Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 24
Reuters Liðsmenn brezkrar stórskotaliðssveitar hleypa af 105 mm fallbyssu í átt að skotmarki í Suður-Írak í gærkvöldi, en stórskotaliðsskothríðin var liður í upphafi innrásar landhers bandamanna frá Kúveit inn í Írak. ÞÓTT bandarískir embættismenn voni að Saddam Hussein falli í loft- árásunum telja margir þeirra að til að fella stjórn hans sé raunhæfara að stefna að því að eyðileggja stöðvar úr- valssveita hans með það að markmiði að auka líkurnar á því að Írakar geri uppreisn og steypi forsetanum. Háttsettur embættismaður í flug- her Bandaríkjanna segir að áhersla verði lögð á að grafa undan Saddam Hussein með hörðum loftárásum á hermannaskála, stjórnstöðvar og aðr- ar byggingar úrvalssveita sem eiga að verja hann. Með þessu hyggst Banda- ríkjaher brjóta niður varnir Saddams og gera öðrum embættismönnum kleift að steypa honum af stóli. Þriggja þrepa varnarskjöldur Saddam reiðir sig einkum á Lýð- veldisvörðinn, Sérsveitir Lýðveldis- varðarins og sérstaka öryggisstofnun sem komið hefur verið á fót til að tryggja hollustu hersveitanna við for- setann. Lýðveldisvörðurinn, 60.000 manna úrvalssveitir Írakshers, þótti öflugur í stríði Írans og Íraks á níunda ára- tugnum. Sérsveitir Lýðveldisvarðar- ins eru með um 15.000 liðsmenn sem valdir hafa verið úr Lýðveldisverðin- um og eru þekktir fyrir mikla hollustu við Saddam. Margir þeirra eru í sama ættbálki og forsetinn. Sérstaka ör- yggisstofnunin er með um þúsund liðsmenn, sem fylgjast með hinum sveitunum, og er í nánustu tengslum við Saddam og syni hans. Liðsmenn Lýðveldisvarðarins fá um 40% hærri laun en aðrir hermenn í Írak og þeim er séð fyrir betra hús- næði og bílum. Aðrar hersveitir lítið annað en fallbyssufóður Úrvalssveitir Saddams eru ekki eins vel þjálfaðar og vopnum búnar og bandarísku og bresku hermennirnir en sérfræðingar telja að þær geti orð- ið þúsundum þeirra að bana komi til átaka á götum íraskra borga áður en stríðinu lýkur. „Lýðveldisvörðurinn er algjörlega ómissandi fyrir hernaðaráætlun Saddams Husseins,“ sagði Gary Sam- ore, forstöðumaður rannsóknadeildar Alþjóðahermálastofnunarinnar (IISS) í London. „Hann vonast til þess að úrvalssveitirnar geti veitt mótspyrnu nógu lengi til að valda uppnámi út um allan heim, þannig að þrýstingurinn á stjórnvöld í Wash- ington og London verði nógu mikill til að hann geti haldið velli.“ Sérfræðingar telja að aðrar her- sveitir Íraka verði lítið annað en fall- byssufóður og gegni einkum því hlut- verki að hægja á sókn Bandaríkja- manna og Breta gegn úrvalssveitun- um. Hugsanlegt er að þúsundir þeirra gefist upp, eða nógu margir til að innrásarliðið hafi fullt í fangi með að taka þá til fanga og verði því að gera hlé á sókninni. „Ég tel að Saddam geti alls ekki reitt sig á herinn,“ sagði Francois Heisbourg, forstöðumaður rann- sóknastofnunar í öryggismálum í Genf. Lýðveldisvörðurinn er með bestu þungavopnin sem Írakar ráða yfir, meðal annars skriðdreka af gerðinni T-72, sem voru smíðaðir í Sovétríkj- unum fyrir 30 árum. Nýrri skrið- dreka eiga Írakar ekki. Lýðveldis- vörðurinn ræður einnig yfir miklum birgðum af flugskeytum til árása á skriðdreka. Standa betur að vígi í borgunum Sérfræðingar telja að Lýðveldis- vörðurinn muni forðast átök á ber- angri og helsta verkefni úrvalssveit- anna verði að verja borgirnar. Þar standa þær miklu betur að vígi, eink- um í Bagdad, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn og Bretar eru tregir til að gera árásir sem geta valdið miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Bandarískir embættismenn óttast að úrvalssveitirnar beiti efnavopnum en sérfræðingar segja að verði þeim beitt of snemma tapi Írakar áróðurs- stríðinu. Þeir telja að verði slík vopn notuð sé líklegast að það gerist þegar úrvalssveitirnar sjái fram á að þær geti ekki varið Bagdad. Að sögn sérfræðinganna vonast Saddam til þess að Bandaríkjamenn og Bretar neyðist til að hætta árás- unum á Bagdad vegna mikils mann- falls meðal óbreyttra borgara og upp- námsins sem það myndi valda út um allan heim. Áhersla á að uppræta Lýðveldis- vörðinn Bandaríkjamenn vona að árásirnar leiði til uppreisnar gegn Saddam Los Angeles Times. ’ Saddam Husseinvonast til þess að árásunum á Bagdad verði hætt vegna mikils mannfalls. ‘ STRÍÐ Í ÍRAK 24 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                             !  "   #         $    %           &   '              !  " ()*     +       "       ,   -" &           -             + )    . /01 2341 5# . /01 2311 6        7 32  5  "  7 38      7 39  '& 5.  : # &    7 ;0  ) #  :         "   !  "  7 0  ("     !  7 3  ("   !  -"     <     02.11 , 04.11     &      '"        &    : !     -            -    FULLTRÚAR Íraska þjóðar- ráðsins (INC), stærstu samtaka íraskra útlaga, eru sannfærðir um að stríðið í Írak muni taka skjótt af. Þeir segja að íraska þjóðin muni fagna hersveitum Breta og Bandaríkjamanna er þær taka að streyma inn í landið, enda hafi Írakar mátt þola mikið harðræði af hálfu Saddams Husseins for- seta undanfarna áratugi. Íraska þjóðarráðið eru eins konar regnhlífarsamtök helstu andstæðinga stjórnar Saddams Husseins. Samtökin voru stofnuð 1992 og eru aðalbækistöðvar þeirra í London en framkvæmda- stjóri Lundúnaskrifstofunnar heitir Faisal Qaragholi. Qaragholi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að erindrek- ar INC í Írak myndu taka þátt í hernaðinum eftir atvikum. „Okk- ar fólk er viðbúið og þegar stund- in er runnin upp munum við vinna að því með hinum fjölþjóðlegu hersveitum að ná svæðum í Írak á okkar vald,“ sagði hann. Sagði Qaragholi að um frelsis- stríð væri að ræða, binda þyrfti enda á valdatíð Saddams Huss- eins. Þegar hersveitir Breta og Bandaríkjamanna tækju að streyma inn í Írak myndu útsend- arar INC – sem íraskir borgarar – taka við stjórn mála í borgum landsins. „Við gerum ráð fyrir að stríðið vari mjög stutt,“ sagði hann og bætti við: „Ég veit að svo verður.“ Bjóst ekki við að Saddam félli í fyrstu árásinni Qaragholi var spurður að því hvort hann hefði orðið fyrir von- brigðum er í ljós kom að tilraun Bandaríkjamanna í fyrrinótt til að bana Saddam hefði mistekist. Hann svaraði því til að hann hefði aldrei átt von á því að Banda- ríkjamönnum tækist að drepa Saddam með sinni fyrstu árás. Lagði hann áherslu á að forystu- menn INC vildu fyrst og síðast tryggja að sem minnst mannfall yrði í röðum óbreyttra borgara. „Enginn vildi stríð en þetta stríð er nú skollið á vegna stefnu Saddams, það er á hans ábyrgð að Írak á nú enn á ný í stríði. Hann hefur haft tólf ár til að hlíta kröf- um alþjóðasamfélagsins en hefur neitað öllum tilslökunum. Enn á ný þarf Írak því að gjalda fyrir stefnu hans,“ sagði Qaragholi. Kvaðst hann sannfærður um að íraskur almenningur myndi fagna breskum og bandarískum her- mönnum sem frelsurum er þeir tækju að streyma inn í landið. „Þegar hinar alþjóðlegu hersveit- ir nálgast borgir Íraks mun íraska þjóðin fagna þeim því þá mun hún vera í þann mund að sjá á bak einræðisherranum; tíma pyntinga og ógnarstjórnar verður lokið í Írak,“ sagði Faisal Qaragh- oli. Írakar munu fagna brottför Saddams Talsmaður íraskra útlaga segist í samtali við Morgunblaðið eiga von á að stríðið taki skjótt af Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.