Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 47 Landgönguliði en ekki sjóliði Ranglega var fullyrt í frétt í Morg- unblaðinu í gær að Steinunn Hildur Trusdale, sem er hermaður í Banda- ríkjaher í Kúveit, væri sjóliði. Hún er landgönguliði í bandaríska hern- um. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skátar þinga Bandalag íslenskra skáta heldur árlegt Skátaþing í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi dagana 21.–23. mars. Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum skáta á Íslandi og eru það fræðslumál hreyf- ingarinnar sem eru þungamiðjan í þinginu. Til þingsins koma fulltrúar allra skátafélaga á Íslandi, auk stjórnar, nefnda og ráða Bandalags íslenskra skáta. Setning þingsins verður kl. 19 í kvöld, föstudag, og hefjast þingstörf í kjölfar hennar. Nánari upplýsingar um þingið má finna á www.skatar.is/frettir/ skatathing.html eða á skrifstofu BÍS. Í DAG Íslensk-Japanska félagið, í sam- vinnu við Júdósamband Íslands og Aikikai Reykjavíkur, stendur fyrir kynningu á „Budo“ eða íþróttum sem eiga rætur að rekja til japanskra bar- dagalista. Kynningin verður á morg- un, laugardaginn 22. mars kl. 15–17, í húskynnum Aikikai í Faxafeni 8, Reykjavík. Sérstaklega verða kynnt- ar íþróttirnar júdó og aikido og ýmis tæknibrögð sýnd af kennurum íþróttafélaganna. Þátttakendum gef- ast einnig kostur á að spreyta sig með aðstoð kennara. Í lok kynningar verð- ur boðið uppá léttar veitingar af jap- önskum toga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Köfunardagurinn verður haldinn laugardaginn 22. mars kl. 10–17. Köf- unardagurinn er liður í starfsemi Sportkafarafélags Íslands til að kynna sportið fyrir almenningi og leyfa þeim sem eru 18 ára og eldri að prófa að kafa með búnað og fá grunn- þekkingu í köfun. Þeir sem yngri eru komi í fylgd forráðamanna eða með skriflegt leyfi. Miðaverð fyrir full- orðna er kr. 1500 og börn kr. 1.000. Kúba og alþjóðleg ungmennaferð Aðalfundur VÍK verður á morgun, laugardaginn 22. mars kl. 15, á veit- ingahúsinu Lækjarbrekku, 2. hæð, Reykjavík. Eftir aðalfund kl. 16 er opinber fundur og eru allir velkomnir á hann. Flutt verður erindi um að- stæður á Kúbu í dag og byggist hann á nýlegri heimsókn til Kúbu. Kynnt verður alþjóðleg ungmennaferð til Kúbu í lok júlí þar sem ungmennum á Íslandi býðst þátttaka. Aðalfundur Parkinsonsamtak- anna verður haldinn á morgun, laug- ardaginn 22. mars kl. 14, í Safn- aðarheimili Áskirkju. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verð- ur rædd tillaga að nýjum lögum Parkinsonsamtakanna, segir í frétta- tilkynningu. Fólk og ferskvatn Íslenska vatna- fræðinefndin efnir til dagskrár fyrir almenning í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, föstudaginn 22. mars kl. 11– 17, í tilefni af Ári ferskvatnsins 2003 og Degi vatnsins 22. mars. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra opnar dagskrána. Um er að ræða ráð- stefnudagskrá í þremur afmörkuðum hlutum í Tjarnarsal Ráðhússins undir einkunnarorðunum „Fólk og fersk- vatn“ ásamt veggspjalda- og tækja- sýningu í hliðarsal. Veitingar verða á staðnum fyrir börnin. Fjallað verður um stöðu ferskvatnsmála í heiminum og um stöðu sömu mála á Íslandi og um framtíðarhorfur í ferskvatns- málum innanlands. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Íslensku vatna- fræðinefndarinnar http:// www.vatn.is/ivan. Dagur iðnaðarins verður haldinn á morgun, laugardaginn 22. mars. Dag- ur iðnaðarins er fyrsti af mörgum sem Samtök iðnaðarins og aðildarfyr- irtæki þeirra ráðgera að halda á þessu ári. Sérhver Dagur iðnaðarins verður tileinkaður tiltekinni starfs- grein eða aðildarfélagi SI. Að þessu sinni er hann tileinkaður Meist- arafélagi bólstrara og aðildarfyr- irtækjum þess. Flestir bólstrarar landsins hafa opið hús á morgun kl. 13–16. Þar gefst almenningi kostur á að kynnast framleiðslu þeirra, hand- verki og þjónustu og þiggja ráðgjöf. Upplýsingar um bólstrara, sem taka þátt í Degi iðnaðarins, má finna á vef- setrinu meistarinn.is. Alþjóðlegt málþing um rökliði og atburði í málvísindum verður hald- ið í Háskóla Íslands á morgun, laug- ardaginn 22. mars kl. 10, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesarar eru: Matthew Whelpton, lektor við HÍ, James Higginbotham, prófessor við Uni- versity of Southern California, Terry Parsons, prófessor við UCLA, Steph- en Neale, prófessor við Rutgers Uni- versity, og Gillian Ramchand, lektor við Oxford University. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um mál- fræði og aðgangur er ókeypis. Stofnfundur Hollvinasamtaka Gufubaðs- og Smíðahúss á Laug- arvatni verður á morgun, laugardag- inn 22. mars kl. 16, í Smíðahúsinu við vatnið. Boðið verður uppá léttar veit- ingar auk þess sem rifjuð verður upp saga hússins og gufubaðsins í máli og myndum. Allir velunnarar Laug- arvatns, gufubaðsins og Smíðahúss- ins velkomnir. Í framhaldi af fund- inum verður öllum boðið í gufubað. Veitingahúsið Lindin verður opið eft- ir fundinn, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN Davis-lesblindugreining Axel Guð- mundsson lesblindufræðingur um Davis-lesblindugreiningu mun bjóða upp á Davis-greiningu á Íslandi í apríl ef næg þátttaka fæst. Til þess þarf ákveðinn fjöldi að skrá sig strax núna um helgina á þar til gerðum eyðublöðum á vefsíðunni www.les- blind.com. Þetta á eingöngu við um þá sem treysta sér til að vinna á er- lendu tungumáli, t.d. ensku. Axel hefur fengið lesblindufræðinga víðs vegar að úr heiminum til að koma til landsins í apríl, ef nægilega margir skrá sig í greiningu. Opið hús Tónlistarskóla og Þjóð- kirkju Hafnarfjarðar verður sunnu- daginn 23. mars og hefst með guðs- þjónustu kl. 11. Markmið opna hússins er að kynna starfsemi og húsakynni Tónlistarskólans og kirkjunnar. Börn og kennarar Tón- listarskóla Hafnarfjarðar leika á hljóðfæri en kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Antoniu Hevesi organista. Í guðsþjónustunni pre- dikar Stefán Ómar Jakobsson. Eftir guðsþjónustuna verður húsnæði safnaðarheimilisins og Tónlistar- skólans til sýnis en arkitektar þess eru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen. Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu, Ant- onia Hevesi leikur á orgel kirkj- unnar frá kl. 12.15–12.30 og kl. 12.30–13 verður tónlist leikin á torgi Tónlistarskólans, segir í frétta- tilkynningu. Úr einkarekstri í hlutafélag End- urmenntun heldur námskeið þriðju- daginn 1. apríl um þær reglur sem gilda við það að einstaklingar flytji rekstur sinn yfir í einkahlutafélag. Á námskeiðinu er farið ítarlega í þær reglur er gilda um slíka yfirfærslu, hvernig hún gengur fyrir sig, þau vafamál sem komið hafa upp og hvernig leyst hefur verið úr þeim. Árni Harðarson hdl. hjá Deloitte & Touche kennir á námskeiðinu og er það ætlað ráðgjöfum og endurskoð- endum. Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á vef End- urmenntunar www.endurmennt- un.is og í síma. Námskeið um innsýn í markaðs- fræði hefst hjá Endurmenntun HÍ miðvikudaginn 26. mars. Nám- skeiðið er haldið í samstarfi við IMG og er ætlað stjórnendum sem þurfa að taka ákvarðanir um markaðsmál en hafa ekki menntun í markaðs- fræðum. Kennari er Sigríður Mar- grét Oddsdóttir, B.Sc. í rekstr- arfræðum og forstöðumaður Akureyrarskrifstofu IMG. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Endurmenntunar, www.endurmenntun.is, þar er einnig hægt að skrá sig á námskeið. Á NÆSTUNNI LEIÐRÉTT GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, opnaði nýlega nýtt vefsvæði á vef fjármálaráðuneytisins, stjorn- endavefur.is, sem ráðuneytið mun halda úti og ætlað er stjórnendum ríkisstofnana. Á vefnum er að finna upplýsingar um stjórnun, fjármál og starfsmannamál hjá ríkisstofn- unum. Jafnframt er þar að finna lög og reglur sem eiga við um rekstur ríkisstofnana, eyðublöð og form og ýmsar hagnýtar upplýs- ingar. Laga- og starfsumhverfi stofn- ana ríkisins er að ýmsu leyti frá- brugðið því sem fyrirtæki á mark- aði búa við. Þá eru markmið ríkisstofnana oft önnur en markmið einkafyrirtækja. Stjórnendavefn- um er ætlað að auðvelda stjórn- endum ríkisstofnana aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum sem nýtast við stjórnun stofnananna og stuðla þannig að markvissari og skilvirkari rekstri þeirra, segir í frétt frá ráðuneytinu. Morgunblaðið/Golli Stjórnendavefur fjármálaráðuneytisins ALÞJÓÐAHÚSIÐ efnir til dagskrár í dag, föstudaginn 21. mars, og næstu daga í tilefni af alþjóðabaráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn rasisma. Menningarkynning um Mexíkó og Víetnam verða í dag kl. 13 og 15 en síðan hefst hátíðarfundur kl. 17, þar sem borgarstjóri Reykjavíkur, Þór- ólfur Árnason, verður heiðursgestur. Aðrir ræðumenn verða Andri Snær Magnason rithöfundur, Bjarney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Melkorka Óskarsdótt- ir, formaður Heimsþorps, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Hljóm- sveitin Delizei Italiane & HOD munu skemmta og DJ Paps spilar. Á morgun, laugardaginn 22. mars, kl. 20.30–21.30 verður danssýning þar sem dansarar frá ýmsum heims- hornum skemmta gestum. Einnig verða tónleikar með jazz-funk hljóm- sveitinni HOD. Mánudaginn 24. mars kl. 18 verður sýnd kvikmynd sem fjallar um rasisma. Þriðjudag- inn 25. mars kl. 20–22 verður opið hús og umræður um rasisma og áhrif hans á þolendur og þjóðfélagið. Fimmtudaginn 27. mars kl. 17–19 verður málstofa, í Kornhlöðunni, um fjölmiðla og ímynd innflytjenda. Þátttakendur eru: Anna G. Ólafs- dóttir, Herdís Þorgeirsdóttir, Pawel Bartoszek, Þorbjörn Broddason auk fundarstjóra, Ævars Kjartanssonar. Hátíðar- fundur í Al- þjóðahúsinu TE og kaffi hafa opnað nýja verslun á Stjörnutorgi í Kringlunni. Einnig reka þeir verslanir í Suðurveri og á Laugavegi 27. Te og kaffi reka kaffi- hús á Laugavegi og í Smáralind ásamt kaffibrennslu í Hafnarfirði. Fyrirtækið Te og Kaffi var stofn- að 1984 og er með kaffiframleiðslu og innflutning á kaffi og tei, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Te og kaffi með nýja verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.