Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELSA, dansverk Láru Stefánsdótt- ur, kemur nýtt inn í Lát hjartað ráða för, sýningu Íslenska dansflokksins sem frumsýnd var í Borgarleikhús- inu í febrúar. Elsa kemur inn í stað upphafsverks sýningarinnar, Sym- biosis, eftir ísraelska höfundinn Itzik Galili, dúetts í flutningi Katrínar Johnson og Yarons Barami. Barami, sem er ísraelskur að uppruna og hef- ur dansað með flokknum síðan í jan- úar, þurfti með skömmum fyrirvara að hverfa af landi brott af persónu- legum ástæðum. Ekki þótti sýnt að tími gæfist til að æfa nýjan dansara inn í verkið í stað Barami, og var þess í stað annað verk fellt inn í sýn- inguna. Það lá beinast við að fyrir val- inu yrði Elsa, sem einnig er dúett, þar sem Íslenski dansflokkurinn sýndi verkið í nýafstaðinni ferð sinni til Beirút. Annað en rómantískir ballettar Þrátt fyrir að bæði verkin séu dú- ettar, eru Elsa og Symbiosis talsvert ólík, að sögn Katrínar Johnson og Guðmundar Elíasar Knudsen, sem dansa í Elsu. „Það er eins konar haltu mér-slepptu mér stemning í verkinu. Þetta er enginn ástardúett á útopnu, en stemningin er alveg greinileg. Í byrjun sést að þau eru sér á báti, en fara smátt og smátt að renna saman. Að lokum kemur þó að því að ég segi stopp og ákveð frekar að vera ein,“ útskýrir Katrín. „Sjálfstæð kona,“ bætir Guðmundur Elías við og brosir. „Verkið er aðeins öðruvísi en þessir rómantísku ballettar, þar sem kven- maðurinn er mjög kvenlegur og karl- maðurinn sterkur og mikill „macho“. Hérna eru í raun báðir „macho“,“ segir hann og Katrín skellir upp úr. Hún viðurkennir að í Symbiosis hafi líka verið um slíkt jafnvægi milli kynjanna að ræða að vissu marki. „En það er bara svo allt annar stíll í því verki og tilfinningin gjörólík, tón- listin eftir Bach og mikið flæði í hreyfingunum, þótt það sé langt í frá að þar hafi ég verið að túlka einhverja litla, veika konu! En þar var ekki ver- ið að spila á þann styrk, eins og gert er í Elsu. Þar snerust hlutirnir meira um samspil,“ útskýrir hún. Vel saminn dans fyrir tónlistina Tónlistin í Elsu er eftir finnska dú- ettinn Pan Sonic, raftónlist sem dans- ararnir segja mjög flotta. „Annað- hvort fílar maður hana eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi tónlist,“ seg- ir Guðmundur Elías. En dansinn – er hann aðgengilegur fyrir hvern sem er? Þau jánka því. „Mér finnst dans- inn fljóta mjög fallega yfir tónlistina og fylgja henni án þess að vera vél- rænn. Mér finnst hann mjög vel sam- inn fyrir þessa tónlist,“ segir Katrín. Elsa er frá árinu 2001 og var samið „utan um“ dansarana Guðmund Elías og Hlín Diego Hjálmarsdóttur, eins og það er kallað. Katrín dansaði því í verkinu í fyrsta sinn á hátíðinni í Bei- rút, og Guðmundur Elías dansaði þá í fyrsta sinn á móti öðrum en Hlín í verkinu. „Til að byrja með var ég svo- lítið stressaður að fá nýjan dansara á móti mér, því ég og Hlín höfum verið saman í verkinu frá upphafi. Það get- ur verið hægara sagt en gert,“ segir hann. „En það sem ég var aðallega hræddur um var að við Katrín næð- um ekki að „smyrja“ okkur nægilega vel saman. Það gekk mjög vel að lok- um.“ Þrjár sýningar eru eftir á Lát hjartað ráða för. Næsta sýning verð- ur á sunnudagskvöld. Elsa eftir Láru Stefánsdóttur kemur nýtt inn í sýninguna Lát hjartað ráða för hjá Íslenska dansflokknum. Haltu mér, slepptu mér Í ÞESSARI vikuvar frumsýnd íParís bíómyndStephen Daldry, The Hours, eða Klukkustundirnar. Hér tekst að spyrða saman bíó, bókmenntir og líf (eða ekki líf) á mjög athyglisverðan hátt. Óhætt er að mæla með myndinni, bæði fyrir þá sem þekkja skáld- sögurnar tvær á bak við hana, og þá sem ekki gera það. Leik- stjórinn fer höndum um líf og tilfinningar af næmleika og sýnir áfram sína fínu takta eins og hann gerði í myndinni um Billy El- liot. Klukkustundirnar er sýnd víða í París, en ég fór í Pathé Wep- ler, á Place de Clichy, í mínu hverfi. Virginia Woolf, enski rithöf- undurinn, er endalaus upp- spretta innblásturs. Það var líf hennar og skáldsagan Mrs. Dalloway sem hún skrifaði 1925, sem var kveikjan að ný- legri skáldsögu Bandaríkja- mannsins Michaels Cunn- ingham, Klukkustundirnar, sem hann fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir. Bíómynd kvöldsins er gerð eftir þeirri bók. Hún er eins konar tilbrigði við upp- runalega Mrs. Dalloway-þemað, þar sem rakinn er í smáatriðum dagur í lífi konu, á yfirborðinu viðburðasnauður, en snýst í kringum um vandann að vera eða ekki, og efann. Það segir frá konum þriggja tíma, skáld- konunni sjálfri, fyrirmynd- arhúsmóður í Kaliforníu kring- um 1950, og nútímakonu, útgefanda í New York og því hvernig söguhetjan Mrs. Dalloway spólar í þeim. Þær renna að vissu leyti saman við hana, eins og kannski allir aðrir lesendur bókarinnar, eða standa á svipuðum stað í tilverunni, sem ætlar alveg ofan í þær. Klukkustundirnar hjákonum þriggja tímaeru skemmtilegafléttaðar saman, tímaflakkið milli þeirra og tengslin vel heppnuð og hæfi- lega laus. Þær eiga það sameig- inlegt að lifa nokkuð stirðar í sínum heimi, ekki fimlega tengdar sínum nánustu. Allar eru þær að einhverju leyti upp á kvenhöndina. Nútímakonan, sem Meryl Streep leikur, hefur stigið skrefið til fulls, býr með stallsystur sinni og á dóttur með ótilteknum manni sem hún hefur aldrei hitt. En það er auð- vitað karlmaður sem stjórnar deginum hjá henni, deginum sem myndin gerist í, og öðrum dögum, því það er hann sem hún elskar. Allar búa í fallegu umhverfi og eiga góða maka, en lífið er ekki bærilegt hvernig sem þær reyna að brjótast í því að vera til. Helst vildu þær vera lausar við það, en seinni tíma kon- urnar tvær finna aðferðir til þess að lifa áfram, drastískar, en duga til þess að deyja ekki. Bæði líf og bækur Virginiu Woolf eru heillandi og erfið við- fangsefni. Ég var hrifin af þeirri útgáfu af skáldkonunni sem sást í bíó- myndinni, hás og gegnumreykt Nicole Kidman – tæp á geði og kýrskýr í hugsun, hættuleg blanda eins og dæmin sanna. Leikstjórinn, sem er enskur, hefur mjög góða tilfinningu fyr- ir lífi og umhverfi Virginu og Leonhards mannsins hennar, og þá ekki síst fyrir sjúklegu sam- bandi hennar við harðlynt þjón- ustufólk. Það eru óborganleg atriði þegar hún reynir að koma því af höndum sér tíma- bundið með litlum aðgerðum og vel útfærðum. Bréfið sem hún lét eftir sig til mannsins síns er frægt: „… ég held ekki að tvær manneskjur geti verið hamingjusamari en við vorum“. Þessi orð er skáldið í New York látið hafa eftir áður en hann fer sömu leið, en það er hann sem nútímakonan elsk- ar í bíómyndinni sem hér er til umfjöllunar. SkáldsagnahöfundurinnMichael Cunningham,spurður í viðtali út ísamband hans við Virg- inu Woolf, segir að honum þyki lítil reisn yfir því hvernig hún stóð að því að stytta sér aldur, með því að drekkja sér í svo lít- ilfjörlegri á, að hún sé nú ekki nema pollur. Finnst honum þetta ekki sýna nógu sannfær- andi vilja til verknaðarins. Kannski hefði legið nær að draga þveröfuga ályktun, að hún hafi verið svo staðráðin í þessu að hvaða pollur sem var hefði dugað. En við þetta mega skáldin búa, að vera smækkuð í lífi og dauða, jafnvel af öðrum skáldum sem eru með þau á heilanum og nota þau sem hrá- efni! Bíóferðin í þetta sinn var síðdegisgjörningur. Um kaffi- leytið var borðað indælis salat úti í blíðunni hjá Ginette á Cauliancourt-götu, við mynd- rænar Montmartre-tröppur. Strikið svo tekið niður á Place de Clichy, mjög skemmtileg gönguleið. Myndin er í hliðarsal á avenue de Clichy. Þar er setið rúmt og þægilega. Að lokinni mynd tók rökkrið við bíófólkinu og margar hugsanir um Klukkustundirnar sem verða ekki uppkláraðar alveg í bráð. B í ó k v ö l d í P a r í s Að vera Mrs. Dalloway eða ekki Eftir Steinunni Sigurðardóttur Nicole Kidman í kvikmyndinni The Hours. TÓNLEIKAR tileinkaðir Kristjáni Eldjárn gítar- manni verða haldnir í Ís- lensku óperunni mánu- daginn 21. apríl kl. 20.30. Í tengslum við tónleikana verður einnig gefinn út hljómdiskurinn Ljóð, hljóð og óhljóð þar sem Kristján Eldjárn leikur frumsamda tónlist undir ljóðalestri Þórarins Eld- járns. Á tónleikunum verða jöfnum höndum leikinn og sunginn djass, rokk, popp, raftónlist, klassísk gítartónlist og einsöngsverk. Meðal þeirra sem fram koma eru Finnur Bjarnason tenór, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Jóel Pálsson og Agnar Már Magnússon, Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth, Kristinn Árnason gítar- leikari, orgelkvartettinn Apparat, Margrét Eir ásamt Karli Olgeiri Ol- geirssyni og Jóni Rafns- syni, Hilmar Örn Hilm- arsson, Bubbi Morthens, Stuðmenn ásamt Eggerti Þorleifs- syni og Guðmundur Pétursson gít- arleikari. Einnig verður sýnd stutt- myndin Tindar eftir Ara Eldjárn. Kynnir kvöldsins verður Eva María Jónsdóttir. Að tónleikunum standa vinir Kristjáns, fjölskylda og félagar úr tónlistinni. Allur ágóði af tónleikun- um rennur í Minningarsjóð Krist- jáns Eldjárns til styrktar efnilegum tónlistarmönnum og afreksfólki í tónlist. Nóttina eftir tónleikana verður ár liðið frá því að Kristján lést á þrítug- asta aldursári. Þrátt fyrir ungan ald- ur átti Kristján langan tónlistarferil að baki og skilur eftir sig fjölda frumsaminna verka á sviði djass-, rokk-, og klassískrar tónlistar. Minningartónleikar um Kristján Eldjárn Kristján Eldjárn Í HEIMI brúðuleikhússins er bæði að finna sakleysi barnsins og vís- dóm hins aldna. Mér hefur alltaf þótt sem að í honum birtist bæði hið einfalda og hið flókna, að hann sé vettvangur dulúðar og hugmynda- flugs. Með því að staðsetja sig utan við raunverulegan tíma og rými, færir hann okkur nær hinum innsta kjarna hins náttúrulega og raun- verulega. Brúðuleikhúsið er öflug- ur, þvermenningarlegur miðill, sem hefur með margbreytileika sínum og þrautseigju lifað af hin ýmsu skeið mannkynssögunnar í mörgum og ólíkum menningarheimum. Í áratugi hefur hlutverk UNIMA verið að skapa hnattrænt samfélag listamanna, sem iðka fjölbreytilega og fágaða menningarstarfsemi. Í heimi alþjóðavæðingar er mjög mikilvægt að viðhalda fjölbreytni hinna ýmsu listforma, sem sum hafa verið við það að deyja út og hverfa af sjónarsviðinu. Það er mér sérstakt ánægjuefni að fyrsti alþjóðlegi brúðuleikhús- dagurinn skuli verða skipulagður á Indlandi, sem hefur verið heim- kynni þessarar listgreinar í margar aldir. Ég er líka mjög ánægð með að UNIMA-þingið skuli tileinkað minningu Kamaladevi Chattopad- hyaya, þeirri merku konu sem vann ósleitilega að endurnýjun margra, indverskra listgreina og þá sérstak- lega brúðuleikhúss. Ég vil hylla alla UNIMA-félaga fyrir að hafa auðgað líf okkar með þessari skemmtilegu og lifandi list- grein. 21. mars – alþjóðlegur brúðuleikhúsdagur Alþjóðlegt ávarp frá dr. Kapila Vatsyayan Frá sýningu Leikbrúðulands, Prinsessan í hörpunni, eftir Böðvar Guðmundsson. UNIMA eru alþjóðleg samtök brúðuleikhússfólks. Dr. Kapila Vatsyayan er indverskur rithöf- undur, vísindamaður, útgefandi og brúðuleikhússkona. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.