Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 31 Kaupauki 7 hlutir! Ef þú kaupir 2 hluti eða fleiri frá Clinique er þessi gjöf til þín* Augnfarðahreinsir 30 ml * Rakakrem 15 ml * Advanced Stop Signs Serum 15 ml * Augnskugga duo * Varalitur * Kornakrem 40 ml * Aromaticx Elixir ilmur 4 ml * Meðan birgðir endast. Draumaliðið sem aldrei sefur Repair Dream Team Hér koma nýju Repairwear næturvörurnar, sem við höfum sótt um einkaleyfi á. Alla nóttina, þegar húðin er móttækilegust, hjálpar hið öfluga, rakagæfa Intensive Night Cream við að sporna gegn hrukkum og línum, deyfa þær og draga úr þeim. Það virkjar eðlilegt viðhaldsferli húðarinnar og endurnýjar birgðir hennar af styrkjandi náttúrulegu kollageni. Sólarhringsvirk andoxunarefni bæta áunninn skaða og fá húðinni vopn til að takast á við nýjan dag að morgni. RepairWear hjálpar þér að vakna úthvíld, hlaðin orku og eldhress. Láttu Draumateymið um þetta - dreymi þig vel! Í LISTASAFNI Reykjavíkur – Hafnarhúsi verður í kvöld, kl. 20, opnuð sýning á sovéskum vegg- spjöldum úr eigu safnsins, en þau hafa ekki komið áður fyrir al- menningssjónir. Veggspjöldin vísa í senn til sterkrar hefðar í grafískri hönnun sem var að finna í Sovétríkjunum og ýmissa umræðuefna sem bar hæst þar í landi á tímum kalda stríðsins. Um leið eru þessar myndir áminning um hversu lítið hefur varðveist af samsvarandi list hér á landi frá þessum tíma. Forsaga þessarar eignar Lista- safns Reykjavíkur er sú að sum- arið 2000 vildi franski rithöfund- urinn Thierry Salvador gefa Erró nokkurn fjölda sovéskra vegg- spjalda frá sjötta og sjöunda ára- tugnum, með þeim orðum að listamaðurinn gæti líklega unnið eitthvað úr þeim. Eftir að hafa séð þessi tæplega fimmtíu vegg- spjöld lagði Erró að vini sínum að gefa þau Listasafni Reykjavík- ur; þarna væru dýrgripir sem vert væri að yrði haldið saman og fengju að njóta sín. Salvador varð við þessari bón vinar síns. Sýningarstjórar eru þeir Guð- mundur Oddur Magnússon, pró- fessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, og Jón Ólafsson heimspekingur. Sýningarstjórarnir halda fyr- irlestra í tengslum við sýninguna 9. apríl kl. 20. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10–17 og lýkur 27. apríl. Eitt sovéskra veggspjalda í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sovésk veggspjöld í Hafnarhúsinu ÞAÐ er undarlegt til þess að hugsa að fræg- asta verk leikbókmenntanna sem fjallar um mannlíf í þúsund vatna landinu skuli skrifað af útlendingi – og meira að segja tveimur. Í leik- skrá eru slitur úr vinnudagbók Bertolts Brechts frá sumrinu 1940 þar sem lýst er sam- vinnu hans og Hellu Wuolijoki við samningu verksins, en hún var borin og barnfædd í Eist- landi, þó að mest hafi hún skrifað á finnsku. Hér sannast að glöggt er gests augað því það tekst að bregða upp mynd af Finnlandi milli- stríðsáranna í hnotskurn: togstreitu milli stétt- anna sem m.a. voru afleiðingar grimmilegs borgarastríðs. Fátækt var mikil og landsmenn þurftu á sterkri sjálfsmynd sinni að halda í skugga ógnar þeirrar sem landinu stóð af ná- grönnum sínum í Ráðstjórnarríkjunum. Það er einkum þrennt sem einkennir þessa sýningu. Hið fyrsta er að óvenjumörg tilsvör hafa verið felld niður í því augnamiði að halda henni innan tímamarka sem talið er að íslenskir áhorfendur þoli, m.a. forleikur, sjöunda atriðið allt og söngtextar Brechts. Allt á þetta sam- merkt að koma beinni framvindu leiksins lítið við. Annað er að Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöfundur, hefur samið snjalla söngtexta sem Matti Kallio hefur samið lögin við. Ljúfsár- ir tangótónar setja sterkan svip á sýninguna og stytta áhorfendum stundir milli stórkarlalegra leikatriðanna. Hið þriðja er leikmynd Vytautas Narbutas. Eitt af séreinkennum Brechts sem leikhúsmanns var hvílíka áherslu hann lagði á firringaráhrif, þ.e. að áhorfendur misstu aldrei sjónar á þeirri staðreynd að þeir voru viðstadd- ir leiksýningu. Atriði þau sem felld hafa verið úr sýningunni eru gott dæmi um þennan þanka- gang. Það er greinilegt að Guðjón Pedersen leikstjóri leitast við að finna sýningunni nýjan farveg þó að hann vilji ekki ganga beint á svig við ætlun höfundar. Sviðið sem reist er að miðju sviðinu – eitthvað miðja vegu á milli lítils leik- sviðs og finnsks tangódanspalls – á þó stærstan þátt í því að halda þessari hugsun höfundar á lofti. Þessi leikmynd er einföld og sterk og leik- urinn hverfist umhverfis hana, ofan á og undir henni þannig að engin tvö atriði hafa sömu af- stöðu. Á þessum palli er leikið það sjónarspil sem persónurnar setja á svið fyrir sjónum ann- arra í verkinu svo fyrirætlanir höfundar eru hér umskapaðar sjónrænt og sem hluti af heild frekar en sem uppbrot á leikrænni framvindu. Aftur á móti er leikmyndin ljósahönnuðinum, Kára Gíslasyni, þung í skauti. Þó að ýmis atriði séu vel unnin er erfitt að koma í veg fyrir að sperrurnar skyggi á leikendurna. Skilin milli skjannabirtu og hálfrökkurs voru á stundum of skörp þó að margt væri vel gert. Búningar Helgu I. Stefánsdóttur voru fram- úrskarandi, margar hugmyndir bráðsnjallar eins og þegar Púntila stígur úr baðinu ábyrgðin og ráðríkið uppmálað íklæddur rómverskri tógu. Litríki þeirra í samspili við hina léttu og leikandi tónlist Matta Kallio blekkti áhorfendur á stundum til að halda að þeir væru að horfa á gamansaman sveitaróman ef ekki hefði verið fyrir þátt Theodórs Júlíussonar sem fór ham- förum á sviðinu og sýndi svo stórkostlegan leik að helst væri hægt að kalla slíkt leiftursókn til leiksigurs. Það var kominn tími til að fá Theo- dóri hlutverk sem er verðugt hans hæfileikum og hann sannar hér að hann er traustsins verð- ur. Aðrir leikarar stóðu sig einnig firnavel. Það er langt síðan undirritaður hefur verið jafn- ánægður með þennan þátt í heild í sýningu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Nýliðunin sem hefur orðið undanfarin ár er farin að skila árangri um leið og mjög sterkir nýgræðingar taka út þroska og eldri leikarar endurfæðast í listinni. Sýningin er sérstaklega vel unnin, heildarsýn leikstjóra skýr og nostrað við hvert smáatriði sem skilar sér í miklu öryggi í leiknum. Bergur Þór Ingólfsson er svolítið sérstakur Matti; gervið eins og eitthvað í ætt við teiknaðar per- sónur Tove Jansons. Bergur sýnir mikla breidd og styrk í leik sínum, munur á líkamlegu atgervi aðalleikaranna undirstrikar að Matti þarf á allri slægð sinni að halda. Nína Dögg Filippusdóttir fer á kostum sem dóttir Púntila. Eins og við margar aðrar per- sónur er aðaláherslan lögð á hinn gamansama þátt verksins. Gott dæmi er dómarinn í höndum Gísla Arnar Garðarssonar sem er leikinn sem hálfgerður trúður. En Gísli fær líka að sýna á sér gerólíka hlið sem hinn þögli og þungbúni leiguliði, Súrkala. Aðrir sem gera sér mikinn mat úr skoplegum möguleikum persónanna eru Valur Freyr Einarsson, Marta Nordal, Guð- mundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir sýna fjölbreyttari leik og gera fyllri persónur úr hvorutveggja sínu hlutverki, enda úr meira að moða. Björn Hlynur Haraldsson er þvílíkt kam- eljón að hann hefur ennþá aldrei leikið tvö hlut- verk á líka vísu. Hér bætir hann bráðsnjöllum og glænýjum karakter í safnið. Nokkrum leik- endum úr Stúdentaleikhúsinu bregður einnig fyrir sem statistum. Brecht er allt annað en auðveldur viðfangs. Leikstjórnarstíll hans gegnsýrir textann. Guð- jóni Pedersen tekst að brjóta upp verkið og móta það eftir eigin höfði án þess að draga úr því broddinn. Hann hefur blásið lífi í textann og komið auga á fjölmarga nýja möguleika sem fel- ast í honum. Sýningin er heilsteypt, bráðfyndin, litrík og lifandi. Theódór Júlíusson sýnir undir stjórn Guðjóns Pedersens stórkostlegan leik sem Púntila en leikstjóra hefur jafnframt tekist að ná fram jafnbesta hópleik sem sést hefur á fjölum Borgarleikhússins í svo stórri sýningu. Leiftursókn til leiksigurs LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Bertolt Brecht. Þýðandi: Þorsteinn Þor- steinsson. Höfundur söngtexta: Guðmundur Ólafs- son. Höfundur tónlistar: Matti Kallio. Leikstjóri: Guð- jón Pedersen. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Leik- mynd: Vytautas Narbutas. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Hlynur Har- aldsson, Gísli Örn Garðarsson, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Marta Nordal, Nína Dögg Filippusdóttir, Theodór Júlíusson og Valur Freyr Einarsson. Fimmtudagur 20. mars. PÚNTILA BÓNDI OG MATTI VINNUMAÐUR Morgunblaðið/Jim Smart „Theodór Júlíusson fór hamförum á sviðinu og sýndi svo stórkostlegan leik að helst væri hægt að kalla slíkt leiftursókn til leiksigurs.“ Sveinn Haraldsson Keppt í ljóða- flutningi ÁRLEG samkeppni í flutningi ljóða fyrir framhaldsskólanemendur fer fram á nýja sviði Borgarleikhússins á morgun kl. 15. Félag frönskukenn- ara og sendiráð Frakklands standa að keppninni í samvinnu við Borg- arleikhúsið. Sautján nemendur frá ellefu skólum flytja utanbókar mörg af þekktustu ljóðum franskra bók- mennta. Tónlist verður einnig flutt af nemendum úr nokkrum skólum. Fyrstu verðlaun eru ferð á tónlist- arhátíðina Francocolies í La Roch- elle en einnig verða veitt bókaverð- laun. Dómnefndina skipa Sigurður Pálsson skáld, Hildur Loftsdóttir blaðamaður, Ragna Sveinsdóttir frönskukennari, Olivier Dintinger, formaður Alliance Francaise, og Þór Túliníus, leikari og leikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.