Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.03.2003, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDINN virðist ólmur í að berja uppátæki bandarísku Kjána- prikanna berum augum í Háskóla- bíói 11. og 12. apríl. Að sögn Ís- leifs Þórhallssonar, sem stendur að komu Kjánaprikanna hingað, hafa miðar verið rifnir út og segist hann búast fastlega við að þeir klárist á báðar sýningar fyrir helgi. Miðasala hófst á hádegi síðasta sunnudag og myndaðist væn bið- röð fyrir utan Háskólabíó þegar nóttina áður. Kjánaprikin klárast MEZZOFORTE, með þeim Jóhanni Ásmundssyni, Eyþóri Gunnarssyni, Gunnlaugi Briem og Staffan Will- iam-Olsson innanborðs, fór í góða reisu til Noregs fyrir stuttu en ferðalaginu lauk um síðustu helgi. Staffan þessi hleypur í skarð Frið- riks Karlssonar sem kom því ekki við að vera með að þessu sinni. Var leikið á sextán tónleikum á átján dögum og meðal annars var spilað á 500 manna stað í Töns- berg sem var sneisafullur og ætl- aði allt um koll að keyra er hið sí- gilda „Garden Party“ var leikið. Morgunblaðið náði tali af Jó- hanni Ásmundssyni bassaleikara og innti frétta. „Við fórum af stað á ný í fyrra og fórum þá í tvær stuttar ferðir; til Danmerkur og Þýskalands með smávegis viðkomu í Noregi. Þá leysti Staffan Friðrik af líkt og nú. Það var enn fremur Staffan sem bókaði þennan túr til Noregs.“ Það vantar nýtt efni Jóhann segir að Friðrik sé upp- tekinn eins og er en hann hafi full- an hug á að koma inn í þetta um leið og hann losnar. „Hann verður með okkur þegar við tökum upp nýja plötu í sumar, þá fyrstu síðan Monkey Fields kom út árið ’96.“ Jóhann segir að þeir hafi fundið fyrir góðum meðbyr undanfarið og það hafi hiklaust hvatt þá til dáða. „Við höfum áhuga á að þreifa fyrir okkur á þeim markaði sem er greinilega til staðar fyrir okkar tónlist. Einkanlega í Evrópu þá.“ Jóhann segir að þeir hafi þannig áhuga á að gera alvöru „Mezzo- forte“ plötu í sumar. „Tónlistin sem við vorum að gera þegar „Garden Party“ var að gera það gott, fyrir réttum tuttugu árum, er komin aftur sem eins konar „retro“-tónlist (fortíðarskotin tón- list),“ segir hann og bætir við með brosi á vör: „Á plötunni verður því að finna grunnhljóm Mezzoforte, framreiddan með hjálp nútíma tækni.“ Það hlýtur að gleðja hvern mann að finna fyrir eins víðtækum áhuga á verkum sínum og Mezzo- forteliðar hafa orðið varir við und- anfarin ár. Þó nokkrar heimasíður hafa t.a.m. verið ofnar sveitinni til heiðurs og koma þær frá jafn ólík- um löndum og Japan, Noregi og Rússlandi. Þá hefur Mezzoforte heimsótt Indónesíu til að anna eft- irspurn þar og sömuleiðis er sveit- in vinsæl í Malasíu og Singapúr! „Manni þykir eðlilega vænt um þetta og við erum að vonast til að við getum farið að rúlla Mezzo- forteplötunum aftur í búðir í sum- ar, í kjölfar nýju plötunnar. Aðdá- endur eru farnir að bíða eftir nýju efni, svo einfalt er það. Og gömlu plöturnar eru auk þess hvergi fá- anlegar í hinum stóra heimi.“ Aukalög fyrir Hong Kong Fram undan er svo meiri spila- mennska; hátíðir í Þýskalandi og Svíþjóð og svo verður farið aftur til Þýskalands í haust. Jóhann segir að lokum að sveit- in sé því vel starfhæf í dag og stefnt sé fullum fetum að meiri vinnu. „Það eflir mann að finna þennan gríðarlega áhuga. Á tónleikana er samtímafólk okkar að koma með börnin sín þannig að það er greini- legt að plöturnar eru búnar að vera á fóninum í öll þessi ár!“ Að lokum má geta þess að í síð- asta mánuði kom út platan Very Best Of Mezzoforte á Universal International – með sérstökum aukalögum fyrir Hong Kong- markað. Það er því óhætt að segja að Mezzoforte fari víða ... Allt að gerast hjá Mezzoforte Ný plata á leiðinni arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.mezzoforte.com Morgunblaðið/Jim Smart Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson og Eyþór Gunnarsson Mezzo- forte-liðar. Friðrik Karlsson var fjarri góðu gamni þegar myndin var tekin. Sýnd kl. 6, 8,10 og kraftsýnig kl. 12. Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6 og 8. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leik- stjóri 10  HJ MBL Frábær spennu- tryllir sem hræðir úr þér líftóruna. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Sýnd kl. 5.45 og 8. B.i 12. Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Sýnd kl. 3.40, 8 og 10.20. B.i. 16 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.Sýnd kl. 3.45, 5,50,8 og 10.10. b.i. 12. kl. 8 og 10.20 Eingöngu sýnd í LÚXUSSAL kl. 4. B. i. 12. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd!  HJ MBL  Radíó X  Kvikmyndir.com X-IÐ Frá Óskarverðlaunahöfunum James Cameron sem leikstýrði Titanic og Steven Soderberg sem leikstýrði Traffic kemur einstætt meistaraverk. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd! G ut en be rg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.