Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, er mjög ánægður með Kenny Miller, sókn- armann frá Wolves, og miðað við ummæli hans um piltinn er líklegt að hann verði í fremstu víglínu gegn Íslandi á Hampden Park þann 29. mars. Miller hefur aðeins leikið einn landsleik fyrir Skotland en hann hefur verið mjög öflugur með Wolves í vetur í ensku 1. deildinni og búist er við að Vogts tefli honum og Stevie Crawford frá Dunferm- line fram sem sóknarmönnum gegn Íslandi. Vogts hefur meira að segja líkt Miller við hinn fræga landa sinn, þýska markaskorarann Gerd „Bomber“ Müller, sem skoraði 68 mörk í 62 landsleikjum fyrir Þýska- land á árunum 1966 til 1974. Magnaður í markteignum „Müller réð ekki yfir neinum hraða. En hann var magnaður í markteignum, þar var hann alltaf á réttum stað, og það er það mikil- vægasta í fari markaskorara. Þann- ig leikmaður er Kenny Miller,“ seg- ir Vogts um leikmann Úlfanna. Steven Thompson, fastamaður í framlínu Skota að undanförnu, tek- ur út leikbann gegn Íslandi og Mill- er er líklegastur til að fylla skarð hans. Líkir Kenny Miller við Gerd Müller  BERTI Vogts, landsliðsþjálf- ari Skota í knattspyrnu, sendi öllum 18 leikmönnunum sem hann valdi fyrir leikinn gegn Ís- landi hvatningarbréf þar sem hann lagði áherslu á að sigur og ekkert annað en sigur kæmi til greina gegn Íslandi á Hampden Park þann 29. mars.  Vogts sagði skoskum fjöl- miðlum frá því að í bréfinu hefði hann lagt línurnar um hvað landsliðsmenn Skotlands þyrftu að gera: „Ég skýrði þeim frá því hvað við myndum gera í næstu viku, hvað sé mikilvægt fyrir hvern einstakan leikmann, og hvað sé mikilvægt fyrir Skot- land. Það sem skiptir öllu máli gegn Íslandi er að sigra. Við þurfum svo sannarlega að gera meira en í síðasta leik, gegn Ír- um. Núna eru engin „ef“ og „en“ í spilinu. Við verðum að vinna þennan leik. Við verðum að senda stuðningsmönnum skoskr- ar knattspyrnu skýr skilaboð. Þeir eyða miklum fjármunum í að fylgja okkur eftir og við verð- um að gefa þeim eitthvað í stað- inn. Við höfum haft tilhneigingu til að fá á okkur mörk á fyrstu 20 mínútunum, rétt eins og gegn Írum.  Þetta verður mjög erfiður leikur, bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum á allri okkar einbeit- ingu að halda og verðum að spila af stolti og ástríðu,“ sagði Vogts. Sendi hvatningarbréf Skoskir fjölmiðlar furða sig nokk-uð á vali Berti Vogts, landsliðs- þjálfara Skotlands í knattspyrnu, á landsliði Skota sem mætir Íslending- um á Hampden Park þann 29. mars. Það sem vekur mest umtal í Skot- landi er að Vogts valdi ekki Russell Anderson, varnarmann frá Aber- deen, og Neil McCann, miðjumann frá Rangers. Þá þykir athyglisvert að markvörðurinn Neil Sullivan frá Tottenham sé ekki einn hinna þriggja markvarða sem eru í hópn- um. Anderson, sem kom inná sem varamaður í leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvellinum síðasta haust, hefur þótt sterkur í vörn Skota og hefur átt mjög gott tímabil í vörn Aberdeen í vetur. McCann var ekki með í leiknum á Íslandi vegna meiðsla en búist var við honum í hópnum í þessum leik. Ross í leikbanni Maurice Ross, miðjumaður Rang- ers, sem lék á Íslandi, tekur út leik- bann í leiknum á Hampden Park, sem og félagi hans frá skoska topp- liðinu, sóknarmaðurinn Steven Thompson. Búist er við að Kevin Miller frá Wolves leysi Thompson af í fremstu víglínu skoska liðsins. Valið hjá Vogts kemur á óvart  PAUL Dickov, sóknarmaður hjá Leicester City, dró sig í gær út úr skoska landsliðshópnum í knatt- spyrnu en hann var valinn í hann fyr- ir leikinn gegn Íslandi þann 29. mars. Dickov þarf að gangast undir aðgerð á nára eftir helgina en eftir leik gegn Coventry um helgina á Leicester tveggja vikna frí í ensku 1. deildinni og þann tíma ætlar Dickov að nota til að jafna sig. Hann hefur gert 19 mörk fyrir Leicester í vetur.  SKOSKA knattspyrnusambandið lýsti yfir mikilli óánægju með fram- komu Leicester í málinu. Talsmaður sambandsins sagði í gær að það væri ósæmilegt af enska félaginu að hafa ekki látið vita um þessa fyrirhuguðu aðgerð, þar sem Leicester hefði á sínum tíma fengið beiðni um að Dick- ov yrði laus í leikinn gegn Íslandi.  TERRY Butcher, knattspyrnu- stjóri Motherwell og fyrrum mið- vörður Ipswich og enska landsliðs- ins, hefur beðið skoska knattspyrnu- forystu um að fá á hreint hvort eitthvert lið falli úr skosku úrvals- deildinni í vor. Motherwell situr nú á botninum, rétt á eftir Dundee Unit- ed, en samkvæmt venju á neðsta lið- ið að falla. Þar sem efsta lið 1. deild- ar, Falkirk, er ekki með völl sem fengi leyfi í úrvalsdeildinni hefur ríkt óvissa um hvort það fái sæti þar.  BUTCHER segir að hann hafi allt- af gert ráð fyrir því að neðsta liðið félli og markmiðið væri að forðast botnsætið. „En það er þó lágmarkið að fá að vita hvað verður um okkur í vor ef við endum í neðsta sætinu,“ segir Butcher.  TVEIR piltar sem hafa staðið sig vel í ensku knattspyrnunni í vetur hafa verið kallaðir inn í skoska 21-árs landsliðið í fyrsta skipti og leika með því gegn Íslandi í Cumbernauld þann 28. mars. Það eru Nick Montgomery, miðjumaður frá Shef- field United, og David Noble, miðju- maður frá West Ham.  SEX aðrir leikmenn skoska 21-árs liðsins leika með enskum félögum. Þar af þrír í úrvalsdeildinni, þeir Michael Stewart frá Manchester United, Kevin Kyle frá Sunderland og Brian Kerr frá Newcastle. Tveir eru frá Nottingham Forest og einn frá Preston.  MARTIN Laursen, landsliðsmað- ur Dana í knattspyrnu sem leikur með AC Milan á Ítalíu, sagði við Ekstra Bladet í gær að góðar líkur væru á að hann færi til enska liðsins Tottenham sem lánsmaður fyrir næsta tímabil. Laursen hefur ekki átt fast sæti í liði AC Milan og Mort- en Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hef- ur gefið honum skýr skilaboð um að hann þurfi að spila reglulega til að eiga möguleika á að komast í danska landsliðið. FÓLK gætilega með hann. Darren var meiddur lengi og er rétt að stíga sín fyrstu skref í liði Manchester United, en hann á eftir að nýtast okkur mjög vel og er skammt frá því að vera valinn í okkar lands- liðshópa,“ sagði Vogts í fyrradag þegar hann tilkynnti um val sitt á landsliðinu fyrir leikinn gegn Ís- landi. Vogts sagði ennfremur að fram- tíðin væri mjög björt í skoskri knattspyrnu því fjölmargir efnileg- ir leikmenn væru á leiðinni sem yrðu komnir í A-landsliðið eftir tvö til þrjú ár. BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, valdi ekki táninginn efnilega frá Manchester United, Darren Fletcher, í hóp sinn fyrir leikinn gegn Íslandi á Hampden Park hinn 29. mars. Fletcher verður heldur ekki í 21- árs liði Skota sem mætir Íslend- ingum í Cumbernauld deginum áð- ur. En Vogts segir þó að hinn 19 ára gamli Fletcher sé eitt mesta efni sem fram hafi komið á Bret- landseyjum og sagði í gær að Roy Keane hjá Manchester United hefði reynt að fá strákinn til að nýta sér rétt sinn til að gerast írsk- ur landsliðsmaður. Fletcher lék með 21-árs liði Skota gegn Írum í síðata mánuði en Vogts segir að menn þurfi að meðhöndla hann varlega. „Ég tal- aði við Darren fyrir ári og sagði honum að hann yrði að velja Skot- land, og ég hef einnig rætt um hann við Alex Ferguson. Hann er einn efnilegasti leikmaður Bret- lands en við verðum að fara mjög AP Darren Fletcher og Sir Alex Ferguson á æfingu fyrir Evrópuleik Man. United og La Coruna á Spáni. Berti Vogts Skotland – Ísland á Hampden Keane reyndi að ræna Fletcher frá Skotum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.