Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÁTÆKT er vaxandi vandamál á Íslandi. Um það getur enginn efast sem fylgst hefur með um- ræðu undanfarinna mánaða, eða er svo ólánsamur að þurfa að vera upp á náð og miskunn samfélags- ins kominn vegna veikinda. Ætt- ingjar horfa á vaxandi neyð og úr- ræðaleysi og bregðast oftar en ekki við með því að hlaupa undir bagga. Sumir eiga hins vegar enga eða fáa ættingja og enn aðrir eru ekki aflögufærir. Hvað er þá til ráða? Undirrituð eru aðstandendur geðfatlaðra á Íslandi. Við höfum bundist samtökum til að vinna að réttindamálum þessa hóps, sem því miður stendur alls staðar höll- um fæti í velferðarsamfélagi okk- ar, hvort sem litið er til heilbrigð- isþjónustunnar, félagsþjónustunnar eða fjármála. Af nógu er að taka, en hér ætlum við að vekja athygli á fjárhagslegri stöðu þessa hóps. Geðsjúkdómar leika alla grátt, en þó misjafnlega mikið. Þeir sem veikjast ungir hafa ekki áunnið sér réttindi í almenna lífeyrissjóða- kerfinu. Margir þeirra verða óvinnufærir af völdum sjúkdóms- ins, jafnvel alla ævi. Lífeyrissjóða- kerfið er lokað þessum hópi. Eftir standa því aðeins laun frá al- mannatryggingum, laun sem geta nú orðið hæst 95 þúsund krónur á mánuði fyrir tekjulausan einstak- ling sem býr einn. Af þessu er tek- inn skattur. Útkoman er rétt um 85 þúsund krónur – alla mánuði ársins, ævina á enda. Við ætlum ekki að elta ólar við það hvort kaupmáttur þessara króna hefur aukist eða minnkað undanfarin ár. Eftir stendur að á þessum launum getur enginn lifað. Ættingjar hlaupa undir bagga eft- ir efnum og aðstæðum en þær eru vitaskuld ærið misjafnar. Ættingj- ar eru heldur ekki eilífir og fyrr eða síðar kemur að því að þessir einstaklingar eru algjörlega upp á náð og miskunn ykkar komnir. Morgunblaðið birti athyglisvert viðtal við Hörpu Njáls, starfsmann Borgarfræðaseturs, 7. júlí 2002. Rannsóknir Hörpu leiða í ljós að til þess að íslenskur einstaklingur geti talist búa við lágmarks fram- færslu þurfi hann 100 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem hafa tekjur undir því marki eru fátæk- ir. Það er hart til þess að hugsa að veikir einstaklingar lenda sjálf- krafa í hópi fátæklinga á Íslandi. Þeir veikustu eru jafnframt þeir fátækustu og við núverandi að- stæður er þeim skipað í fátækra- gildru. Þeir mega að sjálfsögðu hvorki reykja né drekka og ekki reka bíl. En þeir geta heldur engu eytt í menntun, tæplega farið á kaffihús með vinum, geta engar tómstundir átt eða sinnt áhuga- málum sínum, eiga varla fyrir strætisvagnafargjaldi og standa ekki undir símakostnaði. Þeir geta aldrei keypt neitt utan brýnustu nauðþurfta – og ekki einu sinni það. Lyfjakaup vilja jafnvel stund- um sitja á hakanum vegna kostn- aðar. Illt er fyrir aðstandendur geðfatlaðra að horfa upp á ætt- ingja sinn neita lyfjagjöfum vegna ranghugmynda sem stundum fylgja sjúkdómum af þessu tagi. Enn verra er þó að sjá að hinn fatlaði getur ekki leyst út lyfin sem hann þarfnast. Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar á að vera velferðarkerfi hér á landi sem styður þá sem ekki geta framfleytt sjálfum sér. Við trúum því að allir Íslendingar séu sammála þessum markmiðum, einnig stjórnmálamenn. Við skor- um á alla Íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að taka undir kröfu um að lægstu laun almanna- trygginga tryggi öllum þjóðfélags- þegnum lágmarksframfærslu. Not- um kosningafundi til að halda fram þessari kröfu. Að lokum viljum við bjóða öllum aðstandendum geðfatlaðra að vinna með okkur að réttindamál- um ættingja sinna því margar hendur vinna létt verk. Upplýs- ingar um hópinn má fá hjá und- irrituðum aðstandendum eða hjá félaginu Geðhjálp. Geðfatlaðir í fátækra- gildru Eftir Auði Styrkárs- dóttur, Klöru Þorsteinsdóttur og Svan Kristjánsson „Veikir ein- staklingar lenda sjálf- krafa í hópi fátæklinga.“ Höfundar eru aðstandendur geðfatlaðra. Klara Þorsteinsdóttir Svanur Kristjánsson Auður Styrkársdóttir HJÁLPARSTARF kirkjunnar er aðili að Alþjóðlegri neyðarhjálp kirkna (ACT – Action of Churches together -) sem haft hefur mikinn viðbúnað vegna stríðsins í Írak. ACT hefur sent út beiðni um fjárhagsað- stoð til aðildarsambanda sinna vegna Íraks upp á 5 milljónir doll- ara. Höfuðþungi starfsins á vett- vangi hvílir á herðum Miðaustur- landaráðs kirkna (MECC) en Alþjóðlega neyðarhjálpin ACT hefur komið upp svæðisskrifstofu í Amm- an þaðan sem stjórnað er hjálparað- gerðum ýmissa aðildarsamtaka svo sem Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins, Kristna hjálpar- starfsins á Bretlandi (Christian Aid), hjálparstofnana þjóðkirkna á Norð- urlöndum og lútherska hjálpar- starfsins í Hollandi og Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt. MECC er samkirkjuleg hreyfing í Mið-Austurlöndum sem vinnur hjálparstarf í þágu kúgaðra, fátækra og brotthraktra í löndum eins og Írak, Jórdaníu, Líbanon, Palestínu og Egyptalandi. Þvert ofan í fullyrð- ingar um að nútíma stríðsrekstur hlífi almennum borgurum, þá álítur Alþjóðlega neyðarhjálpin ACT að eyðilegging af völdum stríðsins muni kippa fótum undan daglegu lífi fólks í Írak og valda gríðarlegum hörm- ungum þegar rafmagn, vatnsveitur og samgöngukerfi verða óstarfhæf. Búast má við í besta falli 30 þúsund og í versta falli 1,5 milljónum flótta- manna (kristnum, sunní og shia múslímum og Kúrdum) frá Írak yfir landamærin til Jórdaníu, Sýrlands og Íran, eftir því hvernig framvind- an í stríðinu verður, og þrátt fyrir að yfirvöld þessara landa segist muni loka landamærum. Í þessum löndum munu kirkjuleg samtök einbeita sér að því að safna saman matar- skömmtum, lyfjum og hjúkrunar- gögnum, tryggja hreint drykkjar- vatn í hentugum umbúðum, skipuleggja farsóttavarnir, og út- vega skýli, flet, skjólfatnað, hitunar- tæki og eldunaráhöld. Inni í Írak mun kirkjum og mosk- um verða breytt fyrir tilstilli MECC í birgða- og hjálparstöðvar m.a. í Bagdad, Basra, Mousul og Kirkuk, og hafa 20 slíkar miðstöðvar þegar tekið til starfa. Hægt er að kaupa grunnmatvæli á markaði í Írak þannig að spurningin stendur fyrst og fremst um birgðasöfnun og dreif- ingu þegar ástandið versnar. Ljóst er að hið alþjóðlega hjálp- arstarf sem fyrir höndum er vegna stríðsins í Írak verður kostnaðar- samt. Þess vegna minnir Hjálpar- starf kirkjunnar á söfnunarsíma sinn, 907 2002, en þeir sem þangað hringja á næstu dögum og vikum leggja 1000 krónur til hjálparstarfs í þágu stríðshrjáðra í Írak með hverju símtali. Kirkjur og moskur í Írak birgða- og hjálparstöðvar Eftir Einar Karl Haraldsson „Ljóst er að hið al- þjóðlega hjálparstarf sem fyrir höndum er vegna stríðs- ins í Írak verður kostn- aðarsamt.“ Höfundur er stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. FRAKKAR bera nú ábyrgð á því að trúverðugleiki Sameinuðu þjóð- ana (SÞ) hefur beðið skaðlegan álitshnekki. Það vill enginn stríð. En menn eins og Saddam Hussein geta ekki endalaust komist upp með að fíflast með alþjóðasamfélagið. Vera sam- tímis í stríði við eigin þjóð, ná- granna og alþjóðasamfélgið. Sadd- am hikar ekki við að láta skjóta tengdason sinn og barnabörn jafnt sem alla aðra sem ekki eru ,,mem“. Nauðganir og pyntingar eru dag- legt brauð hjá liði Saddams. Ábyrga spurningin er: Vilt þú að Saddam fái að halda þessu áfram, fái átölulaust að þróa og koma sér upp fullkomn- ari efna- og sýklavopnum? Vilt þú taka áhættuna á að láta Saddam ,,í friði“ og því að hann kunni að af- henda Al Queda sýkla- eða efna- vopn, eða noti það á nágrannana? Þetta eru hinar ábyrgu spurningar. Ábyrgðarlaus spurning er: ,,Vilt þú stríð“? Það er villandi og heimsku- leg gildruspurning. Það vill enginn stríð! Mér finnst afstaða Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hárrétt. Afstaða þeirra er umfram allt ábyrg sem er kjarni málsins. Það kann að vera tímabundið þægi- legra að leika ábyrgðarlausan heig- ul, eins og sumir gera, en slíkt hefn- ir sín. Við eigum að standa með okkar ráðherrum, sem sýna ábyrga framkomu, líka í erfiðu málunum. Það vill enginn stríð. Starfsemi SÞ hefur lengi minnt á ,,Dýrin í Hálsaskógi“, eftir Thor- björn Egner. Mikki refur var ófyr- irleitinn, át önnur dýr! Því var boð- að til fundar í Hálsaskógi til að stemma stigu við framferði Mikka. Samþykkt voru lög Dýranna í Hálsaskógi: 1. Ekkert dýr má borða annað dýr. 2. Ekkert dýr má taka mat frá öðru. 3. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Lögin voru samþykkt samhljóða. Mikki refur samþykkti – með sem- ingi til að rétta upp framloppuna í atkvæðagreiðslunni. Auðvitað sam- þykkti Mikki refur allt, en Mikki er ekki refur fyrir ekki neitt. Refir standa ekki við loforð sín, og ekki Saddam Hussein. ,,Mikki refur“ hefur birst í ýms- um myndum. Napóleon reyndi að leggja undir sig Evrópu. Svo kom Hitler. Það er kaldhæðnislegt að fulltrúuar ,,gömlu Evrópu“ skuli hafa verið fremstir í flokki innan SÞ við að spilla fyrir áformum um að koma Saddam Hussein frá völdum. Af hverju? Hverjir eru hagsmunir Frakka í að hafa Saddam áfram við völd? Það er víst engin keðja sterk- ari en veikasti hlekkurinn. Bandaríkjamenn og Bretar björguðu Frökkum frá nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um þann hrylling og fórnir sem banda- menn máttu þola þegar innrásin var gerð í Normandí, til að frelsa Frakka undan nasistum. Frakkar hafa nú öllu gleymt, Marshall-að- stoðin líka gleymd! Franski hrokinn lætur ekki að sér hæða! Franski forsætisráðherrann sagði nýlega um þær A-Evrópu- þjóðir sem studdu Bandaríkjamenn af heilindum, að ,,þeir hefðu misst af sínu stærsta tækifæri til að halda kjafti“. Það er ekki oft sem kjöftug- um ratast svo vel á munn – um sjálf- an sig. ,,Stóru krakkarnir“ í fjölmiðlun- um halda auðvitað áfram að spyrja ,,vilt þú stríð?“ eins og lífið sé í al- vörunni bara þykjustuleikur hjá dýrunum í Hálsaskógi! Þeir sem eru ábyrgir viðurkenna flestir, að Bandaríkjamenn hafa síð- ari áratugi sýnt mesta ábyrgð allra þjóða í alþjóðamálum og borgað mest við endurreisn, samanber Júgóslavíu ,,Mikki refur“ þar (Mi- losevitsj) er nú hjá Alþjóðadóm- stólnum í Haag og fær vonandi að axla ábyrgð á viðbjóðslegum þjóð- armorðum, nauðgunum og pynting- um. Átti að láta hann ,,í friði“? Hryðjuverkastarfsemi og við- bjóðsleg harðstjórn einræðisherra þar sem nauðganir og pyntingar eru daglegt brauð verður að uppræta, með þeim ráðum sem duga! Dettur einhverjum í hug í alvöru að Sadd- am Hussein ,,verði góður strákur“? Það er ömurlegt að hafa fylgst með Frökkum svíkja þá sem björg- uðu þeim undan nasistum með hræðilegum fórnum. Þeir sem koma svo fram kunna tæplega að skamm- ast sín. ,,Mikki refur“ borðar ekki gul- rætur og salatblöð. Dýrin í Hálsaskógi Eftir Kristin Pétursson „Við eigum að standa með okkar ráðherrum, sem sýna ábyrga framkomu, – líka í erfiðu málunum. Það vill enginn stríð.“ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.