Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Tuktu og Mánafoss fara á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Lalis kom í gær. Helga María kom og fór í gær, Remoy Viking fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Messa í dag kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furu- gerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs ofl., kl. 9.30 göngu- hópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids og almenn spila- mennska. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30 gler- bræðsla, kl. 14 spænska. Fé- lagsvistinni, sem vera átti í Garðaholti, er frestað til 4. apríl kl. 13. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 13, brids kl. 13.30 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Forsetinn kemur í heimsókn kl. 14, S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi, kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 vefn- aður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 gler- listahópur, kl. 10 ganga. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 56–58. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sig- urbjargar, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Halldóru, rjómaterta með kaffinu, allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leik- föng og dýnur fyrir börnin. ReykjavíkurAkademí- an. Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 21. mars, kl. 14 í húsa- kynnum félagsins í JL- húsinu við Hringbraut. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Í dag er föstudagur 21. mars, 80. dagur ársins 2003. Vorjafndægur. Orð dagsins: Þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. (Kól. 2, 6.) Þegar vorar á kosn-ingaári dúkkar upp kynleg skepna með ló- unni og öðrum farfuglum, nefnilega fagurgalinn. Hann þekkist á skraut- legum fjöðrum, stundum stolnum. Svo syngur hann óskalög, það sem hann telur að aðrir vilji heyra, og fléttar þau saman úr slagorðum og kosninga- loforðum.     Keimlíkt yfirbragð er áöllum slagorðunum og merkingin eða merk- ingarleysan sú sama. Það má segja að þetta sé gríp- andi viðlagið í dæg- urtextum stjórnmálanna og erfitt að ímynda sér að nokkur manneskja gæti ekki samsamað sig inn- takinu, s.s. „vinna – vöxt- ur – velferð“, sem var yf- irskrift flokksþings Framsóknarflokksins í lok febrúar sl.     Kosningaloforðin erulíka farin að líta dagsins ljós, þó í mis- miklum mæli sé, og eru raunar nauðsynleg lýð- ræðislegri umræðu. Þar kemur fram hverju flokk- ar hyggjast hrinda í framkvæmd fái þeir til þess fulltingi kjósenda.     Það er athyglisvert aðstjórnmálamenn skuli gagnrýna aðra stjórn- málamenn fyrir að gefa kosningaloforð. Án kosn- ingaloforða yrði umræð- an ekki vitleg. Þannig sagði Össur Skarphéð- insson, formaður Sam- fylkingarinnar, um skattalækkanaloforð Sjálfstæðisflokksins að þau sýndu „taugaveikl- un“ og lýsti síðan lof- orðum Samfylking- arinnar um skattalækkanir.     Steingrímur Sigfússon,formaður Vinstri grænna, sagði tillögur stjórnarflokkanna um skattalækkanir fullseint fram komnar „kortéri fyrir kosningar“. En er málefnalegt að halda því fram? Er ekki einmitt árs- tíð kosningaloforða og því rétti tíminn til að kynna nýjar hugmyndir?     Gerhard Schröder,kanslari í Þýskalandi, var spurður af frétta- manni hvenær uppgang- urinn byrjaði í þýsku efnahagslífi og svaraði: „Á föstudag.“ Á föstudag í síðustu viku kynnti hann svo tillögur að umbótum í þýsku efnahagslífi. Þá sagði Angela Merkel, for- maður kristilegra demó- krata, á þinginu: „Þú sagðir á föstudag, en ég þekki þig vel, herra kanslari. Eftir hálft ár segirðu: Já, ég sagði á föstudag, en ekki hvaða föstudag.“ Þegar rætt er um kosningaloforð eru það efndirnar sem vega þyngst.     Fróðlegt verður aðfylgjast með fagur- gölunum og hvaða fuglar setjast að í stjórn- arráðinu. Þá kemur í ljós hvort söngurinn er fagur. STAKSTEINAR Árstíð slagorða og kosningaloforða Víkverji skrifar... VÍKVERJI sá í grein í Morgun-blaðinu á sunnudag að unglingar vita margir hverjir ekki hvað hvatvísi þýðir. Þá virðist orðið handalögmál vera að falla í gleymskunnar dá. Umrædd grein fjallaði um könnun þriggja sálfræðinema á afbrota- hegðun framhaldsskólanema og við- brögð þeirra við yfirheyrslum lög- reglu. Liður í rannsókninni var að leggja spurningalista af ýmsu tagi fyrir unglingana. Í nær hverjum skólabekk var spurt hvað orðið hvat- vísi þýddi og margir vissu ekki hvað handalögmál voru. Víkverji er orðinn nógu gamall til að undrast þetta, enda hélt hann að þessi orð væru hluti af daglegu orðfæri. Hann vonar hins vegar að unglingarnir noti ein- hver önnur íslensk orð, en sletti ekki ensku. Í stað hvatvísi væri t.d. hægt að segja fljótræði, fljótfærni eða framhleypni og handalögmál eru átök, áflog eða slagsmál. x x x ÞVÍ miður eru fleiri merki þess aðVíkverji sé tekinn að eldast og hættur að skilja ungdóminn. Hann botnar hvorki upp né niður í þessum svokölluðu tónlistarmyndböndum, sem eru spiluð heilu og hálfu sólar- hringana á vinsælum sjónvarps- stöðvum. Víkverja sýnist að það sé al- veg sama um hvað texti söngvanna snýst; hann er myndskreyttur með sama hætti, þ.e. ýmist er sæt söng- kona, sem dillar sér fáklædd eða þá að karlkyns söngvari dansar í fé- lagsskap fáklæddra dillibossameyja. Látbragð dansaranna hefði nú ekki alltaf þótt innan siðgæðismarka í ungdæmi Víkverja. Í brezku press- unni las Víkverji um daginn hvað svona tónlistarmyndbönd væru köll- uð: „Boobs and behind videos“, sem gefur til kynna hvaða líkamspörtum er einkum dillað framan í áhorfendur, þ.e. barmi og sitjanda. x x x VÍKVERJA skilst að nú sé útlit ogkynþokki flytjenda fullt eins mik- ilvægt og gæði tónlistarinnar, sem flutt er, og ekkert lag verði vinsælt án myndbands. Hann hugsar stund- um til baka til uppáhaldspoppara sinna á árum áður, t.d. Marks Knopfler, sem gerði það eitt fyrir út- litið að vera stundum með hárband, eða Jeffs Lynne, sem sást sjaldnast í fyrir hárvexti og sólgleraugum, og hvernig þessir ágætu listamenn stóðu bara upp á endann, sungu og spiluðu á sinn gítar, líka þegar var verið að taka af þeim tónlistarmyndband. Lík- lega ættu þeir sér ekki viðreisnar von ef þeir væru að reyna að koma sér á framfæri þessa dagana, enda vita ungir lesendur Víkverja sennilega ekkert um hverja hann er að tala. Reuters Justin Timberlake reynir að stöðva bossadill Kylie Minogue við afhend- ingu Brit-verðlaunanna – eða hvað? Þakkir til forráða- manna Engjaskóla EINN morgun, þegar ég var að bauka í bílskúrnum mínum við Starengi í Reykjavík, veitti ég athygli fjórum drengjum á að giska 10-11 ára á götunni fyrir ut- an. Þetta er svo sem ekki óalgeng sjón því Engjaskóli er hér skammt frá. Einn drengjanna kemur síðan til mín og spyr hvort ég vilji gefa sér dagblöð. Hann sé að vinna verkefni í skólanum um fréttaflutn- ing. Mér fannst sjálfsagt að gefa drengnum blöð. Hann tók eitt Morgunblað og hljóp til félaga sinna. Hann hefur ekki áttað sig á að ég fylgdist með honum, því ég heyrði að hann sagði við þá að þetta væri gott til að kveikja í með. Ég fór og talaði við drengina og sagði að í fyrsta lagi væri ekki rétt að segja ósatt og í öðru lagi vissu þeir að þeir ættu ekki að fikta með eld. Ég byrsti mig dálítið og talaði um að fara og ræða við skólastjór- ann þeirra, sem ég hefði nú sennilega ekki gert. Um hádegisbilið þennan sama dag var hringt á dyra- bjölluna hjá mér og fyrir ut- an stóðu drengirnir fjórir ásamt fulltrúa skólastjóra. Ekki veit ég hvort þeir hafa sjálfir sagt frá eða ein- hver séð til þeirra, en ég get ekki annað en dáðst að því hvernig brugðist var við af hálfu skólans. Við ykkur strákar vil ég segja þetta. Þið eruð meiri menn eftir að hafa komið og beðið mig afsökunar. Hafið þökk fyrir. Íbúi. Mega aldraðir hvorki heyra né sjá GREIN með þessari yfir- skrift birtist í Morgun- blaðinu 17. mars sl. eftir Ólaf Örn Arnarson lækni. Þakka ég honum sérstak- lega fyrir að vera vakandi fyrir þessu vandamáli okk- ar sem þurfum á þessari læknishjálp að halda. Ég er eldri borgari og ein af þeim sem bíða eftir lækn- ishjálp. Fljótlega eftir að ég hætti að vinna kom í ljós að ég var að fá ský á augastein og læknirinn minn taldi rétt að sjá til í sex mánuði hverju fram yndi og eftir þann tíma var ég sett á þennan fræga biðlista eða sl. október. En þetta ágerð- ist svo hratt að um áramót- in var ég orðin alveg stein- blind á öðru auga. Ég ætla ekki að vera með neina sjúkdómslýsingu en þetta veldur mér ótrúlegri fötlun. Aðal tómstundaiðja mín var lestur, handavinna, gönguferðir og útivist en þessi blinda kemur að miklu leyti í veg fyrir þetta allt. Núna les ég lítið nema fyrirsagnir í blöðunum, vinn litla handavinnu því fjarlægðarskynið er brengl- að þegar aðeins er horft með öðru auga og strax fer að renna úr augunum. Og ég er hikandi við að ganga úti eftir að hafa stigið fram af gangstéttarbrún sem ég sá ekki nógu vel og fengið slæma byltu. Að vísu slapp ég með marbletti á mjöðm, öxl og vanga og gleraugun mín hrutu af mér og brotn- uðu, en sem betur fer fyrir bæði mig og heilbrigðis- kerfið brotnaði ég ekki líka því þá hefði það sem spar- aðist á því að láta mig bíða eftir hjálp verið fljótt að fara. Bílinn snerti ég helst ekki svo nú sit ég mest heima og hlusta á útvarpið og legg kapal. Ég tek fram að augn- læknirinn minn er allur af vilja gerður og hefir skýrt vel fyrir mér hvaða vanda hann eigi við að eiga að fá ekki að gera þessar aðgerð- ir vegna fjárskorts, aðgerð- ir sem hafa heppnast mjög vel og skilað góðum ár- angri. Ég vona að heilbrigðis- ráðuneytið sjái sér fært að stytta þessa biðlista. Það hlýtur að finnast einhver leið ef alúð er lögð í verkið og það myndi bæta afar mikið lífsgæði þeirra sem þurfa á þessari læknishjálp að halda. Ein á biðlistanum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ragnhildur Lilja og Óliver Enok skemmtu sér konunglega í góða veðrinu á Egilsstöðum um helgina. LÁRÉTT 1 hrekkjótti, 8 þoli, 9 slóttugur, 10 flaut, 11 líta í kringum sig, 13 ákveð, 15 fjárrétt, 18 gorta, 21 beita, 22 erfið viðskiptis, 23 niðurandlitið, 24 dað- ur. LÓÐRÉTT 2 refur, 3 þrátta, 4 fen, 5 mannsnafn, 6 höfuð, 7 óvana, 12 dá, 14 fum, 15 sæti, 16 í vafa, 17 reipi, 18 drengur, 19 ævi- skeiðið, 20 hófdýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ásjón, 4 þvarg, 7 aftur, 8 æskir, 9 múr, 11 part, 13 hóls, 14 álfur, 15 spöl, 17 æpir, 20 árs, 22 ýmist, 23 lútum, 24 afann, 25 renna. Lóðrétt: 1 ávarp, 2 Jótar, 3 norm, 4 þvær, 5 afkró, 6 garms, 10 útför, 12 tál, 13 hræ, 15 spýta, 16 öxina, 18 pútan, 19 remma, 20 átan, 21 slór. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.