Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 11 SLÓVENÍA og Ísland eru bæði smáríki í Evrópu og vegna smæð- arinnar stafar engum af þeim ógn en vinsemd þjóða er þýðingarmeiri nú en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þjóðirnar geta þó látið að sér kveða á alþjóðavettvangi og þurfa ekki að hræðast að verða knúnar til að láta undan þrýstingi frá stærri ríkjum. Í því tilliti gegna fjölmiðlar og upp- lýsingasamfélagið stóru hlutverki. Þetta kom meðal annars fram í er- indi sem Ólafur Ragnar Grímsson hélt í félagsvísindadeild háskólans í Ljúbljana í Slóveníu í gær. Op- inberri heimsókn forsetans til landsins lýkur í dag. Baldur Þór- hallsson, dósent við Háskóla Íslands og forstöðumaður rannsóknarset- urs um smáríki sem staðsett er á Ís- landi, kynnti starfsemi smáríkjaset- ursins í háskólanum. Segir Baldur Slóvena sýna setrinu mikinn áhuga og var í gær undirrituð viljayfirlýs- ing við háskólann í Ljúbljana varð- andi samstarf við HÍ um smáríkja- rannsóknir. Háskólastúdentar fjölmenntu á fyrirlestur forsetans og Baldurs og voru forvitnir að vita af hverju svo margir íslenskir námsmenn fara til útlanda í nám. Sagði Ólafur Ragnar reynslu þeirra ómetanlega og við heimkomu þeirra að loknu námi myndaðist nokkurs konar suðupott- ur þar sem hugmyndir og ólík reynsla kæmu í góðar þarfir. Sagði Ólafur marga nemendur fara út á eigin forsendum, án þess að vera að taka þátt í skiptinemaverkefnum og hvatti hann slóvenska nemendur til slíks hins sama þar sem þeir væru af kynslóð sem allar dyr stæðu opnar út í heim. Á fundum forsetans og íslensku sendinefndarinnar sem er í fylgd með honum og slóvenskra yfirvalda hefur komið fram að möguleikar eru á samstarfi ríkjanna varðandi rannsóknir og nýtingu á jarðhita en Slóvenar nýta jarðhita fyrst og fremst í heilsulindum sem eru vin- sælar meðal ferðamanna. Kynnti Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri Enex, starfsemi fyrirtækisins sem sinnir ráðgjöf við jarðhitanýtingu. Sagði Ólafur Ragnar á fundi með viðskipta- og iðnaðarráðherra landsins sem og með borgarstýru Ljúbljana að hann vonaðist eftir samstarfi á þessu sviði sem myndi gagnast báðum aðilum. Í gærkvöldi hélt Ólafur ásamt heitkonu sinni, Dorrit Moussaieff, og föruneyti að Bled kastala sem er skammt fyrir utan Ljúbljana. Í glaðasólskini var síðan siglt út í Bled eyju þar sem kirkjustaður hef- ur verið frá fornu fari. Tóku börn klædd þjóðbúningum á móti forset- anum og heitkonu hans og dönsuðu og sungu að slóvenskum sið. Háskólinn í Ljúbljana og HÍ vilja starfa saman að smáríkjarannsóknum Vinsemd þjóða aldrei jafnþýð- ingarmikil og nú Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson sigldu til Bled-eyju. Ljúbljana. Morgunblaðið. BISKUP Íslands, Karl Sigur- björnsson, sendi í gær frá sér svo- hljóðandi yfirlýsingu vegna stríðs- ins í Írak: „Við hörmum að enn skuli gripið til vígtólanna og þau látin skera úr deilumálum. Það er mikill ósigur fyrir mannkynið og vonir okkar um nýja heimsskipan þar sem siðgæð- isleg megingildi væru í heiðri höfð: virðing fyrir alþjóðalögum, réttlæti og frelsi, mannúð og mildi. Víst er að stríðið í Írak mun valda mikilli eyðileggingu og mann- tjóni og ægilegum hörmungum meðal almennings. Hjálparstofn- ana, líknarsamtaka og ríkisstjórna hinna auðugri ríkja bíða gífurleg verkefni til hjálpar og uppbygg- ingar. Á þessum dimma degi er hugur okkar hjá öllum þeim saklausum sem átökin bitna á. Biðjum um líkn og hjálp af hæðum, huggun og styrk og nýja von um frið á jörðu. Ég hvet presta til að efna til kyrrðar- og bænastunda í kirkjum landsins og hafa þær opnar á með- an átök standa, með bæn fyrir þeim sem líða og fyrir leiðtogum þjóð- anna, að viska Guðs anda leiði þá og fyrirheit Drottins rætist: „Og hann mun dæma meðal lýðanna og skera úr málum margra þjóða. Og þær munu smíða plógjárn úr sverð- um sínum og sniðla úr spjótum sín- um. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ (Jes. 2:4) Hugur okkar hjá þeim sak- lausum sem átökin bitna á Yfirlýsing frá Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands ALÞJÓÐA Rauði krossinn er einu alþjóðlegu hjálparsamtökin sem nú eru í Írak og hafa starfsmenn hans haft talsverðan viðbúnað, sérstak- lega við sjúkrahús. Starfsmenn Al- þjóða Rauða krossins staðfestu í gærdag að einn óbreyttur borgari hefði látið lífið og fjórtán særst í árásunum sem gerðar voru á Írak í fyrrinótt. „Starfsmenn Rauða krossins sögðu að rólegt hefði verið í Írak í gærdag, verslanir verið lokaðar, rafmagns- og vatnsveitur hefðu ennþá verið í gangi en mjög fátt fólk var á götunum,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við erum með menn bæði í Bagdad og Norður-Írak og í borg- inni Basra í Suður-Írak. Það var að mestu rólegt þarna í gærdag en enginn veit hvað gerist í nótt.“ Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun til stuðnings hjálparstarfi í Írak og biður almenning um að hringja í söfnunarsímann, 907 2020, og leggja þannig fram 1.000 krónur af símreikningi eða fara inn á vef félagsins, www.redcross.is, og setja framlagið á greiðslukort. Margir starfsmenn í Írak „Á annað hundrað starfsmanna Alþjóða Rauða krossins eru í Írak og leggja mesta áherslu á aðstoð við almenning, hjúkrun særðra og útvegun drykkjarvatns. Ástand al- mennings í Írak er bágborið eftir tólf ára viðskiptabann. Eitt af hverjum tíu börnum sem fæðast deyr áður en það nær fimm ára aldri. Eitt af hverjum fimm börnum þjáist af næringarskorti,“ segir í fréttatilkynningu Rauða kross Ís- lands. Rauði krossinn hrindir af stað söfnun Bágt ástand al- mennings í Írak ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter- national hefur sent öllum alþing- ismönnum bréf þar sem farið er fram á að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að farið verði að mannréttinda- og mann- úðarlögum í stríðinu í Írak. „Sam- tökin hafa miklar áhyggjur af af- leiðingum átakanna á almenna borgara. Þeir sem hófu stríðið verða að axla ábyrgð á þeim mann- réttinda- og mannúðarhörmungum sem kunna að fylgja í kjölfarið. Meira en helmingur írösku þjóð- arinnar er háður matargjöfum stjórnvalda og óttast Amnesty Int- ernational að miklir brestir kunni að verða á matvæladreifingu til al- mennings en slíkt gæti leitt til hörmunga meðal almennra borg- ara, segir í tilkynningu Amnesty. Mannúð og mannrétt- indi verði tryggð HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni, sem hafði verið sýknaður af ákæru um manndráp og líkamsmeið- ingar af gáleysi, þar sem of langur tími leið frá munnlegum málflutn- ingi þar til dómur var kveðinn upp. Meira en fjórir mánuðir liðu frá því aðalmeðferð lauk og þar til dómur var kveðinn upp. Var lagt fyrir hér- aðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Lögreglutjórinn ákærði manninn 9. nóvember 2001 fyrir að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við akstur og valdið árekstri tveggja bifreiða en við áreksturinn lést 13 ára gömul stúlka og önnur jafngömul hlaut al- varlega áverka. Aðalmeðferð í mál- inu fór fram 5. apríl 2002 og var mál- ið þá tekið til dóms. Dómur var á hinn bóginn ekki kveðinn upp fyrr en 16. júlí, rúmlega fjórum mánuð- um síðar. Í lögum er kveðið á um að dóm skuli að jafnaði ekki kveða upp síðar en þremur vikum eftir að mál er tekið til dóms. Hæstiréttur segir að héraðsdómur verði að jafnaði ekki kveðinn upp að réttu lagi án þess að málið sé í raun og veru flutt á nýjan leik, hafi meira en átta vikur liðið frá munnlegum málflutningi, enda geti dómurinn þó ekki komið að gagni. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða 220.000 kr. í málsvarnarlaun. Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gísla- son og Hrafn Bragason kváðu upp dóminn. Ragnheiður Harðardóttir saksóknari, sótti málið f.h. ríkissak- sóknara sem hafði áfrýjað en Andri Árnason hrl. var til varnar. Rúmlega fjóra mánuði að kveða upp dóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.