Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Íslandssíma hf. Aðalfundur Íslandssíma hf. verður haldinn í dag, föstudaginn 21.mars á Grand Hótel Reykjavík, við Sigtún, 4.hæð í Háteigi. Fundurinn hefst klukkan 12. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.03.1 í samþykktum félagsins. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að kaupa eigin hlutabréf, sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. Hámarksfjöldi keyptra hluta skal vera allt að 10% af hlutafé félagsins. Kaupverð skal vera að lágmarki nafnverð hluta bréf anna og að hámarki 10% yfir markaðsverði bréfanna hverju sinni. Heimildin gildir til næsta aðalfundar félagsins. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Síðumúla 28, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Íslandssíma hf. 1 2 3 Í MORGUNKORNI Greiningar Ís- landsbanka á þriðjudaginn segir að Skeljungur uppfylli ekki lengur skil- yrði um skráningu á Aðallista Kaup- hallar Íslands, sem kveði á um að a.m.k. 25% hlutafjár skuli vera í höndum almennra fjárfesta og að þeir skuli vera yfir 300 talsins. Réttar athugasemdir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að sér sýnist athugasemdirnar vera réttar. „Það sem við gerum við svona aðstæður er að fara yfir málin með viðkomandi hlutafélagi. Í framhaldi af því er ákveðið, í samráði við félagið, hvort gerðar verði ráðstafanir til þess að félagið uppfylli skilyrði skráningar á ný, eða hvort það verði afskráð,“ seg- ir hann. Þórður segir að Kauphöllin muni fljótlega funda með forsvars- mönnum Skeljungs um þetta. Ásmundur Tryggvason, sérfræð- ingur hjá Greiningu ÍSB, segir að samkvæmt upplýsingum frá Skelj- ungi hafi hluthafar verið 305 talsins 18. febrúar sl. og eignarhlutur 15 stærstu hluthafa samtals 95%. Hann segir að í 9. grein reglna um skrán- ingu verðbréfa í Kauphöll Íslands segi að a.m.k. 25% hlutabréfanna og atkvæðisréttar skuli vera í eigu al- mennra fjárfesta. „Með almennum fjárfestum er átt við aðra aðila en stjórn, lykilstjórn- endur og einstaka hluthafa sem eiga 10% eða meira, sem og aðila fjár- hagslega tengda þeim, svo sem maka, sambýlinga og ólögráða börn, svo og móður-/dótturfélög. Eignarhald al- mennra fjárfesta skal dreifast á að minnsta kosti 300 hluthafa. Stjórn Kauphallarinnar getur við skráningu veitt tímabundna undanþágu frá skil- yrðum um dreifingu, mæli rök með því,“ segir í greininni. Í Morgunkorni ÍSB segir einnig að eignarhald olíufélaganna verði að teljast afar samþjappað. „Eignar- hlutur 15 stærstu hluthafa í Keri er samtals 88% og um 95% í Skeljungi og Olís. Veltuhraði (viðskipti að nafn- virði sl. ár sem hlutfall af útgefnu hlutafé) er 51% hjá Keri, 24% hjá Olís og 53% hjá Skeljungi. Ef stærsti við- skiptadagur er undanskilinn er hlut- fallið 7% hjá Keri, 18% hjá Olís og 47% hjá Skeljungi.“ Áhyggjur af samþjöppun Þórður segir að Kauphöllin hafi haft áhyggjur af samþjöppuðu eign- arhaldi skráðra félaga. „Meðal ann- ars þess vegna beittum við okkur fyr- ir því að reglum um yfirtökur yrði breytt á Alþingi, þannig að þröskuld- urinn yrði færður úr 50% niður í 40%. Auðvitað er það eitt út af fyrir sig ekki nægjanlegt. Í ýmsum félögum hafa myndast stórir hópar hluthafa, eða blokkir, sem gera það að verkum að velta bréfa verður ákaflega lítil. Því verður verðmyndun ekki eins traust og ella,“ segir hann. Þórður segir að yfirmenn flestra fyrirtækjanna skynji að það sé félög- unum fyrir bestu að velta sé tryggð. „Um leið og markaðurinn fer að skynja að velta dregst saman af ástæðum sem þessum minnkar áhug- inn á því að fjárfesta í félögunum, sem getur haft áhrif á verð þeirra,“ segir Þórður. Skeljungur upp- fyllir ekki skil- yrði Aðallista Kauphöllin fundar með forsvarsmönnum innan tíðar ÞRÓUN verðbréfaviðskipta á Íslandi á síðasta ári var hagfelld, sérstaklega ef miðað er við aðra markaði. Veltan í Kauphöll Íslands í fyrra var rúmlega 50% meiri en árið áður. Þetta kom fram í máli Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns Eignarhaldsfélags- ins Verðbréfaþings hf., á fyrsta aðal- fundi félagsins í gær, en það er eign- arhaldsfélag um Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráningu Íslands hf. Að sögn Bjarna liggur einkum þrennt að baki hagstæðri þróun hlutabréfaverðs hér á landi; ágæt af- koma fyrirtækja, gott jafnvægi í þjóð- arbúskapnum og góðar horfur um aukinn hagvöxt. Hann segir að sam- einingar fyrirtækja hafi áfram sett mark sitt á markaðinn. Skráðum fé- lögum í Kauphöll Íslands hafi fækkað, en eftir standi öflugri einingar sem vænta megi að auki seljanleika hluta- bréfa þegar til lengri tíma sé litið. Fram kom hjá Bjarna að þrjú félög hafi verið skráð í Kauphöll Íslands á árinu 2002 en tíu hafi verið afskráð. Hann sagði að flest afskráðu félag- anna hafi sameinast eða verið keypt af öðrum skráðum félögum og því ekki horfið að fullu af markaðnum. Skráð félög í lok síðasta árs hafi verið 64 talsins, en markaðsvirði þeirra hafi verið 529 milljarðar króna sem sé fjórðungshækkun frá fyrra ári. Kaup- hallaraðilar voru 19 í lok ársins, þar af einn erlendur. Að sögn Bjarna virðist Kauphöll- inni enn sem komið er ekki hafa tekist að höfða nægilega til erlendra kaup- hallaraðila. Hann sagði að erlend þátttaka á markaðnum hefði ekki aukist eins og vonir stóðu til. Meg- inástæður þessa liggi annars vegar í þeirri niðursveiflu sem verið hefur á öðrum mörkuðum og hins vegar í smæð íslenska markaðarins. Kaup- höllin hafi unnið að nauðsynlegum umbótum og ýmsar breytingar séu í undirbúningi sem miði að því að auka erlendar fjárfestingar í íslenskum verðbréfum. Hagnaður 31 milljón Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, gerði á aðalfund- inum í gær grein fyrir ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings hf. fyrir árið 2002. Hagnaður félags- ins nam 31 milljón eftir skatta. Rekstrartekjur voru 459 milljónir og rekstrargjöld 424 milljónir. Fjár- munaliðir voru jákvæðir um 4 millj- ónir og skattar rúmar 8 milljónir. Hagfelld þróun verðbréfaviðskipta Fyrsti aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings hf. var fjölmennur. til Kauphallarinnar og þeir sem eru hlutlausir, en þau hlutföll eru 91% meðal fagfjárfesta og 81% meðal almennings. Hann sagði hins vegar að það væri áhyggju- efni hve hátt hlutfall svarenda bæri lítið traust til Kauphall- arinnar. Það gæti m.a. skýrst af því að fjármálamarkaðurinn hefði átt undir högg að sækja gagnvart almenningi á undanförnum miss- erum. Úrtakið í könnuninni meðal al- mennings var 1.250 manns og svarhlutfallið var tæplega 70%. Í úrtaki fagfjárfesta voru 110 sjóðs- stjórar, lífeyrissjóðir og fleiri. Þar var svarhlutfallið um 75%. Spurt var hversu mikið eða lítið traust svarendur bæru til Kaup- hallar Íslands. UM 71% fagfjárfesta og um 48% almennings bera mikið traust til Kauphallar Íslands. Um 9% fag- fjárfesta og um 19% almennings bera hins vegar lítið traust til Kauphallarinnar. Þetta eru nið- urstöður könnunar á viðhorfum til Kauphallarinnar sem stjórn henn- ar lét framkvæma í febrúar síðast- liðnum. Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Eignarhalds- félagsins Verðbréfaþins hf., greindi frá niðurstöðum könn- unarinnar á fyrsta aðalfundi fé- lagsins í gær. Félagið er eign- arhaldsfélag Kauphallar Íslands hf. og Verðbréfaskráningar Ís- lands hf. Sagði Bjarni að niðurstöðurnar væru jákvæðar þegar saman eru teknir þeir sem bera mikið traust 71% fagfjárfesta ber mikið traust til Kauphallarinnar HLUTABRÉF Kers hf. hafa verið færð á athugunarlista Kauphallar Íslands. Frá þessu var greint í tilkynningu í Kaup- höllinni í gær. Þar segir að þetta sé gert með vísan til tilkynningar frá því í fyrradag, miðvikudag, um að Vörðuberg ehf. hefði eign- ast 59,44% af heildarhlutafé Kers. Þar með hafi yfirtöku- skylda stofnast í samræmi við ákvæði laga um starfsemi kaup- halla og skipulegra tilboðsmark- aða. Vörðuberg ehf. keypti tæplega 30% hlut í Keri í fyrradag, en átti fyrir rúm 29%. Kaupverðið var rúmir 3,5 milljarðar króna. Eig- endur Vörðubergs eru Kjalar ehf., Sund ehf., Vogun hf., J&K eignarhaldsfélag ehf. og Fisk- veiðahlutafélagið Venus hf. Ker hf. á athugunar- lista Kauphallar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.