Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Saddam Hussein var fyrsta skotmarkið  Hyggjast eyða sérsveitunum 18/25 STOFNAÐ 1913 77. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BANDAMENN gerðu í gærkvöldi harðar loftárásir á Bagdad á sama tíma og stað- fest var að liðsafli þeirra hefði haldið frá Kúveit yfir landamærin og inn í Írak. Loftárásirnar á Bagdad voru mun harð- ari en þær sem gerðar voru í fyrrinótt. Beindust þær að sögn hernaðarfræðinga að lykilbyggingum í stjórnkerfi Saddams Husseins Íraksforseta. Sögðu fréttamenn í Bagdad að eldflaugar og sprengjur hefðu hæft byggingu þar sem Tariq Aziz, aðstoð- arforsætisráðherra Íraks, hefði áður haft höfuðstöðvar sínar. Þá urðu ráðuneyti skipulagsmála og utanríkisráðuneytið fyr- ir árásum. Írakar greindu frá því að heim- ili ættmenna Saddams Husseins hefðu orð- ið fyrir árásum en manntjón hefði ekki orðið. Sögðu þeir að meira en 70 eldflaug- um hefði verið skotið á Bagdad. Íraska sjónvarpið sýndi myndir af Sadd- am Hussein en ógerlegt var að staðfesta hvar og hvenær þær voru teknar. Banda- ríkjamenn höfðu fyrr í gær staðfest að Saddam forseti og aðrir helstu leiðtogar Íraks hefðu verið skotmarkið í fyrstu árás- inni á Bagdad í fyrrinótt. Hermálasérfræðingar sögðu að svo virt- ist sem bandamenn beindu einkum kröft- um sínum að því að lama baráttuþrek Íraka með því að beina árásum að leiðtog- um landsins og lykilbyggingum í stjórn- kerfinu. Von þeirra væri sú að þannig mætti ef til vill knýja fram ólgu og jafnvel uppgjöf. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í gærkvöldi að breskur liðs- afli hefði látið til sín taka á láði, legi og í lofti í suðurhluta Íraks. Hermdu fréttir að Bretar hefðu m.a. gengið á land á Faw- skaga syðst í landinu. Bandarískar sveitir héldu einnig yfir landamærin frá Kúveit eftir að gerðar höfðu verið miklar stór- skotaliðs- og loftárásir á stöðvar Íraka í suðurhlutanum. Hermt var að bandamenn hefðu grandað nokkrum bryndrekum þar. Fyrr um daginn höfðu Írakar skotið a.m.k. þremur eldflaugum að Kúveit. Þær ollu ekki tjóni en hermenn þar klæddust ítrekað eiturefnabúningum þegar loftvarnaflautur tóku að hljóma. Var það gert af ótta við að eldflaugar Íraka bæru efna- eða sýklavopn. Ráðist gegn stjórnkerfi Íraks með loftárásum Ráðuneytisbyggingar í ljósum logum í Bagdad  Landhernaður hafinn í suðurhlutanum HUNDRUÐ þúsunda manna tóku í gær þátt í mótmælafund- um út um allan heim gegn stríðsrekstri í Írak. Víða lentu mótmælendur í pústrum við lögreglu er þeir söfnuðust sam- an fyrir utan bandarísk sendi- ráð. Nokkrum stundum eftir að fyrstu flugskeytin lentu á bygg- ingum í Bagdad í fyrrinótt hófst mótmælabylgjan í Ástr- alíu og Asíu og gekk síðan yfir heiminn eftir tímabeltum. Í Kaíró, stærstu borg araba- heimsins, beitti lögregla þrýsti- vatni til að dreifa múg sem kastaði grjóti og reyndi að ráð- ast inn í bandaríska sendiráðið. Fjölmenn mótmæli voru í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, í Grikklandi og Austurríki. Á mótmælafundi í þýzkum borg- um mættu yfir 200.000 manns. Stríðsrekstrinum var líka mótmælt kröftuglega í mörgum brezkum og bandarískum borg- um. Fyrir utan Hvíta húsið í Washington hrópuðu mótmæl- endur: „Ekkert blóð fyrir olíu“. Stríðinu mótmælt Lundúnum, Berlín, AP, AFP. REYKJARMÖKKUR rís upp af skipulags- málaráðuneyti Íraks við bakka Tígrisfljóts í Bagdad í gærkvöldi, eftir að bandarísku flug- skeyti var stýrt á það. Loftárásir á valin skot- mörk í írösku höfuðborginni byrjuðu aftur síð- degis, en hernaðurinn hófst með slíkum árásum í fyrrinótt. Lentu sprengjur m.a. á höll Saddams Husseins forseta, ráðuneytum og öðrum stjórn- arbyggingum. Sprengjuárásir á valin skotmörk Reuters ELDAR lýstu upp næturhimininn nærri borginni Basra í suðurhluta Íraks í gær og virtust þannig stað- festa að Írakar hefðu afráðið að kveikja í olíulindum þar. Bandarískur herforingi sagði í samtali við AP-fréttastofuna að Írakar hefðu kveikt í þremur olíu- lindum. Greina mátti eldinn í um 15 kílómetra fjarlægð og fréttamenn sem fóru með liðsafla Bandaríkja- manna yfir landamæri Kúveits og inn í Írak kváðust hafa séð eldtungur og reykjarmökk stíga á loft. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst í gær ekki geta staðfest að skemmdarverk þessi hefðu verið unnin en sagði að vera kynni að kveikt hefði verið í á þremur eða fjórum olíuvinnslusvæð- um. Bandaríkjamenn fullyrða að Saddam Hussein hafi látið koma sprengjum fyrir við olíulindir og þannig sé frá þeim gengið að einn maður geti kveikt í þeim. Þannig hyggist Saddam uppræta mikilvæg- ustu auðlind þjóðarinnar telji hann stríðið tapað. Arabíska sjónvarps- stöðin Al-Arabiya greindi einnig frá því að eldar hefðu blossað upp við Rumeila um 80 kílómetra vestur af Basra. Rumeila er eitt stærsta olíu- vinnslusvæði Íraka. Kveikt í olíulindum Við landamæri Íraks og Kúveits. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.