Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 43
jafnsjálfsagt. Auðvitað var það ekki sjálfsagt. Viðhorf ömmu minnar var bara svo ósérhlífið og ljúft. Hún sagði iðulega við mig þegar hún bauð mér aðstoð af ein- hverju tagi: „Bryndís, mér finnst gott ef ég get orðið að einhverju liði. Það er ekkert gaman ef eng- inn þarf á manni að halda. Það gefur lífinu gildi að verða að gagni.“ Þótt ég hafi oft sagt henni það þá efast ég um að hún hafi vit- að hve hún kom mér að miklu gagni. Einhverju sinni langaði mig að bjóða til mín gestum á gamlárs- kvöld. Ég hafði nokkrar áhyggjur af því að við myndum halda vöku fyrir ömmu minni. Spurði ég hana því hvort hún væri viss um að þetta boð væri í lagi hennar vegna. Hún hélt það nú! Það væri bara notalegt að vita af öðru fólki í hús- inu. Hún sagðist aldrei sofa betur! Ef ég var í fríi kom hún gjarnan upp á efri hæðina til mín, bankaði og sagði: „Var þetta kannski kaffi- lykt sem ég fann niður til mín. Mikið langar mig nú í kaffi.“ Hvort sem kaffilyktin var til stað- ar eða ekki þá var ég snögg að hella upp á kaffi. Þetta var ósköp notalegur tími. Það var gott að finna að ég gat einnig orðið henni að nokkru liði á þessum tíma. Amma var ákaflega fróðleiksfús, handlagin og að mörgu leyti frum- leg. Við sauma lék allt í höndunum á henni. Um tíma skellti hún sér í það að læra að binda inn bækur og batt inn á þeim tíma allar mögu- legar og ómögulegar bækur. Stein- ar og náttúrufræði átti einnig hug hennar og safnaði hún steinum af miklu kappi og gekk frá þeim af mikilli alúð. Afi útbjó sérstakar hillur fyrir steinana þar sem þeim var komið fyrir pússuðum og merktum. Hún hafði gaman af að breyta til heima hjá sér og hafa fínt. Gluggarnir hennar voru alltaf sérstaklega frumlegir og flottir. „Þeir líktust alls ekki gluggum hjá gamalli konu“ eins og ein vinkona mín sagði einu sinni. Nú er komið að leiðarlokum og ég veit að hún er hvíldinni fegin því síðustu æviár hefur ellin verið henni erfið. Ég sakna tímans með henni en þakka hann einnig inni- lega. Bryndís. hann kryddaði viðræður sínar með, auk djúprar kynningar á æðri tón- menntum. Var ekki auðgert að þreyta við hann mannjöfnuð í þess- um efnum. Hann var samfélags- sinnaður og hélt opinni sýn til allra átta. Oft greip hann af skerpu inn í umræður og skóf þá ekkert af skoðun sinni, enda gat hann verið meinfyndinn, einkum ef honum þótti þurfa að stinga á belgingi. „Takið sérstaklega eftir stílnum“, læddi hann eitt sinn út úr sér, er ég hljóp til stökks, og hlógu fé- lagarnir en lítið varð úr stökkinu. Á faglega sviðinu vildi Jón róa á önnur og stærri mið en vanalegt var og sótti framhaldsmenntun sína til stofnana á því sviði í Ameríku. Gerði hann sér ljósa grein fyrir, hver ávinningur væri af starfsað- ferðum þar á bæjum. Hann hneigð- ist til sjálfstæðs framtaks í að koma færni sinni fram, en taldi hann sig í því rekast á vissa veggi. Á heildina litið átti hann sér fjölbreytilegan starfsferil. Kynni okkar Jóns urðu meiri og lengri en vænta mátti við það, að ég hitti hans ágætu konu, Víví, fyr- ir í Seðlabankanum, er mig bar þar að landi árið 1976 og lágu leiðir okkar þar saman síðan, og að auki urðum við nágrannar við Skerja- fjörð frá 1995. Hins er ekki síður að minnast og þakka, að þau hjónin sóttu ætíð vel samkomur stúdents- árgangsins, og lögðu þar ýmislegt gott til að hressa upp á sálina og hvetja til samtaks og gleðifunda. Árgangurinn þakkar þeim sam- fylgdina gegnum árin og vottar Víví og fjölskyldunni innilega sam- úð. Bjarni Bragi Jónsson. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 43 NUDD er ein elsta tegund lækn- inga í víðtækum skilningi. Þess var fyrst getið í skriflegum heimildum um 2000 fyrir Krist og Grikkinn Hippocrates mælti með því öldinni eftir. Allar götur síðan hefur þessi snerting handa og hugar við líkama verið viðurkennd sem heilsulind. Til að fyrirbyggja sjúkdóma, lina sárs- auka, lífga uppá manneskjuna og hjálpa til við hefðbundnar lækning- ar. Nú er svo komið á Íslandi að fjöl- margar tegundir nudds eru í boði og ýmiss konar aðferðir í tengslum við þær. Þetta kann að æra óstöðugan, öll kostar þjónustan sitt og ekki allt- af gott að segja fyrir leikmann hvert best sé að leita. Félag íslenskra nuddara, F.Í.N., verður þrítugt á næsta ári. Í því eru nær 200 manns sem lagt hafa að minnsta kosti fjögurra ára viður- kennt nám að baki og starfa eftir ákveðnum siðareglum – en fyrst og fremst af einlægni og hugsjón. Fé- lagið æskir lögverndunar eða við- urkenningar starfsheitis nuddara, sem áður hefur verið hreyft við heil- brigðisráðuneyti en verður sérstak- lega nú. Vegna þess fjölda sem býð- ur einhvers konar nuddþjónustu með minni menntun en félagsmenn og væntanlega af misjöfnum gæð- um. Menntun nuddara F.Í.N. felst fyrst í tveggja ára bóknámi við Heil- brigðisskólann í Reykjavík (Fjöl- braut Ármúla) eða sambærilegu námi. Þá eins árs verknámi við einkaskóla félagsins við Asparfell og loks árs þjálfun hjá meistara sem viðurkenndur er af félaginu. Nudd- skóli F.Í.N. hefur starfað í tíu ár, með viðurkenningu menntamála- ráðuneytis. Kennt er klassískt nudd, svæðanudd (viðbragðssvæði á ilj- um), íþróttanudd, viðbragðspunkta- meðferð (þrýstimeðferð á vöðvum), vöðva- og hreyfifræði (orkubrautir og asísk fræði), ilmolíu- og sogæða- nudd og svo heildrænt nudd. Námið byggist einmitt á heild- rænni sýn á mannslíkamann, en heildrænt nudd, sem er hvað vinsæl- ast auk hins sígilda, miðast við til- finningu nuddarans fyrir því sem manneskjan á bekknum hans þarfn- ast. Til þess að meta það og geta veitt henni það sem vera ber, þarf kunnáttu, og hún fæst ekki sem skyldi úr helgarnámskeiðum eða skammvinnu námi. Þeir sem kaupa nuddþjónustu ættu því að gæta þess að leita til vel menntaðra nuddara. Hægt er að treysta því að fé- lagsmenn F.Í.N. hafi þá menntun sem þarf til að gera gagn. Hins veg- ar kann sú þjónusta sem veitt er af vankunnáttu að vera gagnlaus, jafn- vel skaðleg og stundum á mörkum siðferðis, ef litið er á fréttir síðustu daga af svokölluðu erótísku nuddi. Frá þessu vilja nuddarar F.Í.N. klárlega skilja sig, þeir vilja vita- skuld hvorki láta kenna sig við kukl né aðrar vafasamar aðferðir. F.Í.N. er aðili að norrænum sam- tökum nuddara og jafnframt að sambandi þeirra er stunda óhefð- bundnar lækningar á Norðurlönd- um (NSK), en í Íslandsdeild þess, Félagi íslenskra græðara, eru átta aðildarfélög og hefur það starfað í tvö ár. Á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar starfar nefnd um sam- ræmingu rannsókna og þróunar heildrænna lækninga og hér á landi hefur slík nefnd tekið til starfa sam- kvæmt þingsályktunartillögu Láru M. Ragnarsdóttur frá því í fyrra. Formaður nefndarinnar er Guð- mundur Sigurðsson heilsugæslu- læknir og gerir hann ráð fyrir áfangaskýrslu í apríl en nánari nið- urstöðum næsta haust – um æski- lega stefnu hvað varðar vaxandi flóru aðferða til heilsueflingar. Hann bendir á að könnun landlækn- is sýni að um 30% landsmanna leiti óhefðbundinna leiða til heilsubótar (1998) og nudd sé þar vinsælast. Landlæknisembættið kemur að veitingu viðurkenningar eða löggild- ingar heilbrigðisstétta sem ráðgef- andi aðili, en slíkar stéttir eru nú um 30 í landinu, um helmingur þeirra löggiltar. Spurningin hvað varðar nuddara F.Í.N., sem eru eini fag- hópur Heilbrigðisskólans án viður- kenningar, snýst ekki síst um hvort þeir eigi að teljast til þessara stétta, líkt og sjúkranuddarar, sem lærðir eru erlendis og hafa lögverndun heilbrigðisráðuneytis. Sólveig Guð- mundsdóttir, lögfræðingur þess, segir löggildinguna byggjast á því að faghópurinn meðhöndli sjúklinga. Hún sé öryggisatriði því svipta megi þá leyfi eða löggildingu sem brjóta gegn sjúklingi eða heilbrigðislögum. Viðurkenning þýði það að einungis aðili þess félags sem hana hlýtur megi nota viðkomandi starfsheiti. Hvað nuddara snerti, hafi ráðuneyt- ið vísað því til menntamálaráðuneyt- is, þegar nám F.Í.N. var viðurkennt, hvort það ráðuneyti veitti einnig við- urkenningu starfsheitisins. Því máli hafi ekki verið lokið þá. Meistara- nám nuddara bendir þó til að líta megi á fagið sem iðngrein. Annað hagsmunamál nuddara F.Í.N. er niðurfelling virðisauka- skatts af þjónustu þeirra, líkt og gildir um þá 30 sjúkranuddara sem hér starfa, og verður það án efa rætt, eins og lögformleg viðurkenn- ing stjórnvalda, á aðalfundi félags- ins nú um helgina. Hann situr fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn, en á það sameiginlegt að hafa lagt stund á nuddnám F.Í.N. og starfað við fagið. Um 3/4 félagsmanna eru konur og algengast er að nuddarar stundi vinnu sína í hlutastarfi í tengslum við heimili sín. Starfið er allerfitt og starfsævin því oft fremur stutt. En nuddarar F.Í.N. kapp- kosta að vanda vinnu sína, af alúð og virðingu fyrir sjálfum sér og fyrst og fremst þeim sem til þeirra leita. Starfsheiður nuddara og öryggi neytenda Eftir Öddu Gerði Árnadóttur „Hægt er að treysta því að félags- menn FÍN hafi þá menntun sem þarf til að gera gagn.“ Höfundur er formaður Félags íslenskra nuddara. HVORT höfum við Íslendingar meiri tekjur af tunglinu eða sjónum í kringum okkur? Allir Íslendingar vita svarið við þessari spurningu. Hins vegar vitum við meira um yfirborð tunglsins en hafsbotninn við landið. Flestir þekkja Regnhafið og Skýja- hafið á tunglinu og hægt er að fara á vef NASA og fá upplýsingar um allt yfirborð tunglsins. Hafið er okkur að mestu ókunnugt, fyrir utan skipstjór- ana sem vita hvar einstaka hólar og rennur eru en það eru þeirra fiski- leyndarmál. Íslendingar eru eftirbát- ar annarra þjóða í hafbotnsrannsókn- um þó að við byggjum allt okkar á fiskveiðum. Þó er búið að kortleggja hinn fagra Arnarfjörð ásamt hlutum af Tjörnesbeltinu, Kolbeinseyjar- hrygg og Kötluhryggjunum. Með nýju hafrannsóknarskipi opnast nýir möguleikar á rannsóknum á hafs- botninum okkar með fjölgeislatæki en hægt gengur að kortleggja land- grunnið og hanna botngerðarkort sem gefa upplýsingar um botngerð sjávar vegna fjárskorts. Hafrann- sóknastofnunin hefur ekki fengið neinar aukafjárveitingar til fjölgeisla- mælinga. Því hefur ekki verið hægt að nýta tækið eins og æskilegt hefði ver- ið til almennrar kortlagningar. Æski- legt er að allir leggist á árarnar svo nýta megi þetta afkastamikla mæli- tæki til kortlagningar og könnunar hafsbotnsins. Við fiskveiðiþjóðin mikla höfum ekki fyrr fjárfest í svo merkilegu tæki, ekki frekar en neðarsjávar- myndavélum sem geta fylgst með veiðarfærum og sýnt virkni þeirra. Í leiðangri sem farinn var í sumar 2002 opnuðust nýjar víddir í hafs- botnsrannsóknum og var stórkostlegt að hlýða á Bryndísi Brandsdóttur jarðeðlisfræðing hjá Raunvísinda- stofnun háskólans og Guðrúnu Helga- dóttur frá Hafrannsóknastofnuninni, kynna niðurstöður úr nýlegum rann- sóknum á landgrunni Norðurlands, Hafsbotninn á Tjörnesbeltinu, á fræðsluerindi fyrir stuttu. Magnað að sjá fjöll sem minntu á Herðubreið og Keili en flestum óþekkt. Misgengi eins og á Þingvöllum, setlög og gas- myndanir, gígaraðir og landslag sem er sláandi líkt og á landi. Rákir eftir hafísinn frá Ísöld og rákir eftir botn- vörpur togara. Til að byggja aftur upp fiskistofna þarf að taka rannsóknir á erfðum og atferli fiska, lífríki og fiskistofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í um- hverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskur- inn er veiddur og á hvaða svæðum. Fara eftir niðurstöðum þó kvalafullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsókn- arþekkingu út um allan heim. Vísind- in efla alla dáð. Frjálslyndir standa fyrir rannsókn- ir og réttlæti! Hafsbotns- rannsóknir Eftir Sigurpál Ingibergsson Höfundur er tölvunarfræðingur og skipar 14. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suður- kjördæmi. „Til að byggja aftur upp fiski- stofna þarf að taka rannsóknir á erfðum og atferli fiska, lífríki og fiskistofnum til ræki- legrar endurskoðunar.“ Laugardagskaffi í Valhöll Fylgist með næstu fundum á xd.is Allir velkomnir Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opna spjallfundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardags- morgnum fram að kosningum. Annar fundurinn verður á morgun, laugardaginn 8. mars, kl. 11.00. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Sími 515 1700 Upplýsinga- og fræðslunefnd Þriðji fundur verður á morgun, laugardaginn 15. mars, kl. 11 00. Gestur fundarins verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Birgir Ingvi Hrafn Bjarni Guðlaugur Auður Björk Hildur Bryndís Gestir á morgun klukkan 11.00 verða eftirtaldir frambjóðendur til alþingiskosninga: Auður Björk Guðmundsdóttir Birgir Ármannsson Bjarni Benediktsson Bryndís Haraldsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarsson Hildur Ragnars og Ingvi Hrafn Óskarsson MINNINGAR Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.