Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N Ú er stríðið gegn Írak hafið. Svokallað fyrirbyggjandi stríð. Tilraunum til að fá Íraka til að uppfylla skýr ákvæði Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnun undir handleiðslu vopnaeftirlits- manna var aldrei lokið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa jafnvel hafið stríð án þess að hafa til þess gilt umboð frá SÞ. Nýr og blóðugur kafli er að hefjast í hinni ótrúlegu sögu Banda- ríkjamanna við Persaflóann. Í fyrri köflum sögunnar er m.a. að finna eft- irfarandi: Þegar um miðbik síðustu aldar lögðu Bandaríkin grunn að afskiptum sínum af málefnum ríkjanna við Persaflóa og drif- krafturinn var áhuginn á hinum gríðarmiklu olíubirgðum svæðisins. Um langt árabil var Íran helsti bandamaður Bandaríkjamanna á þessum slóðum en Írak tók við því hlutverki eftir að Íranskeisara var velt af stóli 1979. Bandaríkjamenn áttu drjúgan hlut í að byggja Saddam Hussein upp sem hinn sterka mann í Írak og lögðu honum til vopn í langvinnu og blóðugu stríði við Írani. Á sama hátt og upp- gangur talibana í Afganistan kom að stórum hluta til vegna bandarískrar íhlutunar þar, má segja að Saddam Hussein sé að talsverðu leyti afurð bandarískrar utanríkisstefnu í Írak. Stríð er versti kosturinn. Einkum þó fyrir almenning í Írak sem verður fórnarlamb eyði- leggingar og dauða. Íbúar Íraks hafa þegar liðið miklar þjáningar vegna hins alþjóðlega viðskiptabanns og harðstjórnarinnar innan- lands. Gríðarlegur flóttamannastraumur er yfirvofandi. Stríð er einnig versti kosturinn hvað varðar líklega þróun mála á svæðinu og versti kosturinn frá sjónarhóli alþjóðaréttar. Barátta gegn hryðjuverkum verður einnig erfiðari frá og með deginum í dag. Líklegast er að árásin á Írak leysi úr læðingi nýja hrinu hryðjuverka. Hvar borið verður niður og hvernig er ómögulegt að segja en árásin á Írak er líkleg til að magna enn ofbeldið í heim- inum. Grafið er undan þeim leikreglum og réttarákvæðum í samskiptum milli ríkja sem kostað hefur mikið erfiði og tekið áratugi að byggja upp. Einmitt nú þegar sprengjurnar eru teknar að falla og eyðileggingin er hafin er mikilvæg- ara en nokkru sinni að virkja hina ótrúlega miklu vakningu meðal almennings í þágu frið- arbaráttu. Aldrei fyrr hafa jafnmargir safnast um heim allan í þágu friðarins. Hinn 15. febr- úar tóku yfir 10 milljónir manna í meira en 100 löndum og í mörg þúsund borgum og bæjum þátt í aðgerðum til þess að krefjast frið- samleg ingin í l landi ge Bandar stöðu v fiskur u unum. Band Tyler, s hinn 17 dag eru in og al annað þ stríð. Þ orðin ti legt í sö Norð sameig þjóðasa valdbei arreglu inlega s úðarmá þróuna um að v neyðar eigum a Myndum heimsban um frið strax! Eftir Steingrím J. Sigfússon, Kristin Halvorsen, Ulla Hoffmann og Holger K. Nielsen ’ Við eigum sameiginlegrahagsmuna að gæta í sterkri al- þjóðasamvinnu sem kemur í veg fyrir löglausa valdbeitingu. ‘ ÞAÐ er sem betur fer ekki oft, sem undirritaður hefir skammazt sín fyrir að vera Íslendingur. Raunar aldrei fyrr, heldur þvert á móti ver- ið hreykinn af. En nú bregður svo við að hann má vart vatni halda vegna ótrúlegra afglapa íslenzkra valdamanna í ut- anríkismálum, þegar þeir fylkja liði með hinum bardagafúsa Bush, Bandaríkjaforseta, sem fer sínu fram í Íraksmálinu; virðir Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna að vett- ugi og vinnur því óbætanlegt tjón, sem þjóðir heims munu eiga eftir að bíta úr nálinni með um langa fram- tíð, ef það verður nokkru sinni bætt. Það vakti að vísu mönnum hroll, þegar þeir Davíð og Halldór lofuðu stríðsherrunum á fundinum í Prag stuðningi Íslands við hernaðar- aðgerðir og rufu með því dýran eið íslenzkrar þjóðar að eiga aldrei að- ild að vopnaburði á aðra menn. Nú sýna þeir að þeir eru skoðanalausir skósveinar, sem liggja marflatir fyrir vesturheimska valdinu. Í Morgunblaðinu í gær, 18. þ.m., taka þeir heilshugar undir stríðsyfirlýs- ingu vígamannanna á Azoreyjum. Orðalag þeirra allt utanaðlærðar þýðingar á málafylgju Bandaríkja- forseta. Íslenzka heybrókin í emb- ætti utanríkisráðherra segir svo á forsíðu Morgunblaðsins 18. marz sl.: „ „Ég held að fundurinn á Azor- eyjum hafi á margan hátt verið merkilegur. Þeir [George W. Bush, Tony Blair og Jose Maria Aznar] lýsa yfir miklum stuðningi antshafstengslin sem eru o lendingum lífsnauðsynleg o hljótum að taka undir þá yf ingu,“ segir Halldór. „Það e framt tekið fram mikilvægi ná niðurstöðu í Miðausturl milli Ísraels og Palestínu, s tel skipta miklu máli. Þá er að Saddam Hussein verði a vopnast í samræmi við ályk 1441, þannig að mér finnst urstöður þessa fundar vera þeim hætti að við hljótum a undir þær.“ “ Fundurinn í München 19 Skósveinarnir Eftir Sverri Hermannsson „Allra leiða bar að leita áð- ur en til vopna var gripið. Það hefir ekki verið gert eins og meirihluti þjóða heims hefir krafizt.“ AÐALNIÐURSTAÐA hinnar margfrægu auðlindanefndar var sú að jafnræði ætti að ríkja varðandi aðgang að þjóðarauðlindum. Sú nið- urstaða er sjálfstæðismönnum ekki þóknanleg vegna þess að veldi sér- hagsmunahópanna er ógnað verði jafnræði og réttlæti að leiðarljósi stjórnvalda þegar miklum hags- munum sem hið opinbera ræður yfir er ráðstafað. Valdamenn í Sjálfstæðisflokknum vilja þess vegna að skýrsla auðlinda- nefndar gleymist og verði alls ekki höfð að leiðarljósi hvað varðar dýr- mætustu auðlind þjóðarinnar þ.e. fiskimiðin. Allt tal ráðamanna um að ná sátt með þjóðinni er hljóðnað. Sáttin var milli þeirra sjálfra og við LÍÚ. Þetta segir auðvitað allt um hver hugur fylgdi máli í aðdraganda síðustu kosninga þegar ráðamenn beggja stjórnarflokkanna gáfu mik- ilfenglegar yfirlýsingar um að þeim væri best treystandi til að finna leið til þjóðarsáttar um þetta mál. Í þessu gífurlega stóra hagsmunamáli standa átökin um það hvort sérrétt- indi þeirra sem nú eru í útgerð eigi að verða grundvöllur að séreign út- gerðarmanna á auðlindinni í framtíð- inni eða hvort útgerðarmenn fram- tíðarinnar geti nálgast veiðiréttinn á markaði þar sem jafnræði og sann- gjarnar leikreglur ríkja. Niðurstaða Sjálfstæðisflokksinns var einkaein- okun, lokað kerfi sérhagsmuna, at- vinnufrelsið á að afskrifa til að þókn- ast sérhagsmunaöflum sem ráða stefnu flokksins. Aðskilnaður veiða og vinnslu En það eru fleiri mikilvæg mál sem varða athafna- og viðskipta- frelsi sem ekki eru leyst vegna áhrifa frá hagsmunahópum Sjálfstæðisflokksins. Það að rjúfa tengslin mill og vinnslu í sjávarútvegi er brýnustu viðfangsefnunum dæmi eru um að útgerðarm reka fiskvinnslu selji sjálfum fiskinn á mun lægra verði e markaði. Eindregin krafa s um aðskilnað veiða og vinns lengi legið fyrir og einnig þ reka fiskvinnslu án útgerða tilkomu fiskmarkaðanna ha irtæki sem ekki eiga kvóta fyrir lífi sínu og tekist að lif fyrir hrikalega mismunun s í verðlagningu útgerða á afl in vinnslu. Þessi árangur fis án útgerðar er aðdáunarver Í þágu sérhagsmuna Eftir Jóhann Ársælsson „Sjávarútvegsstefna flokksins er ljósasta dæmið um hve langt flokkurinn getur gengið ef hagsmunaöflin sem þrýsta á hann eru nógu sterk.“ HVERJU ER MÓTMÆLT? Alda mótmæla hefur risiðvíða um heim, einnig hérá landi, eftir að Bandarík- in og bandamenn þeirra hófu hernaðaraðgerðir gegn stjórn Saddams Hussein í Írak í fyrri- nótt. Það er skiljanlegt og eðli- legt. Stríð er eitur í beinum okk- ar flestra. Þjóðir heims þrá frið og fólk finnur til með meðbræðr- um sínum, jafnt óbreyttum borg- urum sem hermönnum, sem nú munu þurfa að upplifa hörmung- ar stríðsins í Írak. Í mótmælagöngum og á fund- um víða um lönd hefur reiði mót- mælenda beinzt að Bandaríkjun- um. Mótmælin endurspegla án vafa almenningsálitið í mörgum ríkjum. Það er vissulega áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld að sú samúð og sam- staða með málstað þeirra, sem ríkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, skuli nú fara þverrandi. Það hreyfir auðvitað við huga fólks, þegar við blasir að sak- lausir borgarar, ekki sízt börn, verði fyrir barðinu á hernaðar- aðgerðum. Myndir af særðum börnum á sjúkrahúsi í Bagdad ganga fólki að hjarta, ekki sízt börnum, sem ekki skilja hvers vegna jafnöldrum þeirra í fjar- lægu landi er búið slíkt hlut- skipti. Það er engin furða að fólk finni sig knúið til að mótmæla, þegar slíkar myndir sjást á sjón- varpsskjánum. Það er hins vegar ástæða til að staldra við og velta fyrir sér við hvað er hér að eiga. Við vitum öll, að Saddam Hussein hefur unnið ólýsanleg grimmdarverk á eigin þegnum; körlum, konum og börnum. Af hverju var þeim ekki mótmælt í sama mæli? Sennilega vegna þess að í slíkum tilfellum hefur Írak verið lokað land; fréttamönnum hefur ekki verið boðið inn í pyntingaklefana eða í þorpin, sem lögð voru í rúst og íbúarnir drepnir með hryllileg- um hætti með efnavopnum. Þeim hefur ekki verið boðið að hitta börnin, sem misstu foreldra sína í hreinsunaraðgerðum og of- sóknum Saddams. Því miður komast margir ein- ræðisherrar upp með að þegja staðreyndirnar um eigin grimmdarverk í hel, en engu að síður hlustar heimsbyggðin þeg- ar þeir eru skyndilega tilbúnir að sýna afleiðingar árása annarra gegn þeim. Það má heldur ekki gleyma því að sterkar vísbend- ingar eru um að stjórnvöld í Írak hafi staðsett hermenn og her- gögn í nálægð við íbúðahverfi, skóla, moskur og sjúkrahús, beinlínis í þeim tilgangi að sem flestir óbreyttir borgarar slasist eða falli, til að reyna að vinna samúð umheimsins. Það er ástæða til að rifja upp undirrót þeirra hernaðarátaka, sem nú eru hafin. Hún er áralöng árásarstefna Saddams Hussein gegn íbúum eigin lands, ná- grannaríkjunum og heimsbyggð- inni allri. Írakar hafa neitað að gera grein fyrir vopnum sínum og láta þau af hendi. Ef ekki væri fyrir sjúklega drottnunarhneigð Saddams, árásargirni og harð- stjórn, væri engin þörf á þeim að- gerðum, sem nú hefur verið grip- ið til. Stundum eru hernaðaraðgerðir hins vegar óhjákvæmilegar og þótt þeim fylgi fórnir, eru þær stundum til þess fallnar að binda enda á enn meiri þjáningar og missi mannslífa. Hernaðarað- gerðum NATO í Kosovo og Serb- íu var mótmælt á sínum tíma, samt fögnuðu íbúar þeim þegar upp var staðið; þær stuðluðu ekki eingöngu að því að afstýra fjölda- morði á Kosovo-Albönum, heldur lögðu grunninn að því að Serbar losuðu sig sjálfir við harðstjórann Milosevic. Hernaðaraðgerðunum í Afganistan var líka mótmælt. Enginn dregur í efa einlægan friðarvilja þeirra, sem mótmæltu þeim, fremur en þeirra sem and- mæltu aðgerðum NATO á Balk- anskaganum. Þar var hins vegar um það að ræða að frelsa kúgaðan almenning undan ótrúlegri harð- stjórn og uppræta hryðjuverka- samtök, sem drepið höfðu þús- undir manna og hugðust vafalaust drepa miklu fleiri. Fáir halda því nú fram að leyfa hefði átt talibönum að halda áfram að kúga og drepa saklaust fólk. Sú staða, sem nú er uppi, þar sem Bandaríkin liggja undir harðri gagnrýni víða um heim, sýnir engu að síður að þeim er vandi á höndum. Það skiptir gíf- urlegu máli fyrir Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra að þeir fylgi eftir orðum George W. Bush forseta í sjónvarpsávarpi í fyrrinótt, þar sem hann hét því að einskis yrði látið ófreistað að hlífa saklausum borgurum í her- förinni. Jafnframt ríður mikið á að þegar stríðinu lýkur, sem von- andi verður sem fyrst, standi Bandaríkjamenn við loforð sín um að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum í Írak, tryggja að mannréttindi verði virt og reisa landið úr rústum stríðsins og harðstjórnar Saddams Hussein. Undanfarið hafa margir beðið fyrir því að unnt yrði að koma í veg fyrir stríð. Nú hljótum við að sameinast um að biðja þess að sem fyrst verði unnt að koma á réttlátum friði og ljúka áralöng- um þjáningum íbúa Íraks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.