Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 20
STRÍÐ Í ÍRAK 20 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ JAMES I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir að Bandaríkin og þau 34 ríki sem sam- an mynda „bandalag hinna viljugu“, sem svo er kallað, séu sammála um það markmið að afvopna Írak; með valdi ef með þurfi. Hann hefur ekki orðið var við að íslensk stjórnvöld gerðu ágreining um þennan skilning á þátttöku í áðurnefndu bandalagi. Gadsden hélt í gær blaðamanna- fund í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg og gerði þar grein fyrir þeim hernaðaraðgerðum, sem nú eru hafnar við Persaflóann. „Ekki er hægt að deila um að Írak hefur hunsað vilja alþjóðasamfélagsins [hvað varðar afvopnun]. Spurningin er: hvað á að gera þegar Írak hefur orðið uppvíst að skýlausum brotum [á ályktunum öryggisráðsins]. Þetta er erfið spurning og þeir eru margir sem ekki eru okkur sammála. Við teljum hins vegar að tólf ára bið sé nægilega löng. Við ætlum nú að þvinga fram afvopnun Íraks, þrátt fyrir hætturnar sem því fylgir, því við teljum að mun hættulegra sé að aðhafast ekki neitt,“ sagði sendi- herrann á blaðamannafundinum. Stuðningur við valdbeitingu? Gadsden sagði að lögð yrði áhersla á að halda mannfalli úr röð- um óbreyttra íraskra borgara í lág- marki í þeim aðgerðum sem nú væru hafnar. Ennfremur að reynt yrði að koma í veg fyrir að fólk neyddist til að yfirgefa heimili sín. Þá gerði hann grein fyrir því að Bandaríkjastjórn stefndi að því að byggja upp lýðræð- islegt Írak að stríði loknu og að reynt yrði að koma í veg fyrir að landið klofnaði í sundur. Loks sagði Gadsden að lögð yrði áhersla á mannúðarstarf í landinu og sagði hann að unnið yrði að slíkum verk- efnum með Sameinuðu þjóðunum. „Við munum sýna fram á að við vilj- um frelsa Írak, en ekki hernema það eða yfirtaka olíulindir þess. Olían í Írak er eign allra íbúa landsins og verði gripið til tiltekinna ráðstafana hvað varðar olíulindirnar þá verður það aðeins gert til að tryggja þessa verðmætu auðlind fyrir Íraka,“ sagði hann. Sendiherrann var spurður um veru Íslands á lista yfir þær 35 þjóð- ir sem tilheyra „bandalagi hinna vilj- ugu“ – þ.e. ríkin sem opinberlega hafa lýst því yfir að þau vilji taka þátt í tafarlausri afvopnun Íraka. Sagðist hann fyrst og síðast líta svo á að í því fælist stuðningur við það markmið að afvopna Írak. „Írak á gereyðingarvopn, Írak hefur ekki hlítt ályktunum örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna og hefur ekki virst líklegt til að verða við kröfum öryggisráðsins sjálfviljugt. Ég tel að ekki sé deilt um að ógn stafi af gereyðingarvopnum þeirra, ekki aðeins Bandaríkjunum heldur einnig mörgum öðrum löndum í heiminum, og því sé mikilvægt að af- vopna Írak. Jafnvel aðrar rík- isstjórnir, sem telja að öðruvísi eigi að fara að því að afvopna Írak, eru sammála því að höfuðatriði sé að þessi afvopnun fari fram. Ég myndi [því] túlka þetta sem pólitískan stuðning við þá afstöðu að mikilvægt sé að afvopna Írak,“ sagði hann. Sagði Gadsden að spurningin væri Morgunblaðið/Júlíus James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, ræðir við íslenska blaðamenn í gær. Hættulegra að aðhafast ekki neitt Sendiherra Bandaríkjanna segir 35 ríkja „bandalag hinna viljugu“ sammála um afvopnun Íraks VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hvatti í gær Bandaríkjamenn til að stöðva stríðið gegn Írak og sagði hernaðaraðgerðirnar „alvarleg pólitísk mistök“. „Innleiðum við valdbeitingu í stað alþjóðlegra öryggisviðmiða mun svo fara að engin þjóð getur talið sig óhulta,“ sagði forsetinn m.a. „Þess vegna krefjast Rússar þess að hern- aðaraðgerðum verði hætt.“ Forsetinn kvað enga þörf á því að blásið væri til herfarar til að afvopna stjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð- anna í landinu hefði skilað árangri. Því hefði ekki verið réttlætanlegt að láta til skarar skríða gegn stjórn Saddams en Bretar og Bandaríkja- menn hófu hernaðinn aðfaranótt fimmtudags með árásum á valin skotmörk í höfuðborginni, Bagdad. Pútín lét þessi orð falla við upphaf skyndifundar öryggisráðs Rúss- landsforseta en hann sátu m.a. Míkhaíl Kasjanov forsætisráðherra, Sergej Ívanov varnarmálaráðherra og Ígor Ívanov utanríkisráðherra. „Ég vil leggja áherslu á að hernaður- inn fer fram í andstöðu við almenn- ingsálitið í heiminum og að hann brýtur gegn grundvelli alþjóðarétt- ar,“ sagði Pútín. Ítrekaði hann því næst að herförin gegn Saddam Hussein væri óréttlætanleg. Enn hefði ekki verið svarað þeirri grund- vallarspurningu hvort gereyðingar- vopn væri að finna í Írak. Stjórnvöld- um í Bandaríkjunum hefði aldrei tekist að færa sönnur á það og að heimsbyggðinni allri stafaði ógn af Saddam Hussein. „Að auki er það svo að Írakar hafa ekki ógnað ná- grönnum sínum eða öðrum svæðum í heiminum,“ sagði Pútín. Gefa hefði átt vopnaeftirliti meiri tíma Pútín vék að þeim ummælum Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, að menn Sadd- ams hefðu sýnt aukinn samstarfs- vilja á lokastigum vopnaeftirlitsins í Írak. Þetta hefði komið fram í síð- ustu skýrslu Blix til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hefði hann sagt að gefa hefði átt vopnaeftirlitinu meiri tíma til að sinna störfum sínum í Írak. „Írakar hindruðu ekki alþjóð- legu vopnaeftirlitsmennina í störfum sínum – þeir sýndu þvert á móti vilja til samstarfs,“ sagði Rússlandsfor- seti. Pútín segir stríðið „al- varleg pólitísk mistök“ Rússlandsforseti segir þjóð sína krefjast þess að Bandaríkjamenn hætti hernaðaraðgerðum gegn Írak Moskvu. AFP. Jacques Chirac harmar árásina París. AFP. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, kvaðst í gær „harma“ árás bandamanna á Írak, sem hófst að- faranótt fimmtudags án þess að fyrir lægi samþykki Sameinuðu þjóðanna. „Frakkar harma þessar aðgerðir sem hafnar voru án samþykkis Sam- einuðu þjóðanna. Við vonum að þeim ljúki sem fyrst og að mannfall verði eins lítið og frekast er unnt og að þær leiði ekki til allsherjar hörm- unga,“ sagði forsetinn í sjónvarps- ávarpi. „Átök þessi munu, sama hversu lengi þau standa, reynast afdrifarík fyrir framtíðina. Frakkar munu reynast grundvallarhugsjónum sín- um trúir og halda áfram þeirri við- leitni að stuðla að friðsamlegri lausn deilumála sem blóðga heiminn og ógna honum,“ bætti hann við. Forsetinn sagði að þessum mark- miðum yrði aðeins náð með sam- stilltum aðgerðum á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Aðeins á þann veg yrði unnt að tryggja friðinn í Írak og annars staðar í heiminum. Chirac vísaði til fundar leiðtoga Evrópusambandsins sem fram fór í gær og haldið verður áfram í dag. Kvað hann samstöðu nauðsynlega og vék sérstaklega að hlutverki Evr- ópuríkja. „Evrópa verður að gera sér ljóst hversu mikilvægt er að ríki álfunnar komi sýn sinni til vanda- mála heimsbyggðarinnar á framfæri og sameinist um gildi trúverðugra og sameiginlegra varna aðildarríkj- anna.“ Hvatti Chirac ríki Evrópu- sambandsins til að sameinast um þessa sýn til vandamála heims- byggðarinnar og að gera að veru- leika þetta „metnaðarmál“ Evrópu. Chirac kvaðst hafa falið Jean- Pierre Raffarin, forsætisráðherra, að gera „allar nauðsynlegar ráðstaf- anir“ vegna þeirrar stöðu sem skap- ast hefði. Sagði hann Frakka við öllu búna og ætti það jafnt við um örygg- ismál þjóðarinnar, efnahagsmál og samstöðu landsmanna. Frakkar fóru fyrir ríkjum þeim sem kröfðust þess að aðgerðum gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta yrði slegið á frest og vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna í landinu gefinn meiri tími. Frakkar komu og í veg fyrir að önn- ur ályktun sem Bandaríkjamenn, Bretar og Spánverjar lögðu fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna næði fram að ganga. Það gerðu Frakkar í krafti neitunarvalds síns í öryggisráðinu. SAID Kamal, aðstoðarframkvæmda- stjóri Arababandalagsins, sagði í gær, að upphaf árásanna á Írak væri „dap- urlegur dagur fyrir alla araba“ og varaði við því, að önnur ríki á þessum slóðum gætu orðið næsta skotmark. „Sá dagur mun koma, að ráðist verður á önnur arabaríki en spurn- ingin, sem hver einasti maður hlýtur að spyrja, er þessi: Hver heimilaði Bush að ráðast á Írak? Hvaða umboð hefur hann til þess?“ sagði Kamal. Amr Mussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, sagði, að það væri hörmulegt, að Írakar skyldu hafa orðið fyrir árásum, sem legðu allt í rúst og tækju ekkert tillit til óbreyttra borgara né framtíðarvel- ferðar landsins. Hvatti hann örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna til að grípa í taumana og stöðva stríðið. Utanríkisráðherrar Arababanda- lagsins munu koma saman til fundar í Kaíró á sunnudag. Segir önnur ríki næsta skotmark Kaíró. AFP. Arababandalagið fordæmir Íraksstríðið GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fordæmdi í gær árásirn- ar á Írak sem ónauðsynlegar og sagði, að stríð væri ávallt ósigur samningaumleitana. Athygli vakti, að hvorki hann né aðrir þýskir ráða- menn fordæmdu Bandaríkjastjórn beint og þykir það benda til, að þýska stjórnin sé farin að huga að samskiptum ríkjanna að stríði loknu. Schröder kvaðst vona, að komist yrði hjá miklum mannlegum hörm- ungum í Írak og lagði áherslu á hlut- verk Sameinuðu þjóðanna við upp- byggingu í landinu. Hann nefndi þó ekki, að stríðið væri siðferðilega og lagalega óréttlætanlegt en það gerðu hins vegar þýskir kirkjuleiðtogar og ýmsir flokksbræður Schröders. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði, að stríðið væri hörmulegt enda væri það ávallt versti kosturinn. Svo virðist sem Schröder og Fischer líti svo á, að teningunum hafi verið kastað og því sé ekki um annað að ræða en horfa til framtíðar, jafnt hvað varðar Írak sem samskipti Atl- antshafsríkjanna. Dagblaðið Frank- furter Allgemeine Zeitung sagði í gær, að Schröder hefði látið þau boð út ganga innan stjórnarflokkanna, að menn forðuðust að nota orðið „árásarstríð“ yfir stríðið í Írak. Stjórnarskrárbrot? Olaf Scholz, framkvæmdastjóri þýska jafnaðarmannaflokksins, sagði, að þrátt fyrir stríðið, væri ekki ástæða til að úthrópa vinskap Þjóð- verja og Bandaríkjamanna en Hans- Christian Ströbele, aðstoðarþing- flokksformaður Græningja, sagði, að Íraksstríðið væri brot á alþjóðalög- um. Sagði hann einnig, að hugsan- lega væri leyfi Þjóðverja fyrir yfir- flugi bandarískra herflugvéla brot á þýsku stjórnarskránni. Schröder kveðst harma ónauðsynlegt stríð Athygli vekur varkárt orðalag í yfirlýsingunni Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.