Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 61 Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 7. Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl. 10. SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8, 9, 10.10 og 11.15. B.i. 16. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI AKUREYRI  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45 og 8. B. i. 14. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.10. B.I. 16. SG DV  Kvikmyndir.is hugh grant sandra bullock KRINGLAN Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 7 og 10. Tilnefningar til Óskar- sverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leik- stjóri 10  HJ MBL  RADIO X  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 SV MBL Tilnefningar til Óskarsverð- launa: Aðalhlutverk karla: Jack Nic- holson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. ÞAÐ eru vægast sagt stórglæsilegar átta leik- konur sem leika í þessari nýjustu kvikmynd franska leikstjórans François Ozon. Hann er þekktur er fyrir að fara heldur óhefðbundnar leiðir í kvikmyndagerð sinni og fjalla um hluti sem aðrir láta kjura liggja. Nú er það morð, en kannski á léttari nótunum, ef segja má svo. Sagan gerist í Frakklandi fimmta áratugar- ins, sögusviðið er óðalssetur iðnjöfursins Marc- el, sem býr þar ásamt eiginkonu sinni Gaby, tengdamóður Mamy, mágkonunni Augustine og tveimur dætrum, Catherine og Suzon. Morgun einn finnst Marcel dáinn í rúmi sínu, stunginn í bakið með rýtingi, og þá vaknar spurningin: Hver þeirra drap hann? Undir grun falla líka þjónustukonurnar þær Chanel og Louise, auk varhugaverðrar systur Marcels heitins, Pier- ette. Allar eru þær innilokaðar í húsinu vegna vonskuveðurs, auk þess sem klippt hefur verið á símalínuna og bíllinn kyrrsettur. 8 konur fékk firnagóðar móttökur í heima- landinu. Hennar hafði líka verið beðið með óþreyju þar sem leikkonurnar átta eru þær dáð- ustu í Frakklandi, og margar þeirra að sýna á sér nýja hlið. Gagnrýnendur hvarvetna í heim- inum hafa heldur ekki sparað stóru orðin og vegtyllurnar ekki látið á sér standa en leikkon- urna átta fengu allar saman Silfurbjörninn í Berlín. Morð – á léttu nótunum Ætli sú áttunda sé sú seka? Háskólabíó frumsýnir frönsku kvikmyndina 8 kon- ur (8 femmes). Leikstjórn: François Ozon. Aðal- hlutverk: Catherine Deneuve, Fanny Ardant, Isa- belle Huppert, Virginie Ledoyen, Danielle Darrieux, Emmanuelle Béart, Ludivine Sagnier og Firmine Richard. WILLIAM Friedkin er þekktur fyrir að leik- stýra ekki ómerkari kvikmyndum en Særinga- manninum (The Exorcist) og Frönsku maf- íunni (French Connection). Það ætti því að vera forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því þegar hann etur saman tveimur sterkum leik- urum sínum af hvorri kynslóðinni, á við Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro. Og gleymum ekki að þeim til aðstoðar er vestur- íslenska leikkonan Leslie Stefanson. Og sagan hljómar spennandi. Benicio leikur mann, sem þjálfaður hefur verið af bandaríska hernum til að drepa. Hann virðist nú eitthvað truflaður og er álitinn hlaupa um og drepa fólk sem hann heldur að vilji honum eitthvað illt. Það er einungis einn maður sem getur stoppað kauða, og það er kennarinn hans, sem leikinn er af Tommy Lee. Með aðstoð alríkislögregl- unnar heldur sá gamli af stað í leiðangur að góma morðingjann. Og veiðin hefst! Sumir segja myndina blöndu af Flóttamann- inum (The Fugitive) og Rambó, og ætti það að vera ágætis kokteill fyrir þá sem vilja spennu og hasar. Enda þykir myndin halda mjög vel, í henni eru mörg mjög spennandi og skemmti- leg hasaratriði, og einsog nafnið bendir til er þó nokkuð um eltingarleiki. Leikararnir séu þó ef til vill það allra besta við myndina og eru at- riðin þar sem kennari og nemandi standa frammi fyrir hvor öðrum og berjast með kjafti og klóm, víst sérlega mögnuð. Blóðug skógarferð Sambíóin frumsýna kvikmyndina Veiðin (The Hunt- ed). Leikstjóri: William Friedkin. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Benicio Del Toro, Connie Niel- sen, Jenna Boyd og Leslie Stefanson. Mögnuð átök nemanda og kennara. ÞAÐ telst alltaf til tíðinda þegar leikstjórinn Steven Soderbergh lætur frá sér nýja mynd. En allt frá því að hann gerði kvikmyndina Kynlíf, lygar og myndbönd (Sex, Lies and Vid- eotapes) 1989 hefur hann verið sérlega af- kastamikill og forvitnilegur. Þótt myndir hans hafi einnig verið ólíkar á alla vegu, verður að segjast að nýjasta kvikmynd hans er mjög ólík þeim fyrri. Nú hefur hann skrifað handrit eftir samnefndri skáldsögu pólska rithöfundarins Stanislaw Lem, en Andrei Tarkovsky gerði „költmyndina“ Soljaris eftir henni árið 1972. Þar segir frá sálfræðingi nokkrum sem sendur er til að rannsaka áhöfn í einangraðri rannsóknarstöð á sporbaug kringum furðulega plánetu er nefnist Solaris. Við komuna kemst sálfræðingurinn að því að leiðangursstjórinn hefur dáið dularfullum dauðdaga. Og brátt fara aðrir undarlegir atburðir að gerast, m.a. koma gamlir kunningar áhafnarinnar í heim- sókn, en sumir þeirra eru dánir. Solaris hefur verið líkt við Geimkviðu Ku- bricks. Það liggur í augum uppi að bera hana við Tarkovsky-myndina. Þessi útgáfa er mun styttri, en býr víst yfir mörgum sömu sterku hliðum, einsog það að Soderbergh takist, þrátt fyrir hraðari frásögn, að skapa sömu draum- kenndu stemmninguna sem leyfi hlutunum að gerast með sínum hraða. Draum- kennd geim- stemmning Chris Kelvin (Clooney) á átakanlegum endur- fundi við eiginkonuna Rheyu (McElhone). Smárabíó frumsýnir kvikmyndina Solaris. Leik- stjóri: Steven Soderbergh. Aðalhlutverk: George Clooney, Natascha McElhone, Viola Davis, Jeremy Davies og Ulrich Tukur. ENDASTÖÐIN 2 er sjálfstætt framhald fyrri endastöðvarinnar, sem sýnd var við miklar vinsældir, enda þótti myndin af mörgum með betur heppnuðu og mest spennandi ungling- hrollvekjum sem fram hafa komið á seinni ár- um. Kimberly er ósköp venjuleg góð stelpa, sem ákveður ásamt vinum sínum að fara í ferðalag. En leiðinni lenda þau í hryllilegu slysi, þar sem Kimberley lifir af en vinir hennar deyja hrika- legum dauðdaga. Hins vegar tekst Kimberley að bjarga nokkrum öðrum manneskjum úr slysinu. En nokkrum dögum seinna fara þeir sem komust lífs af að deyja í hrönnum. Svo nú þarf aumingja stelpuskjátan, með hjálp eitur- lyfjasjúklingsins Thomas Burke, Clear Rivers og útfararstjórans William Bloodworth, að komast að því hvernig hægt er að stöðva dauð- ann, áður en röðin kemur að henni! Endastöðin 2 mun búa yfir mörg atriðum sem sæma góðum hryllingsmyndum, enda yfir höfuð mjög blóðug mynd, og opnunaratriðið er víst meira en óhuggulegt. Sömuleiðis felst ekki spennan einungis í því hver verði drepinn næstur, heldur hvernig! Það er því nóg að skjálfa yfir, og víst að fáir sitja rólegir í sætinu sínu yfir Endastöðinni 2. Hjálp! Kannski erum við næstar! Dauðadans Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna kvikmyndina Endastöðina 2 (Final Dest- ination 2). Leikstjórn: David R. Ellis. Aðalhlutverk: Ali Larter, A.J. Cook, Michael Landes, Terrence ’T.C.’ Carson, Jonathan Cherry, Keegan Connor Tracy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.