Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku drengsins okkar, bróður, barnabarns og frænda, DAVÍÐS FANNARS MAGNÚSSONAR, Vesturási 22, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Davíðsdóttir, Magnús G. Friðgeirsson, Aldís Magnúsdóttir, Aníta Björk Káradóttir, Maríanna Magnúsdóttir, Aldís Eyjólfsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MAGNEU BERGMANN, Hringbraut 77, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Böðvar Þ. Pálsson, Ásta Vigdís Böðvarsdóttir, Kristján Vilberg Vilhjálmsson, Margrét Böðvarsdóttir, Anna Þóra Böðvarsdóttir, Lúðvík U. Smárason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ELÍASDÓTTUR frá Melstað, Höfðagrund 11, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Börnin. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÁRNASON ráðunautur, Sæviðarsundi 92, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánu- daginn 24. mars kl. 13.30. Erna Erlendsdóttir, Árni Björn Haraldsson, Lena Haraldsson, Jón Ingi Haraldsson, Sigrún Erlendsdóttir, Svanbjörg Helga Haraldsdóttir, Hildigunnur Haraldsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Auður Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólafur Valsson, Gunnlaugur Brjánn Haraldsson, Arndís Eir Kristjánsdóttir og barnabörn. Á sólbjörtum sum- ardegi sá ég Eirík Hreiðarsson fyrst.Við áttum svo samleið í 39 ár. Við vorum korn- ung, ég 17 ára og Eiríkur 19 ára og vorum bæði á Garðyrkjuskóla rík- isins. EIRÍKUR HREIÐARSSON ✝ Eiríkur BaldurHreiðarsson var fæddur á Nesjavöll- um í Grafningi 19. febrúar 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 13. mars. Ánægjulegar minn- ingar fylla nú huga minn, og þakklæti fyr- ir að hafa átt hug hans og hjarta í svo mörg ár. Sorg yfir ótíma- bærum dauða hans og samúð með hans nán- ustu, eru mér nú efst í huga þessa dagana. Börnum okkar, tengdabörnum og barnabörnum, Mar- gréti og drengjunum þeirra tveim, votta ég mína dýpstu samúð. Móður hans og systk- inum sendi ég líka samúðarkveðjur. Genginn er góður maður. Jóna Sigrún Sigurðardóttir. ✝ Guðbjörg Ólafs-dóttir fæddist í Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi á Ströndum hinn 8. nóvember 1935. Hún lést á kvenlækninga- deild 21A á Land- spítala við Hring- braut hinn 12. mars síðastliðinn. Foreld- ar hennar voru Ólaf- ur Jónsson, f. 15. okt. 1900 á Gróustöðum, Geiradalshreppi, d. 6. mars 1977, og Guðrún Hansdóttir, f. 8. maí 1914 í Árnessókn á Ströndum d. 30. júní 1995. Þau bjuggu í Skjaldabjarnarvík á Ströndum og síðar á Garðstöðum við Ísafjarðardjúp. Systkini Guðbjargar eru: Jón, f. 1934, d. 1968, Magnús, f. 1937, Guðmundur, f. 1938, Vilborg, f. 1940, Kristín, f. 1942, Héðinn, f. 1943, Hallvarður, f. 1944, Ragnar Davíð, f. 1947, Ólöf, f. 1948, Ragn- heiður, f. 1949, Guðjón, f. 1950, og Aðalsteinn, f. 1952. Guðbjörg giftist hinn 26. desem- ber 1954 eftirlifandi eiginmanni sínum, Stefáni Lárusi Kristjáns- syni, f. 7. mars 1933, og eiga þau sinni, Sigríði Guðbjörgu Hrafns- dóttur, f. 1973, Atla Hrafn, f. 1991, Stefaníu Ösp, f. 1994, og Arnar Smára, f. 1997, og eitt barn með sambýliskonu sinni, Þórey Hall- bergsdóttur, f. 1976, Birtu Karen, f. 2001. Barnabarnabörn Guð- bjargar og Stefáns eru þrjú. Ung að árum fluttist Guðbjörg frá for- eldrum sínum í Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi á Ströndum að Felli í Árneshreppi. Þar ólst hún upp hjá systkinunum Hallfríði og Ólafi Guðmundsbörnum. Þrettán ára gömul réðst Guðbjörg í vist til Reykjavíkur til hjónanna Árna Gestssonar og Ástu Jónsdóttur. Guðbjörg fór ung að vinna og vann ýmis störf, þar á meðal við fisk- vinnslu. Þaðan lá leið hennar í Húsmæðraskólann á Blönduósi 1953. Eftir húsmæðraskóladvölina fluttust Guðbjörg og Stefán að Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfells- nesi til aldraðra foreldra Stefáns. Þar voru þau við almenn bústörf til ársins 1956 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík stundaði Guðbjörg meðal annars sauma- skap ásamt því að sinna börnum sínum og heimilishaldi. Guðbjörg og Stefán voru til margra ára fé- lagar í Snæfellingakórnum og komu fram með kórnum við hin ýmsu tækifæri. Síðustu tuttugu ár- in hefur Guðbjörg starfað sem dagmóðir. Útför Guðbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fimm börn, sem eru: 1) Ólafur Þorkell, f. 1959, kvæntur Svein- björgu Sveinbjörns- dóttur, f. 1959, þau eiga tvö börn, Egil Má, f. 1978, og Ólöfu Ástu, f. 1989. 2) Krist- ján Jóhann, f. 1960, kvæntur Ingunni Að- alheiði Guðmunds- dóttur, f. 1961, þau eiga sjö börn, Jóhann Davíð, f. 1981, Helgu Dagbjörtu, f. 1983, Stefán Daníel, f. 1985, Halldóru Dögg, f. 1991, Guðmund Daða, f. 1996, Guðbjörgu Dagnýju, f. 1997, og Heiðbjörtu Dís, f. 2001. 3) Sigríður Guðrún, f. 1963, hún á fjögur börn, Elísabetu Heiðu, f. 1988, faðir Stefán Bjarnason Sigurðsson, f. 1964, sambýlismaður Gunnar Þór Sigurðsson, f. 1963, þau eiga þrjú börn, Elvu Rut, f. 1991, Stefán Örn, f. 1994, og Björn Anton, f. 1996. 4) Stefanía Guðbjörg, f. 1964, d.1993, kvænt Einari Braga Bjarnasyni, f. 1962, þau eiga tvö börn, Svanlaugu Erlu, f. 1981, og Braga Þór, f. 1984. 5) Lárus, f. 1973, hann á fjögur börn, þrjú börn með fyrrum sambýliskonu Elsku amma mín, nú ertu farin og ég trúi því ekki. Það er svo stutt síðan þú varst frísk og tókst lífinu vel, þetta gerðist allt saman svo hratt. Elsku amma ég náði ekki að þakka þér fyrir hvað þú varst góð manneskja og hugsaðir vel um mig, gerðir og sagðir alltaf það sem var mér fyrir bestu, tókst mig að þér um tíma og varst algerlega mamma mín og fyrirmynd, alltaf svo dugleg, sterk og þolinmóð persóna. Elsku amma ég minnist þess þegar ég var lítil þegar við lágum uppi í rúmi og þú varst að kenna mér Faðir vorið og þegar þú kenndir mér fyrst að reima skó. Síðan man ég alltaf þegar þú vaktir mig með kitli og varst búin að hita handa mér te eða heitt kakó stundum áður en ég fór í skólann, ég gleymi þessu aldrei. Takk amma. Ég er svo ánægð að hafa fengið að kynnast þér og verið þér samferða í lífinu, þótt það hefði mátt vera miklu lengur. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman elsku amma mín, en þær á ég alltaf í minningunni um þig. Núna gætir Guð þín vel og þér líð- ur miklu betur og ég veit að þú fylgist alltaf með okkur. Mér þykir vænt um þig amma mín. Hvíldu í friði. Þín dótturdóttir Elísabet Heiða. Það veit enginn hver vilji Guðs er. Hann vitjar, hann tekur og hann gef- ur. Hann lítur við og hann hefur á valdi sínu að lífið hverfi til annars heims á meðan við sofum á verðinum. Minningin verður eftir sem dýrmæt perla ein og aldrei gleymast hin góðu árin. Tíminn líður með sína læknandi hönd og að lokum hylur hann hin djúpu sárin. Við kveðjum þig elsku vinkonan okkar hér og nú, þar sem þú hefur verið kölluð til æðri starfa. Við erum þakklát fyrir að þú varst þú. Rósirnar bera þér sínar kærleik- skveðjur. Þessi orð félaga okkar, Bubbu, sem er okkar félagshagyrðingur, innifela tilfinningar okkar allra. Fé- lagsskapur okkar er nefndur „Bland- aðar rósir“. Þetta er félagsskapur núverandi og fyrrverandi dagmæðra og manna þeirra. Hann er þannig til- kominn að mjög róstursamir tímar hófust fyrir um það bil 14 árum í mál- efnum dagmæðra, en þá höfðu vask- ar konur innan þeirrar stéttar verið árum saman að vinna að réttindum þessarar starfsstéttar og hafði tekist að koma böndum á að lög og reglur höfðu verið staðfestar og þar með var hún orðin lögbundinn starfsstétt. Þær konur sem höfðu unnið nótt og dag í að vinna að málefnum dag- mæðra hópuðu sig saman á þessum erfiðu tímum og stóðu vörð um að ekkert illt eða óheiðarlegt næði að sverta þann áfanga sem náðst hafði. Úr þessu myndaðist mjög góður vin- skapur sem hefur glatt og stutt í blíðu og stríðu. Allt frá upphafi hefur Guðbjörg verið innanborðs við að vinna að heill dagmæðrastéttarinnar og lagði fram mikla vinnu árum sam- an til að bæta hag barna og dagheim- ila. Þegar þessi félagsskapur fór síð- an af stað með eiginmönnunum bættist Stefán við með sína glaðværð og sönglist. Það var sungið oft hálfan sólar- hringinn við harmonikuundirleik og á milli var skipst á skoðunum um gang lífsins með viðeigandi stuðningi hvort sem það var í gleði eða sorg. Veitingar í mat og drykk hafa verið stórkostlegar en þar stóð oft upp úr hið fræga brauð Guðbjargar sem aldrei mátti vanta. Guðbjörg greindist með hinn ill- víga sjúkdóm, krabbamein, árið 2000. Þessi sjúkdómur var það langt kom- inn að henni var ekki hugað líf en hún sneri á kveðjustundina þá, með hetjuskap sem mun verða í minnum hafður. Við höfum fengið að njóta hennar mjög vel þennan lánstíma, því aldrei vantaði Guðbjörgu í söng- inn og gleðina, ef hún bara gat staðið og hún söng með sinni fögru rödd fram á síðasta dag sem henni var stætt. Við komum síðast saman á þorranum með hana við hlið okkar en eftir þá helgi var hún flutt á spítala í sína síðustu baráttu í þessu jarðlífi. Við fengum að halda upp á sjötugs- afmæli Stefáns við banabeð hennar á spítalanum. Þar voru sungin fyrir þau hjónin uppáhaldslög þeirra og hún tók þátt í þeirri gleði en sofnaði við síðasta lagið. Þetta var unaðsleg kveðjustund með þessari dýrmætu vinkonu okkar. Munum við trúa að hún fylgi okkur eftir frá þeim stað sem hún nú gistir. Elsku Guðbjörg, við þökkum þér af alhug hin ljúfu og góðu kynni og væntum endurfunda. Við vottum Stefáni vini okkar og allri fjölskyldunni innilega samúð. Megi Guð styðja þau og styrkja á þessum erfiðu vegamótum. „Blandaðar rósir.“ GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.