Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 45 Í GREIN í Morgunblaðina þriðju- daginn 18. mars s.l. ræðst Gísli Jóns- son dýralæknir fisksjúkdóma harka- lega að forystu veiðiréttareigenda og stangveiðimanna vegna andstöðu okkar við að lögfest verði tilskipun ESB um heimildir til að flytja lifandi eldisdýr þ.m.t. lax milli landa innan EES. Frumvarp um þetta efni var lagt fram á Alþingi rétt fyrir þinglok. Ekki veit ég hvað Gísla gengur til með skrifum sínum en víst er að veiðiréttareigendur líta embætti dýralæknis fisksjúkdóma í nýju ljósi eftir þetta síðasta framlag hans. Finnst mér að hann missi stjórn á skrifum sínum þegar hann beinir skeytum sínum að andstæðingum innflutnings lifandi laxa og sú spurn- ing vaknar hvort hagsmunatengsl embættis hans við vaxandi umsvif í fiskeldi ráði einhverju þar um. Landssamband veiðifélaga hefur gagnrýnt landbúnaðarráðuneytið fyrir að kynna hagsmunaaðilum ekki fyrrgreint frumvarp né láta okkur vita um framlagningu þess. Þetta hafa veiðiréttareigendur gagnrýnt vegna þeirrar grundvallarbreyting- ar sem gerð er á lagaúrræðum til að standa vörð um heilbrigði og viðgang villtra laxastofna þar sem áformað er að fella úr gildi bann við innflutningi á lifandi laxi sem verið hefur í lögum allar götur frá 1957. Þá höfum við gagnrýnt þá fyrirætlan að ætla að keyra frumvarp um svo mikilvægt efni í gegn um Alþingi án þess færi gefist á að málið fari til umsagnar og fái eðlilega umfjöllun hjá hagsmuna- aðilum og þeim aðilum sem vinna að náttúruvernd á Íslandi. Fyrir liggur að þessi málsmeðferð fékk ekki hljómgrunn í landbúnaðarnefnd þingsins og gefst nú færi á að skoða allar hliðar þessa máls. Nú er það svo að fyrirætluð breyting hefur víðtæk- ari áhrif en á sviði sjúkdóma. Inn- flutningur á lifandi erfðaefni er ekki síður áhyggjuefni. Blöndun laxa- stofna kann að verða óhjákvæmileg afleiðing þess að fella núgildandi bann við innflutningi úr lögum. Því fer fjarri að hér sé um einkamál embættis dýralæknis að ræða. Mér hefur fundist í þessari umræðu að horft sé skammt fram í tímann og stundarhagsmunir ráði. Við höfum slæma reynslu af því þegar skörð eru höggvin í þá varnarmúra sem treyst hafa það góða ástand laxastofna hér- lendis sem Gísli lýsir réttilega í sinni grein. Má þar nefna þau mistök að heimila innflutning á norskum hrognum til notkunar í fiskeldi. Ég hlýt að benda Gísla á vegna þess að hann setur fram dylgjur í grein sinni um málflutning veiðiréttareigenda að á þessu kjörtímabili var tekin sú pólitíska ákvörðun að heimila notkun á norskum laxi í sjókvíaeldi. Með þeirri aðgerð var, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum, að engu hafður sá sáttmáli hagsmunaaðila og ríkis sem gerður var þegar hrognainn- flutningurinn var heimilaður. Ég kýs að fenginni reynslu að treysta frekar á lagabókstafinn en yfirlýsingar þótt þær séu efalaust gefnar af bestu vitund. Í grein sinni fullyrðir Gísli að aldrei verði heim- ilaður innflutningur á lifandi seiðum laxfiska til Íslands. Þá gefur hann í skyn að sérútbúnir bátar til laxflutn- inga verði aðeins notaðir til að flytja seiði milli stöðva innanlands. Um þetta segir frumvarp landbúnaðar- ráðherra í 2. gr. „Við inn og útflutn- ing eldisdýra er heimil notkun er- lendra flutningstækja, svo sem brunnbáta“ osfrv. Í athugasemdum með greininni segir að lagaheimildin sé nauðsynleg forsenda fyrir innflutningi á lifandi fisk til Íslands. Þá er í 4.gr. frum- varpsins gert heimilt „að flytja til landsins lifandi laxfisk“. Eigum við svo bara að taka orð dýralæknisins fyrir því að það sem heimilað er í lögunum verði aldrei gert? Ég held varla. Þá vil ég benda á að í 6. gr. frumvarpsins er kveðið á um að einangra skuli öll innflutt dýr og erfðaefni, að undanskildum eld- isdýrum. Í athugasemdum kemur skýrt fram að ekki er heimilt að gera kröfu um einangrun eldisdýra sam- kvæmt tilskipun 91/67EBE sem frumvarpinu er og ætlað að leiða í lög. Samt fullyrðir Gísli að eftir sem áður hafi opinberir aðilar heimildir til að setja innflutt eldisdýr í sótt- varnarstöð. Ég fæ í fljótu bragði ekki betur séð en að á milli beri í texta frum- varpsins og túlkun ráðuneytis- manna. Því er full ástæða að taka frumvarp þetta til ýtarlegar umræðu og skoðunar. Það mun Landssam- band veiðifélaga gera og láta kanna með sjálfstæðum hætti hvort ekki megi finna viðspyrnu við flutningi á lifandi laxi til landsins en slíkt er ekki gert að okkar mati í frumvarpi landbúnaðarráðherra. Um inn- flutning á lifandi laxi Eftir Óðin Sigþórsson „Ég kýs að fenginni reynslu að treysta frek- ar á laga- bókstafinn en yfirlýs- ingar þótt þær séu efalaust gefnar af bestu vitund.“ Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga. Nú er rétti árstíminn til að huga að atvinnutækjum fyrir sumarið. Næsta tölublað sérblaðsins Bílar 26. mars verður helgað umfjöllun um atvinnubíla, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 24. mars Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is bílar Vinnuvélar og atvinnutæki ÉG skora á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að koma til kappræðu- fundar við mig um skattamál. Fyrir nokkru skoraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi á Davíð Oddsson forsætisráðherra að mæta sér á kappræðufundi um skattamál. Sennilega hefur borgarfulltrúinn verið búinn að gleyma sinni eigin for- tíð. Ég hefi því hér og nú skorað á borgarfulltrúann að mæta mér á kappræðufundi um skattamál. Ástæðan er augljós, sem borgar- stjóri og borgarfulltrúi hefur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir staðið fyrir miklum hækkunum á fasteigna- og þjónustugjöldum í Reykjavík. Þær hækkanir hafa bitnað harðast á lág- tekjufólki og þeim sem tilheyra milli- stéttinni. Sérstaklega hefur þetta bitnað illa á þeim sem hafa verið að reyna að reka og eignast eigið hús- næði. Jafnframt er þetta ein ástæðan fyrir háu leiguverði á íbúðum. Marg- ir af þingmönnum Samfylkingarinn- ar hafa ítrekað samþykkt að stór- auka skatta á almenning þegar þeir hafa verið við völd. Kanntu ekki ann- an betri, borgarfulltrúi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eða er minnið far- ið að bila? Ég skora á Ingi- björgu Sólrúnu! Eftir Hreggvið Jónsson Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins. „Sennilega hefur borg- arfulltrúinn verið búinn að gleyma sinni eigin fortíð.“ DILBERT mbl.is ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.