur hefur aukist á und- anförnum árum. Talsmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa reynt að beina umræðunni inn á aðrar brautir. Í stað þess að ræða kjör fólksins í landinu virðist eina framlag sjálf- stæðismanna til kosningabarátt- unnar vera dylgjukennd umræða um meint samsæri fjölda ein- staklinga og stofnana í samfélaginu gegn forsætisráðherra. Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sakaði Samfylkinguna um dylgjur af þess- um toga í grein sem hann beindi til mín á dögunum. Þar sakaði hann Samfylkinguna um að beita fyrir sig hálfkveðnum vísum í þeirri viðleitni að gera öll mál tortryggileg. Ég vísa þessu alfarið til föðurhúsanna því Guðjón hefur greinilega farið í læri hjá foringja sínum. Í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur, Í hlutverki leið- togans, lýsir forsætisráðherra sinni taktík í kosningabaráttunni í Reykjavík á árum áður á eftirfar- andi hátt: ,,Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að mað- ur veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur.“ Já, það sannast enn einu sinni að eftir höfðinu dansa limirnir. Bilið breikkar Það er skiljanlegt að Sjálfstæðis- flokkurinn forðist það eins og heitan eldinn að fjalla um skattamál. Hin fögru loforð um að lækka skatta á meðaltekjufólk hafa brugðist og fólkið sem síst hefur ráð á því að borga hærri skatta, bótaþegarnir, hefur þurft að taka á sig auknar byrðar. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur í síðustu viku kemur m.a. fram að skattbyrði hjóna með 2,5 milljónir króna í árstekjur hefur þyngst um 10% en skattbyrði hjóna með 18 milljónir króna í árstekjur hefur minnkað um 8%. Þessi stað- reynd er sláandi og skýrt dæmi um þá pólitík sem Sjálfstæðisflokk- urinn stendur fyrir. Svar sjálfstæðismanna við þess- um staðreyndum er einatt að kaup- mátturinn hafi aukist. Þetta kyrja þeir í ræðu og riti og öll gagnrýni á málflutning þeirra er túlkuð sem árás á flokkinn og þá einna helst formanninn. Það er í sjálfu sér rétt að kaupmátturinn hafi aukist að meðaltali en við getum ekki leyft okkur að einblína á meðaltöl. Spurningin er auðvitað hvernig hefur kaupmáttaraukningin skipst milli þjóðfélagshópanna. Kaup- máttur hjóna með 18 milljónir króna í árstekjur hefur aukist mun meira en kaupmáttur hjóna með 2,5 milljónir króna í tekjur á ári. Stærri hluti tekna þeirra tekju- lægri hefur farið í skatta og hið sama gildir um bótaþega. Um þetta snúast stjórnmál þ.e. hvernig skipt- um við gæðunum. Eitt þeirra tækja sem stjórn- málamenn hafa til að jafna kjörin í samfélaginu er skattkerfið. Sam- fylkingin telur að hækkun persónu- afsláttar sé einn af þeim kostum sem stjórnvöldum bjóðast til að jafna kjörin. Í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur persónuafsláttur ekki haldið í við þróun verðlags, t.d. eru skattleysismörk nú 69.575 krónur á mánuði en væru 94.911 krónur ef tenging persónuafsláttar við verðlagsþróun hefði ekki verið afnumin. Persónuafsláttur hefur rýrnað að raungildi, í dag er hann 26.821 krónur á mánuði en ef hann hefði fylgt vísitölu neysluverðs væri hann 33.409 krónur á mánuði. Mis- munurinn er 6.588 krónur og fyrir lágtekjufólk og bótaþega munar um slíka upphæð í hverjum mánuði. Þetta eru hinar döpru stað- reyndir sem blasa við öllum eftir allt of langa valdasetu Sjálfstæð- isflokksins. Þessar staðreyndir vilja sjálfstæðismenn ekki ræða þrátt fyrir að hagfræðingar, frétta- menn, eldri borgarar og verkalýðs- hreyfingin hafi ítrekað lagt þær á borðið. Þeirra svar er iðulega að þetta séu eintómar dylgjur og jafn- vel rangfærslur að sjá hlutina í þessu ljósi. Er nema von að spurt sé: Guðjón, lokasvar? Guðjón, lokasvar? Eftir Einar Má Sigurðarson ,,Hin fögru loforð um að lækka skatta á meðaltekjufólk hafa brugðist og fólk- ið sem síst hefur ráð á því að borga hærri skatta, bótaþegarnir, hefur þurft að taka á sig auknar byrðar.“ Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. við Atl- okkur Ís- og við firlýs- er jafn- i þess að öndum, sem ég r ítrekað að af- ktun nið- a með að taka 938 var líka af mörgum talinn „merkilegur“ á sínum tíma. Fundurinn á Azoreyj- um var að því leyti „merkilegri“ að þar var stríði lýst yfir umbúðalaust. Flaðrið og undirlægjuhátturinn lekur af hverjum stafkrók, þar sem maðurinn tekur fram að miklu máli skipti þar sem talað er um mikil- vægi þess að ná niðurstöðu í Mið- austurlöndum. Hverjir eru þeir, sem hefðu getað verið búnir að leysa málið fyrir löngu? Svar: Bandaríkjamenn. Hvernig hefir Bush hinn banda- ríski tekið á því máli? Svar: Kynt undir átökunum með því að spana Sharon til stórræðanna gegn Pal- estínumönnum og forystu þeirra. Sá, sem hér heldur á penna, hefir séð því haldið fram á prenti af sér- fræðingum, að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs kunni að vera und- irrót voðaverkanna 11. september 2001 í New York. Að Bin Laden hafi verið að koma fram hefndum vegna aðfara við Palestínumenn, sem hann og hans nótar telja Banda- ríkjamenn bera ábyrgð á. Hvað gengur íslenzkum ráða- mönnum til að ganga undir stríðs- jarðarmen með bandarískum ofrík- ismönnum sem grunaðir eru um einnig að ásælast olíulindir Íraks? Engum kemur til hugar að bera blak af Íraksforseta. Hann er sjálf- sagt alls ills maklegur. En það er deilt um leiðir til að steypa honum af stóli. Með aðferð Bush og Davíðs og Halldórs tekur hann tugi þús- unda eða hundruð þúsunda með sér í fallinu. Sem jafnan í styrjaldar- átökum verða konur og börn harð- ast úti. Allra leiða bar að leita áður en til vopna var gripið. Það hefir ekki ver- ið gert eins og meirihluti þjóða heims hefir krafizt. Megi skósveinarnir íslenzku hafa eilífa skömm fyrir frumhlaup sitt og læpuskap. Höfundur er alþingismaður. m innan li veiða r eitt af m. Mörg menn sem m sér en fæst á sjómanna slu hefur eirra sem ar. Eftir afa fyr- barist fa af þrátt sem felst fla til eig- skvinnslu rður en hefur hjá mörgum fyrirtækjum að mestu leyti byggst á að flytja út ferskan fisk með flugi. Nú hafa stóru útgerðarfyrirtækin sem óðast verið að sækja inn á þennan markað og þau geta, vegna þeirrar aðstöðu sinnar að fá fiskinn á miklu lægra verði til vinnslunnar, auðveldlega rutt hinum sem fyrir eru úr vegi. Þau hafa stundum undirboðið á þessum markaði þannig að verðið hefur lækkað verulega. Það væri hins vegar engin ástæða til að kvarta undan slíkri samkeppni ef þessi stóru fyrirtæki kepptu með sama hætti um hráefnið og hinir sem ekki eru í útgerð. Í þágu sérhagsmuna Sjálfstæðisflokkurinn deilir og drottnar í þágu sérhagsmuna. Sjávarútvegsstefna flokksins er ljósasta dæmið um hve langt flokk- urinn getur gengið ef hagsmuna- öflin sem þrýsta á hann eru nógu sterk. Sömu öfl valda því að flokkurinn daufheyrist við kröfunni um að allur fiskur taki verð á markaði og að skil- ið verði milli veiða og vinnslu. Þetta fyrirkomulag ver Sjálfstæð- isflokkurinn og stendur að baki LÍÚ-forystunni sem leggst gegn öll- um hugmyndum um breytingar í frjálsræðisátt. Og nú er svo komið að stóru útgerðarrisarnir, í skjóli þeirrar séraðstöðu sem kvótaeignin færir þeim, stefna í það að drepa niður þann vaxtarbrodd sem hefur falist í framtaki fiskvinnslufyr- irtækja án útgerðar. Og Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar ekki að lyfta hendi til að koma á viðskipta- umhverfi sem tryggir jafnræði milli þeirra sem starfa á þessum mark- aði. Til að koma á sanngjörnum leik- reglum jafnræðis, frelsis og frjálsra viðskipta í þeim greinum sem ég hef hér fjallað um þarf að leysa þann flokk frá völdum sem mest og helst hefur kennt sig við frelsið. Slík eru tök hagsmunaafla á Sjálfstæð- isflokknum. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi í 1. sæti Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi. ÞRÁTT fyrir að tólf ár séu liðin frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við forystu í stjórnarráðinu og ótalmargt hafi unnist á þeim tíma eru enn fjölmörg verkefni sem vinna þarf að á næstu árum. Jafn- framt er nauðsynlegt að skoða þann góða árangur sem náðst hef- ur á síðasta áratug og tryggja áframhaldandi sókn í þágu þjóð- arinnar. Eins og í íþróttunum er ástæðulaust að gera breytingar á keppnisliði sem unnið hefur marga leiki í röð. Örugg atvinna – lægri skattar Stærstu mál næstu ríkisstjórnar verða tvíþætt. Annars vegar at- vinnuuppbygging og hins vegar lækkun skatta. Snúa þarf við þeirri þróun sem verið hefur í atvinnu- málum á síðustu mánuðum og er það verk raunar þegar hafið með stórhuga átaki í vegagerð og öðr- um framkvæmdum sem kynnt var í síðasta mánuði. Góð staða efna- hagsmála gerir mögulegt að ráðast í slík verkefni þegar harðnar á dalnum í atvinnulífinu án þess að skuldsetja ríkissjóð til framtíðar. Þá munu virkjunarframkvæmdir og stóriðja á Austurlandi verða okkur gæfuspor til lengri tíma lit- ið. Engu að síður má hvergi slaka á klónni og nauðsynlegt að huga að nýjum atvinnuskapandi verkefnum til framtíðar. Lítið samfélag eins og Ísland á ekki að líða varanlegt atvinnuleysi að neinu marki. Nauðsynlegt er að halda áfram á þeirri braut að lækka skatta. Skattar fyrirtækja hafa lækkað stórlega á síðustu árum og er það vel. Skattprósenta einstaklinga var lækkuð um fjögur prósentustig á árunum 1997 til 1999 og nú er svo komið að staða efnahagsmála er með þeim hætti að mögulegt er að lækka skatta einstaklinga enn frekar, annaðhvort beint í formi tekjuskatts eða óbeint með lækkun neysluskatta. Hvor leiðin sem farin verður mun koma öllum fjöl- skyldum í landinu vel. Nauðsyn- legt er að minna á að þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar ýmissa ein- staklinga er engum flokki betur treystandi til þess að lækka skatta en Sjálfstæðisflokknum. Frábær árangur Breytingar á efnahagslífi þjóð- arinnar hafa verið ótrúlegar á síð- ustu árum. Kaupmáttur launa hef- ur aukist mest hér á landi af öllum OECD-löndunum á síðustu árum þrátt fyrir að verðbólga hafi verið í lágmarki. Á það við um allar launa- tekjur, sérstaklega þær sem eru í lægstu þrepum launastigans. Fyrir ungt fólk er ekkert mik- ilvægara en að viðhalda stöðug- leika og jafnvægi í efnahags- málum. Unga fólkið er eðlilega með meiri skuldir en þeir sem eldri eru t.d. vegna húsnæðiskaupa eða fjárfestinga í atvinnutækifær- um. Fyrir okkur sem yngri erum er ekkert meira virði en að tryggja áfram lága verðbólgu. Þannig get- um við tryggt að hægt sé að greiða niður skuldir okkar í stað þess að þær hækki ár frá ári. Eignaskattar hafa einnig verið lækkaðir um meira en helming á síðasta kjör- tímabili en eignaskattar koma sér sérstaklega illa gagnvart miðaldra og eldra fólki sem með dugnaði hefur tekist að eignast húsnæði eða aðrar eignir á löngum tíma. Engar breytingar að óþörfu Ekkert er fullkomið og ástæðu- laust er að halda því fram að stjórnun landsins eða þjóðfélagið yfirleitt sé hafið yfir gagnrýni. Þá er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjum áherslum sem verða þjóðinni til framfara. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið við völd í tæp 12 ár eru fjölmörg verk- efni framundan sem þarft er að vinna að á næstu árum. Við þurf- um hins vegar að tryggja áfram- haldandi sókn í þágu þjóðarinnar allrar. Enginn mun hagnast á koll- steypu eða stórbreytingum við stjórn landsins. Við skulum frekar halda áfram á braut hagsældar og framfara um leið og við læknum þau mein sem æskilegt er að lag- færa. Þannig miðar okkur áfram veginn, hægt en örugglega, í rétta átt. Þjálfari íþróttaliðs gerir ekki breytingar á liði sínu ef það vinnur marga leiki í röð. Hið sama á við um pólitíkina. Sigrar undanfarinna ára gera það að verkum að réttast er að tryggja áframhaldandi for- ystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins við stjórn landsins. Meðal almennings er óumdeilt að ástand og horfur eru betri nú en þær voru fyrir 10 árum. Við skulum ekki fórna þeim árangri á einni nóttu. Tryggjum Sjálfstæð- isflokknum áframhaldandi forystu í landsmálum næstu fjögur árin. Frábær árangur undanfarinna ára Eftir Böðvar Jónsson „Meðal almennings er óumdeilt að ástand og horfur eru betri nú en þær voru fyrir 10 árum.“ Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ og 5. maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.