Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 51
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 51 STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir hugrekki og tjá- ir þig óhikað. Þú markar þér þína eigin leið í lífinu og passar oft ekki inn í það mót sem samfélagið ætlar þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er kjörið að leita ráða hjá þeim sem eru þér eldri og reyndari. Þér reynist auðvelt að vera hlutlaus og grafast fyrir um skýringar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn er kjörinn til við- skipta. Þú sýnir varúð en festu. Þér reynist auðvelt að sýna sanngirni í viðskiptum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Viðræður við einhvern um trúarbrögð, stjórnmál eða út- lönd fá alvarlegt yfirbragð. Einhver sem er þér eldri eða reyndari vill veita þér ráð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er möguleiki á að þú fáir endurgreitt fé frá opinberum aðila í dag. Þú gætir jafnvel notið góðs af auknu ríkidæmi vinar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Náin sambönd eru yfirveguð í dag. Þú átt gott með að mynda traust, virðingu og skilning. Þú vilt að aðrir sinni skyldum sínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn er kjörinn til að gera langtíma áætlun varð- andi vinnuna. Þú átt auðvelt með að spá fyrir um framtíð- ina og grípa til viðeigandi ráð- stafana. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Líklegt er að rómantíkin blómstri gagnvart einhverjum sem er þér eldri eða hefur annars konar menningarlegan bakgrunn en þú. Slakaðu á og vertu þú sjálf(ur). Þú þarft ekki alltaf að reyna að gera öllum til geðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugsanlegt er að fjölskyld- unni berist peningar frá ein- hverjum utanaðkomandi. Dagurinn er kjörinn til að taka ákvarðanir varðandi sameiginlegt eignarhald. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn er kjörinn til að ná eða undirrita viðskiptasamn- inga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú finnur til íhaldssemi í fjár- málum í dag. Þú gæti haft áhyggjur af því að vernda tak- markaðar tekjur þínar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nýttu þér þau tækifæri sem þér gefast til að veita ungu fólki ráð. Þar sem þú ert nú- tímalega þenkjandi og framm- úrstefnuleg(ur) ertu rétta manneskjan til að ráðleggja ungu fólki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver sem er bak við tjöldin mun hjálpa þér. Þú átt þess kost að laga eitthvað á heim- ilinu með aðstoð annarra eða hugsanlega endurgreiðslu frá opinberum aðilum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LEGGÐU ÞIG Á LÁÐIÐ Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina. Horfðu á jörð og himinsfar, hafsins firna díki. Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki. Við þá skoðun, vinur minn, verður lyndið hægra, og daginn þann mun drambsemin duftinu hreykja lægra. Sigurður Breiðfjörð LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 100 ÁRA afmæli.Mánudaginn 24. mars nk. verður Helga Jónsdóttir, Kjalardal, Skil- mannahreppi hundrað ára. Af því tilefni er ættingjum og vinum boðið að þiggja kaffiveitingar í Félagsheim- ilinu Fannahlíð sunnudag- inn 23. mars frá kl. 14–17. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 22. mars, verður fimm- tugur Jón Helgi Bjarnason, Vatnsholti 7c, Keflavík. Hann, ásamt konu sinni, Að- alheiði Valgeirsdóttur, tek- ur á móti ættingjum og vin- um á afmælisdaginn í Golfskálanum Leiru kl. 20. ÞEGAR blindur birtist sá suður strax að hann hafði tekið ranga ákvörðun í sögnum – sex lauf eru nokk- urn veginn borðleggjandi, en suður var staddur í þremur skjálfandi gröndum. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ K6 ♥ 9 ♦ D6 ♣D10987632 Suður ♠ ÁG3 ♥ Á73 ♦ ÁK1087 ♣K5 Vestur Norður Austur Suður -- 3 lauf Dobl 3 grönd Pass Pass Pass En það er góð regla í brids að gráta ekki Björn bónda lengi, heldur snúa sér af alefli að því verkefni sem við blasir – sem í þessu tilfelli er að spila þrjú grönd með hjartatvistinum út (fjórða hæsta). Suður tók sér taki og íhugaði horfur sínar. Og það ætti lesandinn að gera líka. Eftir útspilið þarf sagn- hafi að taka níu slagi í beit – þrjá á spaða með svíningu og fimm á tígul. Spaða- drottningin er nánast örugglega í austur, en vand- inn er tígulíferðin. Á að toppa eða svína fyrir gosann fjórða? Suður lagði dæmið þannig upp: Ef útspil vesturs er frá fjórlit, þá er austur með fimmlit í hjarta. Spaðinn er að öllum líkindum 4-4, því vestur hefði frekar komið út frá fimmlit og svo hefði austur tæplega doblað þrjú lauf á lítinn punktastyrk án góðrar móttöku í hálitunum. Og laufásinn á austur örugglega. Þar með er „vit- að“ um tíu spil austurs í spaða, hjarta og laufi, sem þýðir að austur á í mesta lagi þrjá tígla: Norður ♠ K6 ♥ 9 ♦ D6 ♣D10987632 Vestur Austur ♠ 8742 ♠ D1094 ♥ 10542 ♥ KDG86 ♦ G42 ♦ 953 ♣G4 ♣Á Suður ♠ ÁG3 ♥ Á73 ♦ ÁK1087 ♣K5 Eftir þessa rökréttu athug- un svínaði suður spaðagosa og toppaði tígulinn. Suður var ánægður með vel unnið verk og leit á makker sinn í veikri von um hrós. En norður var með hugann við annað: „Eigum við sex lauf?“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Rh6 7. b4 cxd4 8. Bxh6 gxh6 9. cxd4 Bd7 10. Be2 Hc8 11. 0–0 Bg7 12. Dd2 0–0 13. Bd3 f6 14. b5 Staðan kom upp í seinni hluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum MH. Guðmundur Kjart- ansson (2080) hafði svart gegn Davíð Ólafssyni (2325). 14… Rxd4! 15. Rxd4 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. fxe5 16. Rb3 e4 17. Bxe4 Bxb5 18. Bd3 Bc4 19. Bxc4 dxc4 20. a4 cxb3 21. Ha3 Hc2 22. a5 Dc5 23. De1 Hfxf2 24. Hxf2 Hc1 og hvít- ur gafst upp. MEÐ MORGUNKAFFINU Það er víst eina leiðin að nota bréfdúfu! Ó, hver fjandinn. Ég er enn og aftur búinn með hvíta litinn! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Hverfisgötu 50 • sími 552 2690 • www.svipmyndir.is Fermingarmyndir NÝLEGA tóku krakkar í 7. bekk í Fossvogsskóla þátt í verkefninu Dag- blöð í skólum. Að lokinni vinnuviku með dagblöð í skól- anum komu þau í heimsókn á Morg- unblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Morg- unblaðið vonar að heimsóknin hafi orðið þessum fróð- leiksfúsu krökkum að gagni bæði og gamni. Morgunblaðið/Golli UM þessar mundir taka fjölmargir 7. bekkir á Reykjavík- ursvæðinu þátt í verkefni sem nefn- ist Dagblöð í skól- um. Krakkarnir vinna með dagblöð í skólanum samkvæmt leiðbein- ingum kennara og fara svo í kjöl- farið í heimsókn á alvöru dagblað til að skoða starf- semina betur. Það var einmitt erindi 7. bekkjar AB úr Seljaskóla sem heiðraði Morg- unblaðið með komu sinni 4. mars sl. Morgunblaðið kann þessu prúða unga fólki bestu þakkir fyrir kom- una. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.