Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 41
✝ Sigurður FriðrikSigurðsson
búfræðikandídat
fæddist í Reykjavík
17. október 1949.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu í Gautaborg í
Svíþjóð 3. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Rakel Sigríður Gísla-
dóttir húsmóðir frá
Sölvabakka í Engi-
hlíðarhreppi í A-
Hún., f. 3. september
1905, d. 12. janúar
1992, og Sigurður Sigmundsson,
fv. fulltrúi hjá hagfræðingi
Reykjavíkurborgar, ættaður úr
Hafnarfirði og Garðabæ, f. 19.
nóvember 1911, d. 17. nóvember
1977. Þau eignuðust fjögur börn
og var Sigurður Friðrik yngstur.
Eftirlifandi eru Magnea Sigríður
og Jón, en elsta barnið, drengur,
lést við fæðingu.
Sigurður Friðrik kvæntist
Eygló Lind Egilsdóttir frá Borg-
arnesi. Þau eignuðust fimm börn
sem öll eru á lífi. Þau
eru Sigríður Lind, f.
17. desember 1969,
Egill, f. 28. júní 1971,
sonur hans er Snorri,
Guðveig Anna, f. 1.
mars 1976, Kristín
Lilja, f. 21. septem-
ber 1979, Sonja Lind,
f. 18. september
1981. Eygló og Sig-
urður skildu.
Sigurður bjó með
Jónu Lilju Péturs-
dóttur úr Kópavogi í
nokkur ár og átti
með henni börnin
Katrínu, f. 4. desember 1982, son-
ur hennar er Róbert Leó Þormar,
Sigurð Jón, f. 23. apríl 1985, og
Pétur Friðrik, f. 25. maí 1987.
Jóna og Sigurður slitu samvistir.
Eftirlifandi sambýliskona Sig-
urðar er Ásta Georgsdóttir frá
Skagaströnd. Hjá þeim ólst upp
sonur Ástu, Aron Kári, f. 20. febr-
úar 1990.
Útför Sigurðar Friðriks verður
gerð frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mágur minn Sigurður Friðrik
Sigurðsson er látinn aðeins 53 ára
að aldri. Hann var öllum harmdauði
sem þekktu hann vel og erfitt að
átta sig á lögmálum lífs og dauða.
Ekki kveðja menn í aldursröð, svo
mikið er víst.
Sigurður var alinn upp við gott at-
læti foreldra sinna og eldri systkina
í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.
Einnig varð Hjalli í Kjós sem annað
heimili Sigurðar á sumrum. Að fá að
vera í sveit hjá Unni og Hans á
Hjalla og með öllum börnunum
þeirra varð Sigurði frábært vega-
nesti sem hann mat mjög mikils.
Frásagnir hans af lífinu á Hjalla og
vinum hans þar voru oft skemmti-
legar, enda Sigurður frábær sögu-
maður. Áhrif frá þessum sumrum
hafa greinilega verið sterk, því Sig-
urður ákvað ungur að setjast í
Bændaskólann á Hvanneyri. Hann
varð búfræðingur og settist síðan á
framhaldsdeild og útskrifaðist
búfræðikandidat með áherslu á
ræktun og búvélatækni.
Að námi loknu hafði Sigurður
stutta viðdvöl í Borgarnesi, en það-
an var eiginkona hans Eygló Lind
Egilsdóttir. Þau voru gefin saman í
Borgarneskirkju í nóvember 1971.
Fljótlega fluttu þau til Reykjavík-
ur og starfaði Sigurður sem sölu-
maður og sölustjóri bifvéladeildar
Glóbus hf. á árunum 1972–76. Á ár-
unum 1976 fluttust þau að Suður-
eyri við Súgandafjörð er Sigurður
réðst til starfa hjá sveitarsjóði Suð-
ureyrarhrepps. Auk starfa fyrir
sveitarsjóð kenndi Sigurður við
grunnskólann og starfaði í lögregl-
unni frá 1976–83, síðustu tvö árin á
Ísafirði. Fjölskyldan bjó á Suður-
eyri til 1983. Eygló og Sigurður
skildu.
Sigurður settist að í Reykjavík og
gerðist hann lögreglumaður við
embætti lögreglustjóra í Reykjavík.
Því starfi gegndi hann til ársins
1989 er hann fluttist til Gautaborgar
í Svíþjóð og hóf störf hjá Volvo þar í
borg. Aldrei var það að heyra á Sig-
urði að hann sæi eftir þeirri ákvörð-
un að flytjast á milli landa, þótt lífið
væri honum ekki auðvelt fyrst í
stað. Þvert á móti var hann ánægð-
ur með hversu vel honum gekk að
vinna sig upp hjá fyrirtækinu. Eins
og hann sagði sjálfur með nokkru
stolti: „Ég byrjaði nú bara á gólfinu
hjá Volvo“ og eftir augnabliksþögn
bætti hann við kíminn: „en var þar
ekki lengi“. Síðustu árin var Sig-
urður umsjónarmaður tæknilegrar
greiningar og var á miklum ferða-
lögum milli landa að funda með und-
irverktökum Volvo víðsvegar um
heiminn. Greinilega báru stjórnend-
ur Volvo traust til Sigurðar og
hvarflar að mér að vélfræðinámið á
Hvanneyri forðum hafi orðið honum
drjúgt veganesti til farsældar.
Ég sakna Sigurðar mágs míns
mjög og minnist allra okkar sam-
verustunda með gleði. Sigurður var
mjög vinsæll maður enda vel lesinn
og yfirvegaður en hrókur alls fagn-
aðar á gleðistundum. Greinilega
mátti sjá hug starfsfélaga hans og
vina er hann hélt upp á afmælið sitt,
fimmtugur. Tókumst við Magnea
eiginkona mín og systir hans þá ferð
á hendur frá Wahington DC til
Gautaborgar til að fagna með hon-
um. Má segja að þau Sigurður og
Ásta hafi stórmannlega staðið að
þeim afmælisfagnaði. Sigurður lék á
als oddi en fáir menn voru skemmti-
legri á góðri stund. Heimsóknir
hans til okkar til Ameríku og
Frakklands voru okkur ómetanleg-
ar. Erfitt er að sætta sig við orðinn
hlut.
Öllum þeim sem þótti vænt um
hann sendi ég samúðarkveðjur með
bæn um styrk.
Sveinn Á. Björnsson.
Nú þegar Siggi mágur minn er al-
farinn heim til Íslands til hinstu
hvílu koma upp í hugann ýmsar
svipmyndir frá indælum samveru-
stundum okkar á þessum allt of fáu
árum sem okkur Hans auðnaðist að
vera samferða honum. Það er svo
óraunveruleg tilhugsun að eiga aldr-
ei aftur eftir að heyra glaðværa
rödd Sigga í símanum þegar ég
hringi til að spjalla við Ástu systur
mína, að hann muni aldrei aftur
grilla handa okkur safaríkar steikur
í kvöldsólinni á útipallinum heima
hjá þeim eða sýna okkur þær breyt-
ingar og umbætur sem orðið hafa í
garðinum frá síðustu heimsókn okk-
ar.
Við Hans hittum Sigga fyrst
nokkru áður en hann og Ásta systir
stofnuðu heimili saman, þegar hann
var í vinnuferð í Belgíu og leit inn til
okkar eina kvöldstund. Þrátt fyrir
að við byggjum í sitt hvoru landinu
urðu vinarfundirnir allnokkrir, hjá
okkur í Brussel og nú á síðustu ár-
um í Osló, en ekki síst heima hjá
þeim Sigga, Ástu og Aroni Kára í
Gautaborg, þar sem við fengum að
upplifa þá hlýju og ást sem ein-
kenndi hina allt of stuttu samveru
litlu fjölskyldunnar á Ingefärsgatan.
Gestrisni og glaðværð réð ríkjum á
heimilinu og var Siggi jafnan í ess-
inu sínu, hvort sem var í troðfullu
húsi á fimmtugsafmæli hans, sam-
ræðum yfir glasi á kvöldstund eða
spjalli í morgunkaffinu við eldhús-
borðið, sem gjarnan stóð langt fram
á dag. Við Hans upplifðum aldrei
gamlárskvöld í götunni þeirra, en
lýsingar hugfanginna nágranna á
hátíðahöldum að íslenskum sið með
tilheyrandi flugeldum láta Sigga
standa ljóslifandi fyrir hugskotsjón-
um þar sem hann stjórnaði öllum
herlegheitunum.
Sumarið 1999 fórum við Hans í
ógleymanlega ferð til Þýskalands
með Sigga, Ástu og báðum sonum
hennar, aðallega til að sjá sólmyrkv-
ann í ágúst, sem reyndar hvarf í
svört regnský, en einnig notuðum
við tækifærið til að heimsækja
frændfólk okkar Ástu í Norður-
Þýskalandi sem Ásta hafði ekki hitt
síðan hún var barn. Mér er minn-
isstætt að Siggi átti strax hug og
hjarta Maríu ömmusystur og Sieg-
frieds manns hennar og að María
tók mig til hliðar og sagði: „Sólveig,
þetta er góður maður sem hún Ásta
systir þín á.“ Myndirnar sem Siggi
tók í garðinum þeirra vekja ljúfar
minningar um þessa heimsókn. Við
ráðgerðum að fara í fleiri slíkar
ferðir saman, en náðum ekki að gera
þær að veruleika áður en Siggi var
kallaður brott allt of snemma.
Siggi var hafsjór af fróðleik um
sögu og leiddi okkur nokkrum sinn-
um um kastala og virki í nágrenni
Gautaborgar þar sem hann stóð með
vindinn í þykku hárinu og lýsti af
innlifun örlagaríkum atburðum þeg-
ar Svíaríki varð til. Hann var alltaf
málefnalegur í viðræðum, rólegur
og yfirvegaður og átti auðvelt með
að koma auga á samhengi og draga
skynsamlegar ályktanir. Hann miðl-
aði ætíð af margbreytilegri lífs-
reynslu sinni og víðtækri þekkingu
og ávann sér traust og virðingu
þeirra sem kynntust honum. Siggi
var vingóður maður og vinmargur
sem kom best í ljós við fráfall hans
þegar vinir og vinnufélagar veittu
fjölskyldunni hjálp og huggun á
raunastund og fjölmenntu við fal-
lega minningarathöfn um Sigga í ís-
lensku kirkjunni í Gautaborg þar
sem hann hafði verið meðhjálpari í
mörg ár.
Elsku Ásta, Aron Kári og Egill,
um leið og við Hans kveðjum mág,
svila og góðan vin með söknuði
sendum við ykkur innilegustu sam-
úðarkveðjur og óskum þess af öllu
hjarta að þið megið öðlast styrk til
þess að ganga í gegnum þungbæra
sorg. Megi dýrmætar minningarnar
um elskulegan sambýlismann og
fósturföður veita ykkur huggun og
yl þegar fram líða stundir.
Sólveig Georgsdóttir.
Hvað bindur vorn hug við heimsins
glaum,
sem himnaarf skulum taka?
segir Einar Benediktsson í einum
best gerða sálmi íslensku sálmabók-
arinnar. Mér hefur oft fundist þessi
texti vanmetinn, því í honum birtist
sjaldséð trúarvissa og traust, sem er
fjarri ýmsum innantómum hending-
um, sem maður finnur því miður hér
og þar í sumum sálmum okkar.
Síðustu dagana hef ég oft stað-
næmst við þennan texta þegar hug-
ur minn hefur reikað til hinnar allt
of skyndilegu brottfarar vinar okkar
og samstarfsmanns, hans Sigga. Og
aftur og aftur hafa eftirfarandi ljóð-
línur leitað á mig:
Af eilífðarljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Kunningsskapur okkar Sigurðar
hófst í Gautaborg. Hann kom til mín
einu sinni eftir messu í norsku kirkj-
unni og spurði hvort við þyrftum
ekki á einhvers konar meðhjálpara
að halda. Og þar með var íslenski
söfnuðurinn í Gautaborg búinn að fá
meðhjálpara. Hann lóðsaði prestana
okkar gegnum messurnar, skrýddi
þá og aðstoðaði á ýmsan hátt og svo
las hann ætíð lokabænina og fékk
þannig alltaf síðasta orðið.
Síðar var hann kosinn í sóknar-
nefndina. Hann var ekki málreifur á
þeim vettvangi, en allt sem hann
sagði var vandlega íhugað og vel
rökstutt. Hann vann ötullega að því
að styrkja íslensku kirkjuna í Sví-
þjóð í sessi. Hann skildi bæði hug-
sjónirnar og þann ramma sem tak-
markað fjármagn setti starfinu og
hann reyndi ætíð að samræma þetta
tvennt. Ég er honum þakklátur fyrir
ágæta samvinnu í sóknarnefnd og
íslenski söfnuðurinn þakkar honum
líka fyrir allt hans óeigingjarna
starf í þágu safnaðarins.
Við Siggi höfðum svolítið gaman
hvor af öðrum. Hann laumaði stund-
um út úr sér hlýlegum athugasemd-
um með örlitlum broddi um eitt eða
annað, sem hefði kannski mátt fara
betur í litlu nýlendunni okkar og ég
fann ekki betur en hann hefði gam-
an af samskonar skeytum frá mér.
Stundum skiptumst við á tilvitnun-
um í íslenskar bókmenntir í stað
þess að segja beint út hvað við vild-
um hvor öðrum.
Þessi leikur verður ekki lengur
leikinn og það verður ekki auðvelt
að fylla skarðið eftir Sigga, hvorki í
safnaðarstarfinu né á einkasviðinu.
Fátækleg kveðja mín og safnaðarins
til Ástu og annarra aðstandenda ná
svo skammt. En við erum innilega
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum að njóta hans.
Á svörtustu stundunum í lífi okk-
ar er mikilvægt að við staðnæm-
umst við það sem er bjartast.
Svo bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér
segir Davíð og hér er þau orð
sannmæli.
Ég vil ljúka þessum fáu orðum
með aðstoð Tómasar sem minntist
vinar síns á eftirfarandi hátt:
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Kristinn Jóhannesson,
Gautaborg.
Árið 1995 er Sigurður fékk fast-
ráðningu gekk hann í verkalýðssam-
band fastráðinna starfsmanna og
varð þegar virkur á ársfundum. Eft-
ir nokkur ár gerðist Sigurður trún-
aðarmaður starfsmanna þar sem
hann barðist fyrir hagsmunum fé-
laganna með margvíslegum hætti.
Ekki leið á löngu þar til hann var
kjörinn varaformaður félagsins. Þar
sýndi Sigurður að hann var eins og
fæddur til þess að taka þátt í samn-
ingaviðræðum. Hann var yfirvegað-
ur, vel lesinn, geislaði af öryggi og
hafði góða kímnigáfu. Hann virti þá
sem urðu á vegi hans í trúnaðar-
störfum sínum og kom skoðunum
sínum á framfæri með skýrum hætti
og af heiðarleika. Hann sætti sig
hins vegar ekki við neitun fyrr en
hann hafði reynt til þrautar alla
aðra möguleika. Þetta olli því að
hann ávann sér virðingu bæði hjá fé-
lögunum sjálfum og hjá fyrirtækinu.
Launamál starfsmanna voru með-
al þeirra atriða sem voru Sigurði
hjartfólgin. Einkum bar hann hag
hinna lægst launuðu fyrir brjósti.
Þegar Sigurður var valinn til for-
ystu í sinni deild var honum mikið í
mun að hinar faglegu upplýsingar
bærust greitt til félagsmanna.
Fyrstu kynni mín af Sigurði voru
þegar ég sat námskeið í húsnæði
verkalýðsfélagsins um lög og reglur.
Við sátum saman. Ég var nýorðinn
leiðtogi innan hreyfingarinnar og
við áttum að leika hlutverkaleik.
Fyrst átti ég að taka fram röksemd
sem verkalýðsleiðtogi og Sigurður
lék atvinnurekandann. Svo skiptum
við um hlutverk. Í bæði skiptin fór
allt í handaskolum hjá mér, þrátt
fyrir að ég í seinna skiptið notaði
sömu röksemdir og hann hafði notað
gegn mér í fyrra skiptið. Þótt hann
færi þarna illa með mig gerði hann
ekki meira úr því en efni stóðu til –
en því var ekki að neita að það var
stríðnisglampi í augunum! Þarna
var lagður grunnurinn að tryggð
minni í hans garð.
Hans Wallstedt.
Afar dugmiklill teymisstjórnandi
hefur nú horfið á braut. Ég stend í
mikilli þakkarskuld við Sigurð, ekki
síst fyrir þátt hans í því að ég skyldi
verða ráðinn í hans deild. Það gleð-
ur mig að mér skyldi auðnast að
þakka honum þetta meðan hann
lifði. Í huga mínum er Sigurður
maður sem hafði brennandi áhuga á
starfi sínu. Hann var ötull talsmaður
þess að starfsumhverfi og vinnuað-
staða starfsmanna yrði bætt. Hef ég
aldrei fyrr orðið vitni að slíkum ár-
angri við að knýja í gegn svo viða-
miklar breytingar á þessu sviði. Sig-
urður var virtur og vel kynntur
bæði innan Volvo og meðal undir-
verktaka fyrirtækisins. Hann var
ótrúlega duglegur að afla sér upp-
lýsinga með margvíslegum hætti.
Síðasta verkefnið hans fyrir Volvo
var að reyna að sannfæra Ford, eig-
endur Volvo, um ágæti starfsað-
ferða okkar að endurheimta trygg-
ingarkostnað frá undirverktökum.
Lið okkar verður ekki hið sama nú
eftir að hann er fallinn frá.
Ingemar Lundström.
Sigurður var lærifaðir minn og
hann vísaði mér veginn. Hann var
ótrúlega vel að sér á þeim vettvangi
sem við störfuðum. Ég bar mikla
virðingu fyrir honum.
Sigurður skildi ætíð bæði alvöru
og glens. Þegar um alvarlega hluti
var að ræða mátti ætíð leita til hans.
Við funduðum í upphafi hvers vinnu-
dags og ræddum atburði helgarinn-
ar, hvað hann hafði gert og hvað við
höfðum gert. Þetta var ákveðin hefð
á hverjum morgni og mun ég sakna
hennar mjög. Fráfall Sigurðar er
mér mikið áfall, bæði vegna per-
sónulegrar vináttu okkar og eins
vegna vinnuhóps okkar.
Stefan Ulriksson.
Ég hitti Sigurð fyrst þegar hann
var „lánaður“ til tveggja mánaða frá
verksmiðjunni í Torslanda til vinnu-
hóps míns. Ég greindi þá þegar
brennandi áhuga Sigurðar fyrir því
verkefni er hann átti eftir að sinna í
mörg ár, nefnilega því að funda með
undirverktökum Volvo um það
hvernig bæta mætti gæði fram-
leiðsluvara þeirra, og einnig að
semja um endurgreiðslu til Volvo
vegna framleiðslugalla eða tafa.
Eiginleikar eins og hreinskilni,
gáfur, hæfileikar og skarpskyggni
skópu grunninn að frama Sigurðar
innan fyrirtækisins. Hann var
samningamaður sem bæði hafði tök
á að leysa úr málum þegar allt virt-
ist komið í hnút og eins að leiða
samninga til lykta. Hann var traust-
ur klettur, mannlegur og umhyggju-
samur, í stuttu máli má segja að
hann hafi í senn haft mannlega inn-
sýn og tæknilega þekkingu. Hann
starfaði með undirverktökum okkar
en ekki á móti þeim.
Per Erik Degerstam.
Óteljandi hugsanir um hluti sem
er mannlegum huga ofar að skilja
hafa sótt á mig, er ég íhugaði hvað
ég vildi segja til minningar um Sig-
urð, en þær hugsanir hefi ég ómögu-
lega getað fært í orð.
Frá bílnum mínum núna seinni-
partinn, áður en ég hélt til minning-
arguðsþjónustu um Sigurð, sá ég
tvo fugla sitja í vorsólinni hlið við
hlið á háum hól. Ég hugsaði með
mér: Svona er þetta ekki lengur í
fjölskyldu Sigurðar.
Þegar ég svo sótti blómin til þess
að setja í kirkjuna sá ég hvernig
vindurinn feykti einu rauðu krónu-
blaði burt. Ég nam staðar og horfði
á eftir því og hugsaði: Er þetta til-
viljun?
Takk Sigurður.
Jenn Johannsson.
SIGURÐUR FRIÐRIK
SIGURÐSSON