Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, setti ráð- stefnuna og bauð gesti velkomna. Hann sagði Íslendinga mjög háða út- og innflutningsverslun og meg- inhluti viðskipta okkar væri við Evrópulönd. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið værum við enn háðari Evrópu og þeim ákvörðunum sem teknar eru í Brussel. Því væri ekki að undra að margir spyrðu sig hvort það væri gott að vera utan vallar í svo mik- ilvægum leik. Sagði hann Neyt- endasamtökin ekki ætla að láta sitt eftir liggja í umræðunni um Evr- ópusamvinnuna. Hverju hefur Evrópusamvinnan skilað íslenskum neytendum var yfirskrift erindis Jóns Magnússon- ar, hrl. og fyrrverandi formanns Neytendasamtakanna. Í erindi sínu ræddi hann meðal annars um það jákvæða lagaumhverfi sem hefði skapst eftir að EES-samn- ingurinn var lögfestur hér á landi. Sagðist hann vilja fullyrða að neyt- endavernd væri hér lakari ef samningurinn hefði ekki komið til. „Áður en EES-samningurinn tók gildi höfðu Neytendasamtökin um árabil barist fyrir ákveðnum nýj- ungum á íslenskri löggjöf til hags- bóta fyrir neytendur en töluðu jafnan fyrir daufum eyrum ís- lenskra stjórnvalda. En svo fór að stjórnvöld þurftu síðan að taka upp margt af því sem Neytendasam- tökin höfðu krafist um árabil.“ Verðum að íhuga vel framhaldið Árni Páll Árnason hdl. ræddi um framtíð EES í ljósi stækkunar Evrópusambandsins. Hann sagði reynsluna hafa sýnt að ávinningur hefði verið af EES-samningnum fyrir Íslendinga þá ekki síst á neytendasviðinu. Hann sagði jafn- framt að íslenskur almenningur, félagasamtök á Íslandi, aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélög- in hefðu engan sambærilegan að- gang að mótun EES-reglna eins og við hefðum ef við værum aðilar að Evrópusambandinu. Þá sagði hann þróun síðustu mánaða hafa sýnt okkur að jafnvel þegar við stönd- um frammi fyrir ósanngjörnum kröfum eins og háu framlagi til þróunarsjóða þá væri viðstöðuafl okkar ákaflega lítið vegna þess að samningurinn væri okkur svo mik- ilvægur. „EES-samningurinn get- ur gegnt hlutverki sínu á við- skiptasviðinu enn um sinn. Við búum hins vegar áfram við áhrifa- leysi hvað varðar mótun reglna Evrópusambandsins. Samningur- inn mun ekki standa óbreyttur ef Noregur gerist aðili að ESB. Af þessu verðum við að draga þá ályktun að við verðum að íhuga vandlega hvernig við getum varið hagsmuni okkar með sem bestum hætti. Það er ekki hægt að sjá að það verði gert með áframhaldandi áhrifaleysi,“ sagði hann. Markmiðin með aðild náðust Í erindi sínu sagði Sinikka Turunen, forstjóri finnsku neyt- endasamtakanna, Suomen Kulutta- jaliitto, að aðildin að Evrópu- sambandinu fyrir átta árum og að evran var gerð að gjaldmiðli lands- ins hefði að mörgu leyti haft breyt- ingar í för með sér fyrir finnska neytendur. Sú breyting sem hefði haft mest áhrif á hag finnskra neytenda hefði verið lækkun mat- arverðs sem hófst í ársbyrjun 1995, en þá hefðu landamæri Finn- lands verið opnuð fyrir frjálsri verslun með matvæli. „Verð á mat- vælum hefur lítið breyst síðan 1995 og hefur lagað sig að almennri verðlagsþróun. Tilkoma stórra verslanakeðja með lægra verð er nýjusta þróunin á finnskum mark- aði.“ Þá kom fram í máli hennar að vegna ESB-aðildar borguðu finnskir kaupendur bíla nú sann- gjarnari bílaskatta en áður en verð á bílum hefði lækkað lítið eitt. Turunen sagði skipti yfir til evr- unnar langmest áberandi þeirra breytinga sem fylgdu í kjölfar að- ildarinnar að Evrópusambandinu. Þau umskipti sagði hún hafa geng- ið vel og verðlag hefði ekki hækkað eins mikið í kjölfar aðildarinnar og menn höfðu óttast. Ljóst væri að helstu markmiðin sem sett voru með ESB-aðild hefðu náðst. „Verð- bólgunni er haldið í skefjum, vaxtastigið er stöðugt. Gengis- lækkanir finnska marksins, sem hvað eftir annað komu af stað verðbólgu og skertum kaupmætti landsmanna, er liðin tíð. Nú eru ferðamenn lausir við þann kostnað og umstang sem áður fygldi gjald- eyriskaupum.“ Þrýstingur að utan nauðsyn Matvælamarkaðurinn og neyt- endur – verð og vöruframboð, hverju breytir Evrópusambandið fyrir íslenska neytendur, var yf- irskrift erindis Ara Skúlasonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Aflavaka. Hann sagði spurninguna um hvað gerðist við aðild að hinu eða þessu samkomulagi eða sam- tökum vera flókna. Margt af því ákvarðaðist líka á heimavelli. „Menn voru t.d. ekki á eitt sáttir um það hvernig íslensk stjórnvöld spiluðu úr næstu lotu GATT-við- ræðnanna þar sem draga átti úr innflutningshöftum á landbúnaðar- afurðum. Mörgum þótti að ofur- tollar kæmu í stað innflutnings- hafta hjá okkur þannig að ekkert hefði breyst. Sama gæti gerst með aðild að ESB. Við gætum eflaust farið út í hana með það að megin markmiði að lækka matvælaverð, en gætum líka látið þá hlið mál- anna danka.“ Hann sagði dæmi um það á Norðurlöndunum að mat- vælaverð hefði lækkað verulega við aðild að ESB og nefndi Finnland í því sambandi. „Matvælaverð í Sví- þjóð lækkaði hins vegar ekki eins mikið við sjálfa aðildina og í Finn- landi. Það var fyrst og fremst vegna þess að Svíar kusu að fara í gegnum mikið af aðlögunarferlinu töluvert löngu áður en þeir gengu í Evrópusambandið. Breytingar verða því ekki endilega við sjálfa aðildina heldur fara þær eftir þeim markmiðum sem einstakar þjóðir setja sér og þeim leiðum sem farn- ar eru.“ Ari kvaðst trúa því að hægt væri að lækka matvöruverð hér á landi verulega með meira frjálsræði, minnkun hafta og með skipulagsbreytingum. „Það þarf ekki neina ESB-aðild til þess að ná fram þeim markmiðum. Sagan sýn- ir hins vegar að það þarf oft þrýs- ing og skuldbindingar utan frá til þess að koma slíkum breytingum á.“ Þarf ESB-aðild til að lækka verð á matvöru? Ráðstefna á vegum Neytendasamtakanna undir yfirskriftinni Ís- land og Evrópusambandið – hagsmunir neytenda, var haldin á Grand hótel Reykjavík í gær. Ráðstefnan er haldin á merkum tímamótum í starfi Neytendasamtakanna, því nk. sunnudag verða liðin 50 ár frá stofnun þeirra. Hildur Einarsdóttir sat ráðstefnuna. he@mbl.is UTANRÍKISRÁÐHERRA Mós- ambík, dr. Leonardo Santos Simão, segir það mikinn heiður fyrir þjóð sína að Íslendingar opnuðu sendi- ráð í Mósambík árið 2001. Þetta sé mikilvægur þáttur í samskiptum landanna í framhaldi af farsælu samstarfi á sviði sjávarútvegs. „Síðustu fimmtán ár hefur sjáv- arútvegur á Íslandi haldið áfram að vera ráðandi þáttur í hagsæld landsins. Við erum áfram um að læra af reynslu ykkar,“ segir hann. Nú vinni stjórnvöld að því að auka hagkvæmni sjávarútvegs í Mósam- bík og um leið hagsæld allrar þjóð- arinnar. Lærdóm megi draga af reynslu Íslendinga á sviði fisk- veiðistjórnunar, vinnslu sjávaraf- urða, tækniþróunar og aukinnar verðmætasköpunar. Þá segir Santos Simão einnig mikilvægt að stjórnvöld í Mósam- bík nái að verja auðlindir sjávar við strendur landsins. Nú veiði margir í landhelginni án tilskilinna leyfa. Það verði að stöðva og koma á öflugu veiðieftirliti og af sögunni megi sjá að Íslendingar geti miðlað af sinni baráttu um fiskveiði- lögsögu landsins. Santos Simão ræddi áframhald- andi samstarf þjóðanna við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í gær. „Okkar niðurstaða var að samstarf þjóðanna gengi mjög vel. Framlag Íslands er um 80 milljónir króna á ári til nokkurra þróun- arverkefna í Mósambík. Við rædd- um að þessi upphæð myndi hækka í framtíðinni. Meginþættir aðstoð- arinnar snúa að sjávarútvegi; þjálf- un starfsfólks, stofnun og rekstri rannsóknarstofa, gæðastjórnun fiskafurða og í framtíðinni fisk- veiðieftirliti.“ Santos Simão segir land sitt á leið í langt ferðalag umbreytinga í átt að meiri hagsæld. Lýðræði var komið á og kosið er um nýja rík- isstjórn og forseta á fimm ára fresti. Þáttur í þessari uppbygg- ingu landsins sé að styrkja und- irstöður frjáls þjóðfélags með efl- ingu lagaumhverfisins og auknum erlendum fjárfestingum. ESB hætti niðurgreiðslum Sjálfur er hann í stærsta stjórn- málaflokki landsins, Frelimo flokknum. Hann segir tekist á um sömu hugmyndir í Mósambík og á Vesturlöndum; sumir aðhyllist fé- lagshyggju, aðrir frjálslyndi eða hreina hægri stefnu og sumir ein- blíni á umhverfisvernd. „Við höfum allt svið pólitískra hugmynda í Mósambík eins og þekkist í Evr- ópu.“ Hann segir mikla áherslu lagða á réttindi kvenna í Mósambík. „Konur eru helmingur af þjóð- félaginu. Ef þeim er mismunað þá er helmingi þjóðarinnar mismunað. Þeirra hæfileikar fá þá ekki notið sín til að þróa samfélagið.“ Santos Simão segir Evrópusam- bandið mikilvægt vegna þróun- arsamvinnu við Mósambík. Það eigi einnig við Bandaríkin og Asíu þó að lönd Evrópusambandsins skipti mestu máli. „Það er mikilvægt að viðhalda þessu sambandi. Það er líka mik- ilvægt að þróa það áfram og auka aðgang vara frá Afríku að mörk- uðum Evrópu,“ segir utanrík- isráðherrann. Hann nefnir þrjú at- riði í því sambandi. Í fyrsta lagi sé nauðsynlegt að veita vörum frá löndum Afríku forgang inn á evr- ópska markaði. Það auki tekjur þessara ríkja sem notaðar verða til uppbyggingar. Í öðru lagi segir hann að hætta eigi niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum sem fram- leiddar séu í Evrópu. Það minnki samkeppnishæfni afurða frá Afríku og fátækari ríkjum sé gert erfiðara um vik að koma vörum sínum í verð. Þá segir hann að ryðja eigi úr vegi öllum aðgangshindrunum að mörkuðum Evrópu sem felast í hlutum eins og skattlagningu og háum tollum. Hann segir þessa álagningu refsa Afríkulöndum fyr- ir að framleiða afurðir og flytja á markaði í Evrópu. Gangi þetta eft- ir muni það efla samskipti þessara heimsálfa og tryggja náið sam- starf. Alþjóðafyrirtæki velkomin Í ljósi þess hve alþjóðleg við- skipti séu mikilvæg ríkjum Afríku er Santos Simão spurður hvað hon- um finnist um mótmæli á Vest- urlöndum þegar þúsundir manna safnist saman fyrir framan Heims- viðskiptastofnunina, segi alþjóða- fyrirtæki arðræna fátæk ríki og setja hömlur á frjálsa verslun. „Það er engin leið fyrir okkur að þróast áfram án alþjóðlegra fyr- irtækja. Við þurfum á þeim að halda,“ segir Santos Simão. „Það er vegna þess að þau færa okkur nýja tækni og skapa ný störf. Það eina sem við krefjumst er að þau séu sanngjörn og eigi við okkur viðskipti. Við getum með engum hætti sagt að Afríka þurfi ekki á þessum fyrirtækjum að halda út af öllum þessum ástæðum. Að auki flýta þau fyrir breytingum á þjóð- félagi okkar; við þurfum að bæta löggjöf okkar og skilvirkni stofn- ana. Þetta er mikilvægt.“ Hann segir fátæktina mestu áskorunina sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Uppbygging felst meðal annars í að auka verðmæta- sköpunina og þar sé sjávarútveg- urinn mikilvægur. Með því verður hægt að bæta grunnmenntun, vinna gegn ólæsi, auka heilbrigð- isþjónustu og aðgang að hreinu vatni. Mósambík losnaði undan yfirráð- um Portúgals árið 1975. Santos Simão segir að stríð hafi ríkt í nær þrjátíu ár þegar stríðandi fylk- ingar náðu samkomulagi árið 1992. Fyrst var það frelsisstríðið fyrir sjálfstæði, þá barátta við nágranna og loks deilur innan ríkisins. „Þá var stigið skref í átt að lýðræði,“ segir hann um raunir sinnar þjóð- ar. Ekki fylgjandi neinu stríði „Við erum ekki fylgjandi neinu stríði og byggjum það á reynslu okkar,“ segir utanríkisráðherrann sem hefur lifað við ógn ófriðar. Hann segir fórnarlömb stríðsins oft þau sem ekki koma nálægt því og íbúum landanna vera gert erfitt fyrir. Óbreyttir borgarar særist og innra skipulag þjóðfélagsins rask- ast. „Einnig verður að líta á áhrif stríðs til lengri tíma. Vera má að stríð sé háð en friður náist ekki því hættan er til staðar eftir stríðið. Allt erfiði og fjármagn sem stríð krefjast væri hægt að nota til að leysa vandamál mannkynsins og gera heiminn betri og hættu- minni.“ Stríð eiga oftast rætur í fátækt þó annað búi að baki á yfirborðinu, segir Santos Simão. Það sé eitt af því sem þau eiga sameiginlegt. „Ef við getum notað þá hæfileika sem stríð krefjast til að leysa vandamál heimsins þá yrði það mikill ávinn- ingur.“ Þá von bar hann í brjósti eftir lok kaldastríðsins. Máttur rökræðna og diplómatískra leiða yrði hafður að leiðarljósi. „Allar þessar ástæður gera það að verk- um að við erum ekki hliðholl neinu stríði.“ Dr. Leonardo Santos Simão, utanríkisráðherra Mósambík í heimsókn á Íslandi Stríð eiga rætur í fátækt Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti starfsbróður sinn frá Mós- ambík, dr. Leonardo Santos Simão, í ráðherrabústaðnum í gær. Leonardo Santos Simão er ánægður með samstarf Íslands og Mósambík á sviði sjáv- arútvegs. Í samtali við Björgvin Guð- mundsson tilgreinir hann í hverju þetta samstarf felst og ræðir mikilvægi frjálsrar verslunar fyrir fátækari ríki heims. bjorgvin@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.