Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 53 PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, segir að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, þori ekki að taka af alvöru á kynþáttafordómum sem fari stöðugt vaxandi í leikjum á meginlandi Evrópu. Vieira varð sjálfur fyrir barðinu á áhorfendum í Valencia á Spáni í fyrrakvöld ásamt fleiri sam- herjum sínum sem eru svartir á hörund, svo sem Thierry Henry, Lauren og Gilberto Silva. Ýmiss konar hlutum var kastað að þeim þegar þeir tóku hornspyrnur og innköst og ókvæðisorðin dundu á þeim. „Þetta er eintómt yfirskin. Þeir hjá UEFA segj- ast ætla að gera eitthvað í þessu vandamáli en það eina sem þeir gera er að sekta viðkomandi félög um 2 til 3 þúsund pund (um 300 þúsund krónur), sem eru smáaurar hjá þessum félögum. Það verða engar úrbætur á meðan UEFA bregst ekki betur við en þetta,“ sagði Vieira. John Carew, norska blökkumanninum í liði Val- encia, var nóg boðið vegna framkomu áhorfenda svo hann gekk til Vieira og Henry og baðst afsök- unar fyrir hönd síns liðs. „Patrick var ævareiður vegna þess sem þarna gekk á, og ég var það líka. Ég fór til hans og Thierrys, sem báðir eru góðir vinir mínir, og bað þá afsökunar. Vandamálið er að ég get ekkert gert frekar en vonbrigði mín eru jafnmikil og þeirra,“ sagði Carew við Evening Standard. Hann hefur sjálfur mátt þola svipaða framkomu, meðal annars þegar hann lék með norska landsliðinu gegn Rúmenum í Búkarest. Mike Lee, talsmaður UEFA, sagði við Sky Sports að sambandið skoðaði leikskýrslur og önn- ur gögn vandlega. „En það er sérlega nauðsynlegt að þeir leikmenn, sem verða fyrir slíkum ofsókn- um, tilkynni það beint til UEFA en tali ekki bara við fjölmiðla um vandamálið,“ sagði Mike Lee. Vieira óhress með UEFA vegna kynþáttafordóma Patrick Vieira ORRI Freyr Hjaltalín, knattspyrnumaður frá Akureyri, er kominn með leikheimild með Þórsurum á nýjan leik en hann fór til Tromsö í ágúst á síðasta ári. Hann hefur jafnframt gert tveggja ára samning við Akureyrarfélagið, sem féll úr úrvalsdeildinni síð- asta haust. Orri er því lög- legur með Þór gegn KR en félögin mætast í deildabik- arnum í Egilshöllinni í kvöld. Orri var leigður til Tromsö til að byrja með og síðan festi norska félagið, sem vann sig upp í úrvals- deild síðasta haust, kaup á honum. Orri lék þó aðeins fjóra leiki með Tromsö eftir komuna þangað en hann veiktist, lunga féll saman, og það sama gerðist í vetur. Úr varð að hann fór ekki aftur til Noregs eftir ára- mótin og Þór og Tromsö hafa gengið frá samkomu- lagi um skipti hans til baka í Þór. Orri er 22 ára sóknar- maður og skoraði 4 mörk í 12 leikjum með Þór í úr- valsdeildinni í fyrra. Á næstu tveimur árum þar á undan gerði hann 36 deilda- mörk fyrir Akureyrarliðið og tók þátt í sigrum þess í 2. og 1. deild tvö ár í röð. Orri löglegur með Þórsurum á ný  RÚNAR Alexandersson og Dýri Kristjánsson, fyrrverandi Íslands- meistarar í fimleikum, taka ekki þátt í Íslandsmeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í kvöld og stend- ur yfir um helgina. Rúnar tekur þátt í heimsbikarmóti í Þýskalandi og Dýri keppir á móti í Bandaríkjunum.  LÁRA Hrund Bjargardóttir, sundkona úr Hafnarfirði, verður ekki á meðal keppenda á meistara- mótinu í Eyjum, þar sem hún er við æfingar og nám í Bandaríkjunum.  GUNNAR Pettersen, þjálfari karlalandsliðs Noregs í handknatt- leik, er mjög ósáttur við þróunina hjá bestu félagsliðum Noregs, sem leyfa jafnan bestu leikmönnum sínum að æfa minna en samherjar þeirra í lið- unum gera. Sex leikmenn hjá Runar, einu besta liða Noregs, þurfa ekki að mæta á allar æfingar og þannig er þetta hjá fleiri norskum liðum, bæði í karla- og kvennaflokki.  PETTERSEN segir að með þessu sé ungum leikmönnum gefið slæmt fordæmi. „Þegar ég verð betri, þarf ég ekki að æfa svona mikið,“ eru skilaboðin sem þeir fá, að mati lands- liðsþjálfarans, sem vill að norsk handknattleiksyfirvöld geri eitthvað í málinu. „Félög sem leyfa mönnum að slaka á við æfingar, grafa sína eig- in gröf,“ segir Pettersen.  RUUD Gullit, fyrrum knatt- spyrnustjóri Newcastle og Chelsea, hefur tekið við stjórn 20-ára landsliði Hollands sem býr sig undir heims- meistarakeppni í þeim aldursflokki á sínum heimavelli eftir tvö ár. Gullit hefur ekki starfað við knattspyrnu síðan hann hætti hjá Newcastle fyrir þremur árum.  FIMM af stærri félagsliðum Evr- ópu hafa neitað leikmönnum sínum um frí til þess að taka þátt í heims- álfukeppni Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, í ágúst. Félögin sem um er að ræða eru Bayern München, Manchester United, AC Milan, Real Madrid og Ajax. Sepp Blatter, forseti FIFA, er afar óhress með ákvörðun félaganna. Segir hann ákvörðun um mótið hafa verið tekna fyrir hálfu þriðja ári og því sem sé óskiljanlegt að mótmæli við keppn- inni væru að koma fram núna.  BRIAN McBride leikur ekki meira með Everton á leiktíðinni en hann hefur verið í láni hjá félaginu sl. þrjá mánuði frá bandaríska félaginu Col- umbus Crew. Lánssamningurinn við Columbus Crew er runninn út og vilja forráðamenn félagsins ekki framlengja samninginn við Everton þar sem bandaríska deildarkeppnin hefst í næsta mánuði og félagið þarf á kröftum McBride að halda. McBride lék vel þann tíma sem hann var með Everton, skoraði fjögur mörk í átta leikjum. FÓLK Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir er sögð vera í góðri æfingu og mun ef- laust synda nærri meti sínu í 200 metra fjórsundi í miklu formi og mun eflaust höggva nærri meti sínu í 50 metra flugsundi auk þess sem hún ætlar að reyna við Íslandsmet Elínar Sigurðardóttur í 50 metra skrið- sundi. Þá má einnig búast við að hún freisti þessa að sækja að 16 ára gömlu meti Bryndísar Ólafsdóttur í 100 m skriðsundi. „Kolbrún er sögð í mjög góðri æfingu og ég bíð spennt- ur eftir að sjá hvernig henni tekst upp,“ sagði Steindór. Búast má við mikilli keppni í 200 metra fjórsundi karla og er þetta trúlega öflugasta keppnin í þessari grein í áraraðir því þar keppa meðal annars Örn, Ómar Snævar Friðriks- son, SH, Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, ásamt Núma Snæ Gunnars- syni, Ægi. Á morgun verða einnig Keppendur á mótinu eru 130 ogkoma þeir frá 16 félögum og eru skráningar um 600 talsins, þar af um 60 í boðsundum. Íslandsmeist- aratitlarnir sem keppt er um eru fjörutíu talsins og verður hart barist um þá flesta ef ekki alla enda er allt besta sundfólk landsins mætt til leiks, nema Lára Hrund Bjargar- dóttir. Að loknu mótinu verður landsliðið, sem keppir á Smáþjóðaleikunum á Möltu í vor, tilkynnt og eins ung- lingalandsliðið sem keppir á móti í Lúxemborg í lok apríl. Steindór landsliðsþjálfari sagði mikla keppni vera framundan um sæti í landslið- unum. Mótið hefst með 50 m flugsundi karla þar sem Örn Arnarson mun meðal annars kljást við Hjört Má Reynisson og spurning er hvort Ís- landsmet Arnar stenst þann atgang. margar skemmtilegar greinar ef að líkum lætur og má til dæmis nefna 400 metra fjórsundið en þar verður meðal annars Örn Arnarson. „Örn hefur lagt aukna áherslu á fjórsund- ið upp á síðkastið, við höfum aðeins ákveðið að leggja minni áherslu á baksundið um tíma. Það verður því afar fróðlegt að sjá hvernig hann stendur sig í fjórsundinu og einnig í 200 metra flugsundi,“ sagði Stein- dór. „Örn mun að sjálfsögðu einnig synda baksundsgreinarnar eins og venjulega.“ Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, reynir að bæta met sitt í 100 metra bringusundi og Jón Oddur Sigurðs- son, ÍRB, hefur örugglega fullan hug á að sjá við Jakobi í greininni, en Jakob er Íslandsmethafi. Fellur met Ragnheiðar? Sunnudagurinn er síst síðri en hinir tveir keppnisdagarnir. Örn og Jakob Jóhann gera atlögu að metum sínum í 100 metra fjórsundi og 200 metra bringusundi og spurning hvað Íris Edda Heimisdóttir gerir í 200 metra bringusundi. „Ég geri mér góðar vonir um að það fari að koma að því að Íris slái met Ragnheiðar Runólfsdóttur í bringusundi, en met- ið er orðið rúmlega tíu ára gamalt. Það er svo sannarlega kominn tími á það auk þess sem við höfum verið að bíða eftir frekari framförum hjá Írisi og hún er til alls líkleg að þessu sinni,“ segir Steindór en Íris æfir undir hans stjórn í Keflavík. Beðið er með nokkurri eftirvænt- ingu eftir 50 metra bringusundi karla þar sem þeir Jón Oddur og Jakob hafa barist hart síðasta árið og í dag á Jón Oddur Íslandsmetið, Örn gæti líka blandað sér í baráttu þeirra félaga en Örn hefur æft bringusund síðustu misseri vegna aukinnar áherslu á fjórsundið. „Ég veit að Jón Oddur er í góðri æfingu á þessu móti og Jakob ætlar sér einnig stóra hluti og mætir því grimmur til leiks,“ sagði Steindór. „Í lengri sundgreinum kvenna má búast við harðri keppni á milli Sig- rúnar Benediktsdóttur úr Óðni og Louisu Isaksen, Fjölni, en einnig geta fleiri sundkonur blandast inn í þá baráttu,“ sagði Steindór og bætti við: „Mér líst vel á þetta mót og ég vænti þess að það verði skemmtileg keppni í mörgum greinum, það eru margir sundmenn sem stefna hátt að þessu sinni,“ sagði Steindór Gunn- arsson, landsliðsþjálfari í sundi. Steindór Gunnarsson spáir spennandi Innanhússmeistaramóti í sundi í Eyjum „Reikna með að Íslandsmet falli“ Morgunblaðið/Sverrir Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir verður í sviðsljósinu í Eyjum og mun gera hríð að meti í 50 m skriðsundi í kvöld. IMÍ, Innanhússmeistaramót Íslands í sundi, verður haldið í Vest- mannaeyjum um helgina og er þetta í þrettánda sinn sem mótið er haldið þar. Mótið hefst í dag og lýkur á sunnudaginn og er keppt alla þrjá dagana frá morgni til kvölds. „Ég vænti mjög skemmtilegrar keppni í mörgum greinum og reikna með að nokkur Íslandsmet falli þar sem okkar bestu sundmenn eru í afar góðri æfingu um þessar mundir,“ sagði Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari og þjálfari Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.