Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ undirrituð, sem sæti áttum í uppstillingarnefnd Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi, viljum koma á framfæri eftirfarandi leið- réttingu vegna ummæla Kristjáns Pálssonar og fylgismanna hans um rangindi þau og bolabrögð sem Kristján Pálsson telur sig hafa verið beittan af fámennum klíkuhópi við val á lista flokksins í kjördæminu. Það var í raun Kristján Pálsson sjálfur sem skákaði sér út af listan- um með þeim skilyrðum sem hann setti uppstillingarnefndinni og um leið kjördæmsiráðinu í Suðurkjör- dæmi. Kristján setti það sem ófrá- víkjanlega kröfu af sinni hálfu, að honum bæri 1. sætið, en væri þó tilbúinn að setjast í 2. sætið, en því aðeins að Drífa Hjartardóttir væri í því fyrsta. Hlutverk uppstillingarnefndar var því að gera tillögu að skipan listans fyrir kjördæmisráð flokksins í Suð- urkjördæmi, tillögu að lista sem tæki sem best tillit til allra svæða þess og staðhátta. Hvorki uppstilling né prófkjör í nýju og víðfeðmu kjördæmi er auð- leyst svo öllum líki. Okkar nýja kjör- dæmi spannar landsvæðið frá Höfn í Hornafirði allt til Reykjaness og er því Suðurkjördæmið samansett af hlutum úr þremur kjördæmum eins og þau voru fyrir síðustu alþingis- kosningar. Nefndarmenn stóðu frammi fyrir því erfiða verki að velja á milli mjög hæfra einstaklinga, sem gáfu kost á sér til setu á listanum í hin ýmsu sæti. Taka þurfti m.a. tillit til þess að í hópi þeirra voru fjórir sitjandi þing- menn sem höfðu áður tekið þátt í prófkjörum fyrir síðustu alþingis- kosningar. En nú er um nýtt og breytt kjördæmi að ræða, með að hluta til nýjum kjósendum, nýjum áherslum og svo mætti lengi telja. Eftir lýðræðislega umfjöllun og kosningar varð það niðurstaða upp- stillingarnefndar að leggja það til að Árni Ragnar Árnason skipaði fyrsta sæti lista flokksins. Eftir að niðurstaða um tillögu í fyrsta sætið lá fyrir var ljóst að af- arkostir Kristjáns sjálfs gerðu það að verkum að hann var því miður ekki til umræðu um sæti neðar á list- anum. Það má því með sanni segja að Kristján hafi skákað sjálfum sér út af listanum á eigin bragði. Kristján kom ofangreindum skil- yrðum sínum ekki bara á framfæri við fulltrúa nefndarinnar sem gengu á hans fund, heldur líka við einstaka nefndarmenn í símtölum og heim- sóknum. Það var svo rúmlega 200 manna fundur í kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi í Stapan- um 30. nóv. sl. sem tók afstöðu til til- lagna uppstillingarnefndar og samþykkti þær. Það er því hvorki Kristjáni né öðr- um sæmandi að halda því fram að fá- mennur hópur (eða fámenn klíka) hafi með bolabrögðum og/eða rang- indum komið í veg fyrir setu hans á listanum. Hans eigin afarkostir urðu þessa valdandi. Aðferð sú er notuð var við uppstill- ingu listans var að öllu leyti skv. leik- reglum lýðræðisins og skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfur átti Kristján þátt í kosn- ingu 19 manna uppstillingarnefndar- innar á fundi kjördæmisráðsins í Eyjum hinn 5. okt. sl. Kristján Pálsson – skákaði sér út af listanum Frá Elsu Valgeirsdóttur og Magnúsi Jónassyni ELSA VALGEIRSDÓTTIR OG MAGNÚS JÓNASSON, Vestmannaeyjum. INNAN tíðar kemur hingað til lands dávaldur til að „skemmta“ landslýð. Undanfarið hafa auglýsingar um komu hans verið birtar í sjónvörpum landsmanna. Eins og titill bréfsins gefur til kynna er til tvenns konar dáleiðsla. Svokölluð sýndar/skemmtidá- leiðsla og svo hin hefðbundna dá- leiðsla sem notuð er af geðlæknum, sálfræðingum og öðrum þeim sem kunna hana, vita hvað þeir eru að gera og byggja á faglegum grunni. Sýndardáleiðsla er eins og öll önn- ur dáleiðsla í raun sjálfsdáleiðsla, en sýndardáleiðsla byggir á skipunum og ægivaldi „dávaldsins“ yfir fórn- arlambinu. Slíkt er ekki aðeins rangt siðferðilega að mínu mati heldur beinlínis stórhættulegt. Komið hefur í ljós að fólk sem dáleitt er á þennan hátt hefur sumt aldrei borið þess bætur. Þekkt eru dæmi um vanlíðan og þunglyndi sem hafa varað til dauðadags eftir slíka dá- leiðslu. Jafnvel er vitað um eitt dauðsfall eftir sýndadáleiðslu en í því tilviki sagði „dávaldurinn“ að mörg þúsund volta straumur færi í gegnum konuna sem þá var á valdi hans. Síðar, sama kvöldið og dá- leiðslan hafði átt sér stað, fannst konan örend í húsi sínu og hafði fengið hjartastopp. Fólk heldur oft að svokölluð „skemmtidáleiðsla“ sé skemmtileg- ur leikur. Því fer víðsfjarri. Raun- veruleg dáleiðsla byggist á allt öðr- um forsendum og á eingöngu að vera notuð til lækninga. Þið sem hafið í huga að gerast fórnarlömb loddarans. Hugsið ykk- ur þrisvar um! HLYNUR ÖRN ÞÓRISSON, Keldulandi 13, Reykjavík. Dáleiðsla og dáleiðsla Frá Hlyni Erni Þórissyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.