Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergþóra Sig-ríður Guð- mundsdóttir Jeppesen fæddist í Reykjavík 27. október 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík mið- vikudaginn 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sæmundsson frá Írafelli í Kjós, f. 1861, og Kristín Þórðardóttir frá Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd, f. 1877. Sig- ríður var yngst fimm barna þeirra en þau eru öll látin. Systkini Sigríðar voru Valgerð- ur, f. 1906, Þórður, f. 1908, Guð- finna, f. 1910, og Theodór, f. 1912. Sigríður giftist 31. desember 1937 Max Jeppesen húsgagna- smíðameistara, f. í Reykjavík 10. október 1907, d. 1983. Foreldrar hans voru Anna Benediktsdóttir, f. 1885, og Georg Kristian Jeppe- sen, f. 1880. Sigríður og Max bjuggu öll sín hjú- skaparár í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Anna Jeppesen, gift Grími Leifssyni. Börn þeirra eru: a) Emil, sambýliskona hans er Rikke Ælker. Börn þeirra eru Emma Sophie og Anna Björk. b) Leifur, sam- býliskona hans er Ás- dís Ólafsdóttir, dóttir þeirra er Steinunn. Áður átti Leifur börnin Matthías og Önnu Björgu. c) Sig- ríður Sif, sambýlismaður hennar er Árni Arnórsson. Barn þeirra er Ellen Rún en áður átti Sigríð- ur Sif Helenu Hauksdóttur. 2) Karl Jeppesen, kvæntur Sigríði Hlíðar. Dætur þeirra eru: a) Ing- unn Þóra, gift Kieran Cahill. Dætur þeirra eru Soffía Kristín og Hanna Kaitlin. b) Anna Krist- ín, sambýlismaður hennar er Andreas Stenlund. Útför Sigríðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín Sigríð- ur Jeppesen fékk hægt andlát. Þegar kemur að kveðjustund er þakklæti fyrir samfylgdina efst í huga. Allt frá fyrstu stundu tóku þau hjónin, Sigríð- ur og Max, mér opnum örmum. Þau áttu fallegt heimili lengst af á Lauga- teigi 9. Þar var allt fullt af listilegu handverki þeirra beggja. Tengdafor- eldrar mínir eru í huga mínum fyrstu ekta Reykvíkingarnir sem ég kynnt- ist af eldri kynslóðinni. Þegar aðrir töluðu um fjallið og dalinn, lækinn og hlíðina í heimasveitinni töluðu þau um Laugaveginn og Bergstaðastrætið með sömu ástinni til átthaganna. Bernskuminningar tengdamömmu voru úr Miðbæjarskólanum, af skautaferðum á Tjörninni og löngum gönguferðum með nesti til staða sem nú eru komnir undir malbik. Hún þekkti hverja götu í Þingholtunum og á Laugavegi þekkti hún hvert hús af þeim sem eldri eru. Hún gaf mér nýja sýn á borgina. Sigríður var glaðlynd kona og fé- lagslynd. Eftir að börnin hennar tvö uxu úr grasi og umsvif heimilishalds- ins minnkuðu notaði hún tímann vel. Hún lét sér aldrei leiðast og sótti margs konar námskeið í tungumálum og handavinnu og stundaði bæði leik- fimi og sund á meðan heilsan leyfði. Ég dáðist oft að framtakssemi henn- ar. Eftir að maður hennar veiktist veitti hún honum þá bestu umönnun sem hún gat, fyrst á heimili þeirra og síðar með tíðum heimsóknum á Hrafnistu þar sem hann var síðustu ár sín. Hún veitti dætrum mínum ein- læga ást og athygli. Það var amma sem hrósaði, amma sem nennti að spila og amma sem með gleði kom á alla viðburði í skólunum. Nú þegar Elli kerling getur ekki lengur angrað hana er mynd hennar stöðugt að yngjast í huga mér. Mér verður hugsað til stúlkunnar sem um var ort: „Hver gengur þarna eftir Austurstræti ...?“ Ekki veit ég hvort Sigga átti ótrúlega rauða skó og sann- arlega var hún yfirlætislaus en hún fór til samfundar við ungan mann. Þau dönsuðu eins og englar á Borg- inni og renndu sér með glæsibrag á Tjörninni. Þau voru einstaklega myndarleg hjón og þannig má minn- ingin lifa í huga okkar. Við aðstandendur Sigríðar þökkum alla þá hjálp sem við höfum fengið við að sinna þörfum hennar síðustu árin. Blindrabókasafnið veitti henni ómælda ánægju eftir að sjóninni fór að hraka og á Hrafnistu naut hún góðrar aðhlynningar. Þökk sé þeim sem þar starfa. Hvíl í friði, Sigga mín. Sigríður Hlíðar. Skyldu ömmurnar gera sér grein fyrir því hvað þær geta verið mikil- vægir þættir í lífi ungra manna sem hafa mikið að gera og eru uppteknir af því? Skyldu þær átta sig á því hvað við byggjum tilveru okkar mikið á þeim og því sem frá þeim er komið? Og skyldu þær átta sig á því hvað okkur þykir gott að vita af þeim? Við systkinin ólumst upp á Húsavík en amma og afi bjuggu í Reykjavík. Samt sem áður áttum við okkar stundir. Við systkinin ólumst upp á nútímaheimili, mamma og pabbi voru alltaf að vinna og heimilishaldið ein- kenndist af því. Hjá ömmu og afa á Laugarteignum var þessu öðruvísi háttað. Þar voru gömlu gildin í heiðri höfð. Afi vann úti og afi vann heima. Amma sá um heimilið. Þar voru hlut- irnir á hreinu og ákveðinn agi ríkti. Eftir þessu tók maður þótt ungur væri. Þau voru líka með þetta ótrú- lega tæknilega kallkerfi úr eldhúsinu út í bílskúr þar sem afi var alltaf að vinna. Það voru galdrar þegar amma gat kallað í afa í gegnum einhverja snúru út um eldhúsgluggann og sagt honum að það væri komið kaffi! Amma vann sín verk hljóðlega og passaði upp á allt. Á Laugarteignum var allt voðalega fínt og maður þurfti að læra að umgangast fína hluti. Ég man að fína gólfteppið í stofunni var mikið notað í bílaleik enda upplagðar bílabrautir í fögru munstrinu. Afi sá um að fara með okkur strákana í bíó, við fengum oft að fara á alvörumyndir á alvöru sýningartíma en amma beið heima með allt klárt. Amma leit ekki út eins og ömmur gera í bókunum. Að sögn hennar tókst mér sem litlum snáða að gleðja hana mikið með því að ræða þá hluti við hana. Sagði ég henni að hún liti ekki út eins og amma. Amma mín var grönn og spræk og klæddist jafnvel buxum. Amma kenndi okkur margt og ég er ekki viss um að hún hafi gert sér grein fyrir því hvað hún átti stóran hlut í að móta litlu drengina en hún ræddi mikið við okkur um hin góðu gildi í lífinu. Hún var mikið á móti reykingum og áfengi og fór vel yfir þá hluti með okkur. En fyrst og fremst held ég að hún hafi leiðbeint okkur í að verða betri manneskjur. Eftir að afi veiktist og hætti að geta keyrt þurfti hún að læra að keyra bíl. Hún hafði ekki bílpróf því að afi keyrði alltaf. Eitthvað minnir mig þó að þetta hafi staðið í þeim gömlu en hún dreif sig samt til Húsavíkur og lærði að keyra á rólegum götum bæj- arins. Eftir bílprófið þurfti hún að æfa sig nokkuð áður en lagt yrði í ys borg- arinnar og fékk hún Land Rover sem pabbi átti til æfinga. Amma á Land Rovernum vakti athygli þegar hún þeystist um götur Húsavíkur. Amma vildi manni alltaf svo vel. Hún þurfti ekki alltaf að fara í smáat- riðin, bara vita hvort allt væri ekki í lagi og allir hefðu það gott. Amma var góð kona. Hún talaði mikið um hvað hún ætti gott fólk að. Hún reyndi líka að sjá það góða í öll- um. Slík hugsun hlýtur að hafa verið gífurlega mikilvæg fyrir ungan mann að byggja tilveru sína á. Elsku amma, guð geymi þig. Leifur. Hún amma er látin og ég vil minn- ast hennar með örfáum orðum. Amma Sigga var eina amman sem ég átti og eina langamma barnanna minna. Nú er hún kominn til afa Max og ég trúi því að þar séu miklir fagn- aðarfundir eftir u.þ.b. 20 ára aðskiln- að. Ég ólst upp á Húsavík og þær voru ófáar suðurferðirnar sem farnar voru til Reykjavíkur að heimsækja ömmu Siggu, en þar var mér var alltaf tekið opnum örmum. Fyrir nokkrum árum var ég að vinna ritgerð, sem átti að fjalla um þvottalaugarnar í Laugar- dal upp úr aldamótum 1900. Í tengslum við það áttum við amma saman yndislegar stundir, þar sem hún fræddi mig um uppvöxt sinn í Reykjavík og hvernig það var að missa móður sína á unga aldri. Mér þykir vænt um að börnin mín skyldu hafa fengið að kynnast henni vel og er henni þakklát fyrir þann mikla áhuga og væntumþykju sem hún sýndi þeim. Sigríður Sif Grímsdóttir. Elsku amma Sigga. Við eigum eftir að sakna þín mikið, þú varst svo stór hluti af lífi okkar. Við vitum þó að þér líður mun betur þar sem þú ert núna, hjá afa Max, og við vitum að þið eruð að fylgjast með okkur og líta eftir okkur. Það er alltaf erfitt að vera svona langt í burtu þeg- ar nánustu ættingjar eiga erfitt en við komum báðar heim til að kveðja þig með pabba og Önnu frænku. Þakka þér fyrir öll yndislegu árin sem við áttum með þér, þakka þér fyrir að spila við okkur tímunum sam- an þegar mamma og pabbi höfðu ekki tíma (eða nenntu því ekki þar sem þau kunna það ekki). Þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf glöd og alltaf svo stundvís, þú hafðir drift og orku sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar og við erum stoltar af að vera sagðar líkar þér. Hafðu það gott hjá Guði og við biðj- um að heilsa afa Max, sjáumst í draumi. Ástarkveðjur, þínar sonardætur Inga Þóra og Anna Kristín. Uppáhaldsfrænka mín og móður- systir er látin. Hún var yngst fimm barna afa míns og ömmu en móðir mín elst. Ég kynntist henni mjög ung- ur þegar hún passaði mig og kallaði hana Deddu því nafnið Bergþóra Sig- ríður reyndist of erfitt. Þetta einka- nafn leyfðist mér síðan að nota alla tíð. Samskiptin voru mikil og náin því þær systur voru afar samrýndar. Þegar frænka mín giftist 1937 og stofnaði heimili var erfitt um hús- næði. Bjó þá unga parið í fyrstu hjá foreldrum mínum á Ásvallagötu. Þeg- ar úr rættist fengu þau leigt á Reyni- mel, sem þá var að byrja að byggjast. Eftir að þau eignuðust börnin sín tvö, Önnu og Karl, fóru þau að byggja á Laugateignum. Í því átaki voru þau samhent sem endranær og Max inn- réttaði húsnæðið af sínum alkunna dugnaði og listfengi. Á Laugateigi stóð síðan heimili þeirra meðan bæði lifðu. Föður mín- um og Max varð ekki síður vel til vina en þeim systrunum og var samgang- ur mikill og þurfti hvorki jól né af- mæli til þótt þau stæðu upp úr. Oft var létt yfir mannskapnum og góður kunningsskapur með frændfólki beggja vegna frá. Fólk bauð vinum og vandamönnum, en margir komu án þess að gera boð á undan sér. Mann- leg samskipti voru miklu nánari en nokkurn tímann verður við fólkið á skjánum. Í þessu umhverfi var gott að lifa og hrærast og átti frænka mín þar drjúgan hlut að máli. Dedda frænka var lánsöm í sínu einkalífi. Hún eignaðist góðan mann og umhyggjusöm börn og barnabörn og þá ekki síður tengdabörn. Hugul- semi þeirra entist henni ævina á enda. Við Valborg og synir sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Valdimar Kristinsson. SIGRÍÐUR JEPPESEN É g þekkti einu sinni ungan mann, sem lét plata sig út í ævintýri. Ævintýr- ið reyndist honum dýrkeypt, en varð efni í sögu síðar meir. Kannski borgaði það sig þá. Ævintýrið var á þá lund að maðurinn, sem þá var tæplega tvítugur, steig um borð í flugvél á Reykjavíkurflugvelli. Flug- vélin lenti á Vestfjörðum hálf- tíma seinna eða hvað það nú var. Þar tók á móti honum eig- inmaður frænku hans ásamt vini sínum. Þrenningin settist upp í bíl og hélt af stað. Hlykkjótt var leiðin, eftir fjörðum og yfir heiðar. Loks var komið að Mjólká. Þeg- ar ungi mað- urinn segir söguna minnir hann að þar hafi verið krakkar að leik. Eitthvað rámar hann í að hundar hafi komið við sögu, enda ekki óal- gengt í sveitum. Við Mjólká var stigið upp í seglskútu. Ferðinni var heitið til baka, til Reykjavíkur. Nú kynni einhver að velta fyrir sér af hverju í ósköpunum ungi mað- urinn hafi verið að ferðast alla þessa leið til þess eins að snúa aftur til byrjunarreits. Ég spurði unga manninn einmitt þessarar spurningar. Hann spurði á móti: Af hverju ferðast maður yfirleitt? Nei annars, eft- ir á að hyggja var þetta fárán- leg för, sagði hann svo við mig. Þó hélt hann að ævintýraþorsti hefði einhverju ráðið, ef til vill ungæðisháttur eða þroska- skortur. Eða kannski ekki. Kannski var þetta bara eðli- leg löngun hjá unga manninum. Ævintýraþrá eins og hún gerist fallegust. Hvað gæti verið un- aðslegra en nærveran við sjó- inn, mávana, hreina loftið og yndislegan sumarhimininn við Ísland, land strjálbýlis og brost- inna vona? Enda var ferðin unga mann- inum afskaplega þægileg fyrst um sinn, út lygnan fjörðinn. Hann hafði ekki miklar áhyggj- ur af sjóveiki og kom ekki til hugar að taka meðöl við þeim kvilla, sem virtist fjarlægur. En þegar komið var út á rúmsjó breyttist vatnið undir bátnum. Þessi ljúfi heim- ilisköttur, sem malað hafði svo fallega þangað til, breyttist í hamslausa ljónynju í drápsham. Breytingin varð ekki á einni svipstundu. Nei, smám saman varð særinn úfnari og vanlíð- anin jókst. Öldurnar stækkuðu og stækkuðu, uns sjóndeild- arhringurinn hvarf. Ungi maðurinn fór til helvítis, ef helvíti er til. Og helvíti er til, sagði ungi maðurinn eftir að hafa farið þangað þennan rúma sólarhring. Helvíti er á jörðu. Ekki á landi, heldur sjó. Það var eins og hausinn á unga manninum ætlaði að springa. Hann reyndi að leggja sig neðanþilja, en auðvitað gekk það ekki. Honum leið einna skást uppi á þilfari; að minnsta kosti gat hann þá ælt fyrir borð. Allt í einu sofnaði hann stand- andi uppi á þilfari og höndin sem hélt traustataki í stöng rann til í meðvitundarleysinu, sem stóð þó aðeins í nokkrar sekúndur. Sem betur fór var ungi mað- urinn í góðra manna fylgd. Þeir voru vænstu menn, eiginmaður frænkunnar og vinur hans. Reyndar var vinurinn ekki á sama meiði í pólitíkinni og ungi maðurinn, eitthvað vinstra meg- in við miðju, án þess að það skipti nokkru máli. Orðaskipti þar að lútandi, í firðinum áður en helvíti gleypti unga manninn, urðu aldrei hlaðin neinum til- finningahita. Vinurinn gerði unga mann- inum hins vegar nokkurn grikk, án þess að vita af því og al- gjörlega óviljandi. Þegar vanlíð- anin var hvað verst spurði hann: „Viltu ekki fá eitthvað heitt að drekka? Það er ábyggi- lega gott í magann.“ Umhyggj- an var fölskvalaus. Ungi mað- urinn svaraði játandi, nærri meðvitundarlaus af ógleði og viðbjóði. Þá varð af einhverjum völd- um hlé á samtali þeirra í nokkr- ar mínútur. Að þessum mín- útum liðnum sagði vinurinn: „Viltu ekki blandaðan appels- ínusafa?“ Ungi maðurinn þáði með þökkum og tengdi ein- hverra hluta vegna ekki saman þessi tvö samtöl. Vinurinn tók þá upp á því að hella appels- ínuþykkni í sjóðandi heitt vatn handa unga manninum. Það fannst þeim unga sannkallaður viðbjóður. En, þar sem vatns- birgðir skútunnar voru af mjög skornum skammti var ekki um það að ræða að afþakka þennan drykk. Ungi maðurinn varð því að gjöra svo vel að teyga hann. Enda við hæfi að bjóða upp á mjöð djöfulsins í helvíti. Það versta við þessa prísund, eins og flestar slíkar stofnanir, fannst unga manninum vera að engrar undankomu var auðið. Það var ekki tæknilega mögu- legt að hann kæmist í land næsta sólarhringinn. Landhelg- isgæslan hafði öðrum hnöppum að hneppa og þrátt fyrir góð- vilja samferðarmanna hefðu þeir sennilega ekki viljað ónáða gæsluna af þessu tilefni. Það varð hins vegar úr að hleypa unga manninum á land, þegar yfir hinn breiða Breiða- fjörð var komið. Ákveðið var að taka á sig töluverðan krók og lenda í Ólafsvík. Unga manninum varð á orði, þegar hann lýsti þessu ævintýri seinna meir, að aldrei hefði fá- brotið sjávarþorp verið jafn dásamlegur staður í huga nokk- urs manns og þennan dag. Bryggjan á Ólafsvík var svo dásamleg og óhagganleg; hún hristist ekki. Stóð bara þarna, eins og hún hefði aldrei gert annað. Þannig var för unga mannsins til helvítis. Hún endaði í himna- ríki. Hún endaði í Ólafsvík. Helvíti og himnaríki Ungi maðurinn fór til helvítis, ef helvíti er til. Og helvíti er til, sagði ungi mað- urinn eftir að hafa farið þangað þennan rúma sólarhring. Helvíti er á jörðu. Ekki á landi, heldur sjó. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.