Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kvitta hér, góði, þú verður að afsaka dráttinn, þetta er nú ekki eins og að panta pizzu. Ráðstefnan „Fólk og ferskvatn“ Á að vekja til umhugsunar ÍSLENSKA vatna-fræðinefndin hyggstfjalla um vatn í tilefni af degi vatnsins á ári fersk- vatnsins, 22. mars, sem sagt á morgun. Íslenska vatnafræðinefndin mun standa fyrir ýmsum við- burðum í tilefni af ári ferskvatnsins og byrjar það á opnu málþingi fyrir almenning um ferskvatns- mál, yfirskriftin er „Fólk og ferskvatn“, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun frá klukkan 11 til 17. Kristinn Einarsson vatnafræðingur hjá Orku- stofnun er í forsvari fyrir ráðstefnuna. – Hvert verður skipulag ráðstefnunnar? „Yfirskriftin er Fólk og ferskvatn og við skiptum dag- skránni í þrjá hluta. Fyrir hádeg- ið verður farið yfir stöðu fersk- vatnsmála erlendis, milli hádegis og kaffis verður farið yfir stöðu þeirra mála á Íslandi og eftir kaffitímann síðdegis verður skoð- uð framtíðarsýn í ferskvatnsmál- um jafnt innanlands sem utan. Ráðstefnan er í Tjarnarsalnum, en í hliðarsal verður veggspjalda- og tækjasýning og fræðsluefni tengt vatni á tölvuskjám. Ein- hverjar veitingar við hæfi verða líka fyrir börnin, en aðgangur er ókeypis.“ – Hvers vegna þessi dagur? „Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað fyrir þremur ár- um að árið 2003 skyldi vera Ár ferskvatnsins, á sama hátt og árið 2002 var Ár fjallsins. Þetta er gert til að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar og við- eigandi aðgerða í tilefni af sífellt meiri skorti á hreinu ferskvatni handa mannkyni, svo sem til neyslu, áveitna, landbúnaðar og iðnaðar. Í framhaldi af umhverf- is- og þróunarráðstefnunni í Ríó de Janeiro 1992 ákvað Allsherj- arþingið að útnefna 22. mars ár- lega sem dag vatnsins, á sömu forsendum. En í ljósi reynslunn- ar þótti ekki nóg að gert, og því er efnt til Árs ferskvatnsins nú.“ – Hvað er Íslenska vatnafræði- nefndin? „Íslenska vatnafræðinefndin er skipuð af menntamálaráðherra og fer með alþjóðasamstarf í vatnafræði innan ramma UNESCO, Menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Það innifelur bæði alþjóð- legt vísindasamstarf og upplýsingagjöf til stjórnvalda og almennings um mikilvægi þess að varðveita auðlindir vatnsins. Hún er skipuð níu fulltrúum frá bæði samtökum og stofnunum sem koma að vatnamálum. Formaður er Árni Snorrason forstöðumaður Vatnamælinga og skrifstofa nefndarinnar er á Orkustofnun.“ – Fyrir hvaða viðburðum stendur nefndin bæði í dag og á árinu? „Á Degi vatnsins á morgun ætlum við að hafa ráðstefnu fyrir al- menning um fersk- vatnsmál og með haustinu eru uppi hug- myndir um ráðstefnu fyrir sér- fræðinga, stjórnendur og tækni- menn um vatnarannsóknir á Íslandi. Þar höfum við jafnframt hugsað okkur að hlusta á fulltrúa ungu kynslóðarinnar, sem við veljum væntanlega í kjölfarið á ritgerðasamkeppni í grunnskól- um Reykjavíkur. Við höfum einn- ig hugleitt að standa að gerð sjónvarps- og fræðslumyndar um auðlindir vatnsins, en of snemmt er að segja til um hvort af því geti orðið, þar gæti fjárskortur staðið í veginum. Og síðast en ekki síst höfum við komið okkur upp heimasíðu, www.vatn.is/ivan.“ –Hverjar eru helstu áherslur og markmið ráðstefnunnar á morgun? „Við leggjum mesta áherslu á að auka áhuga almennings á ferskvatni og koma því á fram- færi hvað sé til bóta í umgengni um vatnsauðlindina. Til þess þarf aukna umræðu sem verður að grundvallast á góðum upplýsing- um, og því er markmiðið að ráð- stefnan verði í senn fræðandi og vekjandi. Þótt vatnsmagn sem er til reiðu og ástand vatns sé í góðu horfi á Íslandi, þá er nauðsynlegt að halda vöku sinni, því vatnsauð- lindin er viðkvæm fyrir mengun og að vissu leyti berskjaldaðri hér en erlendis.“ –Hverjir taka til máls? „Fyrir hádegið ræða þau Haf- steinn Helgason, Birgir Jónsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jónas Þórir Jónsson og Ingibjörg E. Björnsdóttir um stöðu fersk- vatnsmála erlendis frá hinum ýmsu hliðum, frá vatnsauðlindum heimsins til hjálparstarfa í þró- unarlöndum. Milli hádegis og kaffis eru með erindi þau Sigurður S. Snorra- son, Hrefna Kristmannsdóttir, Hákon Aðalsteinsson, Freysteinn Sigurðsson, Birgir Þórðarson og Ingólfur Gissurarson. Efnið er staða fersk- vatnsmála á Íslandi, svo sem vatn sem auð- lind, fráveitur, vatns- orkunýting, neyslu- vatn, efnabúskapur og líf í vatni. Síðdegis fjalla svo Geir Odds- son, Davíð Scheving Thorsteins- son, Haraldur Briem, Trausti Valsson og Tómas Jóhannesson um framtíðarsýn í ferskvatns- málum innanlands og utan, frá útflutningi á vatni, stjórnun og nýtingu vatnsauðlindarinnar og yfir í viðbragðsáætlanir og áhrif veðurfarsbreytinga.“ Kristinn Einarsson  Kristinn Einarsson er fæddur í Reykjavík 15. júlí 1948. Nam jarðfræði og eðlisræna landa- fræði við háskólana í Leníngrad og Kaupmannahöfn með sérhæf- ingu í vatnafræði. Hóf störf hjá Orkustofnun 1978 og er nú yf- irverkefnisstjóri á Vatnamæl- ingum. Jafnframt ritari Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Maki er Margrét Hallsdóttir jarðfræð- ingur hjá NFÍ og eiga þau dæt- urnar Bjarnheiði verkfræðinema og Líneyju Höllu mennta- skólanema. Hann á og soninn Baldur af fyrra hjónabandi. Vatnsauðlind- in er viðkvæm fyrir mengun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.