Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVISSNESKT skólafólk brennir bandaríska fánann í miðborg Zürich í gær, þar sem þús- undir námsmanna og skólafólks komu saman til þess að mótmæla herför Bandaríkjamanna og Breta á hendur Írökum. Svisslendingar hafa ítrekað hlutleysi sitt með því að loka lofthelgi sinni fyrir herflugvélum og hætta vopnasölu til ríkja sem taka þátt í hernaðar- aðgerðunum. Reuters Stríðinu mótmælt í Sviss GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, flutti ávarp í fyrrinótt þar sem hann tilkynnti, að árásir á Írak væru hafnar í þeim tilgangi að reka Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum og „frelsa íbúa landsins“. Sagði hann, að átökin kynnu að standa lengur og verða harðari en búist hefði verið við. Hann fullvissaði hins vegar landa sína um, að sigur- inn væri viss. Þetta er í annað sinn, sem Bush tilkynnir þjóð sinni, að hún eigi í stríði en það fyrra var er hann lýsti yfir í október 2001, að ráðist hefði verið gegn sveitum talíbana og al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í Afganistan. Í ávarpi sínu í fyrrinótt sagði Bush, að allt yrði gert til að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borg- ara en varaði jafnframt við vonum um, að sigurinn yrði auðveldur. „Saddam Hussein hefur komið hermönnum og hergögnum fyrir innan um óbreytta borgara í því skyni að nota þá sem skjöld. Það verður þá síðasta hryðjuverk hans gegn sínu eigin fólki,“ sagði Bush. Bush sagði, að árásirnar aðfara- nótt fimmtudagsins væru aðeins upphafið að samræmdum og um- fangsmiklum aðgerðum til að af- vopna Írak, frelsa íbúana og verja alla heimsbyggðina gegn stórkost- legri hættu. Sagði hann, að skipun um árás hefði verið gefin vegna þess, að Írakar réðu yfir gereyðingar- vopnum, sem komist gætu í hend- urnar á hryðjuverkamönnum eins og þeim, sem gert hefðu árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Við berum mikla virðingu fyrir íbúum Íraks, fyrir menningu þeirra og trú. Fyrir okkur vakir ekkert annað en að snúast gegn hættunni og koma stjórn ríkisins í hendur fólkinu sjálfu,“ sagði Bush og lauk ávarpi sínu með þessum orðum: „Þessir hættutímar munu líða hjá. Við munum verja frelsi okkar og færa öðrum frelsi. Megi guð blessa þetta land og alla þá, sem verja það.“ Ávarp Bush er hann tilkynnti upphaf Íraksstríðsins „Munum verja frelsi okkar“ Washington. AP, AFP. Reuters Bush flytur sjónvarpsávarp sitt í fyrrakvöld á forsetaskrifstofunni. SADDAM Hussein, forseti Íraks, flutti sjónvarpsávarp í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að meira en 40 Tomahawk-stýriflaug- um var skotið á Bagdad. Var þeim sérstaklega ætlað að hitta hann fyrir og aðra æðstu ráðamenn. Í ávarpinu skoraði Saddam á Írak að draga sverð sitt úr slíðrum og sigr- ast á Bandaríkjamönnum. „Þið munuð fara sigurför gegn óvininum,“ sagði Saddam. „Við munum berjast, djöfullinn verður lagður að velli.“ Saddam var í herbúningi er hann flutti ávarpið og fordæmdi „árás hugleysingjanna“ á Bagdad. Kall- aði hann George W. Bush Banda- ríkjaforseta „grimmdarsegg aldar- innar“ og sakaði hann um „glæp gegn mannkyni“. Sagði hann enga þörf á að brýna Íraka frammi fyrir árásarliðinu, þeir vissu hvernig þeir ættu að bregðast við. Ekki er alveg ljóst hvort um var að ræða upptöku eða beina útsend- ingu en ávarpið var sýnt á Æsku- lýðsstöðinni, sem Uday, sonur Saddams, rekur. Kom hann sjálfur fram síðar og hvatti „sjálfboðal- iðsher Saddams“ til að búa sig undir að deyja „píslarvættisdauða“ í stríðinu gegn Bandaríkjamönn- um. Reuters Vopnaður Íraki í Bagdad horfir á ávarp forsetans í sjónvarpi í fyrrinótt. Saddam hvet- ur til sigurs Upptaka eða bein útsending eftir stýriflaugaárásir á Bagdad Bagdad. AFP. BANDARÍSKIR embættis- menn segja að takmarkaðar árásir verði gerðar á Írak næstu 2-3 daga að því er kom fram á Sky-sjónvarpsstöðinni í gær. Segir Sky að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi ákveðið með skömmum fyrirvara að árásunum skyldi hagað með þessum hætti í stað þess að gera umfangsmiklar árásir í upphafi. Heimildarmenn AFP-frétta- stofunnar segja að ákveðið hafi verið að haga árásunum með þessum hætti vegna þess að stjórnvöld í Washington höfðu nákvæmar og tímasettar upp- lýsingar um hvar leiðtogar Íraks væru staddir aðfaranótt fimmtudags en árásunum var sérstaklega beint gegn þeim. Tímasetning árásanna kann að hafa verið fyrirsjáanleg en aðferðirnar voru það ekki, segja heimildarmennirnir. Tilkynning Bandaríkjamanna um að árásirnar væru að hefjast virtist koma breskum stjórn- völdum á óvart og sögðu breskir fjölmiðlar að Tony Blair for- sætisráðherra hefði verið vak- inn um miðnættið þegar Banda- ríkjamenn hringdu í hann. Geoff Hoon varnarmálaráðherra Bretlands sagði hins vegar í gærmorgun að Bretar hefðu fengið allar upplýsingar um árásina fyrirfram. Spá tak- mörkuð- um árás- um næstu daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.