Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn að Laugalandi í Holtum föstudaginn 4. apríl 2003 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum vegna stækkunar á félagssvæði félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 17. mars 2003. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. KAUPÞING banki hf. hefur gert samning við Ker hf. um kaup á sam- tals 107.784.377 hlutum í Vátrygg- ingafélagi Íslands hf., VÍS, sem nem- ur 19,9% eignarhlut í félaginu. Hlutur Kers í VÍS eftir þessi viðskipti er enginn. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, segir að þessi kaup séu ekki liður í væntanlegri sameiningu Kaupþings og VÍS, eða Kaupþings, VÍS og Búnaðarbanka, eins og leitt var getum að í Morg- unkorni Íslandsbanka í gær. „Við lít- um á þetta sem góða fjárfestingu. VÍS er auðvitað eitt sterkasta trygg- ingafélagið og mjög spennandi félag,“ segir hann. Hreiðar Már segir að VÍS sé meðal öflugustu fjármálafyrirtækjum landsins og myndi sóma sér vel á Að- allista Kauphallarinnar. Kaupþing muni beita sér fyrir skráningu VÍS þar, en félagið er nú skráð á Tilboðs- markaði. Hreiðar segir óákveðið, hvort Kaupþing eigi hlutinn í VÍS til frambúðar. Aðspurður segir hann að hluturinn hafi ekki verið keyptur fyr- ir hönd annars fjárfestis. „Við lítum fyrst og fremst á VÍS sem góðan fjár- festingarkost og hlökkum til að vinna með stjórn félagsins.“ Fulltrúar Kaupþings mættu á að- alfund VÍS, sem haldinn var í gær, en félagið krafðist ekki fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Verðið um 2,8 milljarðar Frá því var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær að verðið sem Kaupþing greiðir fyrir hlut Kers í VÍS sé 26 krónur á hlut. Heildar- kaupverðið er því 2,8 milljarðar króna. Fyrir kaupin átti Kaupþing banki samtals 21.712.466 hluti í VÍS, eða 4,01% eignarhlut, og eftir kaupin er eignarhlutur bankans því 23,91%. Í tilkynningunni segir að kaupin séu gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins en Kaupþing banki hafi leitað samþykkis þess fyrir viðskiptunum til samræmis við lög um vátryggingastarfsemi. Yfirlýst stefna Kers að selja hlut sinn í VÍS Guðmundur Hjaltason, sem ráðinn var forstjóri Kers í fyrradag, segir að það hafi verið yfirlýst stefna stjórnar Kers að selja hlutabréf sín í VÍS. Þau hafi verið boðin til kaups, meðal ann- ars til VÍS og Kaupþings, sem hafi tekið ákvörðun um að kaupa bréfin. Hann segir að Ker sé með þessu að aðstoða við það að koma hlutabréfum VÍS í dreifða eignaraðild. Ker keypti tæplega 19% hlut í VÍS af Landsbanka í ágúst á síðasta ári. Kaupþing kaupir 20% hlut Kers í VÍS FINNUR Ingólfsson, forstjóri Vá- tryggingafélags Íslands, sagðist á að- alfundi félagsins í gær vera sann- færður um að á næstu tíu árum verði tryggingafélögunum falin aukin þátt- taka í íslenska velferðarkerfinu, ekki síst á sviði heilbrigðis- og trygginga- mála. „VÍS verður því að vera í far- arbroddi í nýsköpun á þessu sviði. Við verðum að fylgjast vel með inn- lendri og erlendri þróun á þessu sviði og grípa þau tækifæri sem þar skap- ast,“ sagði Finnur í ræðu sinni. Finnur sagðist telja að samkeppni á tryggingamarkaði myndi fara vax- andi á næstu árum. „Þeirri sam- keppni verðum við að mæta með ný- sköpun í tryggingaframboði, auknum sveigjanleika og fyrirmyndarþjón- ustu,“ sagði hann. Ágætar horfur Að sögn Finns eru horfur í rekstri VÍS ágætar í ár. „En afkoma ársins mun ráðast að miklu leyti af tjóna- þróun ársins og sveiflum í henni, sem geta verið miklar á milli tímabila eins og dæmin sanna. Félagið mun ein- beita sér að því að laga afkomu þeirra tryggingagreina sem reknar hafa verið með tapi,“ sagði Finnur meðal annars í ræðu sinni. Finnur vék að kaupum VÍS á hlut í Búnaðarbanka Íslands, en hlutur fyrirtækisins í 12 milljarða kaupum S-hópsins á 45,8% hlut ríkisins nem- ur samtals 1.570 m.kr. „Það er mat okkar að kaupin hafi jákvæð áhrif á starfsemi VÍS. Búnaðarbankinn er öflug fjármálastofnun í farsælum rekstri með hæft og gott starfsfólk. Ennfremur er bankinn álitlegur fjár- festingarkostur,“ sagði hann. „Ýmsar pólitískar vangaveltur og tilgátur voru uppi um getu fjárfest- anna til kaupanna og ekki síður um verðmætaþróun bankans eftir að ákvörðun um söluna hafði verið tek- in. Svar við þessum vangaveltum hef- ur nú fengist. Fyrsti og stærsti hluti kaupverðsins er greiddur og verð- mæti bankans á markaði hefur aukist um 13% frá því kaupin voru formlega frágengin.“ Þórólfur Gíslason stjórnarformað- ur greindi í ræðu sinni frá helstu stærðum í afkomu félagsins. Hann sagði reksturinn hafa gengið vel á árinu 2002. „Mismunur eigin iðgjalda og eigin tjóna varð mun hagstæðari en árið áður og hagnaður varð af vá- tryggingarekstrinum sjálfum að fjár- hæð rúmlega 635 milljónir króna, í stað hagnaðar að fjárhæð 229 millj- ónir árið áður,“ sagði Þórólfur. „Iðgjöld hækkuðu á milli ára um tæp 12%, en tjón lækkuðu hins vegar um 7%. Áfram tókst að halda sam- ræmi á milli iðgjalda og tjóna í ábyrgðartryggingum ökutækja. Þar sem sú tegund vátrygginga vegur svo þungt í rekstrinum, hefur afkoma hennar hlutfallslega mikil áhrif á rekstrarniðurstöðuna,“ sagði Þórólf- ur í ræðu sinni. Stefnt að skráningu á Aðallista Þórólfur sagði að eindreginn ásetningur stærstu hluthafa félags- ins væri að láta skrá það á Aðallista Kauphallar Íslands. „Er það skiln- ingur hluthafanna, að nú sé það lag, sem þarf til að dreifa eignarhaldi á fé- laginu, lag, sem ekki reyndist vera fyrir hendi fyrr. Hefur nú verið geng- ið til samninga við Kaupþing hf. um það verkefni að markaðssetja félag- ið.“ Þórólfur þakkaði Axel Gíslasyni fyrir störf hans fyrir félagið, en hann sagði starfi sínu lausu sem forstjóri í byrjun september 2002. Hann gagn- rýndi fréttaflutning af kostnaði fé- lagsins vegna starfsloka Axels. „Aldrei hefur annað staðið til, en að skuldbinding vegna þessara starfs- loka Axels yrði skilmerkilega færð í reikninga félagsins á árinu 2002, árinu sem hann hætti störfum fyrir félagið.“ Röng umfjöllun skaðaði félagið Hann sagði að í ársuppgjörinu væru færð til skuldar laun Axels á tólf mánaða uppsagnarfresti, samtals 21,1 milljón króna. Þá næmi eftir- launaskuldbinding, ásamt launa- tengdum gjöldum, samtals 53,6 millj- ónum. „Mikilvægt er að réttum upplýsingum um þessi mál sé komið á framfæri. Hins vegar er varhuga- vert að draga allt of miklar ályktanir af framreiknuðum eftirlaunaskuld- bindingum. Til dæmis gætu fram- reiknaðar eftirlaunaskuldbindingar ríkisins vegna einstakra embættis- manna orðið allverulega hærri en hér er um að ræða. Hins vegar er ljóst, að þessi ranga umfjöllun hefur orðið til að skaða ímynd félagsins. Ársreikn- ingurinn segir allt um staðreyndir þessa máls,“ sagði Þórólfur. Aðalfundurinn kaus eftirtalda í stjórn VÍS: Þórólf Gíslason, formann, Óskar H. Gunnarsson, varaformann, Ingólf Ásgrímsson, Helga Jóhannes- son, Margeir Daníelsson, Eirík Tóm- asson og Sigurð Markússon. Finnur Ingólfsson á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands Samkeppni í tryggingamálum mun fara vaxandi Morgunblaðið/Sverrir Finnur Ingólfsson forstjóri og Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður VÍS, héldu ræður á aðalfundi félagsins í gær. LANDSBANKI Íslands samdi í fyrradag um erlenda fjármögnun til þriggja ára að fjárhæð 200 milljónir evra, sem jafngildir um 17 milljörð- um íslenskra króna. Um er að ræða útgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum markaði innan svokallaðs EMTN– fjármögnunarramma Landsbankans (Euro Medium Term Note Pro- gramme) og er þetta liður í endur- fjármögnun bankans. Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri hjá Landsbankanum, segir að mikilvægt hafi þótt að ganga frá þessum samningi áður en ófriður hæfist í Írak. Hugsanlega hefði það haft í för með sér verri kjör eða tafir á frágangi máls að ganga frá ramma- samningi af þessu tagi eftir að ófrið- urinn er hafinn. Hann segir að samningurinn sé um helmingur af endurfjármögnun- arþörf Landsbankans á árinu. Kjör- in séu mjög góð og betri en bankinn hafi notið á sambærilegum lánstíma undanfarin ár. Það ásamt því hve út- gáfan hafi gengið hratt og vel fyrir sig, sé til vitnis um hve mikils trausts Landsbankinn njóti meðal erlendra fjárfesta. Stuðningsyfirlýsing við stefnu Landsbankans Segir Brynjólfur að þetta verði að teljast mikilvæg stuðningsyfirlýsing við þá stefnu sem Landsbankinn hefur kynnt, m.a. á fundi með fjárfestum í London í febrúar síðast- liðnum. Þá sýni viðtökurnar jafn- framt jákvætt viðhorf erlendra fjár- festa til nýafstaðinnar einkavæð- ingar Landsbankans. Rammasamningur þessi um út- gáfu skuldabréfa gerir Landsbank- anum kleift að gefa út skuldabréf í ýmsum myntum með mismunandi lánstíma með skömmum fyrirvara. Segir í tilkynningu bankans að EMTN-lánarammi auki til muna sveigjanleika bankans í lántökum og gefi tækifæri til að bregðast skjótt við breyttum markaðsaðstæðum. Umsjón með útgáfunni að þessu sinni höfðu Bank of America Securi- ties og franski fjárfestingarbankinn CDC IXIS Capital Markets en auk þeirra tóku þátt í útgáfunni DZ Bank AG, Handelsbanken Capital Mark- ets og ítalski bankinn Sanpaolo IMI SpA. Landsbankinn semur um 17 milljarða króna lántöku Gengið frá samningi áð- ur en ófriður hófst í Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.