Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.2003, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÆR Agnes Edda og Guðrún Stella horfa hugfangnar á páskaungann. Hann minnir þær sennilega á hátíð- ina sem í hönd fer og allt það góða og skemmtilega sem henni fylgir. Gleðilega páska! STOFNAÐ 1913 106. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Áhyggjur af húsi Listamenn vilja vera með í ráðum um nýtt tónlistarhús 26 Ungt og metnaðarfullt fólk er að hasla sér völl 24 Pink Floyd eldist vel Platan Dark side of the Moon á 30 ára afmæli Fólk 68 Gróska í stuttmyndum VEGAGERÐIN gerir ráð fyrir að spara allt að 120 milljónir króna í snjómokstri frá áramót- um vegna óvenju góðs tíðarfars sem ríkt hefur á landinu í allan vetur. Í Reykjavík er kostnaðurinn sömuleiðis með allra minnsta móti. Þrátt fyrir snjó- lítinn vetur teljast um 40–65% af áætluðum kostnaði við snjó- mokstur til fastakostnaðar. Björn Ólafsson, forstöðu- maður þjónustudeildar Vega- gerðarinnar, segir janúar og febrúarmánuði svipaða og í fyrra með tilliti til moksturs. Mars sé um 18% undir kostn- aði og stefni í að kostnaður vegna snjómoksturs verði 23– 24% undir áætlun frá áramót- um þegar fram í sæki og hefur þá verið reiknaður inn í aukinn kostnaður vegna vegheflunar. Um milljarði króna er varið ár- lega í vetrarþjónustu hjá Vega- gerðinni. Að sögn Björns er mjög sjaldgæft að nánast allt vegakerfi landsins sé opið á þessum tíma árs. Hann segir útlit fyrir að vegir komi víðast hvar vel undan vetri, þrátt fyrir snjóleysi. Átta bílar til taks Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, segir að þrátt fyrir að götur í borginni hafi að mestu verið auðar í vetur séu um tveir þriðju hlutar af heildarkostnaði við snjómokstur fastakostnað- ur, eða samtals um 115–125 milljónir króna. Gatnamálastofa hefur átta bifreiðar til taks, sjö bíla sem sinna daglegum störfum og einn bíl til vara en í hverjum eru tvær áhafnir. Á annað hundrað milljónir sparast Snjómokstur UTANRÍKISRÁÐHERRAR grannríkja Íraks sögðu í gær að her- námslið Bandaríkjanna og Bretlands þyrfti að fara frá Írak eins fljótt og auðið væri og að Sameinuðu þjóð- irnar ættu að gegna lykilhlutverki í því að mynda nýja stjórn í landinu. Ráðherrarnir sögðu einnig eftir að hafa rætt afleiðingar stríðsins í Írak á fundi í Riyadh í Sádi-Arabíu að bandarísku og bresku hersveitunum bæri skylda til samkvæmt alþjóða- lögum að tryggja öryggi Íraks, koma á friði og stöðugleika, auk þess að vernda réttindi írösku þjóðarinnar og menningarverðmæti hennar. „Bandarísku hersveitirnar eru hernámslið, jafnvel Bandaríkjamenn og Bretar hafa sagt það,“ sagði utan- ríkisráðherra Sádi-Arabíu, Saud al- Faisal prins, á blaðamannafundi eft- ir viðræður ráðherranna. „Þeir geta ekki uppfyllt skyldur sínar sam- kvæmt Genfar-sáttmálanum nema þeir séu kallaðir það sem þeir eru.“ Í sameiginlegri yfirlýsingu utan- ríkisráðherranna er Bandaríkja- stjórn gagnrýnd fyrir að hafa í hót- unum við Sýrlendinga sem hún sakar um að hafa skotið skjólshúsi yfir forystumenn flokks Saddams Husseins og framleitt efnavopn. Á fundinum voru utanríkisráð- herrar allra grannríkja Íraks, Sádi- Arabíu, Kúveits, Sýrlands, Tyrk- lands og Írans, auk Egyptalands og Bareins. Í lokayfirlýsingu ráðherranna var lögð áhersla á að erlendu hersveit- unum bæri „skylda til að fara frá Írak og gera Írökum kleift að nýta sjálfsákvörðunarrétt sinn“. Lögð var áhersla á að íraska þjóð- in ætti sjálf að taka við stjórn lands- ins og ákveða hvernig nýta ætti olíu- auðlindir þess. Hernámsliðið hvatt til að fara frá Írak Grannríkin vilja að SÞ gegni lyk- ilhlutverki við endurreisnina Riyadh. AP. ÍRASKIR lögreglumenn í Bagdad hafa handtekið fyrrverandi fjár- málaráðherra Íraks, Hikmat al-Azz- awi, og afhent hann bandarísk- um hermönnum í borginni, að sögn bandarísku her- stjórnarinnar í gær. Al-Azzawi er númer 45 á lista yfir þá 55 Íraka, sem Bandaríkja- menn leggja mesta áherslu á að handtaka, og alls hafa fimm menn á listanum verið teknir til fanga. Kúrdar í grennd við borgina Mos- ul í Norður-Írak hafa afhent Banda- ríkjaher Samir al-Aziz al-Najim, einn af forystumönnum Baath- flokksins. Hann er númer 24 á listan- um, var leiðtogi deildar flokksins í austurhluta Bagdad, en starfaði áður sem sendiherra Íraks í Egyptalandi, Rússlandi, á Spáni og í Túnis. Hann var einnig olíumálaráðherra landsins í nokkrar vikur fyrr á árinu. Hálfbróðir Saddams handtekinn Bandarískir sérsveitarmenn handsömuðu Barzan Ibrahim al- Tikriti, hálfbróður Saddams Huss- eins, í Bagdad á fimmtudag. Al-Tikr- iti var áður ráðgjafi Saddams og er talinn búa yfir víðtækri þekkingu á stjórnkerfi landsins, að sögn Vincent Brooks, talsmanns Bandaríkjahers. Líkt og bróðir hans, Watban, sem handtekinn var á sunnudag, er Barz- an al-Tikriti álitinn mikill fengur fyr- ir Bandaríkjaher. Hann var yfirmað- ur leyniþjónustu Íraks í fjögur ár og er talinn geta veitt upplýsingar um meinta gereyðingarvopnaáætlun Saddams Husseins. Enn sem komið er hafa engar vísbendingar komið fram um að gereyðingarvopn sé að finna í Írak. Háttsettir Írakar handteknir Hikmat al-Azzawi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.