Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 27 Tillögur um breytingar á aðal- og deiliskipulagi Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. og 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að deiliskipulagi/breytingum á deiliskipulagi. 1A. Tröllagil 29, breyting á aðalskipulagi Lagt er til að lóðin Tröllagil 29 stækki til norðurs á kostnað opins, óbyggðs svæðis við gatnamót Borgar- og Hlíðarbrauta, en það falli niður. Á lóðinni verði gert ráð fyrir 9 hæða fjölbýlishúsi þar sem heimilt verður að reka leikskóla á tveimur neðstu hæðunum. 1B Tröllagil 29, breyting á deiliskipulagi. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Giljahverfis frá 1989. Breytingin felst m.a. í því að lóðin stækkar til norðurs og að heimilt verður að reka leikskóla í húsinu, sbr. 1A. Ennfremur er lagt til að húsið verði 9 hæðir í stað 8, byggingar- reitur stækki til norðurs og austurs, grunnflötur húss megi vera 440 fm í stað 300 fm og íbúðir megi vera 35 í stað 20. Ákvæði um bílgeymslu falli niður. 2 Kiðagil 1, breyting á deiliskipulagi Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 1991 er lóðin ætluð fyrir þriggja hæða hús með verslun á neðstu hæð en íbúðum á þeim efri. Breytingartillagan gerir ráð fyrir því að einungis verði íbúðir á lóðinni, í fjórum tveggja hæða, fjögurra íbúða fjölbýlishúsum. Á aðalskipulagi hefur landnotkun lóðarinnar þegar verið breytt úr verslunar- og þjónustulóð í íbúðarlóð. Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 2. maí 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemd- ir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstil- lögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 2. maí 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfis- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala Norðurlands á Akureyri, símar 461 1500 og 896 9437. Tilboð óskast í sem nýtt gistihús fyrir 16 gesti ásamt íbúðarhúsi sem þarfnast endurbóta. Í gistihúsinu er fullkomið eldhús og matsalur fyrir 30-40 manns. Íbúðarhúsið er hæð og kjallari, 8 herbergja, um 233 fermetrar að stærð. Um 1 hektari lands mun fylgja. Til afhendingar strax. Engimýri í Öxnadal Kaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir hér með eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun verður kynnt í tengslum við aðalfund KEA í lok apríl nk. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til þriggja þátta: A. Málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. B. Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. C. Þátttökuverkefna á sviði menningarmála á félagssvæði KEA. Fagráð fjallar um umsóknir eða fyrirliggjandi hugmyndir samstarfsaðila og gerir tillögur til stjórnar um val á verkefnum. Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. - annars vegar í tengslum við aðalfund félagsins að vori og hins vegar á tímabilinu október-desember. Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA í Hafnarstræti 91-95 á Akureyri á sérstökum eyðublöðum, sem þar eru til afhendingar. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublað og fá allar upplýsingar um Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. á heimasíðu KEA - www.kea.is Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2003. Styrkir úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. Til leigu Til leigu er glæsilegt 120 fm verlsunar- eða skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbæ Akureyrar. Nánari upplýsingar í síma 848 2727 ATVINNA mbl.is FRÉTTIR mbl.is ÞRÍR frystitogarar, innlendir og er- lendir, hafa landað frystum afurðum á Akureyri á einni viku og er afla- verðmæti þeirra samtals um 420 milljónir króna. Þýski togarinn Kiel NC landaði í síðustu viku um 760 tonnum af frystum afurðum, aðal- lega ufsa og þorski og var aflaverð- mætið rúmar 200 milljónir króna. Þetta mun vera mesti afli og mesta aflaverðmæti sem komið hefur verið með til hafnar á Akureyri úr einni veiðiferð. Kiel var við veiðar í Barentshafi og var afli skipsins upp úr sjó um 1.500 tonn. Norma Mary, gamla Ak- ureyrin EA, kom til Akureyrar á laugardag með um 413 tonn af fryst- um afurðum, mest þorski og var afla- verðmæti skipsins um140 milljónir króna. Norma Mary var einnig í Bar- entshafinu. Sléttbakur EA, frystitogari ÚA, kom til hafnar á mánudagskvöld með 365 tonn af frystum afurðum og var um helmingur aflans karfi. Aflaverð- mæti Sléttbaks var rúmar 76 millj- ónir króna. Kiel og Norma Mary eru gerð út af dótturfélögum Samherja, Deutsche Fisfang Union í Þýska- landi og Onward Fishing Company í Bretlandi. Þrír frystitogarar lönduðu á Akureyri á einni viku Aflaverðmæti þeirra 420 milljónir króna Morgunblaðið/Kristján Unnið við löndun úr Sléttbak EA, frystitogara ÚA. Unglingahópur Hjálpræðishersins á Akureyri efnir til söngmaraþons sem hefst í dag, föstudag, kl. 16 og er takmarkið að syngja samfellt í einn sólarhring. Það eru um 14 unglingar sem ætla að taka þátt í söngmaraþon- inu. Söngmaraþonið er liður í fjáröflun unglinganna vegna fyrirhugaðrar Noregsferðar næsta sumar þar sem þau ætla sér að taka þátt í móti ásamt unglingum frá öðrum Norð- urlandaþjóðum. Að undanförnu hafa þau verið að safna áheitum fyrir maraþonið og víðast verið vel tekið. Söngmaraþonið fer fram í sal Hjálp- ræðishersins á Hvannavöllum 10 og verður opið hús meðan á því stendur og öllum velkomið að líta inn og fylgj- ast með, segir í frétt frá hópnum. Tvær sýningar eru nú í boði hjá Leik- félagi Akureyrar, Leyndarmál rós- anna, eftir Manuel Puig, og Uppi- stand um jafnréttismál, þrír einþáttungar eftir jafnmarga höf- unda. Nú fer sýningum á þessum verkum að fækka vegna lagfæringa og breyt- inga sem fyrirhugað er að ráðast í á samkomuhúsinu. Gert er ráð fyrir að sýningar verði þó fram í miðjan apríl, en þá verður húsinu lokað af fyrr- greindum ástæðum. Ungliðaþing Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs verður haldið á Akureyri um helgina, en það hefst í kvöld, föstudagskvöld, með móttöku í kosningamiðstöð flokksins þar sem Steingrímur J. Sigfússon tekur á móti gestum. Á laugardag verður far- in kynnisferð í Háskólann á Akureyri og þá verður frambjóðendafundur sem hefst kl. 14. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.