Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafli stórvirkis Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir frá síðasta ári. Ósvikin epík um hug- rekki, vináttu og drenglyndi. (S.V.) Smárabíó Aðlögun (Adaptation) Mjög óvenjuleg, fersk, frumleg og áhuga- verð. Sannarlega gleðiefni. (H.L.) Háskólabíó, Sambíóin Chicago Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar sem Zellweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard Gere fara hamförum í svellandi kvikmyndagerð leik- hússverksins. (S.V.) ½ Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Maður án fortíðar (Miles vailla menneisyttä) Minnislausi maðurinn er kúnstug andhetja í vankaðri jaðarveröld hornreka og Hjálpræð- ishermanna – sem er blákaldur raunveruleik- inn í spéspegli meistarans. (S.V.) ½ Háskólabíó Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjendaverk. (S.V.) ½ Háskólabíó Píanóleikarinn (The Pianist) Píanóleikarinn er löng og erfið í óvæginni lýsingu sinni á ofsóknum nasista gegn Gyð- ingum í Póllandi í heimsstyrjöldinni síðari. Þar hafa Roman Polanski og samstarfsfólk hans skapað heildstætt og marghliða kvik- myndaverk, sem vekur áhorfandann enn til umhugsunar um þetta myrka skeið sögunn- ar. (H.J.) Háskólabíó Á síðustu stundu (25th Hour) Sektin þjakar persónur nýjustu myndar Lees sem heldur sig í hópi þriggja New York-búa. Eins þeirra bíður löng fangelsisvist að morgni. Fyrst þarf að taka til. Forvitnileg, miskunnarlaus. (S.V.)  Sambíóin Varðandi Schmidt (About Schmidt) Vitræn, dramatísk, kaldhæðin, vel skrifuð og leikin. (S.V.) Laugarásbíó Örvita af ást (Punch Drunk Love) Algjörlega ófyrirsjáanleg mynd en þó fyrst og fremst virkilega falleg ástarsaga með sönn- um gildum. (H.L.) ½ Regnboginn Gengi New York borgar (Gangs of New York ) Metnaðurinn og hæfileikarnir hefðu tví- mælalaust notið sín betur hefði Scorsese farið styrkari höndum um hina áhugaverðari þræði sögunnar, en á heildina litið er þetta mögnuð kvikmynd. (H.J.)  Smárabíó Gríptu mig ef þú getur (Catch Me If You Can) Þeir eru allir í toppformi; Di Caprio sem barnungur svikahrappur; Hanks sem FBI- maðurinn á hælum hans og Walken sem lánleysinginn faðir pilts. Frábær endursköp- un sjöunda áratugarins og myndin sú fyndn- asta frá Spielberg. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó Hringurinn (The Ring) Þéttur, óvenjulegur hrollur, blessunarlega laus við blóðslabb og ódýrar brellur en virkj- ar ímyndunarafl áhorfenda. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin Gullplánetan (Treasure Planet) Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.)  Sanbíóin Tveggja vikna uppsagnarfrestur (Two Weeks Notice) Samleikur þeirra Hugh Grants og Söndru Bullock er frábær í þessari velheppnuðu rómantísku gamanmynd. (H.J.)  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuð á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin Frida Á heildina litið kraftmikil, litrík en helst til of melódramatísk kvikmynd um ævi Fridu Kahlo. (H.J.)  Regnboginn Manhattanmær (Maid in Manhattan) Haganlega gerð rómantísk gamanmynd með sjarmerandi leikurum, þar sem sígild Ösku- buskusaga er færð inn í nútímalegt og örlítið pólitískt rétthugsað samhengi. (H.J.) ½ Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Njósnakrakkarnir 2 (Spy Kids 2) Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum Bond-hasar og laufléttri fjölskylduskemmtun. (S.V.) ½ Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akur- eyri. Ofurhugi (Daredevil) Affleck er borginmannlegur í titilhlutverki ófrumlegs ofurmennis en brellur og útlit vandað og skemmtanagildið vel yfir með- allagi. (S.V.) ½ Smárabíó, Laugarásbíó Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er ekki jafngóð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Þrumubrækur (Thunderpants) Falleg saga um strák sem bjargar heiminum með prumpufýlu sinni. (H.L.) Sambíóin Öldugangur (Blue Crush) Dæmigerð keppnismynd, dálítið klaufaleg í framvindu, en hefur þó sinn sjarma, ekki síst vegna þeirrar tilveru sem hún gefur innsýn í og tilkomumikilla brimbrettaatriða. (H.J.) Sambíóin BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Sýnd kl. 5.30. kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16 Aukasýningar vegn a fjölda áskoranna 3 sýningardagar eftir SV MBL HK DV HJ MBL  SG Rás 2 Radio X Kvikmyndir.com HK DV  Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.45 og 10.20. B.i. 12. 7 Bestamyndársins Bestileikstjóri RomanPlanski Besti leikari íaðalhlutverki: AdrianBrody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN Sýnd kl. 8. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK Radíó X  Kvikmyndir.com LILYA 4-EVER .  HK DV 1/2 HL Mbl  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4 og 5. / Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.30. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B. i. 12. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private Ryan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. / Sýnd kl. 4. ísl.tal / Sýnd kl. 6 1/2 HL Mbl 1/2 Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL  Kvikmyndir.is Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK SG DV ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI  Kvikmyndir.is HJ MBL RADIO X KVIKMYNDIR.COM SG DV ÓHT RÁS 2 SV MBL STRÍÐIÐ í Írak hefur áhrif á tón- listarval útvarpsstöðva um allan heim. Ástæðan er annaðhvort um- fjöllunarefni laganna eða skoðanir tónlistarmannanna. Norska ríkisútvarpið NRK hefur bannað spilun ákveðinna laga meðan á stíðinu stendur. Á meðal þeirra eru „Rock the Casbah“ með Clash og „Brothers in Arms“ með Dire Straits. Yfirmenn útvarpsins segja þó að ekki sé um beinan bannlista að ræða heldur verði þess gætt að lög í spilun séu hvorki óviðeigandi né láti fólki líða illa. Ennfremur hafa margar út- varpsstöðvar í Bandaríkjunum sett sveitasöngkonurnar vinsælu í Dixie Chicks á bannlista eftir að ein söngkvennanna gagnrýndi af- stöðu George W. Bush Bandaríkja- forseta til Íraks. Stríðið hefur áhrif á útvarpsspilun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.